Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990. Frétdr uv Hlutafélag um gerð jarðganga undir Hvalfjörð verður stofnað eftir áramót: Um 500 króna veggjald á ökutæki næstu 20-30 árin - rfldð eignist mannvirkin þegar göngin hafa borgað sig Athuganir á vegasambandi um Hvalfjörð Súluritið hér að neðan sýnir styttingu vegalengda til Borgarness og Akraness með hliðsjón af mismun- andi valkostum. Leiöin Reykjavík - Borgarnes: | 5 km Núverandi vegur endurbyggöur Kiðafellsleiö án Akranesvegar Kiöafellsleiö meö Akranesvegi Hnausaskersleiö án vegar yfir Grunnafjörö Hnausaskersleiö meö vegi yfir Grunnatjörö Leiðin Reykjavík - Akranes: | 5 km Núverandi vegur endurbyggöur Kiöafellsleiö án Akrafjallsvegar Kiöafellsleiö meö Akranesvegi Hnausaskersleiö DVJRJ Kiðafellsleiö, langsnið Undirbúningur er hafinn að stofnun hlutafélags um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Nýverið veitti Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra sam- þykki sitt fyrir stofnun slíks félags. Hefur ráðuneytið í samvinnu við áhugasama aðila unnið drög aö sam- komulagi um framkvæmdirnar og rekstur mannvirkjanna. í þeim drögum, sem nú liggja fyrir, er meöal annars gert ráð fyrir að hið nýja hlutafélag kosti sjálft fram- kvæmdirnar en fjármagni þær síðan með vegagjaldi sem vegfarendur þyrftu að greiða. Gæti það numið um 500 krónum á hvert ökutæki. Þá er gert ráð fyrir að eftir 20 til 30 ár, þegar göngin hafi náð að borga sig upp og skilað eigendum sínum hagn- aði, eignist ríkið mannvirkin. Ýmsir sýna áhuga Þeir aðflar, sem sýnt hafa hvað mestan áhuga á stofnun hlutafélags um þessar framkvæmdir, eru Akra- nesbær, Jámblendiverksmiðjan og Sementsverksmiöjan. Að auki hefur fjöldi annarra aðfla sýnt máhnu áhuga, jafnt fyrirtæki sem sveitarfé- lög. Boðað var til fyrsta undirbúnings- fundarins fyrir stofnun félagsins á Akranesi síðastliðinn mánudag.-Aö sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, mættu afls milli 60 og 70 fulltrúar fyrirtækja og sveitarfélaga á fundinn og var ákveðið að stofna hlutafélagið í byijun næsta árs. Gísli segir að til að byija með sé ætlunin að safna um 80 milljónum í hlutafé til að standa straum af frek- ari rannsóknum og undirbúnings- vinnu. Á síöari stigum verði síðan boðið út aukið hlutafé eða jafnvel stofnað nýtt hlutafélag sem yfirtæki hitt. Að sggn Helga Hallgrímssonar, að- stoðarvegamálastjóra, er gert ráð fyrir að Vegagerð ríkisins verði hlut- hafi í þessu félagi. Hlutur Vegagerð- arinnar muni hins vegar takmarkast við þann kostnað sem hún hafi þegar lagt í rannsóknir og undirbúning. Mikil undirbúningsvinna Nýverið birti Vegagerð ríkisins ít- arlega skýrslu um mögulegar úrbæt- ur á sjálfu vegakerfinu og hugsan- lega jarðgangagerð undir fjörðinn. Samkvæmt henni er ekki óraunhæft að ætla að innan fárra ára verði jafn- vel styttra frá Reykjavík tfl Akraness heldur en austur yfir fjall til Selfoss. Skýrsla þessi er byggð á viðamikl- um athugunum og útreikningum sem Vegagerðin hefur staðið fyrir á undanfomum árum. í henni er með- al annars gerö grein fyrir jarðfræði- og umferöarrannsóknum, áætlunum um kostnað og arðsemi, mati á óvissuþáttum og fleira. Alls hefur verið varið um 7 mihjónum króna til þessara rannsókna á undanfómum 3 árum. Kostnaður áætlaður 4 til 6 milljarðar Samkvæmt útreikningum