Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990.
Andlát Tilkyimingar
Ambergur Stefánsson, Borgamesi, lést miðvikudaginn 19. desember. Sigurlaug Sigurðardóttir er látin. Gunnar Jóelsson, Hringbraut 76, Reykjavik, lést þann 19. desember. Gunnar ólafsson, Haga, Selfossi, er látinn. Þorláksmessuskata Hótel Borgar Hin árlega og sívinsæla Þorláksmessu- skata verður á borðum á Hótel Borg þann 23. desember nk. Það er löngu órðinn fastur liður í jólahaldl landsmanna að borða skötu á Þorláksmessu og hafa Reykvíkingar lagt leiö sína á Hótel Borg vegna þessa og snætt skötu í góðra vina hópi. Borðapantanir á Hótel Borg eru í síma 11440.
Jaröarfarir
Elín Jónsdóttir, Árgötu 8, Húsavík, sem lést hinn 15. desember, veröur jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 22. desember kl. 14. Guðjón Eggertsson, fyrrverandi bif- reiðarstjóri, Álftamýri 28, lést í -Landspítalanum 13. desember. Jarð- arfórin hefur farið fram í kyrrþey. Jólasöngvar í Aðventkirkjunni í tilefni jólanna verður efnt til jóla- söngvakvölds í Aðventkirkjunni í Reykjavík í kvöld, fóstudagskvöld 21. desember, kl. 20. Tilgangurinn er að syngja hina fogru jólasálma sem eru sungnir alltof sjaldan, raunar einu sinni á ári. Fræðandl upplýsingar verða gefnar
Tapað fimdið um uppruna og baksvið þessara fógru söngva svo betur megi njóta þess sem sungið er. Hér er um almennan söng aö
Páfagaukur tapaðist Blágrænn páfagaukur meö hvítan koll tapaðist úr Fellsmúla. Ef einhver hefur séö hann eða veit hvar hann er niður- kominn þá vinsamlegast látiö vita í síma 32421. Fressköttur í óskilum Grár fressköttur með hvíta sokka og bringu tapaðist úr Kópavogi. Ef einhver hefur séö hann eða veit hvar hann er niður kominn þá vinsamlegast látið vita í síma 42138. ræða. Þetta er hugsað sem gott tækifæri til að nema staðar smástund í önnum jólaundirbúningsins. Allir eru velkomn- ir. Listmunir í kjallara Hlaðvarpans Ungir og efnilegir listamenn eru að kynna og selja list sína í kjallara Hlað- varpans. Þar eru til sölu m.a. handsaum- aðir kjólar, hattar, málverk, handmálaðir púðar og margt fleira áhugavert.
r~ i
OLYMPUS
VIDEOTÖKUVÉLAR
ALSJÁLFVIRKAR
UÓSNÆMI: 7 LUX — AÐDRÁTTAR-
LINSA: 8 x ZOOM — SJÁLFVIRKUR
FOCUS — TÍMA- OG DAGSETNINGAR-
MÖGULEIKAR - TITILTEXTUN: 5 LITIR
- LENGD UPFIÖKU: 90 MÍNÚTUR - RAF-
HLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLISNÚRA FYR-
IR SJÓNVARP OG MYNDBANDSTÆKI —
VEGUR AÐEINS: 1.1 KG.
SÉRTILBOÐ KR.' 59.950 STGR.
QS Afborgunarskilmálar [g]
VÖNDUÐ VERSLUN
pjdMm,
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I
Hljómsveitin DBD leikur
á nýjum skemmtistað
Nú um helgina mun hljómsveitin DBD
spila á nýjum skemmtístað, Lídó (áður
Nýja bíó). Hljómsveitin hefúr tekið
nokkrum mannabreytingum en hana
skipa nú eftirtaldir: Friðrik Karlsson, git-
ar, Þórður Bogason,' söngur, Birgir
Bragason, bassi, Jósep Sigurðsson,
hljómborð, Jón Guðmundsson, gitar, og
Rógve Á, Rógvu, trommur.
