Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 1
Sjónvarp á nýársdag:
Wolfgang Amádeus
A árinu sem nú fer í hönd veröa
200 ár liðin frá því aö einn mesti tón-
snillingur er mannkyn hefur eignast
var jarösettur í ómerktri fjöldagröf í
fátækrakirkjugarði suður í Vínar-
borg.
Til aö minnast þessa munu tónlist-
armenn, hljómplötuúgáfur og sjón-
varpsstöðvar, víös vegar um hinn
Meðal þeirra verka, er heyrast í
dagskránni, eru fyrstu tónsmíðar
Mozarts.
vestræna heim, heiðra minningu
tónskáldsins með hinum fjölbreyti-
legasta hætti á árinu. M.a. hafa sjón-
varpsstöðvar í Evrópu gert einnar
og hálfrar klukkustundar langa dag-
skrá í sameiningu um tónskáldið og
er hún nú sýnd í 15 löndum álfunnar
um þessar mundir og nú bætist ís-
land í hópinn.
í dagskrá þeirri, sem nú er í boði,
verður fylgt í fótspor Mozarts á
nokkrum ferðalaga hans, þá er hann
sótti heim borgir í Austurríki,
Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Þýska-
landi, Ítalíu og Niðurlöndunum.
Sjónvarpsstöðvar í viðkomandi lönd-
um hafa lagt til „tónhstarmynd-
bönd“ frá hinum ýmsu áfangastöð-
um, þar sem rakin er stuttlega dvöl
tónskáldsins á hverjum stað, leikin
tónlist, er hann samdi í viðkomandi
landi, og brugðið upp listaverkum
eftir samtíðarmenn hans.
Meðal þeirra verka, er heyrast í
dagskránni, eru fyrstu tónsmíðar
Mozarts, er píanóleikarinn Paul Bad-
ura-Skoda leikur á hljóðfæri í Moz-
art-safninu í Salzburg, er var í eigu
tónskáldsins. Af öðrum verkum má
nefna úrval úr óperunum Idomeneo,
Le Nozze di Figaro og Don Giovanni
auk Ave Verum Corpus, flautukvart-
etts k.285 og þekktra verka fyrir
píanó.
Stöð 2 á nýársdag:
Pappírstungl og
Fiskurinn Wanda
Stöð 2 sýnir tvær léttar og
skemmtilegar gamanmyndir á ný-
ársdag.
Hin fyrri er fjölskyldumyndin
Pappírstungl sem komin er til ára
sinna en hefur litlu tapað á vegferð-
inni. Myndin fjallar um feðgin sem
ferðast vítt og breitt um Bandaríkin,
selja biblíur og pretta náungann eilít-
ið.
Það eru feðginin Tatum og Ryan
O’Neil sem leikar þetta þokkapar en
Tatum litla fékk óskarinn fyrir leik
sinn. Myndin fær fjórar stjörnur hjá
Maltin.
Mynd kvöldsins er önnur óskars-
verðlaunamynd. Hún er töluvert
nýrri og heitir Fiskurinn Wanda sem
sýnd var hér á landi fyrir tveimur
árum. Það er Monty Python maður-
inn John Gleese sem heldur hér um
stjórnvölinn og á hann bæði heiður-
inn af handriti og leikstjórn. Banda-
ríski leikarinn Kevin Kline nældi sér
aftur á móti í óskarinn fyrir sinn
þátt í myndinni.
Gleese leikur teprulegan mála-
færslumann sem fellur fyrir glæsi-
legri stúlku sem Jamie Lee Curtis
Feðginin Tatum og Ryan O’Neil i hlutverkum sínum.
leikur. Ástmaður hennar er hálf-
gerður neðanbeltis Rambó í alltof
síðum frakka og vinur skötuhjúanna
er stamandi gullfiskasafnari. Mála-
færslumaðurinn er að verja kunn-
ingja þeirra sem situr inni fyrir rán.
Ekki er allt með felldu hjá vinunum
og sitja þeir á svikráðum hvor við
annan.
Sjónvarp á gamlársdag:
Áramótaskaupið
Nei, það er þó alveg á hreinu að
ekki líðum við skauplaus í aldanna
skaut. Skaupið er orðið jafnómiss-
andi íslensku þjóðinni og greiðslu-
kortin enda lætur það sig ekki vanta
í kvöld fremur en endranær.
Það er Andrés Sigurvinsson leik-
stjóri sem leiðir harðsnúinn og
óvæginn flokk í krossferð útúrsnún-
inga, afbakana og eggbeitts háðs um
atburði og persónur nýliðins árs og
engum er hlíft, enda væri það nú
skárra!
Á þriðja tug leikara blandast inn í
Skaupið með einu eða öðru móti en
handritshöfundar eru þeir Gísli
Rúnar Jónsson og Randver Þorláks-
son er hafa skyggnst í kveija kirnu
„skandala" og skemmtunar á árinu
1990; allt í því skyni að geta borið
fram sem mergjaðast og magnaðast
Skaup.
Áramótaskaupið hefst kl. 22.30 en
stjómandi upptöku var Björn Emils-
son. Ýmsar persónur koma við sögu og þar á meðal þessi.
Stöð 2 á gamlársdag:
Tvær kvikmyndir
Stöð 2 sýnir tvær kvikmyndir á
gamlársdag. Hin fyrri heitir beint á
ská og er gamanmynd sem lýsir
starfi lögreglumannsins Frank Dreb-
in sem leikinn er af Leslie Nielson.
Frank þessi Drebin er líklega
heimskasti lögreglumaðurinn síðan
hinn eini sanni Clouseau var upp á
sitt besta. Sumum hefur þó þótt sem
ímyndunarafl leikstjórans hafi
hlaupið með hann í gönur. Orðaleik-
ir gegna stóru hlutverki í myndinni
og segir í kynningu að áhorfendur
séu hvattir til að hlæja með mynd-
inni á þessum síðasta degi ársins.
Síðari myndin er kínverska stúlk-
an og segir hér frá því að ítalskur
strákur verður skotinn í kínverskri
stúlku. Slíkt á ekki upp á pallborðið
hjá fjölskyldum þeirra enda togast
meðlimir fjölskyldnanna á um völd
í undirheimunum. Þau eru þó stað-
ráðin í að láta ekkert stía sér í sund-
ur og hefur það í för með sér ófyrir-
sjánlegar afleiðingar.