Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990.
Afmæli
Hörður Vilhj álmsson
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri RÚV, Hegranesi 30, Garðabæ,
er sextugur í dag. Hörður er fæddur
á Seyðisfirði og ólst þar upp.
Starfsferill
Hörður lauk viðskiptafræðiprófi í
HÍ1958 og var fulltrúi hjá Daníel
Þorsteinssyni hf. í Rvík 1958-1961.
Hörður var framkvæmdastjóri
hraðfrystihússins Óseyrar hf. í
Hafnarfirði 1961-1974 og Stjörnu-
mjöls hf. í Rvík 1975-1977. Hann
hefur verið framkvæmdastjóri íjár-
máladeildar Ríkisútvarpsins frá
1977. Hörður var í stjórn Félags síld-
arsaltenda 1968-1978 og í fyrstu
stjóm Sölustofnunar lagmetis
1972-1978. Hann var í stjórn Kaup-
félags Hafnfirðinga 1974-1986 og í
stjórn Bókasafns Garðabæjar 1974-
1978. Auk þess var hann í stjórn
nokkurra framleiðslufyrirtækja
1960-1977.
Fjölskylda
Hörður kvæntist 25. mai 1957
Hólmfríði Birnu Friðbjörnsdóttur,
f. 17. maí 1934, fulltrúa í Kennarahá-
skóla íslands. Foreldrar Hólmfríðar
eru Friðbjöm Guðbrandsson, lengi
verkstjóri hjá Byggingafélaginu
Goða hf. í Rvík, og kona hans, Guð-
munda Margrét Guöjónsdóttir.
Dætur Harðar og Hólmfríðar eru:
Hjördís, f. 15. apríl 1958, læknir, er
að ljúka sémámi í örveirufræði í
Björgvin í Noregi, gift Erni Sveins-
syni lækni, sem er að ljúka sémámi
á augnlækningum, og eiga þau einn
son, f. 29. nóvember 1990; Margrét,
f. 14. maí 1959, arkitekt í Rvík, gift
Steve Christer arkitekt og reka þau
Studio Granda; Ragnheiður, f. 28.
júlí 1963, lögfræðingur, vinnur hjá
ríkissaksóknara, gift Jóni Scheving
Thorsteinssyni MSC, framleiðslu-
stjóra; Sigrún, f. 10. febrúar 1971,
stúdent í háskólanámi á Ítalíu, og
Hildur, f. 20. febrúar 1973, mennta-
skólanemi.
Systkini Harðar eru: Guðrún Pál-
ína, f. 24. nóvember 1919, d. 26. júlí
1983, gift Sigmari Björnssyni, verk-
stjóra í Hafnarfiröi; Ingibjörg, f. 14.
apríl 1923, gift Ólafi S. Guðnasyni,
verkstjóra í Hafnarfirði; Einar Jón,
f. 22. nóvember 1928, tollvörður í ■
Garðabæ, kvæntur Halldóru Júlíus-
dóttur, og Halldór, f. 9. september
1933, menntaskólakennari í Rvík,
kvæntur Alevtinu Drusinu kenn-
ara.
Ætt
Foreldrar Harðar voru Vilhjálmur
Jónsson, f. 11. mars 1899, d. 22. ágúst
1981, framkvæmdastjóri á Seyðis-
firði, og kona hans, Guðlaug Páls-
dóttir, f. 12. maí 1900, d. 22. ágúst
1968. Föðurbræður Harðar eru:
Björn, söðlasmiður í Bakkagerði,
Sigurður, búfræðingur á Seyðis-
firði, Aðalbjöm, ljósmyndari og
verkstjóri á Seyðisfirði, og Halldór,
kaupmaður og norskur konsúll á
Seyðisfirði. Vilhjálmur var sonur
Jóns, söðlasmiðs á Seyðisfirði, bróð-
ur Sæmundar á Egilsstöðum í
Vopnafirði, afa Sighvats Björgvins-
sonar alþingismanns. Systir Jóns
var Vigdís, móðir Gríms, forstöðu-
manns handritadeildar Landsbóka-
safnsins, föður Vigdísar rithöfund-
ar. Jón var sonur Gríms, trésmiðs
á Fljótsbakka, Grímssonar, smiðs
og söngmanns í Leiðarhöfn, Gríms-
sonár.
