Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
Fréttir
Þj óðarbókhlaðan:
Lögbundin framlög skert um
ríf lega hálfan milljarð
- áætlanir um byggingarkostnað allt að því þrefaldast frá því framkvæmdir hófust
Áætlanir um byggingarkostnað Þjóðarbókhlöðunnar hafa nær þrefaldast frá því framkvæmdir hófust.
DV-mynd JAK
Frá því undirbúningsvinna hófst
við Þjóðarbókhlöðuna árið 1969 hafa
alls farið um 860 milljónir króna að
núvirði í framkvæmdina, eða svipuð
upphæð og áætlaöur heildarkostnað-
ur var metinn á í upphafi. Alþingi
og ríkissjóður hafa hins vegar skert
lögboðnar tekjur Þjóðarbókhlöðunn-
ar um rúmlega 550 milljónir og sam-
kvæmt fiárlagafrumvarpi 1991 er fyr-
irhugað aö skerða lögbundin framlög
enn frekar.
Að sögn Finnboga Guðmundsson-
ar, landsbókavarðar og formanns
byggingarnefndar, liggja fram-
kvæmdir nú niðri vegna peninga-
skorts, en til að ljúka verkinu er
áætlað að þurfi vel á annan milljarð
króna, 1126 milljónir í framkvæmdir
og 474 milljónir vegna annarra
kostnaðarliða.
Kostnaðaráætlun meira en
tvöfaldast
„Áætlaður byggingarkostnaður
Þjóðarbókhlöðunnar hefur meira en
tvöfaldast frá því sjálfar fram-
kvæmdirnar hófust árið 1978, svo
fremi að hægt sé að tala um sömu
bygginguna. Þá töldu menn að kostn-
aðurinn yrði tæplega einn milljarö-
ur. Sú upphæð er hins vegar fiarri
lagi því nú þarf á annan milljarð til
viðbótar til að ljúka við bygging-
una,“ segir Finnbogi Guðmundsson.
Finnbogi segir ljóst að þær tafir,
sem orðið hafa á framkvæmdunum,
hafi aukið kostnaðinn verulega og
marga byggingarþætti hafi þurft að
endurskoða út frá breyttum þörfum
og kröfum. Tafimar segir hann nán-
ast alfarið hafa orsakast af því að
ekki hafi verið farið eftir lögum varö-
andi framlög, hvorki lögunum frá
1986 né þeim sem sett voru í fyrra.
Eignaskattsauka skotið undan
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
aflaði sér í fiármálaráðuneytinu, hélt
ríkissjóður eftir bróðurpartinum af
eignaskattsaukanum sem komið var
á með lögum árið 1986 til að flýta
byggingu Þjóðarbókhlöðunnar.
Samkvæmt lögunum var lagðúr
sérstakur eignaskattur á einstakl-
inga og fyrirtæki á árunum 1987 til
1989 og átti skatturinn að renna
óskertur til framkvæmdanna. Á
grundvelli laganna innheimti ríkis-
sjóður tæplega 700 milljónir á nú-
virði í eignaskattsauka á ámnum
1987 til 1989. Af þeirri upphæð fóm
hins vegar einungis 340 milljónir í
framkvæmdir við Þjóðarbókhlöðuna
á tímabilinu, eða tæplega 50% af
skattinum.
Mest var skeröingin á framlögum
til Þjóðarbókhlöðunnar á árinu 1988
en þá runnu einungis um 32% af
eignaskattsaukanum til hennar.
Árið 1987 fékk Þjóðarbókhlaðan tæp-
lega 59% af skattinum en árið 1989
um 54%.
Ný lög sniðgengin
Ný lög um byggingu Þjóðarbók-
hlöðunnar og endurbætur á menn-
ingarmannvirkjum vom lögfest á
Alþingi í fyrra og samkvæmt þeim á
eignaskattsaukinn að renna í sér-
stakan sjóð. í 1. grein laganna er
kveðið á um að í upphafi skuli verja
sjóðnum til að ljúka byggingu Þjóð-
arbókhlöðunnar og í sérstöku bráða-
birgðaákvæði segir að þar til bygg-
ingu hússins sé lokið skuli eigna-
skattsaukinn renna til þeirrar fram-
kvæmdar.
