Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990. 7 Ráðninganefnd rikisins hefur ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu sem skyldi og útþensla í starfsmannahaldi ríkisins verið sjálfvirk mörg undanfarin ár. Nef ndin verið óvirk mörg undanfarin ár Ráðninganefnd ríkisins, sem stofnuð var með lögum 1974, hefur frá upphafi átt að smþykkja allar nýráðningar hjá ríkinu. Þannig segir í lögunum að óheimilt sé að fjölga föstum starfsmönnum í þjón- ustu ríkisins eða ríkisstofnana nema að fengnu samþykki ráðn- inganefndar ríkisins. Tilgangurinn var að setja hemil á ráðningar hjá ríkinu en fjölgun stöðugilda hjá ráðuneytum og stofnunum milli ára hefur verið nær undantekinga- laust meiri en heimiidir voru fyrir samkvæmt fjárlögum. Fra- múrakstur af þessu tagi átti að stöðva eða halda í skefjum með stofnun nefndarinnar sem á stund- um hefur verið kölluð bremsu- nefnd. í nýútkominni skýrslu Ríkisend- urskoðunar um starfsemi Launa- skrifstofu ríkisins eru sett spurn- ingarmerki viö virkni þessarar- nefndar og beinlínis lagt til að hún verði lögð niður í núverandi mynd. Tilefni þeirrar niðurstöðu er að fá umfjöllun um mannahald hjá Launaskrifstofu ríkisins. Fyrirmynd í ráðningamálum Fyrri hluta þessa árs svaraði fjöldi greiddra mánaðarlauna hjá skrifstofunni til 32 stöðugilda en meðalfjöldi starfsmanna árið áður hafði verið 34,2 stöðugildi. í árslok 1987 hafði ráðninganefnd ríkisins heimilað 13,7 stöður í launadeild fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir fiölgun starfsfólks hjá Launaskrif- stofunni síðan hefur heimild ráðn- inganefndarinnar staðið óbreytt. Þá segir orðrétt: „Athygh vekur að ráðuneytið, sem ætti að vera öðrum fyrirmynd í ráðningamálum, skuh hafa snið- gengið með öllu ráðninganefnd rík- isins. Þessi staðreynd hlýtur óneit- anlega að vekja upp spurningar um hlutverk ráöninganefndar ríkisins og hvort ekki sé tímabært að leggja hana niður í núverandi mynd.“ í ráðninganefnd eiga sæti þeir Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í íjármálaráðuneytinu, sem tilnefndur er af fjármálaráðherra, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sem tilnefndur er af ríkisstjórninni, og Alexander Stefánsson alþingsmað- ur sem tilnefndur er af íjárveit- inganefnd. Varamaður er Birgir Guðjónsson, forstöðumaður Launaskrifstofunnar, og situr hann aha fundi nefndarinnar. Rit- ari er Einar Sverrisson hjá Fjár- laga- og hagsýslustofnun. Verkefnaráðningar Ekki voru fáanlegar tölur um hve mikill fjöldi ráðninga hjá ríkinu hefði komið fyrir nefndina en Einar Sverrisson sagði í samtali við DV að ráðningar væru oft orðinn hiut: ur þegar þær kæmu loks til kasta nefndarinnar. Eina af orsökum þess að nefndin hefur að mestu orðið óvirk segir Einar að ráðu- neyti og ríkisstofnanir verkefnar- éðu menn í síauknum mæh en slík- ar ráðningar kæmu ekki fyrir nefndina. Þá sagði Einar að ráðn- inganefnd tæki erindi vegna mann- aráðninga ekki fyrir nema viðkom- andi ráðuneyti hefði mælt með því. Verkefnaráðningar eru orðnar mjög algengar og þess er skemmst að minnast aö utanríkisráðuneytið réð Þröst Ólafsson nýlega til að Fréttaljós Haukur L. Hauksson sinna sérstökum verkefnum. í slík- um tilvikum eru menn ráðnir til eins árs í senn og samningur við þá síðan endumýjaður. Viðmæl- endur DV voru á því að með þessu ráðningarformi hefðu einstakir ráðherrar frjálsari hendur um að ráða menn, þar á meðal flokks- gæðinga, og gætu sniðgengið nefndina eftir hentugleikum. Tvö kerfi í ráðningum hjá ríkinu er þannig um tvö ólík kerfi að ræða þar sem ráðning fer annars vegar í gegn um ráðninganefndina, oft eftir að ráðn- ing hefur í raun orðið og formsat- riði að fjalla um hana, og hins veg- ar í gegn um verkefnaráðningu. í fyrra tilfelhnu virðist ráðninga- nefndin í raun hafa lítið að segja og í hinu seinna kemur hún ekkert við sögu. Einn viðmælenda komst svo að orði að ráðninganefndin væri tíma- skekkja og gæti ekki sinnt lög- bundnu hlutverki sínu vegna breyttra aðstæðna við mannaráðn- ingar. Breyta ný lög? Einar Sverrisson sagði þessa tímaskekkju verða leiðrétta ef laga- frumvarp um fjárgreiðslur úr rík- issjóði yrði samþykkt. Við það féllu lög um ráöninganefndina úr gildi. I fyrstu grein lagafrumvarpsins stendur: „Greiðslu úr ríkissjóði má ekki inna af hendi nema heimildar til hennar sé aflað fyrirfram í fjár- lögum fyrir hvert reikningsár." I greinargerð með frumvarpinu segir að samsvarandi grein í stjórn- arskránni hafi ítrekað verið brotin þar sem ráðherrar hafa stundað