Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
33
SJÓNVARPIÐ
13.00 Ávarp forseta íslands. Ávarpið
verður túlkað á táknmáli strax að
því loknu.
13.30 Svipmyndir af innlendum og
erlendum vettvangi. Endursýnt
fréttayfirlit ársins 1990 frá deginum
áður.
15.00 Wolfgang Amadeus. Þáttur, sem
nokkrar evrópskar sjónvarpsstööv-
ar standa að saman í tilefni af 200
ára dánarafmæli tónskáldsins
Wolfgangs Amadeusar Mozarts. í
þættinum verður fetað í fótspor
Mozarts um Austurríki, Tékkósló-
vakíu, Frakkland, þýskaland, Ítalíu
og Niðurlönd og leikin tónlist sem
hann samdi á ferðum sínum um
þessi lönd. (Evróvision - Austur-
ríska sjónvarpið).
16.30 Afi. (Granpa). Breskur barnasöng-
leikur eftir Howard Blake. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
17.00 Ævintýri Jólabangsa. (Santa
Bear's First Christmas). Þýðandi
og þulur Guðbjörg Guömunds-
dóttir.
17.30 Einu sinni var.. (13). Franskur
teiknimyndaflokkur með Fróða og
félögum þar sem saga mannkyns
er rakin. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
Leikraddir Halidór Björnsson og
Þórdís Arnljótsdóttir.
18.00 Milli fjalls og fjöru. Kvikmynd
eftir Loft Guðmundsson. Myndin
er frá 1947 og er ein fyrsta leikna
íslenska kvikmyndin.
19.30 Fjölskyldulif (24). (Families).
Ástralskur framhaldsmyndaflokk-
ur. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
20.00 Fréttir og veður.
20.20 Klukkur landsins. Nokkrar af
klukkum landsins heilsa nýju ári.
Umsjón Bernharður Guðmunds-
son.
20.35 Blómatíð í bókaey. í myndinni
er fjallað um mannlíf í Flatey á
Breiðafirði á árunum 1822 til 1850
en þá var mikill uppgangstími í
eynni. Handrit Helgi Þorláksson.
Dagskrárgerð Tage Ammendrup.
21.25 Jane Eyre. Bresk sjónvarpsmynd
frá 1971. Myndin er byggð á sögu
Charlotte Bront um munaðarlausa
stúlku sem ræður sig til ráðskonu-
starfa á yfirstéttarheimili. Leikstjóri
Delbert Mann. Aðalhlutverk Ge-
orge C. Scott, Susannah York og
lan Bannen. Þýðandi Ýrr Bertels-
dóttir.
23.15 Phll Collins á tónleikum. Upp-
taka frá tónleikum breska poppar-
ans Phils Collins í Berlín í júlí síð-
astliðnum.
00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
10.00 Sögustund með Janusi.
Skemmtileg teiknimynd.
10.30 Jólagleði. Nokkrir krakkar hafa
velt því fyrir sér hvort jólasveinninn
sé virkilega til. Þeir rekast á jóla-
svein og hann segir þeim söguna
Jólagleði. Áður á dagskrá á að-
fangadag.
11.00 Æskubrunnurinn. Skemmtileg
teiknimynd um prinsessu frá öðr-
um heimi sem send er til jarðarinn-
ar í nám þar sem hún lendir í
skemmtilegum ævintýrum.
12.20 Öður til náttúrunnar Sígild tónlist
og fallegar landslagsmyndir.
13.00 Ávarp forseta íslands. Forseti
íslands flytur ávarp á nýju ári.
13.30 Innlendurfréttaannáll. Endurtek-
inn þáttur frá 30. desember síðast-
liðnum. Stöð 2 1990.
14.20 Erlendur fréttaannáll. Endurtek-
inn þáttur frá því í gær. Stöð 2
1990.
14.45 Pappirstungl (Paper Moon).
Skemmtileg fjölskyldumynd sem
segir frá feðginum sem ferðast um
gervöll Bandaríkin og selja biblíur.
