Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. Afmæli_____________dv Sæmundur Gíslason Sæmundur Gíslason, fulltrúi hjá Sjóvá-AImennum, Safamýri46, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Sæmundur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk verslun- arprófi í Verslunarskóla íslands 1937 og var í námi í húsgagnasmíði 1939-1944! Sæmundur vannjafn- framt hjá Húsgagnavinnustofunni Björk við smíðar og skrifstofustörf og var afgreiðslumaður hjá H. Bene- diktsson hf. 1951-1954. Hann var gjaldkeri hjá H. Benediktsson hf. 1954-1978 og hefur unnið í sjódeild hjá Almennum tryggingum hf., síð- an hjá Sjóvá Almennum frá 1978. Sæmundur æfði ungur glímu hjá Glímufélaginu Ármanni og knatt- spymu hjá Knattspyrufélaginu Fram. Hann lék í meistaraflokki Fram 1937-1954 og var fyrirliði síð- ustu tólf árin. Sæmundur var ís- landsmeistari 1939,1946 og 1947 og lék sex landsleiki í knattspyrnu. Hann var í stjórn Fram 1939-1972, ýmist gjaldkeri eða ritari og varð heiöursfélagi Fram 1973. Sæmundur var gjaldkeri íþróttabandalags Reykjavíkur, í landshðsnefnd KSÍ 1954-1968, þar af nokkur ár sem for- maöur. Hann er nú endurskoðandi íþróttasambands íslands og KSÍ og hefur verið endurskoðandi Verslun- armannafélags Reykjavíkur síðast- liðintíuár. Fjölskylda Sæmundur kvæntist 12. júní 1943 Jóhönnu Bl. Guðmundsdóttur, f. 29. október 1922, hárgreiðslumeistara. Foreldrar Jóhönnu em: Guðmund- ur finnur Guðmundsson, verka- maður í Rvík, og kona hans, Sigríð- ur S. Jónsdóttir verkakona. Synir Sæmundar og Jóhönnu eru: Gísli, f. 29. júní 1956, arkitekt, sambýhs- kona hans er Anna Dís Brynjólfs- dóttir hjúkrunarfræðingur sonur þeirra er Atli Magnús, f. 7. júní 1988. Dóttir Gísla af fyrra hjónabandi er Jóhanna, f. 8. júlí 1977; Magnús, f. 7. september 1965, kennaranemi, sambýliskona hans er Birna Björns- dóttir, kennari. Systkini Sæmundar eru: Sæunn, f. 15. febrúar 1911, hús- móðir; Gottskálk, f. 25. desember 1912, húsgagnasmíöameistari; Guð- mundurÁgúst, f. 16. ágúst 1915, d. Sæmundur Gislason. 1983, pípulagningameistari og Jör- undur Svavar, f. 10. febrúar 1918, d. 1935. Foreldrar Sæmundar vom: Sæ- mundur Gísli Sæmundsson, f. 6. júní 1880, d. 2. mars 1964, verkamaður og kona hans, Júlíana Guðrún Gott- skálksdóttir, f. 17. júlí 1879, d. 4. október 1949, saumakona. Sæmundur verður aö heiman á afmæhsdaginn. Meiming Vandaðir tónleikar Blásarakvintett Reykjavíkur lék ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara á tónleikum í gærkvöldi sem haldnir voru á vegum Kennarafélags Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni Siguijóns Ólafssonar. Blásar- akvintettinn skipa þeir Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Joseph Ognibene, horn, og Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Á efnisskránni voru verk eftir Franz Danzi, Darius Milhaud og Ludvig van Beethoven. Tónleikarn- ir vom haldnir til styrktar Listasjóði TónUstarskólans í Reykjavík. Danzi er tónskáld sem ekki heyrist oft í. Hann var samlandi og samtímamaður Beethovens og gat sér orð sem hljómsveitarstjóri, var einn sá fyrsti sem stjórn- aði frá púlti en ekki frá píanóinu eins og algengast var. Blásarakvintett hans í A dúr er saminn í vönduð- um klassískum stíl og vel útfærður fyrir þennan hljóö- færahóp sem er ekki með öllu vandalaust. Tréblásturs- hljóðfærin eru, þrátt fyrir skyldleika í gerð, ólík í hljóm og skapgerð og þarf að umgangast þau af kurteisi og umhyggju. Þetta kann Danzi og hljómaði verkið eink- ar áheyriiega enda þótt þaö geti ekki talist sérlega til- þrifamikið. La cheminée du roi René eftir Milhaud er Utríkara og íjölbreyttara verk. Einar Jóhannesson kynnti verkið stuttlega og gat þess aö þaö lýsti leikjum og störfum fransks miðaldakonungs er René hét og bera kaflarnir nöfn þar að lútandi. Enginn miðalda- bragur var samt heyranlegur á tónUstinni heldur var þetta dæmigerður franskur stíll frá fyrsta hluta þess- Tónlist Flnnur Torfi Stefánsson arar aldar. Verkið er af léttara taginu og mjög skemmtilegt áheyrnar. Kvintett