Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1990, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjalst, ohaö dagblaö ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990. Hjálpar Arafat?: Öllum vel- komið að f ara til Bagdad - segir Steingrímur „Það er alltaf spurning hvort þess- ar tilraunir bera tilætlaðan árangur. Við höfum stuðst mjög við Svía í þessu máli og beðið þá aðstoðar en það hefur ekki gengið hingað til sagði Steingrímur Hermannsson for- ■ sætisráöherra við DV. Steingrímur hefur sent Yassir Arafat bréf þar sem hann biður um aðstoö við lausn Gísla Sigurðssonar læknis frá írak. - Er ekki vænlegast að senda ís- lenska sendimenn til Bagdad til að fá Gísla lausan? „Ég vil ekkert um það segja. Það er að sjálfsögöu öllum velkomið aö ’ fara og gera það sem þeir geta. Við myndum styðja við bakið á slíkum tilraunum." -hlh Slys á Selfossi: Áttaáradreng- urlærbrotnaði Átta ára drengur lærbrotnaði þeg- ar hann varð fyrir fólksbíl á götunni Lágengi á Selfossi um klukkan átta *\ gærkvöldi. Drengurinn hljóp út á götuna en ökumanninum tókst ekki að afstýra slysi. Fariö var með dreng- inn á Landsspítalann í Reykjavík. Annað óhapp varð á Selfossi í gær og má rekja orsökina til leikaraskap- ar. Grind frá Vegagerðinni, sem not- uð var til að auðkenna endann á veg- riði Ölfusárbrúar, var dregin þvert fyrir akstursstefnuna. Lögreglunni var tilkynnt um uppátækið. í sama mund varö óhapp á brúnni. Einn ökumaður varð ekki var við grind- ina, ók á hana og skemmdist bifreið- in töluvert. -ÓTT Bléslífií dóttursína LOKI ,Gerir perlu úr Arafat/ eins og þjóðskáldiö sagði! Ekki deila um peninga -heldur grundvallaratriði, segir Guðjón A. Kristjánsson „Við höfnuðum því að skrifa undir það tilboð sem kom frá Landssambandi íslenska útvegs- manna. Við viljum að sjálfsögðu fá það sama íyrir alla sjómenn og út- gerðarmenn á Vestfjörðum sömdu um við sína menn með fullu sam- þykki Landssambandsins. Annað kemur ekki til greina,“ sagði Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Far- mannasambandsins, í samtali við DV í morgun. Formannafundur Farmanna- sambandsins hafnaði í gær að bera tilboð Landssambands íslenskra útvegsmanna undir atkvæði í fé- lögunum. Deilan snýst nú um að aörir sjómenn en Vestfirðingar fái slippfararkaup og sömu hækkun á timakaupi. „Þetta er ekki lengur deila um peninga. Þetta er orðiö að grund- vallaratriði hjá okkur sem við hvikum ekki frá. Það er óþolandi að sjómenn, sem eru að veiða hlið við hlið, séu verðlagðir mishátt af útvegsmönnum," sagði Guðjón A. Kristjánsson. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestíjöröum samþykkti með yfir 90 prósent greiddra at- kvæöa samning þann sem samn- inganefnd félagsins geröi við út- vegsmenn á Vestljörðum á dögun- uro. Nú virðist sem stefni í verkfall 20. nóvember hjá öðrum yfirmönn- un á fiskiskipaflotanum en þeim vestfirska. -S.dór Tveggja ára gömul stúlka féll í litla tjörn við Suðurvelli í Keflavík síð- degis í gær. Faðir telpunnar kom að henni þar sem hún lá meðvitundar- laus í vatninu. Hóf hann þegar í stað aðgerðir til að blása lífi í stúlkuna. Honum hafði tekist það þegar sjúkra- bíll og lögregla komu á staðinn. Foreldrarnir höfðu verið i heim- sókn í húsi í götunni. Sáu þeir barn- ið síðast við anddyri hússins. Stuttu síðar var stúlkunnar leitað og fann faðirinn hana við hús í nágrenninu. 