Það eru feóginin Ryan O'Neil og
Tatum O'Neil sem fara með aðal-
hlutverkin og fékk Tatum óskars-
verðlaun fyrir leik sinn í myndinni.
Aðalhlutverk: Ryan O'Neil og Tat-
um O'Neil. Leikstjóri: Peter Bogd-
anovich. 1973.
16.25 Julio Iglesias. Stórkostlegir tón-
leikar með hjartaknúsarnum sjálf-
um.
17.15 Emil og Skundi. Við skildum síð-
ast við Emil litla í döprum hugrenn-
ingum. Hann botnaði hvorki upp
né niður í pabba sínum. Svo gerðu
foreldrar hans ekkert annað en að
rífast síðan þau byrjuðu að byggja
þetta hús. Hann komst að þeirri
niðurstöðu að líklega væri bara
best að strjúka að heiman. í dag
fylgjumst við með ævintýralegu
ferðalagi Emils og Skunda til afa
sem á heima á Ólafsfirði. Aðal-
hlutverk: Sverrir Páll Guðnason,
Guðlaug María Bjarnadóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Margrét Ólafs-
dóttir o.fl. Handrit og leikstjórn:
Guðmundur Ólafsson. Stjórn upp-
tökurGunnlaugur Jónasson.
17.55 Renata Scotto. ítalska sópran-
söngkonan Renata Scotto kemur
hér fram ásamt sinfóníuhljómsveit
Quebec undir stjórn Raffi Armen-
ian. Hún flytur hluta úr verkum
eftir Puccini, Verdi og fleiri.
19.19 19:19. Ferskar fréttir á nýju ári.
Stöð 2 1991.
19.45 Nýárskveðja sjónvarpsstjóra
Stöövar 2.
20.00 Áfangar. Ein af kirkjum Þorsteins
á Skipalóni er kirkjan á Munka-
þverá. Þar er klaustur, eins og nafn-
ið bendir til, og þar er minnisvarði
um Jón biskup Arason. Munk-
aþverá er fornt höfðingjasetur og
merkur sögustaður. Handrit og
umsjón: Björn G. Björnsson.
Myndataka: Jón Haukur Jensson.
Dagskrárgerð: María Maríusdóttir.
Stöð 2 1990.
Þriðjudagiir 1. janúar - Nýársdagur
20.15 Fiskurinn Wanda. (A Fish Called
Wanda). Frábær grínmynd um
þjófagengi sem rænir dýrmætum
demöntum, en sá hængur er á að
engum innan gengisins er hægt
að treysta því aö allir virðast svíkja
alla. Þetta er hreint út sagt frábær
grínmynd þar sem handrit og leikur
gegna aðalhlutverkinu. Þetta er
mynd fyrir alla fjölskylduna og
ætti enginn að láta hana fara fram
hjá sér. Aðalhlutverk: John Cleese,
Jamie Lee Curtis, Kevin Kline og
Michael Palin. Leikstjóri: Charles
Crichton. Framleiðendur: John
Cleese og Steve Abbott. 1988.
22.00 Hver drap Sir Harry Oakes?
(Passion and Paradise). Hann var
einn ríkasti maður í heimi og mjög
áhrifamikill á Bahamaeyjum. Þann
8. júlí árið 1943 var honum
grimmilega misþyrmt og síðan var
hann brenndur til dauða. En hver
drap Sir Harry Oakes? Sterkur
grunur fellur strax á éiginmann átj-
án ára gamallar dóttur Sir Harrys
Oakes en hún hafði gift sig gegn
vilja föóur síns. En hann er ekki
sá eini sem til greina kemur. Vel
gerð og spennandi sannsöguleg
framhaldsmynd í tveimur hlutum.
Aðalhlutverk: Armand Assante,
Catherine Mary Stewart, Mariette
Hartley, Kevin McCarthy og Rod
Steiger. Leikstjóri: Harvey Hart.
