Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Blaðsíða 1
Stöö 2 á föstudagskvöld: Góður, illur og grimmur Góður, illur og grimmur er þriðja og síðasta myndin í dollaraþrfleikn- um, en það kallast þær myndir sem Clint Eastwood lék í undir stjórn Sergios Leone. Myndin sló í gegn á sínum tíma en í henni eru nokkur atriöi sem hafa verið fyrirmyndir í seinni tíma vestrum og ekki að ástæðulausu. Svokallað brúaratriði í þessari mynd er velþekkt og sama er að segja um atriðið þegar Lee Van Cleef flýg- ur á kjúklingalæri gegnum glugga. Ofbeldið og óraunveruleikinn náðu hámarki í þessari mynd en samt sem áður nær hún því að vera launfyndin á köflum. Clint Eastwood skapaði vissa típu í þessum myndum, típu sem vildi loða við hann seinna á ferlinum. Hann varð óneitanlega frægur eftir þessar þijár myndir og ferillinn blómum stráður eftir það. Leikstjór- inn, Sergio Leone, varð ekki síður þekktur af þessum verkum sínum og fylgdi fljótlega þessari þríliðu eftir með myndinni Once upon a Time in the West sem ekki þótti síðri. Hér hefur verið minnst á leikara og leikstjóra sem gerðu það gott en tónlist Ennio Morricone gefur þess- um myndum ekki síður sinn svip. Myndin Góður, grimmur og illur fær þrjár og hálfa stjörnu í kvikmynda- handbók Maltins. Með helstu hlut- verk fara Clint Eastwood, Lee Van Cleef, Eli Wallach, Rada Rassimow, Mario Brega og Chelo Alonso. Aðalstöðin tekur Púlsinn Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Aðalstöðvarinnar án þess þó að heildarsvipur sé breytt- ur. Útvarpsstjórinn, Helgi Pé, er kominn í hádegissútvarpið og rabbar við hlustendur á hveijum degi milli 12 og 1. Helsta nýbreytnin er beint útvarp Aðalstöðvarinnar frá félagsheimili tónlistarmanna, Púlsinum. Á hveiju þriðjudagskvöldi klukkan tíu gefst hlustendum færi á að hlusta á lifandi tónlist og heyra rabb við músíkanta á staðnum. Ásgeir Tómasson etur saman for- stjórum þessa lands í spurningaleik á hverjum degi kl. 15.00. Hver for- stjóri eða forsvarsmaður fyrirtækis má hafa með sér tvo samstarfsmenn til aðstoðar. Sigri menn þrisvar sinn- um komast þeir í úrvalsdeildina sem keppir síðar. Annar daglegur dagskrárliður er Akademían sem margir eru orðnir hluti af. Á hverjum degi fær einhver meðlimur klukkustund til umráða og má ræða sitt hjartans mál. Stjórn- málamenn hafa verið iðnir við að mæta í akademíuna svo og forstjórar en Biskupsstofa reið á vaðið með biskup íslands, Ólaf Skúlason, í far- arbroddi. Á sunnudögum verður Aðalstöðin uppi um íjöll og firnindi með Júlíusi Bijánssyni. Hann fjallar um útiveru í víðasta skilningi, skíðin, skautana, fjallajeppana, vélsleðana, gönguferð- ir og hestamennsku. Þeir sem hneigjast til inniveru og bóka geta svo fylgst með Guðríði Haraldsdóttur á sunnudagskvöldum þegar hún tekur bækur úr bókahill- unni. Guðríður fjallar um bækur, rithöfunda og les úr nýútkomnum Ásgeir Tómasson iætur toppana takast á í síðdegisþætti sínum kl. 15.00 alla daga. bókumjafnóðum og þærberastíjóla- bókaflóðinu. Sjónvarp föstudag og laugardag: Dauðasök Dadah is Death heitir tveggja þátta sjónvarpsmynd sem Sjónvarpið sýn- ir og er titillinn fenginn að hluta úr mállýsku Malasíubúa þar sem Dadah þýöir eiturlyf. Árið 1983 settu stjórn- völd í Malasíu ný og hert viðurlög gegn eiturlyflasmygli og var slík iðja lýst dauðasök. Fyrstu sakamennirn- ir sem gultu nýbreytninnar voru Ástralirnir Kevin Barlow og Geoff Chambers. Annar þeirra, Chambers, átti