Vega- gerðarinnar em jarðgöng á mihi Kiðafehs og Galtarvíkur hagkvæm- asta vegasambandið sem hægt er aö koma á í utanverðum Hvalfirðinum. Kostnaðaráætlun fyrir þá fram- kvæmd og aðhggjandi vegi hljóðar upp á 4 tfl 4,7 milljarða króna. Reikn- ast vegagerðarmönnum til að hún gefi töluverða arðsemi, hvort sem lit- iö er til líklegs umferðarþunga eða mismunandi afskriftartíma. Jarðgöng aðeins utar í firðinum, svoköhuð Hnausaskersleið, myndu leiða tfl aðeins hærri stofnkostnaöar hvað varðar gangagerð og aðhggj- andi vegi. Engu að síður era göngin talin arðsöm hvemig sem á máhð sé htið. Stofnkostnaður vegna þessa er áætlaöur rúmlega 5 mihjaröar. Til samanburðar má geta þess að í fjárlagafrumvarpi þessa árs er gert ráð fyrir að í vega- og jarögangafram- kvæmdir fari tæplega 5,4 mflljarðar. Að mati vegagerðarmanna kemur brú eða botngöng eingöngu tfl greina á Kiðafellsleið en miðað við þær kostnaðartölur, sem Uggi fyrir, sé það óhagkvæmari kostur en jarð- göng. Hins vegar þurfi að kanna aöra slíka kosti betur áður en þeim verði alfarið hafnað. Fjárfestingin gæti borið allt að 23% vexti í arðsemisútreikningum Vegagerð- arinnar kemur í ljós að gerð jarð- ganga undir utanverðan Hvalfjörð er þjóðhagslega arðbær framkvæmd og myndi borga sig upp á 15 til 20 áram. Með öðrum orðum er tahð að fjárfestingin geti leitt til mikils sparnaðar hjá bifreiðaeigendum og öðram vegfarendum miðað við óbreytt vegakerfi. Ef reiknað er með 30 ára afskriftar- tíma og að um Hvalfjörð fari árlega ríflega ein milljón bíla myndi arð- semi jarðganga á Kiðafellsleið nema allt að 23 %' miöað við núverandi vegakerfi. Hinn þjóðhagslegi hagn- aður kæmi meðal annars fram í gjaldeyrissparnaði en þó aðahega í lækkun kostnaðar hjá vegfarendum. Munar þar mestu um styttingu vega- lengda og þar með minni eldsneytis- og viðhaldskostnað. Sparnaður vegfarenda mikill Við útreikning Vegagerðarinnar á spamaöi og þjóðhagslegri hag- kvæmni er öllum óbeinum sköttum sleppt þar sem þeir era metnir sem tflfærsla fjármuna innan þjóðfélags- ins. Sé hins vegar tekið mið af áætl- uðum hefldarspamaði vegfarenda vegna styttri vegalengda er ljóst að hann gæti borgað fjárfestingarkostn- aðinn upp á einungis sjö til átta árum. Miðað við að um Hvalfjörð fari ár- lega rúmlega 450 þúsund bílar, sem er núverandi umferðarþungi, gæti sparnaður vegfarenda numið aht að 700 mflljónum á ári, þar af um 125 mflljónum vegna minni bensín- eyðslu. í þessum útreikningum er reiknað er með að bifreið eyði að meðaltah um 8 Utrum af bensíni á 100 kflómetram og að hver ekinn kílómetri kosti 26,05 krónur, saman- berökutækjastyrkríkisins. -kaa Enn setja togararnir sölumet Enn sem fyrr selja skipin á metverði bæði í Englandi og Þýskalandi. Bv. Baldur seldi í Huh 12. desember sl. ahs 95 lestir fyrir 14,5 mfllj. kr. Meðalverð 152,02 kr. kg. Bv. Otto Wathne seldi í Grimsby ahs 77 lestir, fyrir 15,250 miUj. kr. Meðalverð 197,45 kr. kg. Þetta er með allra hæsta verði sem fengist hefur í Englandi. Meðalverð úr þessum tveim sölum: Þorskur 173,14 kr kg. Ýsa 168,48. Ufsi 101,74. Karfi 88,23. Koh 160,22. Gráðlúða 181,56. Bland- aður fiskur 223,38 kr. kg. Bv. Gullver seldi í Grimsby 19. des- ember alls 78,7 tonn fyrir 18,890 millj. kr. Þorskur seldist á 146,45 kr. kg, ýsa 172,28, ufsi 63,54, karfi 95,30, koli 211,78, gráðlúða 