Þrátt fyrir hin nýju lög mun ríkis-
sjóður einungis verja um 25% af inn-
heimtum eignaskattsauka til Þjóðar-
bókhlöðunnar eða um 67 milljónum.
í fiárlögum fyrir yfirstandandi ár er
hins vegar gert ráð fyrir að eigna-
skattsaukinn skili ríkissjóði um 265
milljónum í tekjur. Ákvörðun þessi
var undirbyggð í lánsfiárlögum sem
Alþingi samþykkti fyrir árið í ár, en
þar var tiltekið að þrátt fyrir hin
nýju lög skyldi ríkissjóði heimilt að
ráðstafa eignaskattsaukanum til
framkvæmda við Bessastaöi, Þjóð-
skjalasafnið, Þjóðminjasafnið og
Þjóðleikhúsið.
Framlög skert á næsta ári?
Ekki virðist heldur vera gert ráð
fyrir því í fiárlagafrumvarpinu fyrir
næsta ár að eignaskattsauidnn renni
nema að litlum hluta til Þjóðarbók-
hlöðunnar. Þar er gert ráð fyrir að
skatturinn skih ríkissjóði 335 millj-
ónum í tekjur en einimgis gert ráð
fyrir að 100 milljónir renni til þessara
framkvæmda. Hugsanlega mun þessi
upphæð þó hækka eitthvað því í
þingskjali með frumvarpinu er gert
ráð fyrir að Alþingi skipti 150 millj-
ónum milli framkvæmda við Bessa-
staði og Þjóðarbókhlöðunnar.
í fylgiskjölum fiárlagafrumvarpa
undanfarinna ára er að finna ýmsar
skýringar á því að ekki hefur verið
farið eftir lögum varðandi ráðstöfun
á eignaskattsaukanum. Oftast er því
þó borið við að slæmt og alvarlegt
efnahagsástand neyði stjómvöld til
að nota peningana í annað.
Þess má geta að í fiárlagafrumvarpi
1988 segir að það sem innheimtist
umfram 50 milljónir af eignaskatts-
auka verði geymt í ríkissjóði til ráð-
stöfunar síöar. Það ár skilaði eigna-
skattsaukinn ríkissjóði ríflega 125
milljónum í tekjur. Lætur því nærri
að á núvirði eigi Þjóðarbókhlaðan
inni um 150 milljónir frá því eina
ári, 1988.
-kaa
í dag mælir Dagfari
Hlekkjuð ást
A laugardaginn birtust tvær fréttir,
annars vegar í DV og hins vegar í
Morgunblaðinu. Við fyrstu sýn
mátti halda að hér hefði verið um
frásögn af sama atburðinum að
ræða. Á báðum stöðum var sagt frá
því að lögreglan heíði verið kölluö
í heimahús til að losa um handjárn
á heimihsfólki. Ekki er vitað til
þess að handjám séu höfð til heim-
ihsbrúks. íslensk heimili em til-
tölulega friðsamleg og ekki algengt
að handjáma þurfi maka eða börn
eða aðra nærstadda, nema þá þegar
lögreglan þarf aö skakka leikinn í
fylhríspartíum eöa hjónaerjum.
En þegar betur var að gáð kom í
ljós að hér voru tvær aðskildar
fréttir á ferðinni. í Morgunblaðinu
var sagt frá því að karlmaöur hefði
verið fastur í járnunum en í hinu
thvikinu, í DV, var um konu að
ræða. Á báðum stöðum höfðu
lyklar að handjámum týnst og
fólkið sat fast í handjámunum og
mátti kalla á lögregluna th að
bjarga sér úr klípunni. Þetta var
þó ekkert tiltökumál, nema fyrir
það að í bæði skiptin höfðu hand-
járnin verið notuð í ástarleikjum
heimhisins og konan hafði meira
að segja verið hlekkjuð við rúmið
og mátti sig hvergi hreyfa þegar að
var komið.