Móöir Jóns Grímssonar var Sig-
ríður, systir Sigfúsar bóksala og
Eymundar, afa Sigfúsar Halldórs-
sonar, tónskálds og listmálara. Sig-
ríður var dóttir Eymundar, b. á
Borgum í Vopnafirði, Jónssonar, b.
á Refstað, Péturssonar. Móðir Ey-
mundar Jónssonar var Guðrún Ey-
mundgdóttir, systir Arngríms á
Hauksstöðum, föður Arnbjargar,
móður Guðmundar, föður Björgvins
tónskálds.
Móðir Vilhjálms var Ingibjörg
Björnsdóttir, b. á Ekkjufelli í Fell-
um, Sæmundssonar. Móðir Björns
var Ingibjörg Bjarnadóttir, b. á Hofi
í Fellum, Eyjólfssonar, bróður Sig-
ríðar, langömmu Einars H. Kvar-
ans. Móðir Ingibjargar var Aðal-
björg, systir Solveigar, langömmu
Bessa, langafa Þráins Jónssonar,
framkvæmdastjóra á Egilsstöðum.
Aðalbjörg var dóttir Guðmundar,
b. á Hafursá, Hinrikssonar. Móðir
Guðmundar var Solveig, systir Páls,
langafa Jóns, afa Hrafnkels A. Jóns-
sonar, formanns verkalýðsfélagsins
Árvakurs á Eskifirði. Solveig var
dóttir Þorsteins, b. á Melum í Fljóts-
dal, Jónssonar, ættföður Melaættar-
innar.
Móðursystkini Harðar eru: Árni
byggingameistari, Erlendur verk-
stjóri og Guðmundur, vérkamaður
í Rvík. Guðlaug var dóttir Páls, út-
vegsb. á Seyðisfirði, Árnasonar, b. á
Völlum á Fljótsdalshéraði, Jakobs-
sonar, b. í Mjóánesi, Þórðarsonar,
b. á Finnsstöðum, Gíslasonar.
Móðir Guðlaugar var Guðrún,
systir Ragnhildar, ömmu Arnar Er-
lendssonar, framkvæmdastjóra
Trítons. Guðrún var dóttir Erlends,
b. á Jarðlangsstöðum í Borgar-
Hörður Vilhjálmsson.
hreppi, Guðmundsonar, bróður Sig-
urðar, afa Hönnu, móður Ásmundar
verkfræðings og Ingvars Ásmunds-
sonar, skólastjóra Iðnskólans. Er-
lendur var sonur Guðmundar, b. á
Jarðlangsstöðum, Erlendssonar.
Móðir Guðmundar var Guðrún Ást-
valdsdóttir, b. á Litlubrekku, Þor-
steinssonar og konu hans, Þorbjarg-
ar Sigurðardóttur, b. á Dunki í
Hörðudal, Ormssonar, bróður
Halldóru, langömmu Þóru,
langömmu Helga, föður Hauks, að-
stoðarritstjóra DV.
Hörður verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Til hamingju með daginn
................ Heiðarlundí 6, Garðabæ.
Ingveldur Magnúsdóttir
90 ára
Björg Jónsdóttir,
Haga, Barðastrandarhreppi.
75 ara
•Jön Finnbagason,
Hlíöargötu 6, Fáskrúðsfiröi.
Herbnrg Guðmundsdóttir,
Skiphotti 30, Reykjavík.
Leífur Þorbergsson,
Fjarðargötu 10, Þingeyrí.
70 ára
Ríkharður Jóhannes Jónsson,
Vatnsstíg 11, Reykjavik.
60 ára
Jón Eírikur Haltgrímsson,
Mælívölium, Jökuldalshreppi.
Sigþrúöur Gunnarsdóttir,
Hlíöarvegi 34, ísafirði.
Karl Stefánsson,
Þíngvallastræti 24, Akureyri.
Þórdís Siguröardóttir,
Hverafold 70, Reykjavík.
Guðrún K. S. Thorstensen,
Brynhildur Jónsdóttir,
Hvammsgerði 1, Reykjavik.
Ingveldur Magnúsdóttir,
Ólafsbraut 38, Akranesi.
50 ára
Vilma Mar,
Grýtubkka 14, Reykjavík.
Elisabet Benediktsdóttir,
Reykjafold 3, Reykjavík.