Framleiöendur: W. Paterson Ferns
og Peter Jeffries. 1989. Seinni
hluti er á dagskrá nk. fimmtudags-
kvöld.
23.35 Ósigrandi (Unconquered). Sann-
söguleg mynd sem byggð er á
ævi Richmonds Flowers yngri.
Árið 1955 var Richmond Flowers
sjö ára strákur sem þjáðist af asma
og gekk í bæklunarskóm en
dreymdi um að spila fótbolta. Á
táningsárunum heilsast honum
betur og kemst í skólafótboltaliðið.
Þegar hann neyðist til að hætta
þar vegna asmans reynir hann við
grindahlaup í staðinn. Á þessum
tíma ríkir mikill órói í Suðurríkjum
Bandaríkjanna vegna kynþáttahat-
urs og faðir hans, sem er mjög
frjálslyndur, verður fyrir barðinu á
Ku Klux Klan. En Richmond lætur
ekkert aftra sér og sækir um inn-
göngu í fótboltalið Tennessee há-
skólans. Aðalhlutverk: Peter Coy-
ote, Dermot Mulrooney og Tess
Harper. Leikstjóri og framleiðandi:
Dick Lowry. 1988. Bönnuð börn-
um.
1.30 Dagskrárlok.
9.00 Klukknahringing. Nýárshringing.
Kynnir: Magnús Bjarnfreósson.
Lúðraþytur.
9.30 Sinfónía nr. 9 í d-moll eftir Lud-
wig van Beethoven. Gwyneth
Jones, Hanna Schwarz, René
Kollo og Kurt Moll syngja meó
Fílharmóníu§veit Vínarborgar;
Leonard Bernstein stjórnar. Þor-
steinn Ö. Stephenssen les „Óðinn
til gleðinnar" eftir Friedrich Schiller
í þýðingu Matthíasar Jochums-
sonar.
11.00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Herra Ólafur Skúlason biskup
prédikar.
12.10 Útvarpsdagbókin og dagskrá
nýársdagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.Tónlist.
13.00 Ávarp forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur.
13.30 íslensk tónlist. - Hátíðarmars eft-
ir Árna Björnsson. Sinfóníuhljóm-
' sveit íslands leikur; Páll P. Pálsson
stjórnar. - „Völuspá" eftir Jón
Þórarinsson. Guðmundur Jónsson
syngur með Söngsveitinni Fíl-
harmóníu og Sinfóníuhljómsveit
íslands; Karsten Andersen stjórnar.
14.00 Nýársgleði Útvarpsins. Leikarar
og kór Leikfélags Reykjavíkur taka
á móti Jónasi Jónassyni í anddyri
Borgarleikhússins. Kórstjóri er Jó-
hann G. Jóhannsson (endurtekið
frá gamlárskvöldi).
15.05 Kaffitiminn. Þáttur í tali og tónum
í umsjá Bergþóru Jónsdóttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Óperusmellir. - Forleikurinn að
„Vilhjálmi Tell eftir Gioachino
Rossini. Hljómsveitin Fílharmónía
leikur; Siegel stjórnar. - „Una voce
poco fa, úr Rakaranum í Sevilla
eftir Gioachino Rossini. Edita
Gruberova syngur með hljómsveit.
- „E lucevan le stelle" úr Toscu
eftir Giacomo Puccini. Placido
Domingo syngur með hljómsveit.
- „Caro nome" úr Rigoletto eftir
Giuseppe Verdi. Edita Gruberova
syngur með kór og hljómsveit. -
„Dansinn um gullkálfinn" úr Faust
eftir Charles Gounod, Nikolai Ghi-
aurov syngur með hljómsveit og
Forleikurinn að „Rússlan og
Ljúdmílu" eftir Mikhaíl ívanovitsj
Glínka. Nýja Fílharmóníusveitin
leikur, J. Sandor stjórnar.