Beethovens fyrir píanó og fjóra blásara er hins vegar ekki af léttara taginu frekar en flest annað sem þessi jöfur lét frá sér fara. Það er gaman að því hversu djarfur Beethoven er að nota einfalda og kraftmikla drætti, eins og t.d. hinar löngu einradda hendingar sem spilaðar eru tutti í fyrsta þætti. Lýsir þetta einstaklingshyggju hans og sjálfstrausti. Þrátt yfir það er umhyggja og samúð fyrir mönnunum ekki síður öflugur þáttur í tónUst Beethovens og mátti heyra nokkuð af því í hæga kaflanum. Blásarakvintett Reykjavíkur er ein af merkari stofn- unum tónlistarlífs í landinu. Leikur kvintettsins mark- aðist af þeirri vandvirkni og tónelsku sem fólk er far- ið að búast viö á tónleikum þeirra. Hann nýtur greini- lega mjög góðs af löngu samstarfi og ber samleikurinn þess merki. Þess utan eru meðlimir kvintettsins allir hver á sína vísu frábærir hljómlistarmenn. Píanóleik- ur Jónasar Ingimundarsonar féll mjög vel inn í þenn- an ramma og virtist hann kunna vel við sig í þessum félagsskap. Andlát Jóhann Pétur Einarsson, Fýlshólum 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt 11. nóvember sl. Elísabet B. Guðmundsdóttir Ander- Jakob V. Emilsson, Dalbraut 18, lést þann 12. nóvember. Guðmundur E. Guðjónsson skip- stjóri, dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi, lést 10. nóvember. Karl Vilhjálmsson, Bólstaöarhlíð 41, lést í Borgarspítalanum 10. nóvemb- vegar rekstrinum áfram. Eftirlifandi eiginkona hans er Ása Guðlaug Gísladóttir. Þau hjónin eignuðust fimm böm. Útför Sighvats verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Guðmundur Sigurðsson, Arnargötu 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 13. nóvemb- er, kl. 15. Námskeið Námskeið I dáleiðslu- og Vivation veröur haldiö dagana 20. 21. og 22. nóv- ember nk. og stendur námskeiöið frá kl. 19-22.30 alla dagana. Á námskeiöinu eru kenndar ýmsar aöferöir hvernig hægt er að nota dáleiðslu og Vivation til að hætta að reykja, grennast, auka meövitund og slökun daglega. Leiöbeinandi á nám- skeiðinu er Friörik Páll Ágústsson R.H. A.V.P. (Registrated Hypnother apist), (Associated Vivation Professional). Hann hefur unnið við dáleiðslu og Vivation um nokkurt skeið og haldið mörg námskeið. Takmarkaður fjöldi er á námskeiðinu og er ráðlagt að skrá sig sem fyrst. Verð á námskeiðinu er kr. 7500 og er innifalið hljóðsnældur og efni. Til að skrá sig og fá nánari upplýsingar hafiö samband við Lífsafl, sími 91-622199. Tapað fundið Fressköttur I óskilum Hálfstálpaður fressköttur, svarttir með hvíta bringu og loppur er í óskilum í Seljahverfi. Upplýsingar í síma 72784. Tveir kettlingar fundust 2 gulbröndóttir kettlingar, ca 3-5 mán- aða, fundust á Keldnaholti. Upplýsingar í síma 675209. Fundir ITC deildin Harpa heldur opinn fund í kvöld kl. 20 að Braut- arholti 30. Allir velkomnir. Upplýsingar gefa Ágústa í síma 71673 og Guðrún s. 71249. Messur Árbæjarkirkja: Starf fyrir eldri borgara: Leikfimi og gönguferð í dag kl. 14. Opið hús á morgun, miðvikudag, kl. 13.30. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson sýnir mynd- ir. Gönguferð frá kirkjunni á laugardög- um kl. 13. Allir velkomnir. Fyrirbæna- stimd miðvikudag kl. 16.30. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstim- um hans þriðjudaga til fóstudaga kl. 17-18. Grensáskirkja: Kirkjukaffi í Grensási í dag kl. 14. Biblíulestur. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús kl. 10. Tilkyimingar Kvenfélag Kópavogs SpOað verður í kvöld í félagsheimili Kópavogs. Byijað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur spilakvöld í Kirkjubæ í kvöld, 13. nóvember, kl. 20.30. Kaffiveitingar verða á eftir. Félag eldri borgara Haldin verður skáldakynning í dag, þriðjudag, í Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 15. Áth.: húsið verður opnað kl. 14. Lesiö verður úr verkum eftir Stefán Jónsson. Umsjón hefur Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfúndur. Hlaut hnattferð I Stóra brauðleiknum Geysimikil þátttaka varð í Stóra brauð- leiknum, sem