Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Ófriðarský
Þegar jólin nálgast og ganga 1 garö er það ósk allra
góðra manna að friður haldist um heimsbyggðina og
hinn kristni heimur geti fagnað fæðingu Jesú Krists í
samræmi við friðarboðskap hans. Því miður hefur það
fremur verið undantekning en regla að menn og þjóðir
hafi lagt niður vopn á jólum. Styrjaldir, ofbeldi og blóð-
ug átök hafa verið daglegt brauð í hrjáðum heimi og
þar hafa jóhn ekki dregið úr. Á þessari öld hafa tvær
heimsstyrjaldir brotist út, Kóreustríðið, Víetnamstríðið,
svo ekki sé minnst á byltingar, uppreisnir og stríðsátök
í þriðja heiminum. Nú síðast stóð stríð milh írans og
íraks í átta ár og kom það til viðbótar við hernaðinn í
Afganistan, Líbýu, Chad, San Salvador og Nicaragua,
svo eitthvað sé nefnt.
Um þessar mundir eru hvergi stríð milli tveggja eða
fleiri þjóða, enda þótt ófriðarblikur séu á lofti vegna
innbyrðis deilna þjóða og þjóðarbrota. Því standa vonir
til að jólin verði haldin hátíðleg um heim ahan og hlé
verði gert á manndrápum og vopnaskaki meðan á þeim
stendur. En ófriðarskýin hrannast upp og þá ekki síst
vegna ástandsins við Persaflóa. Þar hafa Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirra dregið saman meiri herafla
en dæmi eru um frá heimsstyrjöldinni síðari og sömu- .
leiðis standa írakar þar gráir fyrir járnum og bíða
átekta.
Dómsdagurinn er 15. janúar. Sameinuðu þjóðirnar
hafa krafist þess að írakar kalU lið sitt frá Kúvæt fyrir
þann tíma en eUa liggur fyrir samþykkt Öryggisráðsins
um að heimUt sé að beita hernaði tU að frelsa Kúvæt.
JóUn eru haldin í skugga þessa ófriðarskýs. Ef ekki tekst
að semja um friðsamlega lausn deUunnar við Persaflóa
fyrir miðjan janúar má búast við að Bandaríkjamenn
láti til skarar skríða.
Það er ekki séð fyrir endann á þeim átökum. Eflaust
mun óvígur her Bandaríkjamanna hafa betur en sá sig-
ur mun kosta miklar blóðsúthellingar og afleiðingarnar
verða langvarandi hatur og hefndir þeirra araba sem
munu kunna Bandaríkjunum og Vesturlöndum litlar
þakkir fyrir að knésetja Saddam Hussein.
En það eru víðar válynd veður. í Sovétríkjunum er
að sjóða upp úr. Sévardnadze hefur sagt af sér og segir
einræðið hafa haldið innreið sína. Mesti og besti banda-
maður Gorbatsjovs hefur fengið nóg. Hvað þá um þing-
ið og fólkið og herinn í Sovét? Það má aUt eins búast
við miklum tíðindum frá Moskvu næstu daga.
Annars vegar standa gömlu valdaherrarnir, fulltrúar
flokksvaldsins, sem gagnrýna Gorbatsjov fyrir undan-
látssemi og upplausn. Hins vegar standa andófsöfUn,
umbótasinnarnir, sem deila á Gorbatsjov fyrir að ganga
of skammt í lýðræðisátt. Á sama tíma heimta lýðveldin
sjálfstæði og þjóðarbrotin í norðri og austri rísa upp
gegn Moskvuvaldinu með kreppta hnefa. Gorbatsjov
hefur gert örvæntingarfulla tilraun tU að ná tökum á
ringulreiðinni með því að herða sín eigin tök. Sé-
vardnadze kaUar það einræði og segir af sér. Fleiri eiga
eftir að fylgja í fótspor hans og aUt stefnir þetta ástand
í ógnvænleg átök, ef ekki allsherjar borgarastyrjöld.
Tími hinna löngu sverða er að renna upp.
JóUn nálgast í skugga þessara ófriðarskýja. Þrátt fyr-
ir hrun múrsins í Evrópu á friðurinn ennþá langt í land.
