Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. Fréttir Flugleiðir auglýstu eftir flugfreyjum: 800 manns sóttu um Um 800 manns sóttu um flugfreyju- stöður sem Flugleiðir auglýstu lausar til umsóknar á dögunum. Að sögn Einars Sigurðssonar vita menn ekki til þess að svo margir hafi sótt um einstök störf hjá félaginu. Ekki er búið að ráða í stöðumar og óvíst er hve margar flugfreyjur, eða flug- þjónar, verða endanlega ráðnar. Geta þær orðið allt að 50 tals- ins. Umsækjendur voru allir á aldrin- um 20-27 ára. Um 8 af hverjum 10 umsækjendum voru stúlkur. Einar sagði að ef allir umsækjendur hefðu verið stúlkur hefði það þýtt að 5-0 Rómantikin í kringum flugfreyjustörfin virðist blómstra sem aldrei tyrr. DV-mynd GVA prósent þessa aldurshóps hefðu sótt um störfin. 375 umsækjendur voru teknir í við- tal um helgina og vom 17 kennslu- stofur í Verslunarskólanum fengnar að láni til þess. Mikill áhugi var merkjanlegur meðal umsækjenda. Einar sagði menn velta því fyrir sér hvers vegna viðbrögin við auglýsing- unni hefðu verið svo mikil en væru htlu nær. Sem fyrr virtust flugfreyju- störf vera mjög eftirsótt. Flugleiðir auglýstu eftir flugfreyjum fyrir nokkrum árum en þá bárust ekki svona margar umsóknir. -hlh Norðurland eystra: Sigurður í 2. sæti hjá krötum Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyii Framboðslisti Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur ekki verið tilkynntur, en ýmislegt hefur gengið á við að koma saman listanum frá því úrslit prófkjörs kratanna sem fram fór í lok október lágu fyrir. Sigbjörn Gunnarsson, verslunar- maður á Akureyri hlaut efsta sætið í prófkjörinu og mun skipa það sæti á listanum. Hinsvegar sagði Hreinn Pálsson, bæjarlögmaður á Akureyri sig frá 2. sætinu sem hann hlaut í prófkjörinu, og Amór Benónýsson sem hafnaði í 4. sæti lýsti því einnig yfir að hann myndi ekki taka sæti á listanum. Þeir kratar sem DV hefur rætt viö segja að engin óeining sé innan flokksins í kjördæminu, en vissulega hafi þessar „uppákomur“ skapaö vandamál. Nú er talið fullvíst að Sig- urður Amórsson, framkvæmda- stjóri á Akureyri sem hafnaði í 3. sæti í próflkjörinu taki 2. sæti listans, og Pálmi Ólafsson skólastjóri á Þórs- höfn 3. sætið, en hann varö í 5. sæti prófkjörsins. Alþýðuflokkurinn á einn þingmann í kjördæminu, Áma Gunnarsson, en hann fer sem kunn- ugt er fram fyrir flokkinn á Suður- landi. Harður árekstur varð við Stekkjarbakka í Breiðholti um hádegi á laugardag. Tveir bilar rákust saman og skemmd- ust mikið. Nota varð klippur til þess að ná ökumanni annars bílsins úr flakinu. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. -Pá/ DV-mynd S Isafjarðardjúp: Brú yf ir Mjóafjörð í athugun Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði: Fram eru komnar hugmyndir um brú yfir Mjóafjörð við ísafjarðardjúp. Búið er að gera frumathugun á mál- inu og bendir hún til þess að rétt sé að kanna hugmyndina betur. Gert er ráð fyrir hengibrú sem færi yfir í Hrútey að sunnanverðu, en síðan yrði fyllt upp að norðanverðu þar sem einungis er um 5-6 metra dýpi. Kristján Kristjánsson, umdæmis- tæknifræðingur hjá Vegagerðinni á ísafirði, sagði að samkvæmt frumút- reikningum mundi þessi fram- kvæmd kosta um 500 milljónir króna. Er það svipað og kosta mundi að byggja upp veginn inn fjörðinn og yfir Fjall, um Hestakleif. Það mælir hins vegar með brúnni að vegir niðri við sjó eru ódýrari í rekstri. Að sum- arlagi mundi brú lengja leiðina um 8.1 km, en að vetrarlagi, miðað við ófæra heiði, mundi leiðin styttast um 26.1 km. Hugmyndin gerir ráð fyrir að firð- inum verði lokað fyrir bátum, þannig að hún stendur og fellur með því hvort slíkt er verjandi, m.a. vegna rækjuveiða. Guðmundur gefst upp Þegar Guðmundur G. Þórarins- son tapaði í prófkosningum fram- sóknarmanna í Reykjavík fyrir Finni Ingólfssyni lýsti hann yfir því að sigurvegaramir