Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. 35 LífsstíU DV kannar grænmetismarkaðinn: Tómatar, gúrkur og gul- rætur lækka DV kannaði verð á grænmeti í eft- irtöldum verslunum: Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Bónusi í Hafnarfirði, Kjötstöðinni í Glæsibæ, Hagkaupi í Kringlunni og Miklagarði við Sund. Eins og áður viljum við taka fram að Bónusbúðimar selja grænmeti sitt að mestu leyti í stykkjatali og til að finna samanburð milli þeirra og hinna verslananna er stykkjaverð umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum lækkar um 6% frá síðustu viku og er nú 322 krónur kílóið. Þeir vom ódýrastir í Kjötstöðinni þar sem þeir kostuðu 249 krónur. Næst kom Fjarðarkaup með 273, Hagkaup með 379 og dýrast- ir voru tómatamir í Miklagarði sem seldi þá á 388 krónur kílóið. Tómatar fengust ekki í Bónusi. Munur á hæsta og lægsta verði var 56%. Gúrkur lækka aö meðaltali um 17% frá síðustu viku og er nú 261 króna kílóið. Lægsta verðiö var í Fjarðarkaupi, 195 krónur. Næst kom Bónus með 196, Kjötstöðin með 277, þá Hagkaup með 295 en dýrastar 'voru gúrkumar í Miklagarði, 341 króna kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði var 75%. Meðalverð á sveppum stendur í stað en það er 426 krónur kílóið. Kjöt- stöðin var með besta verðið, 336 krónur. Þá kom Fjarðarkaup með 410, Hagkaup með 459 og Mikligarður með 499, sem var hæsta verðið að þessu sinni. Bónusbúðin átti ekki til sveppi. Munur á hæsta og lægsta verði var 49%. Græn vínber hækka um 8% og er meðalverðið nú 242 krónur. Ódýr- ustu vínberin vora í Bónusi þar sem kílópokinn kostaði 165 krónur. Næst kom Kjötstöðin með 239, Hagkaup með 249, Fjaröarkaup með 253 og Mikhgarður með 302 krónur kílóið sem var hæsta verðið þessa vikuna. Munur á hæsta og lægsta verði var 83%. Græn paprika hækkar í verði um 9% að meðaltali og er nú 432 krónur kílóið. Hún var langódýrast í Kjöt- stöðinni þar sem kílóið kostaði 186 krónur. Næst kom svo Hagkaup með 459, Fíarðarkaup með 462 og dýrust var paprikan í Miklagarði, 622 krón- ur. Bónus átti ekki papriku. Munur- Það er ýmislegt reynt til að fá fólk til að kaupa. Myndin hér að ofan er að vísu ekki frá þessu ári en góð engu að siður. inn á hæsta og lægsta verði var 234%. Kartöfluverðið stendur í stað og er meðalverð enn 75 krónur kílóið. Bón- us átti ódýrastu kartöflumar sem kostuðu 54 krónur. Fiarðarkaup var einni krónu dýrari, seldi kílóið á 55 krónur. Næst kom Mikhgarður með 82,50. Þeir voru að fá ódýrari kartöfl- ur sem verða komnar í hihurnar þegar þetta birtist á prenti. í kjötstöð- inni kostaði kílóið 90 krónur, bæði guhauga og svokahaðar bananakart- öflur. Einnig er þar hægt að fá eins og hálfs kílós poka á 99 krónur sem þýðir 66 króna kílóverð. í Hagkaupi kostaði kílóið 94,50. Munur á hæsta og lægsta verði var 75%. Meðalverð á blómkáli hækkaði um 18% og er nú 235 krónur khóið. Það var ódýrast í Fjarðarkaupi, 185 krón- ur. Hvítkál hækkar einnig um 18%. Meðalverð er nú 79 krónur khóið en ódýrast var það í Hagkaupi þar sem það kostaði 49 krónur. Meðalverð á gulrótum lækkaði um 7% frá síðustu viku. Það er nú 215 krónur fyrir kílóið en var lægst í Fjarðarkaupi, 190 krónur. -hge Sértilboð og afsláttur: Geitakjöt í Kjötstöóinni Það er ekki oft sem okkur gefst tækifæri th að borða geitakjöt. Kjöt- stöðin í Glæsibæ var að fá geitakjöt frá Búðardal og kostar khóið aðeins 250 krónur ef keyptur er hehl skrokkur. Það er talsvert ódýrara en lambakjötið og mjög spennandi th- breyting. Einnig er Kjötstöðin með thboðsverð á Haust hafrapexpökk- um (250 g) á 99 krónur, Orvhle ör- bylgjupoppi (298 g) á 165 krónur og 2 brúsum af Texi uppþvottalegi (2X600 g) saman í pakka á 159 krónur. Mikhgarðm- er með sérthboð á lambalifur, 299 krónur kílóið. Einnig er thboðsverð á nautapiparsteik (ca. 200 g) á 249 krónur, reyktum laxi á 995 krónur khóið og mjög fallegum hitakönnum í mörgum litum sem kosta aðeins 995 krónur. Meðal þeirra tilboða sem Fjarðar- kaup býður þessa viku era 2 þykkar Dixel eldhúsrúhur á 144 krónur, Olof braður (200 g) á 89 krónur, Oetker kökumix (380 g) á 212 krónur og Choco-quick kókómalt (800 g) á 274 krónur. Bónusbúðimar selja þessa dagana einn og hálfan lítra af Ís-Cola á 85 krónur, 6 stykki af Snikkers á 179 krónur, 6 fernur af Hi-C á 92 krónur og 1 htri af epla- og appelsínusafa frá Sól hf. kostar nú aðeins 77 krónur. í Hagkaupi má nú fá heha plastfötu af hohenskum eplum (ca 3 kg) á 299 krónur, Ritz saltkex (200 g) á 69 krón- ur, Burg soja- og sólblómaohu (11) á 99 krónur og lambahamborgarlæri, sem áður kostaði 1.018 krónur khóið, kostar nú aðeins 679 krónur. -hge TÓMATAR -6% c •4. S |0 :0 ^ "co IjC cq I 388 249 9 PAPRIKA +9% o =o ;o ■ 622 186 VINBER +8% I «0 3 C •O 00 302 165 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.