Sigurður Jónsson,
Stóra-Fjaröarhorni, Fellshreppi.
40 ára
Anna Sólveig Óskarsdóttir,
Hraunbrún 41, Halharfiröi.
Árni Ásbjörn Jónsson,
Jaðarsbraut 27, Akranesi.
Jón Hilmarsson,
Bulandi 20, Reykjavík.
Stefán Magnússon,
Vesturbergi 144, Reykjavík.
Kolbrún Kristín Ólafsdóttir,
BrávöUum, MosfeUsbæ.
Erna Ólina Ólafsdóttir,
Dvergholti 22, MosfeUsbæ.
Ólafía Magnúsdóttir,
Hábergi 6, Reykjavík.
INNKALLAÐAR FORLAGSBÆKUR
Bókaþjónustan, Vesturgötu 45, Reykjavík, sími
91-27870, býður þér að líta á bókaúrvalið.
Á boöstólum eru ódýrar innkallaðar bækur.
Barna-og unglingabækur, ástarsögur, sjómanna-
og ævisögur, kvæðabækur o.fl.
|—f-----------------—------------------------1
Ath. Frá Sögusteini:
íslenskt ættfræðisafn - niðjatöl
1. Húsatóftaætt
2. Gunnhildargerðisætt
3. Galtarætt •
4. Knudsensætt l-ll
5. Hallbjarnarætt
6. Reykjaætt l-V
7. Ófeigsfjarðarætt
8. Heiðarsstaðakotsætt l-ll
9. Briemsætt l-ll o.fl. o.fl.
Lágt verð!
Vertu velkominn ef þú átt leið um.
Ingveldur Magnúsdóttir, Ólafsbraut
38, Ólafsvík, er sextug í dag.
Ingveldur er fædd í Magnúsarhúsi
í Ólafsvík og ólst þar upp. Hún lauk
barnaskólaprófi 1942 og vann í
Hraöfrýstihúsi Ólafsvíkur 1942-1945
er hún tók viö heimilishaldi fyrir
fööur sinn og bræöur, að móður
sinni látinni. Auk húsmóðurstarfa
hefur Ingveldur unnið fiskvinnslu-
störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur
og Bakka hf. í Ólafsvík. Hún hefur
ásamt manni sínum unnið fyrir
Framsóknarflokkinn og tekið virk-
an þátt í uppbyggingu Miðbæjar,
félagsheimilis Framsóknarflokks-
ins í Ólafsvík.
Fjölskylda
Ingveldur giftist 17. júní 1962 Rík-
harði Jónssyni, f. 13. október 1931 í
Sakxun á Straumey í Færeyjum.
Ríkharöur kom til Ólafsvíkur 23 ára
1953 og var sjómaður þar til 1978 og
hefur verið fiskmatsmaður frá 1978.
Hann tók próf í fiskiðn í Fisk-
vinnsluskóla íslands 1979,1980 og
1984 og hefur auk þess skipstjórnar-
réttindi. Dóttir Ingveldar og Rík-
harðs er Katrín, f. 17. janúar 1956,
gangavörður í Grunnskólanum í
Ólafsvík, gift Stefáni Egilssyni, sjó-
manni frá Selfössi, og eiga þau eina
dóttur, Hafdísi, f. 10. júlí 1978, nem-
anda í Grunnskólanum í Ólafsvík.
Bræður Ingveldar eru Eyjólfur, f.
23. október 1923, kvæntur Sigurrósu
Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur,
og Magnús, f. 20. júní 1926, kvæntur
Margréti Gunnarsdóttur og eiga þau
tvo syni, að auki á Magnús einn son
frá fyrra hjónabandi. Systkini Ing-
veldar samfeðra með fyrri konu
Magnúsar, Kristínu Þórðardóttur,
f. 24. október 1875, eru: Þórður, f.
1902; Kristján, f. 1903; Sigurjón, f.
1904; Kristín, f. 5. september 1905;
Lovísa, f. 22. nóvember 1907; Þorleif-
ur, f. 5. júlí 1910, og Jóhann, f. 3.
september 1911.
Ætt
Foreldrar Ingveldar voru Magnús
Kristjánsson, f. 1. október 1875, d.
