Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. Útlönd írak: Sænskur læknir fær fararleyf i - Gísli Sigurðsson 1 hans stað? Sænskur læknir, Bertel Berg frá Kristianstad, hefur fengiö leyfi til að fara frá írak. Hann hefur verið tals- maður sænskra gísla í Bagdad og læknir þeirra og gerir hann ráð fyrir að íslenski læknirinn Gísli Sigurðs- son, sem nú er í Bagdad, taki við af honum. „Það var líklega vegna bréfs sonar míns til Saddams Hussein íraksfor- seta sem ég fékk fararleyfi," segir Berg. Sonurinn Mattias, sem er tíu ára, bað í bréfi til Saddams um að faöirinn fengi að fá að koma heim. Örlög fjölskyldunnar urðu kunn víða um heim fyrir þremur vikum vegna fréttar bandarísku sjónvarps- stöövarinnar CNN um hana. Viðtal var haft við Mattias og móður hans í Svíþjóð og bréfið til Saddams var sýnt í sjónvarpinu. Berg segist vantrúaður á að írakar hafi látið sjónvarpsfréttina hafa áhrif á ákvörðun sína. Eðlilegra væri að telja að sjálft bréfið hefði komið því til leiðar að hann fékk fararleyfi. Aðra skýringu gæti hann ekki fund- ið, í gær var ekki ljóst hvenær Berg fær að fara frá írak en hann gerir jafnvel ráð fyrir að það verði á morg- un. TT Arabar haf na til- lögum Hassans Forseti bandalags sex ríkja við Persaflóa hefur hafnað hugmynd Marokkókonungs um fund leiðtoga arabaríkja til aö leysa deiluna um framtíð Kúvæts. Fyrir samtökunum fer Abdullah al-Bishara, utanríkisráðherra Kú- væts. Hann sagðist einnig trúa því að Kúvæt yrði aftur komið í tölu sjálfstæðra ríkja 25. febrúar á næsta ári. Hassan Marokkókonungur hvatti til þess á sunnudaginn aö leitogar arabaríkja gerðu úrshtatilraun til að ljúka Persaflóadeilunni meö friði. Saddam Hussein, forseti íraks, hafn- aði þessari hugmynd þegar í stað og nú hafa andstæðingar íraka við Persaflóann gert slíkt hið sama. Utanríkisráðherra Kúvæts sagði að löngu væri ljóst að engir samningar kæmu til greina viö íraka meðan þeir hefðu her í Kúvæt. Þetta hefði öllum mátt vera ljóst þegar í upphafi deilunnar og þróunin síðan hefði engu breytt þar um. Reuter Hassan, konungur Marokkós, hefur mælst til þess að leitogar arabaríkja geri úrslitatilraun til að koma á friöi við Persaflóa. Þessi viðleitni hefur engan árangur borið. Símamynd Reuter Sýnir Bandaríkjamanna á dánarbeði: Hugsunin er skýrustá dauðastundinni Bandarískir visindamenn segjast hafa fundiö nýjar sannanir fyrir því að fólki líöi oft afar vel á dauöa- stundinni og að hugsun manna sé þá óvenju skýr. Vísindamennirnir starfa við Virginíuháskóla og birtu niðurstöður sínar nýverið í lækna- tímaritinu Lancet. Rannsók þeirra náði til 58 manna sem sannanlega höfðu staðið við dyr dauðans eða höfðu tahð sig vera að deyja. í hópnum voru 28 menn sem læknar höföu bjargað á síðustu stundu og aðeins var eftir aö úrskurða látna. Hinir 30 í hópnum höfðu sann- færst um að þeir væru að deyja þótt svo væri ekki í raun og veru. Lítill munur kom fram á reynslu þessara tveggja hópa. Þó sögðust þeir sem voru í raynd að dauða komnir hafa séð mjög bjart ljós og um leið varð hugsun þeirra mjög skýr. í báöum hópum lýsti fólk þeirri sérkennilegu reynslu að það hefði séð sjálft sig á dánarbeðinu og ímyndað sér að sálin svifi yfir lík- amanum. Þetta þykir benda til að sýnir á dánarbeði eigi sér sálfræði- lega skýringu og að reynsla fólks af dauöanum sé nánast sú sama hvort heldur fólk er að deyja eða trúir að það sé aö deyja. Vísindamennirnir vilja þó ekki útliloka að sáhn skilji í raun og veru við líkamann en segja að flest bendi til að um ímyndun sé að ræða þegar fólk verði fyrir sterkri reynslu á dauðastundinni. Eftir er að skýra út hvers vegna fólk telur sig hugsa óvenju skýrt á úrslitastundinni og margir úr hópnum vitnuðu um þá reynslu að lífið heföi allt runnið hjá eins og kvikmynd á tjaldi. Þessi reynsla er þó talin eiga sér líkamlegar orsakir því mikil orka leysist úr læðingi þegar fólk sann- færist um að dagar þess séu taldir. Vísindamennirnir eiga hins vegar erfitt með að skýra út hvers vegna það gerist. Reuter Á meðan Bandaríkjamenn héldu heræfingar við Persaflóa í gær voru vígðar „friðarbúðir" í írak. Símamynd Reuter Vígsla friðarbúða 1 írak: Anker heiðurs- gestur Saddams Anker Jörgensen, fyrrum forsæt- isráðherra Danmerkur, og Ramsey Clark, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, voru heiðursgestir í gær við opnun alþjóðlegra „friðar- búða“ á bökkum Tigrisfljótsins í ír- ak. Skipuleggjendur