Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGJJR 29. NÓVEMBER 1990. Fréttir Djúpstæður ágreiningur innan Þjóðarflokksins - deiluefnið hvort fara eigi í sameiginlegt framboð með Heimastjómarsamtökunum Gylfy Knstjánsson, DV, Akureyri: Djúpstæður ágreiningur er kominn upp innan Þjóðarflokksins varðandi það hvernig staðið skuli að í'ram- boðsmálum flokksins í komandi kosningum til Alþingis. Baráttan er á milli þeirra sem vilja að flokkurinn haldi sínu striki og bjóði fram einn og sér í öllum kjördæmum og hinna sem vilja láta á það reyna hvort hægt er að ná samkomulagi við hin nýju Heimastjórnarsamtök um sam- eiginlegt framboð. „Þetta gildir alls ekki fyrir Norður- landskjördæmi eystra eingöngu vegna þess að þessar þreifingar eiga sér stað miklu víöar um landið. Hins vegar finnst mér eðlilegt að vekja þær upp hér á Norðurlandi eystra vegna þess að einu formlegu samtök- in, sem eru til sem grundvöllurinn að Heimastjórnarsamtökunum, eru Samtök um jafnrétti og félagshyggju sem eru bara til hér í kjördæminu," segir Benedikt Sigurðarson, formað- ur stjórnar kjördæmisfélags Þjóðar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Benedikt segir sína skoðun og margra annarra vera þá að Þjóðar- flokkurinn eigi ekki möguleika á þingsæti gegn einu eða fleiri fram- boðum sem vilja höfða til sama fólks- ins. Því hafi þessar viðræður við Heimastjórnarsamtökin verið teknar upp og segir Benedikt að líta megi á viðræðurnar sem framhald þeirra viðræðna sem fóru fram um samein- ingu Þjóðarflokksins og Samtaka um jafnrétti og félagshyggju fyrir um ári. Hins vegar sé nú einungis verið að ræða um sameiginlegt framboð en ekki sameiningu á þessu stigi. „Ég hef alltaf viljað halda stefnu flokksins hreinni og frá mínum bæj- ardyrum séð er ekki grundvöllur fyr- ir því að fara í samstarf," segir Árni Steinar Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Þjóðarflokksins, en talið hefur verið líklegt að Árni myndi skipa efsta sæti á lista flokksins í Norður- landskjördæmi eystra. „Þessi mál voru rædd á síðasta landsfundi Þjóðarflokksins og tillögu um samvinnu við Samtök um jafn- rétti og félagshyggju var þá vísað frá. Það eiga allir möguleika í kosningum ef fólki geðjast að málflutningi við- komandi. Ég hef ekki á tilfmning- unni að það verði mikil átök um þetta. Það stendur fyrir dyrum fund- ur í kjördæmisstjórninni og þar verður þetta rætt. Það fólk, sem hefur starfað lengst innan Þjóðarflokksins, er á því að við höldum okkar striki og ég trúi því að það sé meirihluti fyrir því þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Árni Steinar. Þotuhreiðrið, listaverk Magnúsar Tómassonar, sem setja á upp fyrir utan flugstöðvarbygginguna á Keflavíkurflug- velli, er ekki enn komið á sinn stað. Listaverkið var flutt á flugvöllinn í fyrradag en þegar setja átti eggið í hreið- rið reyndist kraninn, sem það átti aðqera, ekki ráða við það. DV-mynd Ægir Már Launaskrlfstofa ríkisins: Vill lækka konu í launum - Jafnréttisráðvillsömulaimfyrirsömuvinnu Jafnréttisráð hefur fjallað um mál karlmanns sem hann kærði til ráðs- ins. Maðurinn starfar hjá Sjónvarp- inu sem tölvugrafíker og fær borgað samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Sjónvarpsins. Kona, sem vinnur með honum við sama starf, fær hins vegar greitt sam- kvæmt kjarasamningi Rafiðnaðar- sambandsins. Launaskrifstofa ríkisins hafnaði þeirri beiðni mannsins að fá aö taka laun samkvæmt samningi Rafíðnað- arsambandsins. Þegar Jafnréttisráð óskaði eftir ástæðum þeirrar neitun- ar hjá Launaskrifstofunni fékk ráðið þau svör að „hvorki starf það sem hér um ræðir né menntun þessara tveggja einstaklinga gefi tilefni til að þau taki laun skv. umræddum kjara- samningi." Jafnframt segir í bréfi Launaskrifstofunnar til Jafnréttis- ráðs að skrifstofan beini þeim til- mælum til Ríkisútvarpsins að það geri þær ráðstafanir sem leiði af þessari niðurstöðu. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki aðhafst neitt í þessum efnum og mun Launaskrif- stofa ríkisins því, að gefnu þessu til- efni, ítreka fyrri tilmæli sín og fylgja þeim þá eftir með þeim ráðum sem tiltæk eru.“ í niðurstöðu Jafnréttisráðs segir að Launaskrifstofa ríkisins hafí úr- skurðað að báðir starfsmennirnir skuli taka laun samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Sjón- varps. „Það þýðir að lækka skal kon- una í launum til samræmis við laun mannsins......Með þessu virðist Launaskrifstofa ríkisins ætla að nota kæru fyrir Jafnréttisráði sem tilefni til að beita öllum tiltækum ráðum til að kona í þjónustu ríkisins verði lækkuð í launum.