Háskólabíó styrkir
neyðarathvarf fyrir unglinga
Rauðakrosshúsinu, neyðarathvarfi fyrir
unglinga við Tjamargötu í Reykjavík,
bárust að gjöf sex hundruð frumsýning-
armlðar á kvikmyndina Tryllt ást frá
Háskólabíói. Frumsýning verður kl. 16 á
Þorláksmessu. Tryllt ást, eða Wild at
Heart, eins og myndin heitir á frummál-
inu, fékk eins og kunnugt er gullpálmann
á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu
ári. Leikstjóri myndarinnar er David
Lynch en framleiðandi er Propaganda
Filtns, fyrirtæki sem að hálfu er í eigu
íslendingsins Sigurjóns Sighvatssonar.
Rauðakrosshúsið er rekið af Rauöakross-
hreyfingunni í landinu. Því er ætlað að
afla nauðsynlegs rekstrarfjár sjálft. Nú
vantar nokkuð á að endar nái saman í
rekstrinum og er því óhætt að segja að
þessi höfðinglega gjöf komi að góðum
notum en miðamir verða að sjálfsögðu
seldir til fjáröflunar fyrir húsið. Miðar
em fáanlegir í húsinu, á skrifstofu RKÍ
og i Háskólabíói. Miðaverð er kr. 600.
Nánari upplýsingar gefúr Hans Henttin-
en í Rauðakrosshúsinu í síma 622266.
Fyrstu jólin sviðsett
við Neskirkju
Kl. 16.30 á Þorláksmessu syngur Kvartett
Ópemsmiðjunnar jólalög við „fjárhús"
fyrir framan Neskirkju og þar leikur
einnig Lúðrasveit Melaskólans nokkur
lög undir stjóm Páls Pampichlers Páls-
sonar. Er fólki gefmn kostur á að koma
að ,jötunni“ með börn sín og leyfa þeim
að gefa til Hjálparstofnunar kirkjunnar
um leið og minnst er hvemig við höldum
jól. Kl. 17 hefjast hinir hefðbundnu jóla-
söngvar á aðventu inni í kirkjunni.
Bamakór Melaskólans (Litíi kórinn)
syngur undir stjóm Jónasar Þóris Þóris-
sonar. Bima Hjaltadóttir, sem í mörg ár
hefur verið búsett í Kúwæt, segir frá jóla-
haldi í Austurlöndum. Hjónin Sigríður
Ella Magnúsdóttir og Simon Vaughan
syngja einsöng og tvísöng. Þá verður al-
mennur söngur og sr. Frank M. Halldórs-
son flytur lokaorð og bæn.
Átthagafélag Strandamanna
heldur jólatrésskemmtun frá kl. 15-18
annan í jólum í Norðurljósum, 4. hæð
Þórskaffis. Allir velkomnir.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt verður
af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú
höldum vjð lítil jól, bakkelsi og uppákom-
ur. Farið að jólatrénu á Borgarholtinu.
Allir Kópavogsbúar velkomnir.
Ferðalög
Útivist um helgina
Viðey að vetri
Sunnudaginn 23. desember, kl. 13, verður
gengið um austureyna. Brottfór frá
Sundahöfn kl. 13.
Áramót i Básum
Brottfór verður kl. 8 laugardaginn 29.
desember. Boðið verður upp á fjölbreytt-
ar gönguferðir um Goðaland og Þórs-
mörk. Kvöldvökur með söngvum, leikj-
um og jafnvel stiginn dans. Á gamlárs-
kvöld verður að sjálfsögðu vegleg ára-
mótabrenna með öllu tilheyrandi. Örfá
sæti laus.