Átök eru í uppsigUngu og hátíð hátíðanna virðist ætla
að verða lognið á undan storminum. Stund milh stríða.
Við skulum biðja fyrir friði þegar jólabænirnar eru
fluttar. Ekki veitir af. EUert B. Schram
Arfleifðlög-
regluríkisins
Nú ríkir kvíði og öryggisleysi um
Þýskaland. Arfleifð lögregluríkis-
ins, sem Vestur-Þjóðverjar inn-
limuðu í haust, þrúgar allt þjóð-
félagið. Vantraust og tortryggni fer
hvarvetna vaxandi, sömuleiðis
ásakanir og kröfur um hefndir. Það
sem þessu veldur er skjalasafn
austur-þýsku öryggislögreglunnar
Stasi. Úr því safni leka stöðugt upp-
lýsingar um nýja og nýja njósnara
og uppljóstrara, bæði í fyrrum al-
þýðulýðveldinu svokallaða og í
vesturhlutanum.
Landsmenn skiptast í tvennt, þá
sem vilja slá striki yfir fortíðina og
fyrirgefa þeim sem unnu fyrir Stasi
og hina sem krefjast hreinsana og
réttarhalda og opinbers uppgjörs
við alla sem störfuðu fyrir leynilög-
regluna. Þetta er sérstaklega við-
kvæmt mál í Þýskalandi. Því fer
fjarri að minningarnar um það
heljartak sem Gestapo hafði á
þýsku þjóðinni séu fymdar. En það
er vafamál hvort jafnvel Gestapo
hafi verið jafnrækilega skipulögð
og áhrifarík og Stasi. Þær upplýs-
ingar um þegnana, sem Stasi safn-
aði, eru svo ótrúlega miklar að
vöxtum og víðtækar að menn á
Vesturlöndum hafa aldrei kynnst
neinu sambærilegu.
Stasi var enda grundvöllur þýska
alþýðulýðveldisins svokallaða, án
Stasi gat kommúnistaflokkurinn
ekki stjómað. Nú em allar þessar
upplýsingar í vörslu stjómarinnar
í Bonn. I þessu skjalasafni er að
finna margar tímasprengjur. Ein
slík sprakk í vikunni þegar de
Maiziere, fyrram forsætisráðherra
í austurhlutanum og síðar ráð-
herra og þingmaður í Bonn, sagði
af sér vegna njósna um austur-
þýsku mótmælendakirkjuna fyrir
Stasi. Ótal slíkar era ósprangnar,
Stasi gegnsýrði ekki aðeins aust-
ur-þýskt þjóðfélag, heldur það vest-
ur-þýska líka.
Ríki í ríkinu
Stasi var ríki í ríkinu. Fastir
starfsmenn voru nærri 90 þúsund,
húseignir lögreglunnar vora á
þriðja þúsund, veltan var yfir 60
milljarðar íslenskra króna á ári. Á
vegum Stasi vora yfir 500 þúsund
uppljóstrarar dreifðir um allt þjóð-
félagið sem gáfu skýrslur um að
heita má hvem einasta þegn þýska
alþýðulýðveldisins, auk um 5000
starfsmanna sem unnu að njósnum
í vesturhlutanum og þúsunda upp-
ljóstrara þar líka.
Það era öll þessi nöfn sem hörð-
ustu andstæðingar Stasi vilja nú
gera opinber með afleiðingum sem
gætu sundrað þýsku þjóðfélagi.
Hreinsanir og mannaveiðar eins
og nasistaveiðar eftir síðari heim-
styrjöldina er það sem margir
krefjast nú. Spumingin er hvort
slíkt er framkvæmaniegt eða æski-
legt.