17.00 Listalífið á liðnu ári.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.20 Á vegamótum. Fólk af erlendu
bergi brotið, sem búið hefur lengi
á islandi, hugleiðir ísland og stað
þess í heimsmyndinni. Umsjón:
Þorsteinn Helgason.
20.00 Hinn eilífi Mozart. Tóntíst eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. -
Konertsinfónían í Es-dúr. Björn
Ólafsson leikur á'fiðlu og Ingvar
Jónasson á lágfiðlu með Sinfóníu-
hljómsveit íslands; Bodan Wo-
diczko stjórnar. - Flautukonsert í
D-dúr K 314 - Andante í C-dúr K
315. Manuela Wiesler leikur á
flautu með Sinfóníuhljómsveit is-
lands; Jean-Pierre Jacquillat
stjórnar.
21.00 „Riddari, jómfrú og dreki“, smá-
saga eftir Böðvar Guðmundsson
Höfundur les.
22.00 Fréttir. Orö kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.30 Þær syngja gleðibrag. Steinunn
Harðardóttir ræðir við Unni Hall-
dórsdóttur og Sigríði Gunnlaugs-
dóttur um gamanvísnasöng og
Unnursyngurnokkrarvísur. (Einn-
ig útvarpað 6. janúar kl. 16.20.)
23.10 Nýársstund í dúr og moll. Um-
sjón: Knútur R. Magnússon.
24.00 Fréttir.
0.05 Nýárstónar. - Forleikurinn að
óperunni Zampa eftir Ferdinand
Hérold. Hljómsveitin Fíladelfía
leikur; Eugene Ormandy stjórnar.
- Aría úr óperunni Mignon eftir
Ambroise Thomas. Beverly Sills
syngur með Konunglegu Fíl-
harmóníusveitinni; Charles Mack-
erras stjórnar. - Intermesso úr
óperunni Cavalleria Rusticana eftir
Pietro Mascagni. Fílharmóníu-
sveitin í Dresden leikur; Kurt Mazur
stjórnar. - Tvær aríur úr óperunni
Ævintýrum Hoffmanns eftir Jacq-
ues Offenbach. Tony Poncet og
Colette Lorand syngja með hljóm-
sveit; Robert Wagner. - Tvö atriði
úr ballettinum Petrúsku eftir Igor
Stravinskíj. Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leikur; Claudio Abbado
stjórnar. - Koma drottningarinnar
af Saba eftir Georg Friedrich
Hándel. Hljómsveitin St. Martin-
in-the-Fields leikur; Neville Marr-
iner stjórnar.
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
9.00 Morguntónar.
10.00 Úrval dægurmálaútvarps árs-
ins. Umsjón: Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson. (Endurtekinn þátturfrá
sunnudegi.)
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Ávarp forseta íslands, Vigdísar
Finnbogadóttur.
13.30 Bubbi og Björk á toppnum.
Gling gló á Borginni með Björk
og tríói Guðmundar Ingólfssonar
(hljóðritun frá Hótel Borg föstu-
daginn 21. des.).
15.00 Tónleikar Bubba Morthens á
Þorláksmessu, hljóðritun frá Hótel
Borg. (Endurtekinn þátturfrá Þor-
láksmessu.)
17.00 Kavíar! Lísa Páls leikur síðdegis-
tónlist.
19.00 Kvöldfréttir.
19.20 Guilskifan: „Und wieder wird es
Weihnachtszeit" með frönsku
sxingkonunni Mirelle Mathieu.
21.00 ÁtónleikummeðMoody Blues.
20.00 Kvöldtónar.
22.00 Söngur villiandarinnar. (Endur-
teknir þættir Guðrúnar Gunnars-
dóttur.)
0.10 í háttinn.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Næturnótur.
2.00 Fréttir. - Næturnótur halda áfram.
4.00 Vélmennið leikur nælurlög.
4.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur
áfram leik sínum.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flug-
samgöngum.
5.05 Róbótarokk.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flug-
samgöngum.