22. apríl 1963, smiður og meðhjálp-
ari í Ólafsvík, og kona hans, Katrín
Eyjólfsdóttir, f. 29. ágúst 1890, d. 26.
maí 1949, ættuð úr Bjameyjum á
Breiðafirði. Fööurbróðir Ingveldar
var Sigurður, b. í Syðra-Skógarnesi,
faöir Magnúsar, oddvita í Mikla-
holti og Elísabetar, konu Árna Þór-
arinssonar, prófasts á Stóra-Hrauni.
Magnús var sonur Kristjáns, b. í
Ytra-Skógarnesi, Gíslasonar. Móðir
Kristjáns var Katrín Bárðardóttir,
systir Halldóru, langömmu Daöa,
föður Sigfúsar Daðasonar skálds.
Ingveldur Magnúsdóttir.
Móðir Elísabetar var Guðríður ■
Magnúsdóttir, b. í Skógarnesi, Jóns-
sonar. Móðir Magnúsar var Guðríð-
ur Jónsdóttir Hólaráðsmanns, Jóns-
sonar og konu hans, Guörúnar
Benediktsdóttur, skálds á Stóru -
Þverá í Fljótum, Sigurðssonar. Móð-
ir Benedikts var Guðrún Þorsteins-
dóttir, b. í Stóru-Brekku í Fljótum,
Eiríkssonar, ættföður Stóru-
Brekkuættarinnar, langafa Gunn-
laugs, afa Jóns Thoroddsens skálds.
Ulrich Marth
Ulrich Marth á Sandhólaferju í
Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu
verður sjötugur 23. desember.
Ulrich er fæddur í Anklam í
Þýskalandi og settist að í Hamborg
að stríðinu loknu. Hann fór þar til
sjós en hóf fljótlega háskólanám í
sjávarlíffræði og viðskiptafræði.
Ulrich heimsótti föður sinn er var
kominn til íslands 1953 og fékk mik-
inn áhuga á að vélvæða fiskvinnslu
hér á landi. Hann hóf innflutning
og sölu á Baader fiskvinnsluvélum
frá Lubeck, stofnaði fyrirtækiö Ba-
ader þjónustuna hf. 1959 og tók viö
rekstrifyrirtækisins Sigurður
Hannessonar hf. 1959. Ulrich fékk
fijótlega áhuga á íslenskum hestum
og byijaði í samvinnu við Gunnar
Bjarnason og Ursulu Bruns að flytja
út og kynna íslenska hesta erlendis.
Hann flutti út á fimmta þúsund ís-
lenska hesta, aðallega tÖ Evrópu en
líka til Ameríku á tíu ára tímabili
og hóf hrossarækt á Sandhólaferju
1960. Ulrich var auk þess um tíma
ráðgjafi FAO, Matvælastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, hjá Þróunar-
banka Suðuraustur-Asíu í Manilla,
við uppbyggingu fiskiðnaðarins í
Austurlöndum fjær.
Fjölskylda
Ulrich kvæntist 1944 Eleonore
Harnisch, f. 1922 frá Stettin. Börn
Ulrichs og Eleonore eru: Sabine, f.
1948, gift Vali Marinóssyni og eiga
þau fimm böm: Ragnar Ulrich, f.
1971, Margrét Berta, f. 1974, Jakob-
ína Agnes, f. 1978, Jón Valur, f. 1980,
og Marinó Már, f. 1988, og búa þau
í Kópavogi; Jochum Marth Ulriks-
son, f. 1953, kvæntur Önnu Majoran
frá Austurríki og eiga þau einn son:
Ingvar Ágúst, f. 1989, og búa þau í
Kópavogi; Úlrika Marth, f. 1955, gift
Rafi Najdorf frá Tel Aviv, börn
þeirra eru: Júlian Kjartan, f. 1986
og Mailís Sara, f. 1990, og búa þau í
Molde í Noregi. Bróðir Ulrichs var
Karl Jochen Marth sem lést ungur
í síðari heimsstyijöldinni.
Foreldrar Ulrichs vora: Wilhelm
Marth, d. 1969, af dönskum ættum,
Ulrich Marth.
útgeröarmaður og fiskkaupmaður,
og kona hans, Berta Paesch, d.-1969.
Ulrich og kona hans munu taka á
móti gestum í Ársal Hótel Sögu,
annarri hæð, sunnudaginn 23. des-
emberkl. 17-19.