Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990.
Spumingin i Lesendur
Hvar vildir þú helst búa
utan Reykjavíkur?
Jóna Torfadóttir fulltrúi: Ég bý í
Reykjavík og gæti ekki hugsað mér
að búa neins staðar annars staöar.
Kristín Sigurðardóttir læknanemi: Á
Akureyri. Það er góður og sjarmer-
andi staður.
íris Sveinsdóttirlæknanemi: Á Húsa-
vík. Það er svo fallegur staður.
Inga Helgadóttir afgreiðslumaður: í
Garðabæ, hugsa ég. Annars bý ég í
Kópavogi og þar er gott að vera.
Guðrún Helgadóttir nemi: Ég bý í
Kópavogi en vildi alveg eins eiga
heima í Reykjavík.
Margrét Kristjánsdóttir skrifstofu-
maður: Á Akureyri. Þaö er svo gam-
an þar.
Island úr NATO, herinn burt:
Eina tilraun
í lokin
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Það var ekki seinna vænna fyrir Ólaf
Ragnar Grímsson að grípa tækifæriö
við umræður um skýrslu um utan-
ríkisviðskipti og varnarmál og end-
urvekja gamla slagorðið „ísland úr
NATO, herinn burt!“ - Það varð
áreiðanlega mörgum ærið umhugs-
unarefni hvers vegna Þorvaldur
Garðar Kristjánsson tók undir með
Ólafi Ragnari og fullyrti að nú væri
ekki lengur spuming um hvort varn-
arliðið færi héðan heldur hvenær!
Kunningi minn, sem hjá mér var
staddur og horfði á sjónvarpsfréttir,
sagði aö undirtektir Þorvaldar við
Ólaf Ragnar væru bein afleiðing falls
hans í prófkjöri á Vestfjörðum. - Eitt
er þó ljóst aö nú er ekki spurning
hvort Þorvaldur hverfi senn af þingi,
heldur er brottfór hans líka tímasett.
- Það er hins vegar engin tímasetn-
ing komin á brottfór varnarliðsins
héðan og verður líklega ekki tíma-
sett í náinni framtíð, lof sé guði.
Mér finnst þaö þó dæmigert um
þingmenn að þegar þeir verða fyrir
pólitískum áföllum þá umhverfast
þeir oft og taka gjarnan til við að
berjast gegn því sem þeir áður
studdu. Er þarna um sálfræðileg við-
brögð að ræða eða hvað? - Eða hefur
Þorvaldur Garðar í annan tíma mót-
mælt vera varnarliðsins hér á landi?
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðh. og Þorvaldur Garðar Kritjánsson
alþm. - „Nýbakaðir samstarfsaðilar um brottför varnarliðsins."
Það má hins vegar segja um þá
Ólaf Ragnar og Þorvald Garðar,
þessa nýju samstarfsaðila um brott-
vísun varnarliðsins, að þeir þekki
sinn vitjunartíma, með því að svið-
setja mótmæli gegn varnarliöinu.
Annars vegar á síðasta þingi kjör-
tímabilsins (fyrir Ólaf Ragnar) og
hins vegar í lok þingmennsku sinnar
(varðandi Þorvald Garðar). - Þeir
vita báðir fullvel að vamarliðið kom
hingað til að vera en ekki fara. Það
var skrifað á vegginn í upphafi með
þjóöaröryggi í huga. Og sjaldan hefur
þörfin verið meiri en nú vegna yfir-
vofandi stríðshættu í Austurlöndum
nær og sem gæti hæglega breiðst út
til Evrópu á skömmum tíma.
Ef ekki klám, þá hvað?
Ungur faðir skrifar:
Ég get ekki lengur orða bundist
varðandi þáttinn „Á bakinu með
Bjarna", sem sendur er út á „Stjörn-
unni“ milli kl. 18 og 19 á mánudög-
um. Síðastliðna þrjá mánudaga hefur
stjórnandi þáttarins látið unglinga,
og í nokkrum tilfellum böm, lýsa því
sem hann kallar „eðlilegt kynlíf ‘ eða
að „tala eölilega um kynlíf‘. Stjórn-
andinn minnir mig nánast á ein-
hvern „símakall" sem örvast af því
að láta böm og unglinga lýsa stað
og stund, svo ekki sé talað um lýsing-
ar í smáatriöum á kynlífi sínu eöa
pælingum um það.