6.01 Morguntónar.
12.00 Gleðilegt ár. Hafþór Freyr Sig-
mundsson heilsar nýju ári með
pompi og prakt. 17.00 Kristófer
Helgason heilsar nýju ári.
22.00 Snorri Sturluson situr næturvakt
af sinni alkunnu snilld. Öll lögin
sem þú hefur beðið eftir því að
heyra verða til staðar., hattar, knöll
og allt vitlaust.
2.00 Næturvakt með Þráni Brjánssyni
sem verður í essinu sínu. Síminn
verður opinn og númerið er
611111.
8.00 Freymóður blessaður Sigurðsson
alltaf i áramótaskapi. Við heilsum
nýju ári eins og við kvöddum hitt
með nýjustu og ferskustu tónlistina
á tæru.
FMfaOÍ)
AÐALSTOÐIN
8.00 Þægileg tónlist á nýju ári.
12.00 Hátíð í bæ. Hátíðartónlistardag-
skrá.
16.00 Á nýju ári. Tónaflóð með Ijúfu
yfirbragði.
0.00 NæturvakL
FM#957
10.00 Gleöilegt ár. ívar Guðmunds-
son heilsar nýju ári og rifjar upp
sitt af hverju frá liðnu ári.13.00
Valgeir Vilhjálmsson.
16.00 Valgeir Vilhjálmsson.
19.00 Sverrir Hreiðarsson.
22.00 Ragnar Vilæhjálmsson.
9.00 Áramótatónlist Rótarinnar.
14.00 Jón Örn meö blandaða tónlist.
19.00 Einmitt
21.00 Viö við viðtækið.
ALrA
FM-102,9
13.00 Blönduð tónlist
18.00 Dagskrárlok.
11.00 Krikket.
11.30 The Young and the Restless.
12.30 Sale of the Century.
13.00 True Confessions.
13.30 Another World.
14.15 Loving.
14.45 Heres^Lucy.
15.15 Bewitched.
15.45 The DJ Kat Show. Barnaefni
17.00 Lost in Space. Vísindaskáldskap-
ur.
18.00 Family Ties. Gamanmyndaflokk-
ur.
18.30 Sale of the Century. Getrauna-
þátíur.
19.00 Love at First Sight. Getraunaleik-
ir.
19.30 Doctor, Doctor.
20.00 TBA.
20.30 Wherewolf.
22.00 Love at First Sight.
23.30 Krikket.” Yfirlit.
★ ★ *
EUROSPÓRT
*****
7.30 Eurobics.
8.00 Waterskiing.
9.00 N.H.L. íshokký.
10.00 International Motor Sport.
11.00 1990 College Championshlps.
12.00 Eurobics.
12.30 Kappróöur.
13.00 HM í skautum.
14.00 Tennis.Hopman Cup.
18.00 Mörk úr spænsku knattspyrn-
unni.
19.00 Fjölbragðaglíma.
20.00 Hnefaleikar.
21.00 Rose Bowl Parade.
22.00 Rose Bowl Parade. Bein útsend-
ing.
24.00 Tennis.Hopman Cup
SCREENSPORT
7.00 Skautar.
8.30 Moto News.
9.00 íshokki.
11.00 Körfuknattleikur.
13.00 Rugby Review.
14.00 The Sports Show.
15.00 Hestaiþróttir..
15.30 Hnefaleikar. Atvinnumenn í
Bandaríkjunum.
17.00 Powersports International.
18.00 íþróttafréttir.
18.00 Knattspyrnan á Spáni.
18.30 Miami-TBA (Fótbolti).Bein út-
sending.
22.30 Snóker.
00.30 Sport En France.
Stöö 2 kl. 16.25:
....
Hjartaknúsarinn Juiio Igles-
ias flytur sín bestu lög á
Stöð 2.
