Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. 13 Ríkisstjóm sem rekald eitt Er hún líka ólögleg? Egill Jónsson skrifar: Þaö er einsdæmi aö ríkisstjórn hafl fengiö jafnmikla gagnrýni frá al- menningi, þ.m.t. flöldasamtökum sem telja tugþúsundir manna og þessi sem nú situr og rennur senn skeiö sitt á enda. - Ég man t.d. ekki eftir ríkisstjóm sem hefur hlotið dóm vegna afskipta sinna af málefnum vinnumarkaðarins. Eöa ríkisstjórn sem setur bráöabirgðalög þvert ofan í dóm gegn henni eins og gerðist í málum BHMR. Ég minnist þess líka aö viö myndun hennar var þaö staðhæft viö forseta landsins að meirihluti væri á þingi eftir stjórnarmyndun. Það var ekki staöreyndin. Heldur varö að finna hann sérstaklega og kom þá í ljós aö slitrur Borgaraflokksins vom tiltæk- ar til aö styöja við bakið á núverandi forsætisráöherra sem lofaði ráö- herraembættunum tveimur sem hann hafði verið svo forsjáll að geyma uppi í erminni ef í harðbak- kann slægi. En því er ég aö senda þessi skrif að nú er almælt aö ríkisstjómin sé jafnvel sek um brot á stjómarskrá lýðveldisins meö því aö setja bráöa- birgðalögin í byijun ágústmánaðar sl. - Og þar var notuð sama aðferö og fyrir ríkisstjórnarmyndunina, segja að fyrir bráöabirgöalögunum væri meirihluti á Alþingi. Að þeim ummælum fengnum hefur forseti skrifaö undir bráðabirgðalögin. - En hvað er til ráða í slíku þjóðfélagi ef rétt reynist að forsetinn hafl jafnvel verið blekktur tfl að skrifa undir lög sem ekki hafa fengist og fást sýnilega ekki samþykkt á Alþingi nema með hrossakaupum við kjörna umboðs- menn þjóðarinnar, þingmennina? Verður ekki að kanna þetta mál ofan í kjölinn. - Er ríkisstjórnin bara rek- ald og ólögleg í þokkabót? Um þetta þarf þjóðin að fá fullvissu sína. TILKYNNING TIL LAUNASKATTSGREIÐENDA Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að ein- dagi launaskatts fyrir október er 15. nóv. nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða drátt- arvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið FIMMTI GÍR í ÞÉTTBYLI! yUMFERÐAR RÁÐ Seinkun á f réttum hjá RÚ V Axel hringdi: Ég beiö eftir útvarpsfréttum -sl. fimmtudagskvöld (8. nóv.) kl. 22. Ég hafði ekki heyrt fréttir þetta kvöld eða horft á þær í sjónvarpi og var að vinna utan heimilis. Bjóst ég ekki við öðru en kl. 22 væru fréttir á rétt- um tíma að venju. - Þetta brást hins vegar og ég varð af fréttum það kvöldið. Þetta sama kvöld var útvarpað sin- fóníutónleikum frá Háskólabíói og þeir fóru fram yfir fréttatímann og allt til kl. 22.15, að því mér var tjáð síðar. - En einnig þá gekk frétta- tíminn ekki fyrir, heldur veðurfréttir eftir því sem mér var hka sagt! Þetta finnst mér mjög órétt. Er ekki hægt að stemma þetta betur saman? Það er ekki í fyrsta sinn sem tónleikar ganga fram yfir fréttatíma hjá RÚV. Og hvers vegna skyldu veðurfréttir verða að ganga fyrir almennum fréttalestri? Hveijir eru svo að- þrengdir að fá veðurfréttir að þeir geti ekki beðið eftir að margfalt fleiri landsmenn hlusti á almennar fréttir? - Þetta verður að lagfæra hjá RÚV, því það gengur ekki lengur í allri samkeppninni að Ríkisútvarpið sé Bréfritara gremst mjög að tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafi forgang á útsendingu frétta rikisútvarpsins. - Sínfóniuhljómsveilin á æfingu. að syndga upp á náðina með fasta dagskrárliði og láta þá sitja á hakan- um fyrir aðra og minna eftirsótta liði eins og Sinfóníuna. Alvarlegt mál Lúðvíg Eggertsson skrifar: Skýrt var frá því í sjónvarpi fyrir stuttu, af séra Karh Sigurbjörnssyni, að unglingar í grunnskólum væru byrjaðir að beita yngri nemendur flárkúgun. - Þeir heimta peninga af þeim, allt að 500 krónum á viku, og hóta líkamsmeiðingum ef ekki er borgað. Presturinn sagði þetta nánast bros- andi. En hér er ekkert gamanmál á ferðinni. Það er stóralvarlegt mál, blátt áfram óhugnanlegt, ef börn undir fermingaraldri temja sér hætti mafiubófa á Italíu. Þarna verður að taka í taumana án tafar. - Slíkum nemendum á að víkja úr skóla um- svifalaust og setja á stofnanir fyrir vandræðabörn. Þetta mál hefur fleiri hhðar. Ein þeirra lýtur að sjónvarpinu. Svona athæfi var sýnt á skjánum nýlega. Þar læra börnin oft ljóta hluti. Væri ekki ráð að vanda þessi prógrömm betur? Önnur hlið snýr að kvenréttinda- baráttunni. Hún beinist öll að því að konur yfirgefi heimihn og fari út á vinnumarkaðinn, sitji þar við skrif- borð eða tölvu, í stað þess að gegna móðurhlutverkinu. Börnin eru á flækingi umhirðulaus. Er ekki tíma- bært að eiginkonan skipi á ný heið- urssess hinn æðsta í þjóðfélaginu? - Það er öllum fyrir bestu. Hringid í síma milli kl. 14 og 16 eða skrifið ATH.: Nafix og simi verður að fylgja bréfum. Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17:00 áfimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá kl. 09:00 til 14:00 og sunnudaga frá kl. 18:00 til 22:00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17:00 á föstudögum. AUGLÝSINGADEILD 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.