Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. Fréttir Byggingasjóður ríkisins: Rýrnandi eiginfjárstaða mun leiða til gjaldþrots greiðir á fjórða milljarð 1 vexti og verðbætur til lífeyrissjóðanna „Umræöan um stööu Bygginga- sjóös ríkisins að undanfömu hefur veriö mjög misvísandi. Þvi fer flarri að sjóðurinn sé á hausnum. Hann er með jákvæöa eiginfjár- stöðu upp á 15 milljarða. Hitt er annað mál að það gengur hratt á eiginíjárstööuna og þá þróun þarf að stöðva,“ segir Haukur Sigurðs- son, forstöðumaður Byggingasjóðs ríkisins. Eins og fram hefur komið hefur starfshópur sem ríkisstjórnin skip- aði til að athuga leiðir til að bæta hag sjóðsins skilað áliti. Leggur hann til að útlánum úr sjóðnum verði hætt, vextir af öllum lánum frá 1. júlí 1984 hækkaðir upp í 5% og að ákvæði laga um greiðslujöfn- un fasteignaveölána verði numin úr gildi. Ef farið yrði að tillögum hópsins myndi greiðslubyrði lántakenda vegna þessara lána aukast um tæp- an milljarð á ári. Gera má þó ráö fyrir að vaxtabótakerfið bætti lán- takendum aukna greiðslubyrði um tvö til þrjú hundruð milljónir. í fjárlagafrumvarpinu 1991 er þó ekki gert ráð fyrir hækkun vaxta- bóta miðað við síðasta ár. Hjá embætti ríkisskattstjóra fengust þær upplýsingar að í ár næmu vaxta- og húnæðisbætur samtals um 2 milljörðum. Alls fengu rúmlega 35 þúsund einstakl- ingar úrskurðaðar þessar bætur á árinu. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að þessar bætur nemi 2,3 milljörðum á næsta ári. Meginástæðan fyrir rýmandi eiginfjárstöðu Byggingasjóðs ríkis- ins er skert framlög ríkissjóðs til sjóðsins á undanfömum árum og sá mikli munur sem er á útláns- vöxtum úr sjóðnum og þeim vöxt- um sem hann þarf að greiða stærstu lánardrottnum sínum. Miðað við forsendur fjárlagafrum- varps næsta árs er gert ráð fyrir munurinn verði neikvæður um 414 milljónir. Ekki reyndist unnt að fá skulda- stöðu Byggingasjóðs ríkisins gefna upp en samkvæmt heimildum DV er hún um 50 milljarðar. Að stærst- um hluta er hér um að ræða skuld- ir gagnvart lífeyrissjóðunum sem taka á milli 6 og 7 prósent vexti af lánsfénu auk verðtryggingar. Ein- ungis á næsta ári neyðist Bygg- ingasjóðurinn til að greiða ríflega 3,2 milljarða í vexti og verðbætur. Að sögn Halldórs Árnasonar, sem sæti átti í starfshópnum, voru menn sammála um að hækkun vaxta heföi verið eina leiðin sem mönnum sýndist fær til að tryggja fjárhagsstöðu Byggingasjóðs ríkis- ins, en að óbreyttu myndi hún rýrna um milljarö á ári. Innan hópsins hafi menn ekki talið fært að knýja lífeyrissjóðina til vaxta- lækkunar sem hefði þó ekki síður komiðsjóðnumtilgóða. -kaa Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi fyrir nóvember* Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Langtímaveðurspá fyrir nóvember: Frekar hlýtt en úrkomulítið Það er tilhneiging til hlýrra veðurs en venja er til á þessum árstíma og úrkoma verður með minna móti. Þannig eru megindrættirnir í lang- tímaveðurspá fyrir nóvembermánuð sem bandaríska veðurstofan hefur gefið út. Reyndar er komið fram und- ir miðjan mánuð en það sem af er þessum mánuði hefur spáin staðist að nokkru leyti. Von má eiga á alls kyns veðri á íslandi á þessum árstíma en undan- farið hefur veður verið mjög milt, sannkallaður sumarauki. Lítur ekki út fyrir annað en það ástand haldist enn um sinn en veðurspá er nær frá miðjum nóvember til miðs desember mun væntanlega skýra það nánar. Sem fyrr minnum við á að hér er um megindrætti í veðrinu að ræða en ekki veöurlýsingu er gildir dag fyrir dag. Þá ber að geta að áreiðan- leiki veðurspáa hraðminnkar því lengrasemspátímabiliðer. -hlh Mótmæli við opnun bjórkrár: Undirskriftalistar afhentir í gær - það verður tekið tillit til þessa, segir Magnús L, Sveinsson íbúar neðra Breiðholts afhentu Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borg- arstjórnar, undirskriftalista þar sem mótmælt er opnun bjórkrár við Arn- arbakka í gær. Alls eru 1070 undir- skriftir á listanum. Steinn Hermannsson afhenti list- ann fyrir hönd foreldrafélags Breið- holtsskóla. Hann sagði við það tilefni að ástæður mótmælanna væru margar. Meðal annars þær að ein- ungis 100 metrar eru frá fyrirhugaðri krá í Breiðholtsskóla, skammt frá væri strætisvagnastöð þar sem um- ferð fólks væri mikil og að sjoppur væru í sama húsnæði þar sem ungl- ingar og börn söfnuðust gjarnan saman á kvöldin. Það væri hættulegt að hafa krá í sama