Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. 15 Sjálf um sér verstir Aö öllu óbreyttu stefnir í að sauð- fjárrækt leggist af hér á landi fyrir aldamót vegna áratuga stöðnunar í framleiðsluháttum og afneitunar bændaforustunnar á þörfum markaðarins. Við upphaf niöur- greiðslna varaði Guðmundur Jóns- son, þá skólastjóri á Hvanneyri, bændur við því að þær myndu gera þá háða rikinu, nokkuð sem síðar hefur komið á daginn en skellt var skollaeyrum við þá. Gegnum árin hafa fáir en einarð- ir bændur rætt um að auka þyrfti faglegar kröfur til þeirra sem hæfu búskap. Þessu hefur verið tekið með útúrsnúningum og aðkasti. Með tæknivæðingu, afkastaaukn- ingu, breyttri samfélagsgerð og neysluháttum kom offramleiðslan til og jókst þá þáttur niðurgreiðslna í framleiðsluferlinu. Framleiðslu- stýringu, kvóta, var komið á. Óréttmæt eignaupptaka Þegar kvóta var komið á var mið- að við framleiðslu manna, þá án tillits til þess hvort menn hefðu minnkað við sig vegna aldurs eða heilsu. Kvótinn, þ.e. rétturinn til framleiðslu vöru með ríkisábyrgðu verði, var bundinn jörðum þannig að strit kynslóða við að eignast og byggja upp bújarðir gat á svip- stundu orðið að engu, jörðin verð- laus, fengi ábúandi ekki útdeilt kvóta jarðarinnar í fullri fram- leiðslu. Mismununin og óréttlætið var al- gjört, kot urðu verðmæt gæti ábúandi veifað réttu flokksskýrteini og fengið kvóta, vildisjarðir -verðlausar. Slík eignaupptaka er brot á eignarréttará- kvæðum stjómarskrárinnar en jaln- vel sjálft Stéttarsamband bænda fékk lögfræðinga til að reyna að hrekja þá íullyrðingu, slík var undirgefhi bændaforustunnar við ríkisvaldið og KjaUariiin Jón Hjálmar Sveinsson landbúnaðarverkamaður um við vægast sagt hæpnar að- stæður og kerfislausir sem kvóta- bændur framleiða framhjá stýring- unni. Allir láta sem ekkert sé. Hreðjatak Sambandsins Það segir sig sjálft að með verð- iryggingunni er enginn hvati til framleiðenda fyrir hendi, enda er höndunum kastað til slátrunar og afurðasölu en hún er í einokun Sambandsins sem beinlínis hindr- ar markaðssetningu lambakjöts. Kjötvinnslumaður náði áhuga bandarískra veitingahúsa fyrir sértilreitt lambakjöt en Sambandið sagði honum að það ætti ekki til kjöt. Færeyinga vantaöi ærkjöt en þeir fengu ekki því „það var aftast í frystinum og ekki hægt að ná í „ ... EB gæti verið til viðræðu um inn- göngu Islands 1EB án þess að íslend- ingar afsali sér yfirráðum yfir fiskimið- unum gegn því að landbúnaðarvörur EB fái greiðan aðgang að íslandi.“ blinda hennar á markaðsþróunina. Framleiðslustýring varð að kommúniskri tekjustýringu, hlýðnir kerfiskóngar blómstruðu, gagnrýnendum innan stéttarinnar var refsað, þeir útskúfaðir, sbr. róginn gegn Gunnari Bjarnasyni hrossaræktarráðunaut. Hið háöulegasta við framleiðslu- stýringuna er að hún þjónar ekki ætlunarverki höfundanna. Af öllu kjöti er aðeins kvóti á kindakjöti en sprottið hafa upp kofar um allt land sem hýsa nokkrar skjátúr hver og nú er slátrað í öllum skot- það“! Pöntun í valda hluta lambs- ins hafði borist erlendis frá, verð það hátt að restina af lambinu hefði mátt gefa. Ekkert varð úr sölu því að flutningurinn átti ekki að fara með Sambandsskipi! Bryti á ís- lensku skipi kynnti erlendum kjöt- kaupmanni íslenskt lambakjöt og sá pantaði þegar 100 tonn. Við heimkomu hélt brytinn glaður inn í Samband en kom þögull út aftur, erindislaus. Sláturhússtjóri sá að minnst var greitt fyrir hrútseistu en samt lét Afurðasala Sambandsins sér mjög „Nú er slátrað í öllum skotum við vægast