aukafjárveitingar með eða án sam- ráðs við ríkisstjórn eða fjárveit- inganefnd. Þannig hafi fjárveit- ingavaldið verið tekið af Alþingi. Hvort samþykki þessa lagafrum- varps bremsi mannaráðningar ráðuneyta og stofnana vilja menn ekki fullyrða um. Sjálfvirk útþensla Hitt er hins vegar staðreynd, eins og fram kemur í skýrslu Ríkisend- urskoðun ar um framkvæmd fjár- laga á fyrri hluta þessa árs, að sjálf- virk útþensla á starfsmannahaldi ríkisins hafi blasað við í öll önnur skipti sem Ríkisendurskoðun hefur gert athuganir á breytingum á fjölda starfsmanna ríkisins. Nokk- uð sem ráðninanefnd var ætlað að hafa hemil á í upphafi. Skiltin hættuleg? áhyggjur af því að umferðarhætta aukist og viljum gjarnan fylgjast með. Það er nú ekki annað en reynsl- an sem sker úr um það.“ - Á þá bara að athuga hvort slysum fjölgar? „Já, það er ekki um annað að ræða úr því sem komið er á sumum stöð- um. Þetta er mál sem þarf að skoða mjög vandlega. Við reynum að leysa svona mál með samkomulagi ef hægt er, en ef það gengur ekki þá verður að skoða það nánar. “ -ns Allir eigi rett a at- Lagt hefur verið fram á Alþingi stéttarfélögum. frumvarp til laga um breytingu á í greinargerð meö frumvarpinu lögum um atvinnuleysisbætur. segir að enda þótt þessi breyting Flutningsmaður þess er Geir H. sé ekki mikil og snerti ekki marga Haarde, Sjálfstæðisflokki. varði hún í eðli sínu grundvallar- Tilgangur lagabreytingarinnár rétt manna til félagsfrelsis og er sá aö allir launþegar eigi fullan þvingunarlausra ákvaröana um rétt á atvinnuleysisbótum en ekki aðiid að stéttarfélögum. bara þeir sem félagsbundnir eru í -S.dór Auglýsingaskilti, eins og sett hefur verið á Kringluna í Reykjavík, rísa nú eitt af öðru. Á næstu dögum verð- ur eitt sett á húsið að Lækjargötu 2 og annað mun rísa á lóð Mjólkursam- sölunnar. Öll þessi skilti eiga það sameiginlegt að leyfi var fengið fyrir þeim áður en reglugerð, sem tak- markar leyfisveitingar, tók gildi. Böðvar Bragason lögreglustjóri segir að lögreglan hafi áhyggjur af þessum skiltum og að hann hafi rætt það við borgaryfirvöld. „Við höfum _________________Fréttir Stöð tvö: Enn ein úrsögn úr stjórninni „Þegar menn eru að blása mál út á jafnundarlegan hátt og segja sig úr stjórninni er það eingöngu gert tfi að skaða félagið. Ég skii ekki hvað vakir fyrir þessum mönnum. Hreinn hefur beinlínis verið með rangfærsl- ur og haldið því fram að Stöð tvö hafi staðið straum af kostnaði fyrir einstaka hluthafa. Það er alrangt. Um hefur verið að ræða gagnkvæm viðskipti og ekkert óeðlilegt við það,“ segir Jóhann J. Ólafsson, stjórnar- formaður Stöðvar tvö. Steingrímur Ellingsen, sem tók sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir rúmri viku í kjölfar afsagnar Hreins Lofts- sonar, hefur nú einnig sagt sig úr stjórninni. Hann sat einungis tvo stjórnarfundi. Að sögn Steingríms er ástæða af- sagnar hans sú sama og hjá Hreini. Telur hann að stjórn félagsins hafi brotið 112. grein hlutafjárlaga sem kveður á um að félag með neikvæða eiginijárstööu megi ekki lána hiut- höfum. Máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðilegrar álitsgerðar eftir Jón Steinar Gunnlaugsson. Steingrímur segir að sér finnist eðlilegt að þegar verði efnt til hlut- hafafundar þar sem stjórnin geri grein fyrir íjármálum stöðvarinnar og endurnýi umboð sitt. Hann segist vera mjög gagnrýninn á ýmsar ákvaröanir stjórnarinnar og nefnir sérstaklega háar greiðslur í áhættu- þóknun. Jóhann J. Ólafsson segir að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um hvort efnt verður til hluthafafundar. Hann segist ætla að bera álitsgerð Jóns Steinars undir lögfræöing fé- lagsins, Gest Jónsson, og taka ákvörðun um framhaldið eftir það. Hann segir þó ýmislegt mæla gegn því að efnt verði til nýs stjórnarkjörs nú þar sem stutt sé í aðalfund. „Það er í sjálfu sér ekkert óðeðli- legt við að átök séu í félagi þar sem verið er að endurskipuleggja rekst- urinn“, sagði hann. -kaa Athugasemd Vegna Sandkorns á miðvikudag, þar sem segir frá umræðum á fundi laga- og textasmiða um bókina Rokk- sögu íslands, vildi Bubbi Morthens gera eftirfarandi athugasemd. Fund- urinn var óformlegur og ekkert af því sem þar var sagt var fært til bók- ar. Engin ályktun eða samþykkt var gerð varðandi Rokksöguna sem að- eins tveir fundarmanna höfðu lesið. Voru fundarmenn ekki sammála um annað en að hinir læsu bókina yfir jólin og ræddu hana frekar á fundi síðar. -hlh MialTLaKiXxL Hjólsög Jólatilboð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.