“ Jafnréttisráð úrskurðar hiris vegar að ákvörðun Launaskrifstofu ríkis- ins um laun mannsins brjóti í bága við 1. tl. 5. gr. laga nr. 65 frá 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og beinir þeim tilmælum til Launaskrifstofunnar að launakjör mannsins verði samræmd launa- kjörum annarra starfsmanna Sjón- varpsins fyrir sams konar eða sam- bærileg störf hj á stofnuninni. -ns í dag mælir Dagfari Þú hýri Hafnarfjörður Maður hefði haldið að bæjarfull- trúar hvarvetna um landið hefðu fengið nóg af kösningabaráttunni í vor. Nú hefðu þeir slíðrað sverðin og myndu lifa-í sátt og samlyndi fram að næstu kosningum. En al- deilis ekki. Að minnsta kosti ekki í Hafnarfírði þar sem nú er háður pólitískur skotgrafahernaður af verstu tegund. Handboltamaöurinn Þorgils Ótt- ar stendur fyrir þessum látum og ræðst gegn bæjarstjóranum Guð- mundi Árna Stefánssyni. Þó hélt Dagfari að Þorgils ætti nóg með sig á línunni í handboltanum þótt hann stæði ekki líka á línunni í pólitíkinni. Og Dagfari hélt að Guð- mundur Ámi fengi að sitja á friðar- stóli eftir að hafa verið útnefndur sem efnilegasti stjórnmálamaður Alþýðuflokksins á síöasta krata- þingi. Hann mun hafa verið línu- maður líka í handboltanum forð- um. Svona getur farið fyrir línu- mönnum sem vilja fylgja ílokkslín- unni og halda að það sé sama línan og í handboltanum. Endurskoðandi bæjarreikning- anna í Hafnarfirði hefur fundið það út að Guðmundur Ámi hafa greitt sér 475 þúsund krónur í mánaðar- laun. Hann hafi aö auki greitt sjálf- um sér 205 þúsund krónur í orlof sem hann ekki tók. Sú upphæð fékkst með því að reikna orlof á mánaðarlaun, yfirvinnu, bíl, nefndarlaun og risnu. Eftir því sem Guðmundur Árni segir eru þetta ofsóknir og segir þar að auki að þetta séu gamlar lumm- ur hjá endurskoðandanum, sem búið sé að rífast um fyrir kosning- ar. Menn eiga ekki að rífast um mál eftir kosningar sem búið er að rífast um fyrir kosningar og vísaði síðan frá tillögu Þorgils Óttars um að hann, þ.e. Guðmundur Árni, greiddi orlofið til baka. Það er auðvitað til of mikils mælst að menn borgi til baka laun og orlof sem þeir eru búnir að fá. Sérstaklega þegar hér er um orlofs- greiðslur að ræða fyrir orlof sem ekki var tekið. Ef bæjarstjórinn hefur bíl og yfirvinnu og risnu meðan hann er i vinnunni þá á hann vitaskuld að fá borgað fyrir að vera í -vinnunni þegar hann á ekki að vera i vinnunni. Það er furðulegt að Þorgils línumaður skuli ekki skilja svona einfóld reikningsdæmi. Samkvæmt flokkslínu Guð- mundar Árna eiga allir að vera jafnir. Jafnrétti, frelsi og bræðralag eru kjörorö þeirra jafnaðarmann- anna. Líka í Hafnarfirði, þótt ótrú- legt sé. Guðmundur Árni hefur skilið þetta þannig aö hann eigi að jafna tekjum sínum á alla mánuði, hvort heldur hann er í orlofi eða ekki orlofi. Og þegar hann er ekki í orlofi þegar hann á að vera í or- lofi jafnar hann auðvitað út launa- greiðslum til sín i samræmi við þann jöfnuð sem kemur út úr dæm- inu þegar hann deilir út risnufé sínu, bílapeningum og yfirvinnu á þann tíma sem hann vinnur þegar hann á ekki að vera að vinria. Það kemur ofan á hin launin ef línan er jöfnuð út. Guðmundur er greini- lega betri línumaður en Þorgils Óttar. Guðmundur Árni vinnur myrkr- anna á milli án þess að taka sér orlof og nær því þess á milli að vera kjörinn efnilegasti stjórn- málamaður framtíðarinnar. Eða kannske að hann hafi orðið svona efnilegur á því að vinna í orlofmu? Alla vega á hann það skilið að fá tvö hundruð og fimm þúsund krón- ur fyrir aö fara ekki í orlof heldur en að fara í orlof því að þá hefði endurskoðandinn ekki fengið tæk- ifæri til að tíunda orlofslaunin og þá hefði Þorgils Óttar ekki getað fundið að þeim línudansi sem bæj- arstjórinn stígur í orlofinu. Menn fá ekki boltann á línuna nema þeir hreyfi sig og skothríðin dynji á varnarlausum jafnaðar- mönnum sem vilja jafna kjörin með því að bæta sér upp orlofs- missinn. Ó, þið hýru Hafnfirðingar. Ekki fara í orlof og ekki hætta línuspil- inu og ekki láta það á ykkur fá þótt bæjarstjórinn skammi endur- skoðandann og endurskoðandinn bæjarstjórann. ÞorgilS Óttar er hættur á línunni i landsliðinu og farinn að stunda pólitískan línu- dans í bæjarstjórn. En Guðmundur Árni er og verður efnilegasti stjórnmálamaður framtíðarinnar meðan hann nýtur þeirra fríðinda að fá borgað orlof fyrir að fara ekki í orlof með þvi að reikna það út á jafnaðarverði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.