Þáttur um kynlif unglinga á fullan
rétt á sér en þessi þáttur þjónar eng-
um tilgangi nema þá að Stjarnan sé
að reyna að breikká hlustendahóp
sinn með þvi að fá einhveija til að
una sér undir lýsingum smástelpna
og stráka um kynlíf. Röksemdir
stjórnandans gegn þessum skrifum
mínum kynnu t.d. 'að vera: Því er
þessi bréfritari þá að hlusta? En
ástæðan er sú að dóttir mín hlustar
á Stjörnuna, eins og svo margir ung-
ir hlustendur, og er þetta í eina skipt-
ið sem ég hef beinlínis skipt mér af
því sem hún hlustar á eða horfir á.
Hér er ekki um neins konar kyn-
lífsfræðslu að ræða eða varnaðarorð
gegn sjúkdómum sem fólk kynni að
smitast af við iðkun óeðlilegs kynlífs.
Maður gæti nú ætlað það og oft er
það tekið fyrir þegar flallað er um
eyðni, en skynsemi og varúðar gætt
í umflölluninni. - Ef hægt er að
dæma fyrrverandi sjónvarpsstjóra
fyrir klám, vegna sýninga á „djörfum
dönskum myndurn", hvað er þá að
segja um svona nokkuð í hljóðvarpi?
Ágallar í kvikmyndahúsum
nema að prentvillur era of margar.
Yfirleitt era bíómyndir hér illa þýdd-
ar og fátt er leiðinlegra en þegar texti
birtist of fljótt á tjaldinu. Sérstaklega
ef um fyndið atriði er að ræða því
þá er þýðingin nánast gagnslaus.
3) Ekki eru mörg ár síðan bannað
var að fara meö gosdrykki inn í bíó-
sali hér. Maður varð að þamba eina
kók í hléinu eða þá að taka áhættuna
og smygla henni framhjá vörðunum.
Síðan lá maöur næstum í sætinu svo
ekki sæist þegar maöur fékk sér
sopa. En nú er öldin önnur.
Hvemig væri í framhaldi af því að
leggja af þann hallærislega sið að
gera hlé á sýningum? Þekkist þetta
erlendis? í fyrsta lagi eyöileggur
þetta alveg stemminguna ef um góða
mynd er að ræða. I öðra lagi kemur
þaö fyrir að myndin byijar á röngum
stað eftir hlé, annað hvort er spólað
of mikið til baka eða það sem verra
er, manni finnst eins og einhverju
hafi veriö sleppt. Einnig er óþolandi
þegar fólk er að týnast í sætin þegar
myndin er byrjuð á ný og maður
gerir ekki annað en að standa upp
og setjast aftur. Ég skora á kvik-
myndahúsaeigendur að hætta við
þessi hlé sem eru ósiður.
Hléin og illa textaðar myndir eru helstu ágallar kvikmyndahúsanna að
mati bréfritara.
ætla að Ray Liotta fari með aukahlut-
verk. í raun er hann sögumaður, er
í aðalhlutverki og fer á kostum eins
og De Niro og Pesci. '
2) Það er vandasamt verk að þýða
kvikmyndir á borð við „Goodfellas“,
þar sem menn tala stundum hver
ofan í annan á óvandaðri ensku. í
þessari mynd tekst sæmilega vel tí.1,
Barði Björnsson skrifar:
Um daginn fór ég að sjá bíómyndina
„Goodfellas" sem sýnd er í Bíóborg-
inni. Myndin sjálf er frábær að mín-
um dómi, en það eru ýmis atriöi í
sambandi við þessa og fleiri myndir
sem betur mættu fara við sýningar
hér á landi.