Einn söluhæsti dægur-
lagasöngvari allra tíma er
Julio Iglesias, hinn mikli
hjartaknúsari. Julio syngur
á spænsku og ensku og ná
vinsældir hans langt út fyrir
þessi tvö málasvæði. Þessi
þáttur var tekinn upp á tón-
leikum sem hann hélt í Mex-
íkó. Julio flytur öll sin bestu
lög með þeim tilþrifum sem
honum einum er lagið. -J J
Gömlu húsunum í Flatey er vel haldið við.
Sjónvarp kl. 20.35:
Blómatíð í bókaey
Samtíðarmenn eiga næsta
erfitt með að gera sér í hug-
arlund hvílíkan sess hin
Utla Flatey á Breiðafirði
skipaði í menningu og fram-
förum í íslensku samfélagi
nítjándu aidarinnar. Ber
þar hæst tímaskeiðið frá
1822 til 1850, er eyjan var
byggð stórhuga athafna-
mönnum er ekkert létu sér
fyrir brjósti brenna. Útvegs-
bændur á borð við þá Ólaf
Sívertsen og Brynjólf
Bjarnason höfðú mikil um-
svif í eynni, fluttu hús sín
tilhöggvin frá Noregi, létu
smíða fór í eynni er höfð
voru til milhlandasiglinga,
auk þess sem þeir hlúðu að
fátækum efnispiltum og
styrktu þá til dáða. í hópi
þeirra sem Brynjólfur og
Ólafur aðstoðu voru m.a.
GísU Brynjólfsson, Matthías
Jochumsson og Sigurður
málari.
í eynni reis til að mynda
fyrsta almenningsbókasafn
er stofnað var hérlendis,
auk fyrstu menntastofnana
fyrir sjómenn og bændur,
svo nokkuö sé nefnt.
í þættinum Blómatíð í
bókaey, sem Helgi Þorláks-
son, sagnfræðingur hjá
Árnastofnun, hefur umsjón
með, eru vaktar upp hinar
fyrri dáðir í sögu eyjarinnar
og svipast um á slóðum
hinna horfnu framfara-
manna.
Sjónvarp kl. 18.00:
Milli fjalls og fjöru
Kvikmyndin Millifjalls og sem gerist á öldinni sem leið
fjöru var gerð af Lofti Guð- og fjallar um viðskipti
mundssyni og frumsýnd í sýslumannsms og kotungs-
Gamla bíói hinn 13. janúar sonarins sem ákærður er
1949. Loftur var alit í öllu fyrir sauðaþjófnað. Smáást-
myndinni; handritshöfund- arævintýri fléttast síðan inn
ur, stjórnandi, kvikmynda- í söguna. í myndinni þreytir
tökumaðurogframleiðandi. Gunnar Eyjólfsson frum-
Myndin er í lit og tekin á 16 raun sína sem leikari að
nun fllmu. loknu leiklistarnámi.
Þetta er sveitalifsmynd -JJ
Ráslkl. 21.00:
Riddari, jómfrú
og dreki
Riddari, jómfrú og dreki
er titill á nýrri smásögu
Böðvars Guðmundssonar
sem lesin verður á rás 1 á
nýársdag. Böðvar er fyrir
löngu orðinn þjóðkunnur
fyrir leikrit sín og ljóð og
nú um jól sendi hann frá sér
sína fyrstu skáldsögu.
Riddari, jómfrú og dreki
fjallar um riddarann hug-
umprúða, heilagan George,
sem drepur drekaóféti og
bjargar þannig jómfrúnni
frá bráðum bana. Sam-
kvæmt formúlunni hefði
hann þannig átt að vinna
hug hennar og hjarta en
jómfrúin er hið mesta ólík-
indatól og málin þróast tals-
vert á annan veg en riddari
hafði ætlað þegar hann lagði
drekann voðalega að velli.
Sagan hefst suður í Evrópu
Lesin verður ný smásaga
eftir Böðvar Guðmundsson.
en leikurinn berst hingað
upp til íslands þar sem ridd-
arinn situr í sögulok uppi
með hrennandi spurningu:
Sprettur dreki af dreka?