Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1990, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990.
fþróttir
Jiri Vicha, landsliðsþjálfari Tékka í handknattleik:
„Þið eigið skyttur
á færibandi“
- segir einn virtasti þjálfari heims sem
heimsótti ísland í 14. skipti á dögunum
Jiri Vicha, landsliðs-
þjálfari Tékka í hand-
knattleik, er einhver
þekktasti og virtasti
handknattleiksþjálfari sem starf-
andi er í heiminum í dag. Vicha var
þjálfari Tékka 1970-78 en tók aftur
upp þráðinn 1982-85 og tók aftur
við liðinu eftir ólympíuleikana í
Seoul 1988. Samhliða þessum verk-
efnum sínum þjálfaði hann leik-
menn Dukla Prag á árunum frá
1963-84 og gerði þá að Evrópu-
meisturunum 1963 og 1984 og vann
silfurverðlaun með tékkneska
landsliðinu á ólympíuleikunum í
Miinchen 1972 ásamt fjölda annrra
viöurkenninga.
Vicha gerði einnig garðinn fræg-
an í Vestur-Þýskalandi en hann
þjálfaði Grosswaldstadt frá 1984 til
1988, varð bikarmeistari og kom
liðinu tvisvar í úrslit á Evrópumót-
unum í handknattleik.
Það eru ef til vill fáir sem vita að
Jiri Vicha heimsótti okkur íslend-
inga í 14. skipti á dögunum og hefur
því fylgst náið með framþróun ís-
lenskra handknattleiksmanna og
um leið hvar alþjóðlegur hand-
knattleikur stendur í dag.
Grundvallarbreyting
í alþjóða handbolta
„Það er ljóst að grundvallarbreyt-
• Jiri Vicha fylgist grannt með
gangi mála í síðasta leiknum gegn
íslendingum á sunnudagskvöldið
var.
ingar hcifa átt sér stað í alþjóða
handknattleik. Leikurinn er mun
hraðari en hann hefur verið, leik-
menn allir líkamlega mun sterkari
og hefur því leikurinn snúist meira
um heildina en einstaklinginn og
kerfisbundinn leik. Til að mynda
þið íslendingar hafið nú á að skipa
frábærum leikmönnum í stöðunni
maður á móti manni eg get ég þar
nefnt leikmenn eins og Jakob,
Valdimar og Bjarka að ógleymdum
Guðmundi Guðmundssyni sem er
hættur að leika með landsliðinu.
Þetta eru allt leikmenn í fremstu
röð. Það er líka athyglivert að ís-
land geti teflt fram jafnsterku
landsliði eins og raun ber vitni, án
leikmanna eins og Kristjáns og Al-
freðs Gíslasonar þar sem þekkt
hefur verið á undanförnum árum
að ísland hafi átt skyttur á færi-
bandi en sífellt fæðast nýir leik-
menn í þessar stöður. Það sýnir svo
ekki verður um villst styrk íslend-
inga i þessari íþrótt," sagði Jiri
Vicha, landsliðsþjálfari Tékka.
- Eftir niðurlægjandi úrslit ó
heimsmeistaramótinu í Tékkósló-
vakíu vildu margir meina að Islend-
ingar ættu erfiðleikatíma framund-
an í handboltanum. Hver ér þín
persónulega skoðun á því máli?
„Það er erfitt fyrir mig að tjá
mína skoðun á því. Ég sá íslenska
liðið leika á friðarleikunum í Se-
attle í sumar og hef sjaldan séð ís-
lenskt landslið leika jafnvel og þá
en að sjálfsögðu segir það ekkert
um framhaldið þar sem breytingar
handknattleiksins eru mjög örar.“
Svíar áttu afburða-
mönnum á að skipa
- Við Islendingar höfum nú breytt
um varnarleik, leikum nú 6-0 vörn
að hætti Svía, sem margir vilja
meina að hafi fært þeim heims-
meistaratitilinn í Tékkóslóvakíu?