1) Ef maður les auglýsingu Bíó-
borgarinnar á „Goodfellas", þá má
DV
Hrútspungar
Sigurbjörg ólöf skrifar:
Ekki skil ég þetta rugl í blaða-
mönnum sem segja sífellt frá því
að hrútspungar séu étnir. Sýnist
mér að hjá þeim gæti hér mikils
misskilnings.
Ég er komin aí léttara skeiðinu,
og var alin upp í sveit og þar voru
hrútspungar aldrei borðaðir. Aft-
ur á móti vora eistun sem pung-
urinn eða skinnpokinn er utan
um borðuö. Þá soöin, sultuö eða
súrsuð, og þóttu og þykja enn
’ lostæti.
Hér í Reykjavík kaupum viö
eistun með slátrinu á haustin og
þau er ekki kölluð pungar. -
Pungurinn, sem er pokinn utan
af þeim, var hins vegar hreinsað-
ur og hertur og var þá orðinn
hinn sterkasti geymslupoki sem
bændur geymdu venjulega neftó-
bak sitt i og gekk því undir nafn-
inu tóbakspungur. - Væri
óskandi að þessir ungu blaða-
menn hættu ruglinu um aö „éta
hrútspunga“.
Brennum, brenn-
umbjörgina
Halldóra Jóiisdóttir skrifar:
Erum við íslendingar þannig í
stakk búnir efnahagslega að hafa
efni á þvi að brenna á annaö tonn
af fyrsta flokks kjöti eins og gert
var í Vestmannaeyjum nýlega?
Við höfum áður tíðkaö það að
urða umframbiigðir af kjöti og
henda tómötum á haugana. Hvem-
ig geta stjómvöld staðiö að slíkum
framkvæmdum á sama tíma og þau
ætlast til þess að við greiöum viö-
bótarskatta tíl að aðstoða illa stadd-
ar þjóðir vegna hungurs?
Þetta atvik í Vestmannaeyjum,
að kasta kjöti á báliö, er með öllu
óskiljanlegt. Vestmannaeyingar
hefðu átt aö raótmæla þessu at-
hæfi við bæjardyrnar. Er svo
komið fyrir þessari þjóð að hún
kyijar bara sönginn „Brennum,
brennum björgina“ þegar um-
frambirgðir af matvælum lilaðast
upp?
Hveráaðreka
flugvöllinn?
Gunnar Magnússon hríngdi:
Ég gat ekki betur séð í sjón-
varpsfhéttum RÚV í gærkvöldi (8.
nóv.) en að sjónvarpsvélinni væri
beint fyrst að höggmynd af Jóni
Sigurðssyni forseta áður en hún
beindist aö Ólafi Ragnari Gríms-
syni i pontu Alþingis er hann
skýrði frá því að hann hefði lagt
til 1 rikisstjóminni að skipa nefnd
til að endurskoða veru varnar-
liðsins hér. - Eru sjónvarpsmenn
hjá RÚV að líkja Ólafi Ragnari
við Jón Sigurðsson í þessu upp-
hlaupi hans?
Sjónvarpsmenn RÚV hefðu
hins vegar mátt spyrja Ólaf Ragn-
ar Grímsson að því hvernig hann
ætlaði okkur íslendingum að
reka Keflavíkurflugvöll eftir aö
Bandaríkjamenn hverfa héðan. -
Það kostar margar milljónir
króna á dag ef ekki tugi milljóna
að reka þann flugvöll. - Hvar
ætlar Ólafur aö taka þaö fé?
Blökkumaður,
blökkumaður...
Jón Kr. Dagsson skrifar:
Á baksíöu DV laugard. 3. nóv.
sl. var frétt um árás sem íslensk
hjón urðu fyrir á hótelherbergi í
Amsterdam. - í fyrirsögn fréttar-
innar þótti blaðamanni er grein-
ina ritaði rétt aö taka það sérstak-
lega fram að árásarmaðurinn
hafi veriö blökkumaöur.
Mér er spum: hefði það veriö
tekiö sérstaklega fram í fyrirsögn
ef árásarmaðurinn hefði verið
hvítur maöur? - Mér finnst svona
nokkuð einungis til þess fallið að
ýta undir kynþáttahatur.