Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. 23 Smáauglýsingar GMC pickup, árg. 1977, til sölu, skráður fyrir 6 farþega. Nýupptekin dísilvél, upphækkaður, jeppaskoðaður. Upp- lýsingar á kvöldin í síma 93-56657. Til sölu Suzuki Fox ’88, ekinn 38 þús. Skipti koma til greina á helmingi ódýrari japönskum bíl. Sími 91-614546 eftir kl. 18. Subaru sedan, árg. '87, til sölu, með túrbínu, sóllúgu, sjálfsk., 4wd o.fl. Verð 1100 þús., skipti á skuldabréfi koma til greina. Uppl. í síma 96-21705 á daginn, 96-31286 á kvöldin. ■ Ymislegt Aukaaðalfundur JR verður haldinn þriðjudaginn 13. nóv. kl. 20.30 stundvíslega að Bíldshöfða 14. Fundarefni liðins aðalfundar verða kynnt og niðurstöður lagðar fram til samþykktar. BROSUM / í nmferðinni ^ - og allt gengur bctur! • tíar04" Honum fannst í lagi að keyra heim... Eftireinn-ei aki neinn! yUMFERÐAR RÁÐ DV Meiming Mannlif á haugunum Leikritið um Benna, Gúdda og Manna, sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir, er fyrsta leikrit höfundarins, Jóhanns Ævars Jakobssonar. Það fjallar um tvo róna sem búa á haugunum í einhverju ótilgreindu plássi úti á landi. Einn góðan veðurdag rekur hinn þriðja á íjörur þeirra og á koma hans eftir að valda tölu- verðum breytingum i tilveru þeirra. Þetta er kannske ekki æðimikið söguefni en aðaluppistaðan í verkinu eru samræður þessara olnbogabarna þjóðfélagsins og hugleiðingar þeirra um líflð og tilveruna. Sjálfir eru þeir ekki alveg vissir um hverjir þeir eru, hvaðan þeir koma eða hvert leiðin liggur. Textinn ber merki byrjandaverks en samtölin eru nokkuð liðlega skrifuð framan af og róna- heimspeki Benna fellur í góðan jaröveg hjá áhorfendum. Þráinn Karlsson bætir líka heil- miklu við persónulýsinguna með prýðilegri túlkun á þessum skrýtna karli sem sér að ýmsu leyti lengra en aðrir þó að helstu atvik lífs hans sjálfs séu dálítið í móðu. Benni er sterkur í umkomuleysi sínu og Þráinn mótar persónuna ákveðnum dráttum þar sem hann staulast um með fasi og göngulagi fyllibyttunnar, eins og hann hafi aldrei gert annað. Persóna Benna er þannig burðarásinn í sýn- ingunni og framan af er fáránleiki tilverunnar í Vniðpunkti. En þegar líður á sýninguna verður sjálft söguefnið með nokkrum ólíkindum og endalokin þó verst. Það heföi veriö full ástæða til þess að umskrifa síðari hluta verksins, halda þeim efnistökum sem byrjað var á og leita ann- arra lausna á fléttu verksins. Félagi Benna er Gúddi, svolalegur en hjarta- hlýr, sem orðið hefur fyrir slysi og er hreint voðalega afmyndaður í framan. Andlitsgervið var of ýkt og ekki nögu sannfærandi en að öðru leyti var framganga Hannesar Arnar Blandon nokkuð góð í hlutverkinu. Gestur Einar Jónas- son átti heldur erfitt í hlutverki Manna sem frá hendi höfundar er bæði vælugjarn og ruglaður og fær harla óljós persónueinkenni í verkinu. Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og Hannes Örn Blandon leika Benna, Gúdda og Manna. Leiklist Auður Eydal Leikmyndin er verk Hallmundar Kristinsson- ar og sýnir umhverfi og aðbúnað þessara karla á haugunum. Verbúð í fyrsta þætti var vel leyst en alls konar puntudót átti heldur illa heima í Gúddaskúr sem hefði mátt vera til muna óhrjá- legri. Leikritið um Benna, Gúdda og Manna er ekki stórátakaverk heldur lýsir það fáránleika tilver- unnar þegar lífið hefur gert mönnum þvílíka glennu að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að flýja af hólmi. Sunna Borg leikstjóri byggir með sínu fólki upp látlausa frásagnaraðferð í sýningunni og lætur áhorfendum eftir að spá í aðra og vítækari skírskotun verksins. Leikfélag Akureyrar sýnir: ÆVINTÝRIÐ UM BENNA, GÚDDA OG MANNA Höfundur: Jóhann Ævar Jakobsson Leikstjórn: Sunna Borg Leikmynd: Hallmundur Krlstinsson Lýsing: Ingvar Björnsson -AE Hver ber ábyrgð á stöðu loðdýrabænda? Botnlaust hyldýpi Ég get ekki setiö á mér lengur, ég verð að fá útrás, þótt ekki sé með öðru en skrifum og í von um að fleiri rísi upp. Ég veit að margir hafa nú á tímum staðið frammi fyrir slíkum erfiðleikum að þeim hefur fundist lífið vera botnlaust hyldýpi, allt