Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáaugiýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SÍMI (91 )27Ö22 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Fisk fyrir búvöru Evrópubandalagið hefur löngum verið okkur erfitt og á eftir að verða okkur erfitt. Ríki, sem áður tolluðu ekki saltfisk frá okkur, Portúgal og Spánn, eru nú látin tolla saltfiskinn að skipun bandalagsins. Og næst vill bandalagið komast inn í fiskveiðilögsögu okkar. Samt hefur Evrópubandalagið mikið aðdráttarafl. Þýzkaland og Bretland, sem bæði eru í bandalaginu, hafa leyst Bandaríkin af hólmi sem helztu kaupendur útflutningsafurða okkar. Við erum alltaf að verða háð- ari útflutningi til landa Evrópubandalagsins. Evrópskar myntir hafa verið að styrkjast í saman- burði við bandaríska dollarann. Þess vegna hafa út- flytjendur séð sér hag í að færa viðskipti frá Bandaríkj- unum til Evrópubandalagsins. Viðskiptin hafa líka færst í hendur þeirra, sem eru sérhæfðir í Evrópumarkaði. Auk þess er evrópski markaðurinn á hærra stigi en hinn bandaríski. Neytendur í Evrópu taka dýran ísfisk fram yfir frysta fangafæðu, svo að við fáum meira fyrir fiskinn, þótt við spörum okkur alveg að fara með hann í dýrt ferðalag um vinnslulínur frystihúsanna. Æskilegt hefði verið að geta byggt upp Japansmarkað ' til hliðar við Evrópumarkaðinn, svo að við hefðum þrenns konar ólíkan markað fyrir útflutningsafurðir okkar. Þá værum við ekki eins háð hverjum einstökum markaði fyrir sig, ekki eins háð Evrópubandalaginu. En Japan er langt í burtu og kostar flug. Við höfum verið svo vitlaus að afhenda Flugleiðum einokun á vöru- afgreiðslu á Keflavíkurvelli, svo að Flying Tigers, sem reyndu að fljúga með hágæðavörur okkur til Japan, hröktust að mestu í burtu undan óheyrilegum gjöldum. Staðan er því sú, að í útflutningi okkar er bandaríska sólin að hníga til viðar og japanska sólin er ekki enn risin, en hin evrópska er hæst á lofti. Þess vegna er okkur mjög brýnt að leita allra leiða til að opna hvim- leiða tolla- og haftamúra Evrópubandalagsins. Við getum ekki boðið veiðiheimildir í staðinn. Ef verzlunarfrelsi væri í veiðiheimildum, mundi hið sama gerast og þegar trillukarlar fengu kvótann í sumar. Þeir seldu frumburðarrétt sinn í hendur togaraútgerð- ar. Hið sama munum við gera, þegar útlendingar koma. Samkvæmt hagfræðilögmálum væri það mjög hag- kvæm lausn. Gallinn er bara, að sú hagkvæmni er í þágu annarra en þeirra, sem hafa dafnað í skjóli einok- unar á íslenzkum fiskimiðum, það er að segja okkar sjálfra. Hagfræðilögmálin gilda ekki fyrir okkur. Sjálfstætt þjóðfélag á íslandi, með eigin tungumáli, stendur og fellur með einokuninni, sem við höfum kom- ið okkur upp á 200 mílna fiskveiðilögsögu. Daginn, sem við seljum þann frumburðarrétt, erum við komin sem sérstök þjóð á leið út úr veraldarsögunni. Við gætum hins vegar boðið Evrópubandalaginu toll- frjálst innflutningsfrelsi á óseljanlegri búvöru banda- lagsins í skiptum fyrir afnám tolla og hafta á fiskinum frá okkur. Neytendur á íslandi mundu græða á slíku samkomulagi, svo að gróði okkar yrði