sagt hæpnar aðstæður og kerfislausir sem kvótabændur framleiða framhjá stýringunni," segir m.a. i grein Jóns. annt um þau. Eftir krókaleiöum fann hann út að SÍS seldi þau fyrir gott verð til Oklahoma, hvaðan þeim var dreift til veitingahúsa í suðurríkjunum sem lostæti. Hann bauð hinum bandaríska kjötkaup- manni milliliðalaus viðskipti. Sá vildi ekki bara kaupa af honum beint heldur bauðst til að leggja til fé til stofnunar útílutningsfyrir- tækis sem gæti séð um þennan út- flutning í staö SÍS. Á síðustu stundu varð að hætta við allt saman því að Afurðasölu SÍS fór að gruna eitthvað og kaup- félagsstjórinn var kallaður á tepp- ið. Annaðhvort hætti hann við eða Afurðasalan húkkaði sláturhús kaupfélagsins á einhverju smáat- riði og léti taka af því sláturleyfið. Erlendar landbúnaðar- vörur koma Á sama tíma og búið er að dæla tveimur milljörðum í ullariðnað- inn er verið að leggja niöur einustu tilraunastöðina í ræktun gæöaull- ar „af sparnaðarástæðum“ í þann mund er góöur árangur er að nást. Rekstrarkostnaður hennar var ein milljón á ári. Samkvæmt nýlegum, óformleg- um viðræðum íslenskra þing- manna við þingmenn Evrópu- þingsins gæti EB verið til viðræðu um inngöngu íslands í EB, án þess að íslendingar afsali sér yfirráðum yfir fiskimiðunum, gegn því að landbúnaðarvörur EB fái greiðan aðgang að íslandi og EB sleppi við aö styrkja íslenskan landbúnað líkt og það styrkir sinn eigin. Krafan um kjarabót með frjálsum innflutningi landbúnaöarvara og ■ þá lægra matarverði mun ná fram og það fyrir stöðnun og forheimsku okkar sem störfum í landbúnaði. Jón Hjálmar Sveinsson Fíkniefni „Því miður er málum nu svo háttað að lítið virðist ganga i baráttunni gegn vímuefnum," segir m.a. í greininni. Fíkniefnavandamáhö er mál okkar allra og því ætti það að vera okkur öllum kappsmál að berjast gegn slíkri vá. Því miður er málum nú svo háttað að lítið virðist ganga í baráttunni gegn vímuefnum og má nefna ýmsar ástæður. Fyrst ber að nefna allt of lítið fjármagn sem ætlað er til reksturs fíkniefnadeild- ar lögreglunnar, til fræðslu og áróðurs, til aðstoðar við fórn- arlömb neyslu og til eftirlits með ólöglegum innflutningi vímuefna. Önnur ástæða, sem nefna skal, er sú staðreynd að þeir aðilar, sem beita sér gegn vandamálinu með einum eða öðrum hætti, eru engan veginn samtaka í aðgerðum og leggja ólíka áherslu á starfsaðferð- ir. Þar að auki gefur augaleið að fjármagn það, sem þessir aðilar hafa til umráða, skilar sér síður en ef haldist væri í hendur með að- gerðir og samvinna væri tekin upp. Mér finnst nú kominn tími til að vekja fólk fil umhugsunar um þessi mál í von um að árangur náist af umfjölluninni. Greinin er að mestu byggð á upp- lýsingum úr skýrslum, bæklingum og öðru fræðsluefni en einnig á við- tölum við fólk sem lagt hefur sitt af mörkum í starfi gegn fíkniefna- neyslu og fikniefnasmygh. Vímuefnavandamálið Ef við snúum okkur beint að fíkniefnavandamálinu sjálfu, þá er fikniefnaneysla hér á landi mun meiri en fólk gerir sér grein fyrir. Þetta á við um flesta aldurshópa. Þeir yngri byrja með fikti og hafa þá sem eldri eru til fyrirmyndar, sjá jafnvel heim eiturlyfjaneytand- ans sem spennandi og eftirsóknar- verðan. Þessari ímynd verður að breyta. Samhliða vaxandi áfengis- KjaUarinn Kristinn T. Haraldsson starfsmaður í utanríkisráðuneytinu neyslu ungs fólks hér á landi hefur neysla ýmissa ólöglegra vímuefna aukist og þá einkum neysla kann- bisefna, amfetamíns og kókaíns. Einnig hefur færst í vöxt að fólk taki inn ýmis lyf til að