vonlaust og ekkert hægt að gera. í góðri trú Ég þekki vel fjöiskyldu sem hefur liðið þannig í rúm tvö ár og ekki fer það batnandi. Eitt heldur henni þó enn gangandi en það er að ein- hver von sé kannski eftir. Hvernig færi fyrir henni ef hún hugsaði ekki þannig? Þau hjónin eru það sem kallast loðdýrabændur. Þau hófu loðdýrabúskap fyrir fimm árum vegna þess að þá var rekinn mikill áróður fyrir þeirri búgrein, ekki síst af stjórnmálamönnum en einnig af ráðunautum og Stéttar- sambandi bænda. Búskapurinn gekk vel í tvö ár en að sá hljómur ætti eftir að breytast í þá martröð sem nú er orðið var ekki hægt aö ímynda sér. Að geta ekkert annað en að horfa aðgerða- laus upp á þetta er nóg fyrir mig. Umrædd hjón eiga fjögur börn og er eitt þeirra þroskaheft. Fyrstu- æviárin átti það oft við langvarandi veikindi aö stríða. Þá fengu þau enga fjárhagsaðstoð þótt aðstæður kæmu í veg fyrir trygga vinnu svo þau hjón hófu búskapinn í góðri trú, ekki síst með það fyrir augum að geta sinnt barninu meira. r' Næstu 15-25 árin Nú er ástandið þannig að barnið hefur veriö vistað á stofnun í eitt KjaUarinn Sólrún Ingimarsdóttir húsmóðir ár og horfurnar ekki bjartar á að þaö geti veriö heima hjá sér á næst- unni. Álagið hefur gengið svo nærri foreldrunum að það hefur komið alvarlega niður á heilsu þeirra og ljóst er að börnin hljóta einnig skaða af. Þótt hjónin slyppu við gjaldþrot á næstunni verða þau næstu 15-25 árin á barmi gjaldþrots og um leið ábyrgðarmenn og þeirra fiölskyld- ur. Sú hjálp, sem hefur verið látin í té, hefur reynst gálgafrestur og fyr- irheit um raunhæfa lausn verið svikin. Kórónaði þó allt skuld- breytingin sem þaim var lofuð og þau bíða enn eftir og eru þau ekki ein um það. Ekki er þar betur gert en svo að nú er allt í einu farið að krefia þau um veð sem auðvitað er ekki til. Nú eru þau sem sagt krafm um veð fyrir þessari svokölluðu ríkis- ábyrgð og þaim sagt að annars fáist engin skuldbreyting. Annað heyrð- ist á sínum tíma, meðal annars frá forsætisráðherra og þeirri nefnd sem sett var í að leysa þessi mál. Þá var sagt að ekki þyrfti veð fyrir ríkisábyrgðinni og aö málið yrði leyst í síðasta lagi í byrjun árs 1990. Nú bíöa þau eftir því hvað þeim verður sagt næst. Óvissan heldur áfram þar sem ekki er vitað hvað valdhöfum þóknast að gera næst. Þau hjónin gætu e.t.v. reynt að tóra þetta en sjálfsagt hafa þau mestar áhyggjur af börnum sínum, ekki hvað síst af barninu sem varð að yfirgefa foreldra og systkini vegna ástands- ins en er það þroskaheft að það skilur ekki hvers vegna svo er komið. Skora á alla þjóðina Þessi saga er ekkert einsdæmi. Það fóru fleiri í loðdýraræktina. Ég veit líka um dæmi, fleiri en eitt, þar sem loðdýrabændur hafa brotnað saman andlega. Einnig hefur gengið svo langt sums staðar að fólk hefur þjáðst af næringar- skorti, svo maður tali nú ekki um þá hjónaskilnaði sem erfiðleikarn- ir hafa orsakað. Það er ekki erfitt að ímynda sér þá taugaangist sem ríkir hjá mörgum loðdýrabændum og örugglega vildi enginn vera í þeirra sporum. Nú skora ég á þá loðdýrabændur og aðra sem hlut eiga í þessum málum að láta í sér heyra og tjá sig um þessi mál. Eiga loðdýrabændur einir að borga brúsann? Hin pólistíska hugmynd var jú að minnka lambakjötsframleiðsl- una með því að hvetja bændur til búháttabreytinga og snúa sér aö þeirri arðvænlegu búgrein sem þeim var talin trú um að loödýra- ræktin væri. Margir treystu þeim orðum svo að þeir afsöluðu sér sauðfiárkvótanum svo ekki verður aftur snúið. Ég skora á ráðamenn að reyna að setja sig í spor þessa fólks en umfram allt að efna loforð sín og létta af þessu þrúgandi ástandi sem ekki er hægt að neyða þessar fiöl- skyldur til að bera einar ábyrgð á þannig að þær geti aftur farið að standa uppréttar. Síðast en ekki síst skora ég á þjóð- ina alla að láta sig þessi mál varða. Þetta kemur okkur öllum við. Sólrún Ingimarsdóttir „Það er ekki erfitt að ímynda sér þá taugaangist sem ríkir hjá mörgum loð- dýrabændum og örugglega vildi enginn vera í þeirra sporum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.