„Varnarleikur Svía í heimsmeist-
arakeppninni var hvorki betri né
verri en gengur og gerist hjá liðum
í þeirri stööu sem þeir voru í. Hins
vegar höfðu þeir þijá frábæra
handknattleiksmenn í sínum röð-
um sem gerði það að verkum að
hðið náði settu marki. Það voru
þeir Magnus Wislander, Per Carlen
og ógleymdum markverðinum,
Mats Olson. Öll lið sem ná heims-
meistaratitli þurfa að hafa afburða-
leikmenn í sínu liði sem Svíar
höfðu í þessari keppni. Hins vegar
hefur ekkert lið í heiminum leikið
betri 6-0 vörn en Sovétmenn gerðu
á ólympíuleikunum í Montreal
1976, það get ég fullyrt.
Frakkarað ná upp
frábæru landsliði
- Hverja telur þú möguleika okkar
Islendinga í B-heimsmeistara-
keppninni í Austurríki 1992?
„Það er afskaplega erfitt að segja
til um það í dag. Það eru margar
þjóðir tilkallaðar og styrkur liða í
keppni sem þessari ræðst á dags-
forminu og umgjörðinni kringum
íþróttamanninn hverju sinni.
Einnig hafa dómarar í alþjóðlegum
handknattleik mikið að segja og
eins alltaf er mörgum spurningum
ósvarað. Þessu til staðfestingar,
hver hefði trúað því fyrir tíu árum
að Frakkar væru að ná upp frá-
bæru landsliði og að deildarkeppni
þeirra sé að verða ein sú sterkasta
í Evrópu. Svipaða sögu er hægt að
segja um Austurríkismenn, gest-
gjafanna í B-keppninni, skipulag
þar er gott, mikið er lagt í sölurnar
þannig að lið þeirra getur orðið
hættulegur andstæðingur."
Það eru margir sem segja að
stjörnur í handknattleiknum séu
að hverfa og það vanti afgerandi
leikmenn í íþróttina. Hver er þín
skoðun?
„Það er mikið til í þessu. Landshð
og félagslið í dag þurfa að samhæfa
fjölda einstaklinga til að ná ár-
angri. Það er ekki hægt að láta einn
eða tvo einstaklinga bera uppi leik
eins liðs. Til þess eru leikmenn í
dag eins og ég sagði áöan alltof lík-
amlega sterkir, þannig að án heild-
ar verða ekki til góðir einstakling-
ar,“ sagði Jiri Vicha, hinn 59 ára
gamli landsliðsþjálfari Tékka, í við-
tali viö DV eftir landsleikina gegn
íslendingum í Reykjavík um síð-
ustu helgi.
-GG
Fyrsti sigur ÍR í vetur
- sigruðu Snæfell örugglega, 67-79, í Hólminum
ingibjörg Hmriksdóttir, DV, Stykkishólmi:
ÍR-ingar unnu sinn fyrsta sigur í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik í
Stykkishólmi í gærkvöldi. ÍR bar sig-
urorð af SnæfelU, 67-79, eftir að Snæ-
fell hafði haft forystu í hálíleik, 39-38.
Sæfellingar höfðu fram að þessu
unnið tvo leiki í deildinni og stefnir
allt í spennandi keppni hvort liðiö
hald^sæti sínu í úrvalsdeildinni.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
spennandi en ÍR-ingar náðu um tíma
12 stiga forskoti. Sæfellingar klóruðu
í bakkann fyrir leikhlé og komust
þá einu stigi yfir. í síðari hálfleik var
um einstefnu að ræða hjá ÍR-ingum
á meðan ekki stóð steinn yfir steini
í leik Snæfellinga. Hittni Uðsins var
léleg og vörnin eins og gatasigti. ÍR-
ingar aftur á móti sýndu á köflum
mjög góðan leik og unnu sanngjarn-
an sigur.