tvöfaldur. Því miður er enginn meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir því að breyta erfiðu vandamáli í stórgróða og þar af leiðandi enginn skilningur meðal ráðamanna á hinum stórkostlega möguleika, sem við hefðum í viðræðum um býtti á sjávarvörufrelsi og búvörufrelsi. Meðan við neitum okkur um að hugsa svona skyn- samlega erum við dæmd til að sogast nauðug viljug inn í Evrópubandalag, sem er okkur alls ekki að skapi. Jónas Kristjánsson „Nýleg og gömul dæmi er að finna i sjávarútvegi. Frystihús og fiskvinnslustöðvar eru dýr mannvirki," segir m.a. i grein Stefáns. Veðmat fasteigna: Frumstæðar aðferðir Frumstæðar aðferðir eru notað- ar við veðmat hér á landi. Lána- stofnanir tapa hundruöum millj- óna árlega á lélegum fasteignaveð- um. Lánveitendur láta sér oft nægja að fletta upp matsfjárhæð- um í opinberum matsskrám. Taka verður upp faglegar aðferðir eins og gert hefur verið í öðrum löndum í áratugi. Fasteignaveð á að miða við mark- aðsverð eigna. Vanda á til veðmats. Veð má ekki miða við brunabóta- mat eða byggingarkostnað eins og algengt er. Það er hvorki góður mæhkvarði á veðhæfni né söluverð fasteigna. Ekki þörf á veðmati í áratugi Um áratugaskeið var lítil þörf á veðmati hér á landi. Vextir voru lægri en verðbólgan og verðmæti hinna veðsettu eigna hækkaði meira en lánanna sem tóku veð í þeim. Afar sjaldan reyndi á veð- hæfnina. Þegar vanskil urðu haíði verðmæti áhvílandi lána rýrnað um tugi prósenta. Hinar veðsettu fasteignir héldu á hinn bóginn verðmæti sínu. Lítil hætta var á að lánastofnanir töpuöu fé á slæm- um veöum því verðbólgan hafði áður tekið drjúgan toll af verðmæti fjárins. Þegar verðtrygging lána var tek- in upp gjörbreyttust forsendur. Aðferðir við að meta veð breyttust þó ekki. Bankar, lífeyrissjóðir og opinberir lánasjóðir hafa undan- farin ár tapað miklum ijárhæðum sökum þess aö þeir hafa átt léleg veð í fasteignum. Hvað er veð í fasteign? Margir sem veita lán gegn fast- eignaveði leiða ekki hugann aö því hvað fasteignaveð er. Þeir veita lán og taka veð eftir reglum sem þeir fylgja af vana. Oft er undir hæhnn lagt hvort lánveitendur skilja eðh veðtöku og veðmats. Fasteignaveð er trygging fyrir eiganda skulda- bréfs. Ef lántakandi stendur ekki í skil- um getur eigandinn gengið að veð- inu til greiðslu skuldarinnar. Fast- eignaveð er því trygging sem eig- andi skuldabréfs hefur til aö endur- heimta eign sína ef illa fer. Ef skuldari stendur ekki í skilum verður eigandi skuldabréfs aö grípa til þeirra ráða sem hann hef- ur til að endurheimta eign sína. Það gerir hann með því að ganga að fasteignaveðinu og selja hina veð- settu eign. Hann fær þó ekki meira fé út úr eigninni en einhver er reiðubúinn að greiða fyrir hana. Þess vegna fer það eftir markaösverði fasteigna hversu góð veð þær eru. Á Vestur- löndum er við mat á veðhæfni fast- KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur eigna miðað við markaðsverð þeirra. Markaðsverð og kostnaðarverð Margar lánastofnanir miða láns- fjárhæðir við áætlaöan byggingar- kostnað eigna sem þær taka veð í. Þegar verulegur munur