Uppljóstrarar
Fómarlömb Stasi og uppljóstrar-
ar Stasi vora stundum sama fólkið
sem hafði verið kúgað til sam-
starfs. Ýmsar upplýsingar í skjöl-
um Stasi era varasamar, sumir
útsendarar Stasi lugu sökum á
þekkta menn til að vekja athygli á
sjálfum sér hjá yfirboðurum sín-
um. En umfram allt fannst þorra
fólks í austurhlutanum einfaldlega
ekkert athugavert við að hjálpa
yfirvöldum. Þjóðveijar era lög-
hlýðnir svo að af ber og bera mikla
virðingu fyrir yfirvöldum. Mörg-
um Austur-Þjóðverjum þótti það
skylda sín að gefa lögreglunni upp-
lýsingar um náungann og fannst
það ekkert athugaverL í þessu
sambandi er vert að hafa í huga aö
austurhluti Þýskalands fór beint
undan stjóm nasista undir herná-
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
msstjóm Sovétmanna og síðan
undir kommúnistastjórn með til-
heyrandi lögreglu sem var þá í
hugirni manna ekkert annað en
framhald af Gestapo sem engum
hafði dottið í hug að streitast gegn.
Austurhluti Þýskalands hefur
verið lögregluríki að heita má sam-
fellt frá 1933. Það er þessi arfleifð
sem nú hefur allt í einu helist yfir
stjómendur og almenning í sam-
ejnuðu Þýskalandi og enginn veit
hvemig á að taka á máhnu. Það er
athyglisvert að minnast þess að
fyrr á árinu var þing Austur-
Þýskaiands lamað í marga daga út
af deilum um hvort þingmenn sem
höfðu verið á mála hjá Stasi ættu
að fá að starfa. Svo margir þing-
menn vora tengdir Stasi að á end-
anum var máhð látið niöur falla.
Hreinsanir
Njósnir Stasi í vesturhlutanum
vora ákaflega víðtækar og með ein-
dæmum árangursríkar. Enginn
vafi er á því að margir þeirra 2000
háttsettra Stasi-manna sem komið
var á laun í áhrifastööur í Vestur-
Þýskalandi eru þar ennþá, hugsan-
lega sumir nú á launum hjá KGB.
Þúsundir uppljó'strara era líka í
vestur-þýska stjómkerfinu og í
þjóðfélaginu öhu. Og nú era nöfn
alls þessa fólks í þeim skjölum sem
lagt var hald á í fyrrahaust í aðal-
stöðvum Stasi í Berlín.
Helmut Kohl kanslari er tvístíg-
ándi í þessu máh. Margir í flokki
hans vhja helst gleyma öhu saman
og halda skjölum Stasi leyndum
eða brenna þau. En margir Vestur-
Þjóðverjar iðrast þess ennþá áð
hafa ekki gengið betur fram í
hreinsunum á nasistum eftir
heimsstyrjöldina með þeim afleið-
ingum að íjöldi nasista komst til
áhrifa í vestur-þýsku samfélagi.
Þau mistök má ekki endurtaka,
segja menn, það verður að stinga á
þessu kýh og lækna meinið í eitt
skipti fyrir öh þótt það verði sárs-
aukafullt. Þá er ekki um það talað
að draga hvern einasta uppljóstr-
ara fyrir dóm heldur leita uppi þá
sem ábyrgir voru.
Mörgum hrýs hugur við því að
byrja nomaveiðar og ofsóknir á
hendur öllum þeim sem tengdust
Stasi og telja að slíkt mundi gera
meiri skaöa en gagn. En þetta
vandamál hverfur ekki af sjálfu
sér, það verður ekki þagað í hel.
Fortíðin eltir Þjóðverja, þeir geta
hvorki sæst við hana né afneitað
henni. Stasi-máhð gegnsýrir allt
þýskt þjóðfélag um þessar mundir.
Loft er svo lævi blandið að óhjá-
kvæmilegt er að hreinsa það. Þótt
Þjóðverjum sé þaö óljúft verða þeir
trúlega að draga þúsundir manna
fyrir dómstóla, öðravísi verður
þessi draugur ekki kveðinn niður.
Gunnar Eyþórsson
Lothar de Maiziere, fyrrv. forsætisráðherra Austur-Þýskalands og síðar
ráðherra og þingmaður i Bonn. Hann hefur nú sagt af sér vegna njósna
um austur-þýsku mótmælendakirkjuna fyrir Stasi.
„Fortíðin eltir Þjóðverja, þeir geta
hvorki sæst við hana né afneitað henni.
Stasimálið gegnsýrir allt þýskt þjóð-
félag um þessar mundir.“