búðanna, sem lokkað hafa til sín friðarsinna víðs vegar að úr heiminum, segja að þang- að geti komið alhr sem vilja sýna írökum stuðning sinn. Við athöfnina var einnig íjöldi er- lendra gísla eða gesta, eins og írakar sjálfir kalla þá. Þar voru Svíar, ítal- ir, Sovétmenn og aðrir en engir Bandaríkjamenn eða Bretar. Sumir þeirra kváðust hafa komið af fúsum og frjálsum vilja en aðrir sögðust hafa verið fluttir á staðinn án þess að vita hvað tíl stæði. Þeir sem eru í búðunum eru alhr sammála um að allt sé betra en stríð. Og í ávarpi sínu sagði Ramsey Clark th dæmis að allt sem Bush Banda- ríkjaforseti þyrfti að gera væri að lýsa því yfir að það yrði ekkert stríð. Nokkrar ræður voru fluttar og var klappað kurteislega fyrir flutnings- mönnum þeirra. Fagnaðarlæti brut- ust hins vegar út þegar Anker Jörg- ensen kvaðst vona að allir útlending- arnir fengju leyfi th að fara fljótt heim. írösk yfirvöld hafa beðið um hsta yfir þá Dani sem vhja fara frá írak. Það verða sem sagt írakar sem ákveða hvaða Danir fá að fara ef tek- in verður sú ákvörðun að allir fái ekki fararleyfi. Anker Jörgensen tilkynnti í gær að fyrrum forsætisráðherra Nýja Sjálands, David Lange, hefði fengið loforð um frelsi ahra ný-sjálensku gíslanna. Væri það vegna þess að Ný-Sjálendingar væri ekki viðriðnir dehuna eins og Danir sem sent hafa herskip til Persaflóa. Utanríkisráðherra Kína, Qian Qic- hen, flaug frá írak til Saudi-Arabíu í gær eftir viðræður við Saddam Hus- sein íraksforseta. Kína er fyrsta landið sem á fastafulltrúa í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna sem sendir ráðherra th íraks vegna Persaflóa- dehunnar. Vonast írakar th að geta tahö Kínverja á að beita neitunar- valdi í Öryggisráðinu gegn thlögu um beitingu vopnavalds. Talsmenn kín- verska sendiráðsins í Bagdad sögðu að viðræður Saddams og Qians hefðu verið árangursríkar. Það varð th þess að verð á ohu lækkaði í verði. Fór það niður í 31,80 dollara á tunn- una. Reuter EFTA-löndin falla f rá undanþágukröfum EFTA-löndin munu faha frá kröf- um um undanþágur í viðræðunum við Evrópubandalagið um sameigin- legt evrópskt efnahagssvæði. Sam- komulag um þetta náðist á fundi í Bern í Sviss. í stað undanþága verður nú rætt um aðlögunartíma og var- nagla. Bretar kynntu í gær málamiðlun- artillögu fyrir utanríkisráðherrum Evrópubandalagsríkjanna um kröfu EFTA, Fríverslunarsamtaka Evr- ópu, um meðákvörðunarrétt í áætl- uninni um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. í thlögunni, sem lögð var fram á fundi ráðherranna í Brussel í gær, lögðu Bretar áherslu á sveigjanleika gagnvart EFTA. Innan Evrópubandalagsins hafa menn haft áhyggjur af því að EFTA muni „skipta sér af ‘ málefnum Evr- ópubandalagsins. Samkvæmt tillögu Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjómar Evrópubandalags- ins, kom fram að stjórnin er ekki reiðubúin að láta EFTA-löndin hafa samráð um ákvarðanir Evrópu- bandalagsins. í tillögu Breta segir að Evrópu- bandalagið ætti að gefa EFTA tæki- færi th að kynna hugmyndir á meðan verið er að móta hið sameiginlega evrópska efnahagssvæði. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins. Teikning Lurie Thlaga Delors var í þremur liðum. í fyrsta lagi yrði EFTA að láta sér nægja að Evrópubandalagiö veitti EFTA-löndunum upplýsingar um gang mála, í öðru lagi gæti EFTA farið fram á að visst mál yrði tekið fyrir á sameiginlegum fundi og í þriðja lagi ætti EFTA að eiga rétt á tveimur ráðherrafundum á ári til að leysa erfið vandamál sem upp kynnu að koma. Samkvæmt heimhdarmönnum voru það bara Danir sem studdu til- lögu Breta en Þjóðverjar eru sagðir hafa „sýnt henni áhuga“. Danir voru sagðir óánægðir með að Delors skyldi ekki vhja láta undan kröfu EFTA um samráð um reglur og ákvarðanir varðandi sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. Við óformlegar viðræður fyrr um daginn eru utanríkisráðherrar Evr- ópubandalagsins sagðir hafa verið sammála um flýta þyrfti viðræðun- um við EFTA um sameiginlegt evr- ópskt efnahagssvæði. Vísað var til þess að nýjar umsóknir myndu ber- ast frá löndum sem gerast vhdu aðil- ar. Delors er sagður hafa sagt við hádegisverð í gær aö „við verðum aö venja okkur við þá hugsun að aðhdarríki Evrópubandalagsins verði sextán.“ Fjögur lönd bíða nú eftir að umsóknir þeirra verði áf- greiddar. Það eru Austurríki, Tyrk- land, Malta og Kýpur. fnb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.