Á sama tíma og frá þessu er sagt
eins og ekkert væri sjálfsagðara
mátti lesa þriðju fréttina um það
aö ungur maður haföi verið tekinn
fastur, staðinn að verki við að
brjótast inn í verslun sem seldi
hvers kyns leikföng til ástarleikja.
Sjálfsagt má gera ráð fyrir að hann
hafi verið meðal annars að ná sér
í handjárn, enda liggur það fyrir
að handjám eru ekki seld til al-
mennra nota og lögreglusamþykkt-
ir gera ráð fyrir því að almenning-
ur hafi handjárn ekki undir hönd-
um nema þá samkvæmt læknisr-
áði.
Aht var þetta afar fróðlegt til af-
lestrar fyrir Dagfara, sem hefur
aldrei þurft að handjárna konur
sínar í ástarleikjum né heldur aðr-
ar konur, hvað þá að Dagfari hafi
farið að handjáma sjálfan sig þegar
svo mikið liggur við. Það eru
greinilega breyttir tímar í ástarlífi
höfuðborgarinnar og hjálpartækin
ekki af verri endanum. Það er auð-
vitað rétt og skylt að handjáma það
fólk sem ekki lætur nægilega blíð-
lega að manni og þjóðráö að ganga
framvegis með handjárn upp á vas-
ann þegar gengið er á vit ástarlífs-
ins á síðkvöldum helgarinnar. Síð-
an er bara að tæla stúlkurnar til
fylgilags og bregöa á þær handjám-
um ef þær em með múður.
Heimilislæknar hljóta að gefa
manni bevís upp á handjámakaup
þegar ástarlífið fer úr skorðum og
menn þurfa að beita höröu til að
ná fram vhja sínum. Þetta er líka
mikið betri aðferö heldur en hin,
sem varðar refsingu, að nauðga
konum í örvæntingu. Nú bregða
menn einfaldlega upp handjárnum
og allar varnir eru sögunni.
Hitt er verra ef kvenfólkið í borg-
inni hefur líka komist yfir hand-
járn eða þá að menn láta handjárna
sig fríviljugir eins og maðurinn
sem lenti í því að sitja fastur í járn-
unum þegar ástarleikurinn var
yfirstaðinn. Það getur orðið anna-
samt hjá lögreglunni ef hún er köll-
uð út í hvert skipti sem menn þurfa
að losa sig úr hjálpartækjunum og
hætt er við að fiölga þurfi í lög-
regluliðinu ef þetta verður fastur
liður í ástarlífi samlyndra hjóna.
Annars var Dagfari mest hissa á
manninum sem kallaði í lögregl-
una þegar hann gat ekki losað konu
sína úr handjárnunum þar sem
hún lá hlekkjuð við rúmstokkinn.
Var hún ekki ágætlega geymd þar
blessunin og er þaö ekki upplagt
f>TÍr hjónabandið að hafa konuna
bundna niður í rúmið, þar sem hún
hggur vel við höggi, þegar eigin-
maðurinn kemur þreyttur heim?
Menn eiga að varast það fljótræði
að losa um handjámin, loksins þeg-
ar böndum er komið á eiginkonur!
Ef menn og konur eru almennt
orðin svo aðframkomin í ástarlífi
sínu að þau geta ekki án hjálpar-
tækjanna verið verður að brýna
það fyrir fólki að komast hjálpar-
laust úr þeim að notkun lokinni.
Það veröur saga til næsta bæjar
þegar sú frétt birtist að hjón hafi
látist í sínum eigin handjámum af
því að hvorugt komst í símann til
að kalla á lögregluna!
Dagfari