Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1990, Blaðsíða 1
17 Merkilegt ræktunarstarf hefur verið unnið að Sólheimum. Sjónvarp á sunnudagskvöld: Sólheimar í Grímsnesi í júlí síðastliðnum voru sextíu ár liðin frá stofnun vistheimilisins að Sólheimum í Grímsnesi. Það var Sesselja Sigmundsdóttir sem lagði grunninn að þeirri starfsemi sem nú þrífst með ágætum á þessum fallega stað. Bryndís Schram gerði sér ferð austur í afmæhð og hitti fyrir íbúa staðarins. Félagslíf vistmanna er ijölskrúðugt og þegar leik sleppir vinna íbúarnir við kertagerð, smíða- vörur, vefnað og teppagerð. Þá er líf- ræn garðrækt með mesta móti og margháttað gull sótt í greipar Móður jarðar; agúrkur, tómatar, pipar og blóm af öhum tegundum. Hver og einn hefur hér starfa með höndum og leggur sinn skerf til þessarar verksmiðju mannshandarinnar. Þessu til viðbótar hefur verið starf- rækt leikfélag að Sólheimum. Á af- mæhnu var sett upp verkið „Stígvél- aði kötturinn" og verður Sólheima- fólk í leikferö í höfuðborginni á næstu dögum. Sjónvarp á sunnudagskvöld: Þýsk sjónvarpsmynd eftir íslenska konu Sjónvarpið frumsýnir verk ís- lensks kvikmyndaleikstjóra, Mar- grétar Rúnar Guðmundsdóttur, á sunnudagskvöld. Myndin heitir Hættu þessu voli, Hermann og sér Margrét um handrit og leikstjórn. Styrkur fékkst til tíu mínútna verks en mynd Margrétar er 40 mínútur að lengd og fjármagnaði hún því meginhlutann sjálf. Til framkvæmda valdist samstæður hópur sem lét sig hafa það aö vinna í þrjár vikur kaup- laust. Myndin var síðan frumsýnd á kvik- myndahátíöinni í Munchen árið 1989 og urðu viðbrögð áhorfenda mjög sterk. Sitt sýndist hverjum um ágæti myndarinnar og tilgang en velflestir tóku afstöðu. Margrét Rún er þrítug að aldri og hefur undanfarin ár numið kvik- myndalist við Hochschule fur Fernsehen und FUm í Munchen. Eurosport í næstu viku: Sigurjón og Úifar keppa um heimsbikarinn í golfi -bein útsending frá Orlando í fimm daga Á miðvikudaginn kemur hefst á Grand Cyprus golfvellinum í Or- lando á Floridaskaganum keppni um heimsbikarinn í golfi. Tveir frá hveiju landi keppa um geysihá peningaverðlaun sem í heild nema um það bil 60 milljónum íslenskra króna, þar af eru fyrstu verðlaun rúmlega átta milljónir. Það eru ekki hvaða þjóð sem er sem fær að taka þátt í þessu móti. Fyrir utan sterkustu golfþjóðir heims er nokkrum þjóðum að auki boðin þátttaka og var íslendingum boðið, sjálfsagt vegna góðrar frammi- stöðu síðast er við tókum þátt í keppninni, en þá kepptu Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson fyrir íslands hönd. íslenska liðið er skipað tveim sterkustu kylfingum íslands í dag, Úlfari Jónssyni og Sigurjóni Arn- arsyni, og eru þeir að því best er vitað einu áhugamennirnir sem taka þátt í þessu sterka móti, þar sem margir af bestu golfleikurum heims eru meðal þátttakenda. Þeim flölmörgu sem fylgst hafa með golfþáttum í sjónvarpinu ættu mörg nöfnin að vera kunnugleg. Má nefna að meðal keppenda eru Bernard Langer, Payne Stewart, Jodie Mudd, Ronan Rafferty, Ian Woosnam, David Feherty, Magnus Persson, Jose Rivero, Mark James, Frank Nobilo, Sam Torrance, Gor- don Brand jr. og Peter Senior. Af þessu má sjá að Úlfar og Siguijón verða í góðum hópi kylfinga þegar kvöld, verður þá sjónvarpað í tvo dag og sunnudag verður mótið þeir hefja leik á miðvikudaginn. klukktíma. Á fimmtudaginn verð- hluti af íþróttapakka í beinni út- Sem áður segir mun Eurosport ur sjónvarpað frá 19.00-21.30. Á sendingu sem hefst kl. 12.30 og end- sýna beint frá mótinu og hefst út- fóstudaginn verður sjónvarpað frá ar kl. 19.00. -HK sending kl. 20.00 á miðvikudags- kl. 19-21.30 og 0.30-2.30. Á laugar- Úlfar Jónsson, islandsmeistari í golfi 1990, verður annar keppenda ís- lendinga á heimsbikarnum í golfi í Orlando sem hefst í næstu viku. Stöð 2 á fimmtudagskvöld: Draumalandið með Ómari Ómar Ragnarsson heldur nú úr hlaði með nýstárlega ferðaþætti sem hann hefur kosið að nefna Drauma- landið. í hverjum þætti fær Ómar til liðs við sig viðmælanda sem á sér sérstakt draumaland á íslandi. Að sögn Ómars er draumalandið staður eða svæði sem viðkomandi hefur sérstakt dálæti á, annaðhvort vegna þess að hann unir sér þar svo vel eða þá að þetta er staður sem hann hefur lengi dreymt um að stíga fæti á. Til þess að leysa ferðavandann eru not- aðar flugvélar og bílar og úr vefður ferðalag sem er mislangt og gengur misvel. Á meðan á ferðinni stendur notar Ómar tækifærið og spjallar við þátttakandann, forvitnast um hann sjálfan og viðhorf hans, einkum þó til draumalandsins. í fyrsta þættinum fylgjumst við með ferðalagi hjónanna Egils Ólafs- sonar, Stuðmanns og leikara, og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu í ævintýralegri jöklaferð. Egill hafði átt sér draum um slíka ferð en tíminn Ómar Ragnarsson ferðast með fólk til draumalandsins. hafði alltaf verið naumur til slíkrar ævintýraferðar. Draumaland Egils og Tinnu er í Kverkfjöllum en til ferðarinnar höfðu þau eitt laugar- dagssíðdegi, alls um níu tíma. Þetta dæmi var leyst með því að flytja þau hjónin frá Norðfirði upp í Kverkíjöll og til Egilsstaða á þessum fáu klukkustundum með því að nota flugvél og bíl. Þetta tókst og urðu þau hjón reynslunni ríkari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.