4-5 mínútur þarna á milli Stúlkan var síðan flutt á Borgar- spítalann til frekari aðhlynningar. -ÓTT Stórum grjóthnullungi var kastaö inn í bil Arnórs Péturssonar, starfsmanns hjá Tryggingastofnun ríkisins, um klukk- an tvö í gær. Arnór var viö jarðarför í Fossvogskapellu þegar innbrotsþjófurinn kastaði steininum inn um hliðar- rúðu bilstjóramegin. Þjófurinn tók tvær töskur með sér sem voru í bilnum. í annarri þeirra, skjalatösku, var pen- ingaveski með eitt þúsund krónum, Visa- og Eurokort, ávísanahefti og vegabréf. I hinni töskunni voru personuleg- ir munir. Lögregla varar ökumenn eindregið við því að skilja verðmæti sem sjást utan frá eftir í bilum smum. myndinni er Arnór með lögregluþjónunum Guðmundi Ásgeirssyni og Rúnari Þór Arnasyni a bilastæðinu við Fossvogskapellu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið í rannsókn. DV-mynd Brynjar Gauti Veðriðámorgun: Norðaustan- hvassviðri fyrir vestan Á morgun verður hvöss norð- austanátt á Vestfjörðum en hæg- ari í öðrum landshlutum. Líklega verður suðvestlæg átt sunnan- lands en austlæg eða suðaustlæg átt norðanlands. Rigning eða skúrir verða víða um land, helst aö verði þurrt í innsveitum norð- anlands. Hiti verður yfirleitt á bilinu 4-7 stig. Vestmannaeyjar: Rannsókn vegna láts ungs Svía Rannsóknadeild lögreglunnar í Vestmannaeyjum hefur haft mál til meðferðar vegna dauða ungs Svía sem lést síðastliðinn fostudag. Mað- urinn bjó í verbúð en hann hafði unnið í fiskvinnslu í nokkrar vikur í Eyjum. Að sögn lögreglumanns hjá rannsóknadeild var talið að maður- inn hefði fengið heilahimnubólgu. Nokkur kurr kom upp á meðal samstarfsmanna mannsins þar sem læknir kom ekki strax í verbúðina þegar tdlkynnt var um veikindi hans á fóstudagsmorgun. Að sögn lögreglu töldu félagar mannsins að hann væri með mislinga vegna útbrota á líkama hans. Sjúkrabíll kom nokkru síðar og náði í manninn. Hann lést nokkr- um klukkustundum eftir að hann kom á sjúkrahús. Svíinn mætti til vinnu á fimmtudag en á fóstudags- morgun var hann farinn að veikjast og fór ekki í vinnuna. -ÓTT Krossanes: Tilbúin fyrir loðnuna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Krossanesverksmiðjan á Akureyri verður tilbúin til móttöku á loðnu síðari hluta vikunnar, að sögn Jó- hanns Péturs Andersen, fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar. Jóhann Pétur sagði að um helgina hefðu vélar verksmiðjunnar verið ræstar og þær látnar ganga án þess að um bræðslu hefði verið að ræða. Hann sagði að eins og gera hefði mátt ráð fyrir hefði ýmislegt smáveg- is komið upp á en ekkert stórvægi- legt og ekkert óeðlilegt. Því verður mjög fljótlega farið í hina raunveru- legu prufukeyrslu og ef allt fer að óskum ætti fyrsta loðnan að geta borist til verksmiðjunnar fyrir viku- lokin. Keflavik: Vinnuslys í Samkaupum Stór hillusamstæða féll á konu þar sem hún var við vinnu á lager í versl- uninni Samkaupum í Keflavík um klukkan hálfþrjú í gær. Ýmiss konar varningur var í hillunum og féll hann yfir konuna. Hún slasaðist á hálsi en slapp við meiðsl að öðru leyti. -ÓTT D'OR Sími: 91-41760

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.