„Engin uppgjöf í
okkar herbúðum“
„Það er engin uppgjöf í okkar her-
búðum þrátt fyrir ósigurinn. Við
náðum okkur ekki á strik hvorki í
vöm né sókn og þá sérstaklega í síð-
ari hálíleik," sagöi Hreinn Þorkels-
son, þjálfari og leikmaður Snæfells,
í samtali við DV eftir leikinn í gær-
kvöldi.
Bárður Eyþórsson og Hreinn Þor-
kelsson voru skástir í liði Snæfells
en Karl Guðlaugsson var bestur í liði
ÍR.
• Kristinn Óskarsson og Guð-
mundur Stefán Maríasson dæmdu
leikinn og fórst það vel úr hendi.
• Stig Snæfells: Bárður Eyþórson
19, Hreinn Þorkelsson 16, Ríkharður
Hrafnkelsson 9, Þorvaldur Björg-
vinsson 8, Brynjar Harðarson 8, Sæ-
þór Þobergsson 6, Þorkell Þorkelsson
1.
• Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 27,
Douglas Shouse 25, Hilmar Gunnars-
son 16, Björn Bollason 5, Halldór
Hreinsson 4, Björn Leósson 2.
• Karl Guðlaugsson sýndi loks sin-
ar réttu hliðar og skoraði 27 stig
fyrir ÍR.
• Flemming Povlsen, danski landsliðsmai
Dortmund, á fleygiferð með knöttinn en Gi
eftir. Anderlecht vann 1-0 sigur í Brussel.
Evrópukepp
Bordea
stórai
-lélegtgengi]
Fyrri leikirnir í 16 liða úrslitum Evrópu-
keppni félagsliða (UEFA) fóm fram í gær-
kvöldi. Þau úrslit sem komu hvað mest á
óvart voru stórsigur Roma og Bordeaux.
• Danska félagið Bröndby virðist vera
komið með annan fótinn í 8 liða úrslit
Evrópukeppni félagsliða eftir glæsilegan
sigur á Bayer Leverkusen í gærkvöldi.
Bröndby fékk sannkallaða óskabyrjun
þegar Torben Frank skoraði fyrir danska
liðið á 6. mínútu. Bent Christensen skor-
aði annað markið á 60. mínútu en Torben
Frank var aftur á ferðinni sex mínútum
síðar. Leverkusen átti í vök að verjast all-
an leiktímannog verður að taka sig veru-
lega saman í andhtinu í síðari leik liðanna
sem verður í Þýskalandi eftir hálfan mán-
uð.
• Eftir magra uppskeru á síðustu mán-
uðum má segja að Austurríkismenn hafi
fengið uppreisn æra í kjölfar sigur Admira
Wacker á ítalska liðinu Bologna í Vín í
gærkvöldi. Admira Wacker sigraði, 3-0.
Andreas Gretsching skoraði tvívegis og
Uwe Muller eitt.
• Torpedo frá Moskvu sigraði franska
Uðið Mónakó, 2-1, í Moskvu. Sovéska liðið
skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik, Tich-
kov og Savichev voru þar að verki. Passi
minnkaði muninn fyrir franska liðið í
seinni hálfleik sem á örugglega eftir að
reynast liðinu dýrmætt í síðari leiknum
eftir hálfan mánuð.
Anderlecht vann naumt
• Borussia Dortmund mátti þakka fyrir
að fá ekki á sig fleiri mörk gegn And-
Einn leikur var í 1. deild kvenna í handl
i heimsókn í fjörðmn, það er óhætt að se
skUdu jöfn 12-12. FH byrjaði betur og un
og þegar flautað var tU hálfleiks var sta
mörkin í síðari hálfleik og staðan orði 8-
og breyttu þær stöðunni í 8-8, var svo jaf
Bæði Uðin spiluöu góða vörn og þá átt
markinu, og Sigrún í Vikingsmarkinu mj
• Mörk FH: Rut Baldursdóttir 3/2, Hildu
Björg Gilsdótir 2, Amdís Aradóttir 1, Helg;
• Mörk Víkings: Andrea Atladóttir 3, H
3/1, Svava Siguröardóttir 2, Ema Aðalstein