komast í vímu. Árið 1987 var gerð könnun á veg- um félagsmálastofnunar Reykja- víkur til að öðlast innsýn í vímu- efnavanda unghnga. Náði könnun- in til skjólstæðinga félagsmála- stofnunar. Þegar upp var staðið reyndust 83 einstaklingar á aldrin- um 13 til 20 ára eiga við vímuefna- vanda að stríða og hafði meirihluti þeirra sem upplýsingar fengust um lent í útistöðum við lögin, einu sinni eða oftar, og höfðu 2/3 hlutar hópsins dvalið á einni eða fleiri stofnunum. Þá kom einnig fram að 62 ungl- ingar, í það minnsta, ættu við mjög alvarlegan vímuefnavanda að glíma. Reyndar svo alvarlegan að bráðra aðgerða væri þörf. Hér vár um að ræða úrtak úr hópi einstakl- inga sem áttu við einhvern félags- legan vanda að stríða, eins og kom fram hér áðan, eða skjólstæðinga félagsmálastofnunar. En við skul- um líta á niðurstöður könnunar á neyslu ungmenna almennt sem gerð var árið 1984 fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið og unnin af Ómari H. Kristmundssyni. Sam- kvæmt henni höfðu 23,6% ungs fólks á aldrinum 18-36 ára neytt kannabisefna og 3,9% af sama hópi höfðu neytt amfetamíns. Önnur fíkniefni voru tilgreind, þ.á m. áfengi og tóbak, en einungis um 10% fólks á þessum aldri höfðu engra vímuefna neytt. Sú tala er ótrúleg, sér í lagi ef borinn er sam- an sá flöldi er neytt hefur kanna- bisefna, en hann er eins og áður kom fram 23,6% Árið 1986 var gerð könnun á vímuefnaneyslu skólafólks og kom þá í ljós að veruleg uppsveifla var í notkun kannabisefna, en um 33,3% pilta á aldrinum um tvítugt (á flórða ári í framhaldsskóla) höfðu neytt kannabisefna. Ástand- ið var skárra meðal stúlkna í þeim aldurshópi. Sams konar könnun, sem gerð var árið 1989, leiddi í ljós minnkandi neyslu á kannabisefn- um, en þá vaknar sú spurning hvort önnur efni hafi tekið við hvað vinsældir snertir. Fíkniefnalögreglan Árið 1974 voru sett lög um fíkni- efni og þar tekið fram hvaða efni væru bönnuð. Einnig voru sett lög um dómstól í fíkniefnamálum. Á þessum árum vissi almenningur ' lítið um fíkniefni, hvemig þau litu út eða hversu skaðleg þau væru. í kjölfarið var fíkniefnadeildin stofn- uð árið 1977, en hún er deild innan rannsóknarlögreglunnar sem hef- ur aðsetur á Lögreglustöðinni. Fíkniefnadeildin hefur samstarf við götulögregluna og nær þannig betur til fikniefnaneytenda en ella. Langflestir fikniefnaneytendur, sem eru á götunni, eru unglingar. Sem dæmi um vöxt fíkniefna- vandamálsins hér á landi má nefna að fikniefnadeildin hefur á þeim 13 árum, sem liðin eru frá stofnun hennar, flölgað starfsmönnum úr 4 í 15 manns, sem nú starfa við deild- ina. í viðtali, er birtist í fréttablaði Vímulausrar æsku, við Arnar Jensson, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildarinnar, kemur fram að áður fyrr hafi áhersla verið lögð á að ná í þá sem gerst höföu sekir um að neyta ólöglegra vímuefna, en nú sé áherslan hins vegar lögð á að ná efninu áður en það kemst í umferð og ná þeim aðilum sem dreifa efninu. Þrátt fyrir þessa breyttu stefnu er það magn efna, sem lögregla og tollyfirvöld koma höndum yfir, aðeins brot af því magni sem endar á götunni. - Jafn- framt kemur fram í viðtalinu að fíkniefnasalar virðast fylgjast vel með störfum fikniefnadeildarinnar og geti því að einhveiju leyti hagað seglum eftir vindi. Kristinn T. Haraldsson „Samhliða vaxandi áfengisneyslu ungs fólks hér á landi hefur neysla ýmissa ólöglegra vímuefna aukist og þá eink- um neysla kannabisefna, amfetamíns og kókaíns.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.