er á stofn- kostnaði og markaðsverði tapa lánastofnanir, sem nota þessa að- ferð, miklu fé þegar illa fer. Nýleg og gömul dæmi er til dæmis að finna í sjávarútvegi. Frystihús og fiskvinnslustöðvar eru dýr mann- virki. Byggingarkostnaður er hár, tæki og búnaður dýr. Þegar þessar eign- ir eru seldar á frjálsum markaði fæst hins vegar mun lægra verð fyrir þær. Oft brot af stofnkostn- aði. Þegar veð er miðað við bygg- ingarkostnað tapa lánastofnanir ósjaldan miklum íjárhæðum þegar ganga þarf að veðum vegna van- skila* Um það vitna mörg dæmi. Breytilegt fasteignaverð Veð í fasteignum eru misjafnlega góð eftir því hvar á landinu þær eru. Markaðsverð er mjög breyti- legt eftir landshlutum. Hæst er það á höfuðborgarsvæðinu. Á Akureyri og Suðurnesjum er fasteignaverð hið hæsta utan þess. Þar kostar íbúðarhúsnæði í meðalári 70-80% af verði í Reykjavík. Annars staðar er verðið lægra, oft 50-60% af sölu- verði í Reykjavík. Jafnvel enn lægra. Hliðstæður munur er á verði at- vinnuhúsnæðis. í töflunni hér má sjá mismun á söluverði íbúöar- húsnæöis í nokkrum stórum sveit- arfélögum árið 1984. Söluverð íbúðarhúsnæðis 1984 Seltjarnames 120% Reykjavík 100% Mosfellsbær 90% Keflavík 70% Akureyri 70% Akranes 60% Markaðsverð og afkoma Markaðsverð eigna í atvinnu- rekstri fer oftast eftir afkomu i greininni því fyrirtæki og einstakl- ingar greiða ógjarnan hærra verð fyrir eignir en reksturinn þohr. Tekjumöguleikar fasteigna ráða verðmæti þeirra og þar með veð- hæfni. Verðmæti hótela fer til dæmis eftir afkomu sem yfirleitt er háð fjölda gistinótta. Verðmæti orkuvera er háð tekjum af orku- sölu og verðmæti fiskeldisstöðva af sölu afurða. Markaðsverð kvikmyndahúsa og veitingastaða fer eftir því hversu vel þau eru sótt. Byggingarkostn- aður mannvirkjanna er í öllum til- fehum aukaatriöi. Markaðsverð eignanna verður ekki hærra en af- koman leyfir, hversu mikið sem kostar að byggja mannvirkin. Brunabótamat óheppilegt sem veðmat Flestar íslenskar lánastofnanir miða fjárhæðir veðlána við bruna- hótamat. Þó að það kæmi ekki aö sök áður hefur viömiðunin reynst afar óörugg síðari ár. Brunabóta- mat er ekki góður kvarði á veð- hæfni, enda framkvæmt í allt öðr- um tilgangi. Brunabótamat mælir hversu mikið mundi kosta að reisa jafngóða eign og þá sem tryggö er. Fasteignaveð á hins vegar að miða við markaðsverð. Oftast er talsverður munur á markaðsverði húsnæðis og brunabótamati. Markaðsverð atvinnuhúsnæðis, sem greinarhöfundur hefur metið í Reykjavík undanfarna mánuði, er almennt undir 75% af bruna- bótamati. Til að sýna vankanta brunabóta- matsins sem veðmats má taka dæmi: Brunabótamat hliðstæðra húsa á Akranesi og í Mosfellsbæ er jafnhátt því svipað kostar aö byggja þau. Fyrir húsið í Mosfells- bæ fæst hins vegar 50% hærra verð við sölu. Húsin eru þess vegna ekki jafngóð til veðtökú þó að draga mætti þá ályktun af brunabótamat- inu. Stefán Ingólfsson „Veö má ekki miöa viö brunabótamat eða byggingarkostnað eins og algengt er. Það er hvorki góður mælikvarði á veðhæfni né söluverð fasteigna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.