að baki áralöng afskipti af eitur- lyfiasölu en Barlow var ungur og fé- vana útlendingur í leit að auðfengn- um peningum. Þetta mál vakti heimsathygli á sín- um tíma og þá einkum fyrir skelegga baráttu móður Barlows, Barböru Barlow, fyrir lífi og frelsun sonar síns. Máliö dróst mjög á langinn og stóð málarekstur í þrjú ár áður en dómur féll. Sjónvarpsmyndin, sem er i tveimur hlutum, verður sýnd fóstudags- og laugardagskvöld. Myndin er banda- rísk/áströlsk frá árinu 1988. Með að- alhlutverkið fer Julie Christie en hún leikur hina baráttuglöðu móðir. Það eru áströlsku leikararnir Hugo Weaving og John Polson sem leika sakborningana en indverski leikar- inn Victor Banarjee leikur verjand- ann. Tveir Astralir voru handteknir á flugvellinum í Malasíu með heróín í fórum sínum. Þeir voru hinir fyrstu sem áttu yfir höfði sér dauðadóm fyrir slíkt athæfi eftir að lögum þar i landi var breytt. Hér hefur hinn pireygði komið höndum yfir einn gæjann. Alfa aftur í loftið Kristilega útvarpsstöðin Alfa hóf útsendingu að nýju í gær. Að út- varpsstöðinni stendur hlutafélag sem heitir Kristileg fjölmiölun hf. sem samanstendur af 200 einstakl- ingum úr ýmsum kirkjudeildum og kristnum félögum. í fyrstu er áætlað að útvarpa alla virka daga frá kl. 8.45 til 17.00 og bæta helgardagskrá við þegar líöur á fyrsta mánuðinn. Tónlist skipar veglegan sess í dag- skránni og er lögð áhersla á þægilega gospeltónlist. Alfa ætlar að vera með eigin fréttir og leggja áherslu á já- kvæðar fréttir úr hinum kristna heimi. Ýmsir dagskrárgerðarmenn sjá um hina mismunandi þætti en aðeins eru tveir starfsmenn fast- ráðnir. Alfa sendir út á FM 102,9 EFFEMM á morgnana: Frá hinu opinbera Alla virka daga frá kl. 7.30 til 10.00 stjórna Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson morgunþætti FM 957. í morgunþætti þeirra félaga er að fmna stuttan dagskrárlið sem heitir „Frá hinu opinbera". Þar fer „frétta- maðurinn" Unnar Kvarerann í könnunarleiðangur um frumskóg stjórnamálanna og grefur upp hin ótrúlegustu mál sem enginn annar fréttamaður nær. í þessum dags- skrárlið fær Unnar stjómmálamenn til að samþykkja ótrúlegustu hluti. Unnar fær sitt pláss i útsendingu FM kl. 7.50 og 8.50 alla daga. Sjónvarp á sunnudag: Séra Matthías á Akurcyri Næstkomandi sunnudag eru rétt 155 ár liðin frá fæðingu þjóðskálds- ins Matthíasar Jochumssonar og viku þaðan í ffá eru 70 ár síðan hann lést. Sjónvarpið hefur látið gera þátt um þjóöskáldið og fetar Gísli Jóns- son íslenskufræðingur í fótspor Matthíasar um Akureyri. Sjónum er beint aö lifshlaupi Matthíasar í höfuðstaö Norður- lands en þar var hann þjónandi prestur i rúm 13 ár og átti þar heim- ili í 34 ár. Sýndar eru svipmyndir frá æviskeiði séra Matthíasar, frá þvi hann fluttist noröur 25. maí 1886 og allt tíl dauðadags, 18. nóv- ember 1920. í myndinni reynir Gísli að bregða Ijósi á það samfélag sem hinn skáldhneigði klerkur flutd inn í þar nyrðra, segir af aldafari á Norðurlandi þeirra tíma og óvenjulegum harðindum er skóku bú og byggð í þann tíð. Áhorfendur kynnast persónunni og listamanninum Matthíasi og viðtökum er hann mætti í hinum nýju heimkynnum. í þættinum koma fram ýmsir fræðimenn og afkomandi skáldsins, auk skóla- kórs Menntaskólans á Akureyri. Sýndur verður hluti einnar elstu kvikmyndar er tekin var hérlendis þar sem Matthías er staddur í ræðustól aö Hrafhagili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.