húsi. Þá sagði Steinn að neðra Breiðholt væri eitt allra rólegasta hverfi borgarinnar og íbúar þess vildu halda því þannig. Magnús L. Sveinsson sagöi að ef umsókn um leyfi fyrir kránni kæmi inn á borð borgaryfirvalda, yrði vissulega tekið tillit til mótmæla og andstöðu íbúanna. „Þetta mál verður skoðað og það verður hlustað á það sem meginþorri íbúa hverfisins hef- ur um málið að segja. Eins og fram hefur komið í DV hafa eigendur fyrirhugaðrar krár, einnig gengið í hús með undirskrifta- lista. Steinn Hermannsson sagði aö sá listi þætti í meira lagi vafasamur og hreinlega villandi. „Fólk er blekkt með honum því á listanum er farið fram á að fólk samþykki 6 mánaða reynsluopnun, en gefið í skyn að ef það er ekki samþykkt verði kráin starfrækt ótímabundið." -ns Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar, tekur hér við undirskrift- arlistunum. DV-mynd GVA Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: Afturvirk vaxtahækkun kemur ekki til greina „Afturvirk vaxtahækkun á lán frá Byggingasjóði ríkisins finnst mér ekki koma til greina. Enn síður finnst mér koma til greina að taka ákvæði um greiðslujöfnun fasteignaveðlána úr sambandi,“ segir Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB. Ögmundur bendir á að ekki séu nema nokkur ár síðan húsnæðislán voru miklu lægri en nú er og þá hafi fólk leitað til annarra lánastofnana sem buðu lán á hærri vöxtum. Hann segir að þessu fólki hafi verið full- refsað á þeim tíma. Ögmundur segir ýmsar aðrar leiðir heldur en að hækka vexti hjá lántak- endum komi til greina til að bæta stöðu Byggingasjóðs ríkisins. Jafnvel kæmi til áhta að lífeyrissjóðirnir lækkuðu sína vexti. Ögmundur segir að ríksistjórnin hafi ítrekað vegið að húsnæðiskerf- inu, bæði beint og óbeint. Til dæmis hafi hún ekki staðið við framlög í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. „Við gerðum samkomulag við Hús- næðisstofnun um að kaupa skulda- bréf fyrir allt að 55% af ráðstöfun- arfé sjóðsins en nú stefnir í að ríkis- stjórnin skerði framlagið í lífeyris- sjóðinn enn frekar. í allt erum við að tala um skerðingu upp á 1,5 millj- arð krónur. Með þessu hefur ríkis- stjórnin veikt sjóðinn en jafnframt vegið að húsnæðiskerfinu." -kaa Jóhanna Sigurðardóttir: Vaxtahækkun verði við eigendaskipti „Ég tel eðlilegra að miöa vaxta- hækkunina við eigendaskipti á íbúð- um. Þá er ekki verið að koma aftan að neinum. Fólk hefur tekiö sín lán á eigin forsendum og það finnst mér að eigi að virða,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir um þá hugmynd að hækka vexti .á öllum lánum Bygg- ingasjóðs ríkisins frá í júlí 1984 til að treysta fjárhag sjóðsins. Jóhanna segir að hún bíði nú álits um hvort löglegt sé að afnema ákvæði laga um greiðslujöfnun fast- eignaveðlána sem sett voru 1985 til að hindra misgengi launa og lána. Hún væntir að niðurstaða þessa komi til með aö liggja fyrir á morg- un. Fyrr verði engin ákvörðun tekin í málinu. -kaa Gunnar J. Friöriksson: Ríkið sveik húsnæðis- kerf ið með fjársvelti „Það væri hvorki eðlilegt né sann- gjarnt að fara fram á það við lífeyris- sjóðina að lækka sína vexti. Við sömdum um það 1986 að okkar vext- ir tækju mið af því sem ríkið greiddi öðrum. Þó skuldabréf okkar hjá byggingasjóöunum beri nú milli 6 og 7 prósent þá eru það þau kjör sem ríkið býður öðrum. Þaö eru í ráun ríkisstjórnin og Alþingi sem halda vaxtastiginu uppi hér á laúdi,“ segir Gunnar J. Friðriksson, stjórnar- formaður Sambands almennu lífeyr- issjóðanna. Slæm fiárhagsstaöa hjá Bygginga- sjóði ríkisins og Byggingasjóði verkamanna hefur verið mikiö til umræðu upp á síðkastið. Ein þeirra hugmynda sem komið hefur fram er að hækka vexti á öllum lánum Bygg- ingasjóðs ríkisins frá 1. júlí 1984 upp í 5 prósent. Með þeim hætti mætti bæta fiárhagsstöðu sjóðsins og forða honum frá gjaldþroti. En er við því að búast að lífeyrissjóðirnir, helsti lánardrottinn sjóðsins, lækki sína vexti á móti? Að sögn Gunnars myndi það gerast sjálfkrafa ef ríkið drægi úr eftirspum sinni eftir innlendu lánsfé. „Það fer ekkert á milli mála að rík- isstjórnin er að reyna að velta eigin vanda yfir á herðar lántakenda með vaxtahækkun. Það lá alltaf fyrir að stjórnvöld yrðu að greiða vaxtamun- inn og í raun skuldbundu þau sig til að greiða niður vextina í samningun- um 1986. Samninginn hafa hafa stjórnvöld einfaldlega svikið." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.