Fundir
Fundur um stríðshættuna
við Persaflóa
Laugardagiim 22. desember, kl. 15.30,
verður haldinn opinber fundur í bóksölu
Pathfmder að Klapparstíg 26,2. hæð, um
stríðshættuna við Persaflóa. Fjallað verð-
ur um vígbúnaðinn við flóann og stríðs-
undirbúninginn þar, hlut Öryggisráðs SÞ
og málefni Kóreu. Þar var háð stríð 1950-
1953 undir fána SÞ. Frummælendur
verða Gylfi Páll Hersir og Jóhann Bjöms-
son en hann sótti heimsþing æskunnar 1
Kóreu 1989. Fundurinn er öllum opinn.
Það em aðstandendur vikublaðsins Mili-
tant sem halda hann. Fundinum lýkur
áður en ganga Samtaka herstöðvaand-
stæðinga og friðarhreyfmganna hefst, kl.
18. Að henni lokinni er opið hús í bók-
sölu Pathfinder.
Leikhús
Frumsýning Leikfélags
Akureyrar
27. desember irumsýnir Leikfélag Akur-
eyrar nýjan gleðileik með söngvum,
sprellfjörugan ærslaleik sem ætti að
höfða til allrar fjölskyldunnar. Leikritið
heitir Ættarmótið og færði Böðvar Guð-
mundsson Leikfélagi Akureyrar verkið
að gjöf sl. vor. Leikstjóri er Þráinn Karls-
son. Leikmynd og búninga gerði Gylfi
Gíslason, tónlistina samdi Jakob Frí-
mann Jakobsson og lýsingu hannaði
Ingvar Bjömsson. Þátttakendur í sýning-
unni eru vel á þriðja tuginn. Sem fyrr
segir verður ættarmótið frumsýnt 27.
desember kl. 20.30 og em fjórar sýningar
áætlaðar milli jóla og nýárs.
Fréttir
Björn Snædal, annar höfunda Verð-
bréfaspilsins, með bankann, spari-
skirteini, hlutabréf og annað sem
tilheyrir spilinu.
íslenskt
verðbréfaspil
Verðbréfaspilið er nýtt íslenskt spil
sem komið er á markaðinn. Eins og
nafnið gefur til kynna snýst það um
verðbréfaviðskipti.
Verðabréfaspilið er peningaspil og
líkist nokkuð Matadorspilinu vin-
sæla. Leikmenn fá það verkefni að
ávaxta ákveðinn höfuðstól sem þeim
er úthlutaö og þeir ráða hvemig það
er gert. Leikmenn beijast þangað til
einn stendur eftir sem stjómarfor-
maður íslands.
Tveir til sex leikmenn geta spilað
í einu og spihð er ætlað 10 ára og
eldri. Útgefandi spilsins er íslensk
spil hf. en höfundar þess em Björn
Snædal og Tómas Gunnarsson. Verð-
bréfaspilið kostar 3900 krónur.
Níls Gíslason með jólaspilið.
DV-mynd gk
íslensktjólaspil
„Þetta spil er algjörlega mín hug-
mynd og ég vonast til að þaö geti
höfðað til allrar fjölskyldunnar sem
vonandi spilar það saman á jólun-
um,“ segir Níls Gíslason, uppfinn-
ingamaður á Akureyri, rnn fjöl-
skylduspilið ,jólaspilið“ sem komið
er á markaðinn.
Spilið er byggt upp á ferð Jósefs,
Maríu og Jesúbamsins á slóðum
Biblíunnar. Þátttakendur í spilinu,
sem geta verið á bilinu 2-5, halda í
ferð frá Nasaret til Betlehem, síðan
aftur til Nasaret um Egyptaland og
þaðan til Jerúsalem með fram ánni
Jórdan og aftur til Nasaret. Á leið-
inni glíma þátttakendur við spum-
ingar sem tengjast efni Biblíunnar.
Vinningar að verðmæti 205 þúsund krónur.
Skilafrestur er til 28. desember.
SI VIH»» AI.I.A 10 Si;i»I.A\A I I I.M tAISI.AIiI - <.l .I SII I 4.IK Vl.WI.MiAII MíÁ .IA1MS Oíi 1:AI»ÍÓIS(tI»I\\I
TAKD» ÞÁM I
JÓLA-
GiriKAIV
TT