Brauðgerð MS efndi til fyr- ir skemmstu. Dregið var úr réttmn lausn- um 25. okt. sl. og fyrstu verðlaun, hnatt- ferð fyrir tvo á vegum Flugleiða, hlaut Hildur Aradóttir, Knarrarbergi 2, Þor- lákshöfn, sautján ára nemandi í Verslun- arskóla Islands. Auk þess hlutu tuttugu þátttakendur matarkörfur i verðlaun. Samhhða Stóra brauðleiknum var gert umfangsmikiö og árangursríkt sölu- og kynningarátak á stórbrauðum, en af þeim fást nú fjórar tegundir: fínt, gróft, fjölkorna og trefjaríkt stórbrauð. Brauð- in voru kynnt í verslunum og 10% afslátt- ur veittur á hverri brauðtegund viku í senn en fimmtu og síðustu vikuna voru allar tegundirnar seldar á tilboðsverði. iútímam Fjölmidlar sen, frá Bíldsfelli, andaðist í Kaup- mannahöfn 11. nóvember. Guðrún Dagbjört Gissurardóttir, Spóarima 4, Selfossi, andaðist 8. þessa mánaðar. Friðrika Sigríður Bjarnadóttir, Hraunbæ 5, lést í Landspítalanum sunnudaginn 11. nóvember. Ása Sigríður Stefánsdóttir frá Tóm- asarhaga lést á heimili sínu, Ljós- heimum 14a, sunnudaginn 11. nóv- ember. Haraldur Leví Bjarnason, Grettis- götu 84, Reykjavík, lést á Landspítal- anum að morgni 11. nóvember. Leiðrétting í viötali, sem birtist í helgarblaði DV á laugardag, var talað um sér- stakan félagsráðgjafa sem ráða þyrfti til aö sinna málefnum heymar- lausra. Rétt er að taka fram að ekki var átt við málefni Heymleysingja- skólans beint heldur heymarlausa almennt. Orðalag kann að hafa vald- ið misskilningi og er beðist velvirð- ingar á því. -Pá er. Jarðarfarir Ágúst F. Petersen listmálari verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 14. nóvember kl. 15. Ásmundur Örn Guðjónsson, Flyðru- granda 16, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Ingvar ívarsson verður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudag- inn 14. nóvember kl. 13.30. Sighvatur S. Gunnarsson húsgagna- smíðameistari lést 4. nóvember. Hann fæddist í Miðdal í Laugardal 31. ágúst 1915, sonur hjónanna Guð- rúnar Guðmundsdóttur og Gunnars Þorsteinssonar. Ámi lauk námi í húsgagnasmíði og vann í Gamla kompaníinu til ársins 1944 er hann stofnaði ásamt Þorsteini bróður sín- um húsgagnavinnustofu á Hverfis- götu 96. Þar unnu þeir saman um nokkurt skeið eða þar til Þorsteinn fór út úr fyrirtækinu og helgaði sig húsasmíðinni. Sighvatur hélt hins Haukur Hólm spjallaöi um snobb við hlustendur Bylgjunnar í gær- kvöldi. Þegar tvær mínútur voru eftirtilmiðnættissagðihann: „Nú vitum við allt um snobb.“ Þetta var að mörgu leyti athyglisverð um- ræöa. Haukur kom greinilega ágæt- lega undirbúinn að hljóðnemanum og varpaði fram mörgum spurning- um til þeirra sem hringdu. Til að gera verk sitt betra heföi stjórnand- inn þó mátt taka saman það helsta sem fram kom þá klukkustund sem spjallið stóð yfir - koma með eins konar niðurstöðu þar sem stiklaö væri á stóru á því sem fram kom hjá hlustendum. Slíkt hefði ekki tek- ið nema 1-2 mínútur. Þannig hefðu þeir sem „ekki voru meö“ allan tímanlíka fengið að vita það helsta semspjallaðvarum. Skömmu fyrir þátt Hauks var við- tal við prest á Gufunni sem greindi frá nýafstöönu kirkjuþingi. Umræö- ur Hauks og hlustenda komu merki- lega vel saman við niðurstöður könnunar sem kynnt var á þinginu og presturinn greindí frá í viðtalinu, sér staklega umræöa konunnar sem greindi frá því hve henni ofbyði fatasnobb þegar böm eiga í hlut. „Það er ekki sama í hverju börnin erulátin vera,“ sagði hún. Lífs- gæðakapphlaupið fræga kemur nið- ur á börnunum - snobbið. Prestur- inn sagði að fimmta hvertbarn í umræddri könnun hefði sagt að það væri einmana. Sama hlutfall bama sagðist ekki hlakka til framtíðarinn- ar. Það sem kemur hinum fullorðnu sjálfsagt mest á óvart er að þetta voru ekki endilega böm frá van- efhaheimilum. Afskiptaleysið er tal- in helsta orsök þessarar staðreynd- ar, að kaupa börnin góð með ýmsu móti. Hlustendur voru viljugir að hringja í gærkvöldi og tala um snobb, sjálfa sig og aðra. Hvernig verður umræðan um bömin og framtíðina? Óttar Sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.