væru bófa- flokkur frá Chicago. Guðmundur neitaði að taka mark á úrslitunum og hótaði sérframboði. Óskaði raunar eftir því að bjóða fram und; ir BB og sagði frá því í blöðunum aö hann hygði á framboð um land allt. Var greinilegt að hér var ridd- ari réttlætisins á ferðinni og fór mikinn. Óttuðust framsóknar- menn þetta upphlaup Guðmundar og gerðu tilraun til að fá Steingrím til að taka fyrsta sætið í Reykjavík og Finnur Ingólfsson varð svo hræddur aö hann gaf sætið eftir til Steingríms. Rjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Guðmundur fékk ekki BB og Framsókn fékk ekki Steingrím til Reykjavíkur, af því hann var vin- sælli í Reykjanesi en í Reykjavík og Steingrímur getur bara verið í framboöi í einu kjördæmi 1 einu'. i staöinn fyrir Steingrím fór Fram- sóknarflokkurinn í Reykjavík fram á að Ásgeir Hannes Eiríksson tæki sæti á listanum og hvort sem það var bófaflokkurinn sjálfur eða Ás- geir Hannes sem réði því, þá gaf Guðmundur G. Þórarinsson loks út yfirlýsingu nú um helgina þess efnis að hann væri hættur við að bjóða fram. Hann hefur dregið sig í hlé frá pólitíkinni og segist ætla að stunda verkfræði í framtíðinni. Þetta er út af fyrir sig skynsamleg niðurstaða hjá Guðmundi. Hann er mikið betur kominn í verkfræði heldur en pólitík án þess að Dag- fari sé að halda því fram að verk- fræðin sé betur sett með Guömund. En pólitíkin er það áreiðanlega, enda er ekkert pláss fyrir græn- ingja eins og Guðmund G. Þórar- insson í póhtík, þar sem bófaflokk- ar frá Chicago ráða ferðinni. Að minnsta kosti í Framsókn. Guðmundur segir að ákvörðun hans sé tekin vegna þess að gríðar- legur fjöldi framsóknarmanna hafi hringt í hann og beðið hann um að fara ekki fram. Þetta er nýstárlegt í pólitík. Venjulega halda frambjóð- endur því fram að kjósendur hringi unnvörpum í þá til að skora á þá að fara fram. En í þetta skiptið fær frambjóöandi upphringingar þar sem hann er beðinn um að fara ekki fram. Skilur maöur nú betur en áður hvers vegna Guðmundur fékk ekki kosningu hjá Framsókn. Framsóknarmenn í Reykjavík biðja til guðs um að Guðmundur verði ekki í framboði og hringja jafnvel í hann sjálfan til að komá í veg fyrir það. Ekki er von að Guð- mundur fái mörg atkvæði hjá þessu fólki þegar enginn vill hann í fram- boð og maður gengur undir manns hönd til að biðja hann um að fara ekki fram. Guðmundur segist hafa orðið við þessari beiðni vegna þess að hann vill ekki eyðileggja tuttugu ára uppbyggingarstarf sitt í Reykjavík í þágu Framsóknarflokksins. Þetta er göfugmannleg yfirlýsing í ljósi þess að uppbyggingin leiddi til þess aö Guðmundur féll fyrir bófaflokki í þessum sama flokki og styrkur hans er svo mikill að framsóknar- fólkiö kemur til hans í hópum til að vara hann við að bjóða sig fram! Það má ekki hrófla við bófaflokkn- um, það má ekki styrkja flokkinn með BB framboði og það er betra að fá Ásgeir Hannes Eiríksson á framboðslista Framsóknar frekar en að Guðmundur eyðileggi upp- bygginguna í höfuðborginni með því að gefa kost á sér. Nú ætlar Guðmundur G. Þórar- insson að snúa sér að verkfræðinni og láta bófaflokkana um að taka við uppbyggingunni og Framsókn- arflokknum í Reykjavík. Þetta er sem sagt niðurstaðan og árangur- inn af tuttugu ára þrotlausu starfi Guðmundar í þágu Framsóknar- flokksins. Veröur ekki annað sagt en að framlag þessa góða manns hafi skilað nokkru í pólitíkinni og ekki nema von að hann dragi sig í hlé. Pólitíkin þarf ekki lengur á Guðmundi að halda, Framsókn þarf ekki lengur á honum að halda og vinir Guðmundar þurfa ekki lengur á honum að halda. Hans mál eru í höfn. Nú er vegurinn beinn og breiður fyrir bófaflokkinn. Með bófaflokk- inn hreinræktaðan í framboði er Finnur Ingólfsson réttur maður á réttum stað. Nú þurfa þeir ekki lengur að villa á sér heimildir. Þökk sé Guðmundi G. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.