147,82 og blandaður flatfiskur 221,62 kr. kg. Gámasölur í Bretlandi AUs vora seld 898,5 tonn fyrir 131,674 mfllj. kr. Svipað verð fékkst fyrir þann fisk og úr skipunum sem fyrr era tahn. Skipasölur í Þýskalandi 12. desember Bv. Gnúpur seldi afla sinn í Brem- erhaven alls 70,4 lestir fyrir 11,933 millj. kr. Meðalverð 168,37 kr. kg. Bv. Hólmatindur seldi í Bremer- haven alls 115,9 lestir fyrir 17,920 mfllj. kr. Meðalverð úr báðum þess- um sölum: Þorskur 181,49 kr. kg. Ýsa 241,31 kr. kg, aðeins rúm 2 tonn voru af ýsu. Ufsi 151,03. Karfi 160,71. Grá- -lúða 145,60. Blandaður flatfiskur 114,22 kr. kg. Víðir seldi í Bremerhaven 17. des- ember alls 175,8 lestir fyrir 25,604 millj. kr. Meðalverð 145,07 kr. kg. Verð á einstökum tegundum: Þorsk- ur 185,84 kr. kg. Ysa 156,57. Ufsi 146,87. Karfi 151,17. Blandaður flat- fiskur 57,07 kr. kg. Bv. Skagfirðingur seldi i Bremer- haven alls 133,989 lestir fyrir 16,997 millj. kr. Þorskur 105,41 kr. kg. Ýsa 149,99. Ufsi 69,06. Karfi 156,55. Grá- lúða 93,31. Blandaður flatfiskur 53,23 kr. kg. Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson Dússeldorf: Þjóðverjar miklar síldarætur Á markaðnum í byrjun desember var farið að merkja aukin viðskipti fyrir jólahátíðina. Einn stórmarkað- urinn hafði að minnsta kosti bundið tilboðsverð á laxi fram yfir nýár. Verðið á laxinum er þar 19,90 DM kg eða 730 kr. ísl. Verðið á flökum er 29 DM eða 1100 kr. kg. Gott verð er á fleiri tegundum svo sem skötusel. Hjá öðru vöruhúsi kostaði laxjnn 49,90 DM kg niðursneiddur en smærri laxinn kostar þannig með- höndlaöur 43,90 DM kg. Nokkuö er um það að fólk kaupi flök og grafi laxinn sjálft. Nýlega sagði eitt markaðsblað frá því að á markaðinn væri að koma ný fram- leiðsla á laxi og væri hann frá Skot- landi og Færeyjum. Taldi blaðið að þama yröi um miklu bragðbetri lax að ræða og þar aö auki yrði hann langtum ódýrari og myndi kosta 10,90-11,90 DM kg. Fyrirtæki í Þýska- lapdi ætlar að koma þessari vöru á markaöinn bráðlega. Fyrirtækið Emden Woldmar sér- hæfir sig í framleiðslu á síldarrétt- um, svo sem matsíld, alls konar síld- arsalötum og kæfum, og er mikil eft- irspum eftir þessum réttum. Annars hefur verið mikil eftirspum eftir síld á síðasta ári. Fiskeristipendant. Ragnhild Tomren. Stytt og endursagt úr Fiskaren. Billingsgate í London Að undanfomu viröist fiskverð haldast nokkuð hátt á Billinsgate markaðnum sem á öðrum mörkuö- um erlendis. Verð á nokkrum teg- undum: Stórlúða 954 kr. kg, mflhstór lúða 78 og smálúða 1077-1274 kr. kg. Sólkoli 285 kr. kg. Rauðspretta 471. Smákoh 170. Hausaður stór þorskur 303. Þorskflök 414. Ýsuflök 370. Reykt ýsuflök 438. Skötuselur 583-742. Síld 85. Lax, reyktur, 898. Reykt sfld, „kip- pers“ flök, 404 kr. kg. Singapore Á síðustu mánuöum hefur hugur manna staðið til þess að koma á við- skiptum í Singapore fyrir fiskafurðir. Norðmenn hafa gert nokkuð til aö komast þar inn á markaðinn en gengið upp og ofan. Nú á haustmán- uðum bjuggust þeir við hækkandi verði á laxi en ekki varð af þeirri hækkun og er það aðallega því að kenna að mikið af laxi hefur borist frá Tasmaníu við Suður-Ástralíu og hefur verðið á þessum laxi verið 2-3 Singapore dolluram lægra en á norskum laxi, sem kostar S$ 21 kg. Vertíðin í Tasmaníu stendur fram í febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.