Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. Viðskipti______________________________________________________________________dv Samvinnuferðir-Landsýn semja um leiguflug næsta sumars: Atlantsflug fékk allt leiquflug til sólarianda „Flugleiðir hf. lækkuðu sitt fyrra tilboð í leiguflugið umtalsvert. Samt er tilboð Atlantsflugs hf. hagstæðara hvað verö snertir. Því var ákveðið á stjómarfundi að taka tilboði þess í allt leiguflug til sólarlanda í ár. í til- boði Flugleiða hf. var gert ráð fyrir kvöldflugi en Atlantsflug hf. býður upp á dagflug, sem skiptir verulega miklu máli,“ sagði Helgi Jóhanns- son, forstjóri Samvinnuferða-Land- sýnar í samtali við DV. Að sögn Helga hefur verið gengið frá samningi við Flugleiöir um 7 þús- und sæti í áætlunarflugi. Eins hefur verið samið við Flugleiðir hf. um leiguflug til Vínarborgar, Winnipeg í Kanada og til Norðurlandanna. Þar er þó um mun færri sæti að ræða en í sólarlandafluginu. Samvinnuferðir-Landsýn hafa ver- ið lang stærsti viðskiptavinur Flug- leiða hf. í nokkur undanfarin ár. í fyrra voru viðskiptin upp á 800 millj- ónir króna. Þáttur Flugleiða hf. í leiguflugi til sólarlanda hefur minnkað umtals- vert við þetta og eins hitt að ferða- skrifstofan Veröld hefur samið við spánska flugfélagið Oassis um sitt sólarlandaflug í ár alveg eins og í fyrra. -S.dór Togskipið Oddeyrin: ■■ Gylfi KrÍEtjánason, DV, Akureyn: Útgerðarfyrirtækið Samheiji hf. á Akureyri hefur sýnt áhuga á að eignast hlut meðeigenda sinna í togskipinu Oddeyri sem Samherji gerir út. Akureyrarbær er stærsti eigna- raöili skipsins, á um 40% af hlut- afé þess, en í grófum dráttum má segja að Samherji og Niðursuðu- verksmiöja K. Jónssonar eigi aö jöfnu hinn liluta skipsins. Sam- herji mun einnig hafa áhuga á að kaupa hlut K. Jónssonar. „Þeir Samherjamenn hafa lýst áhuga sínum á þessum kaupum og það mál er í skoðun,“ segir HaildÓr Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Bænum er i sjálfu sér enginn akkur i því aö eiga hlut í þessu fyrirtæki áfram heldur má segja að hér sé gott dæmi um mál þar sem bærinn lagði til fjármagn í atvinnurekstur og gæti verið jákvætt að hann losaði það fjár- magn aftur, ekki síst þegar aðrír sem í þeim rekstri standa sýna áhuga á að kaupa.“ Halldór sagði aö erindi Sam- herja hefði verið tekið með já- kvæöu hugarfari og það væri i skoðun þessa dagana. „Menn þurfa hins vegar aö átta sig á því hvaða verömæti er verið að ræða um og skoða efnahags- og rekstr- arstöðu fyrirtækisins. En ég get sagt aö það sé vilji fyrir því að þetta geti gerst,“ sagði Halldór. Adolf Thorarensen flugvallarstjóri á flugvellinum á Gjögri. Flugstöðin er í baksýn. Einnig sést dráttarvélin sem notuð er til þess að moka snjó af flugbrautinni. DV-mynd Magnús Ólafsson Lífæð Árneshrepps á Ströndum Magnús Ólafeson, DV, Ströndum: Flugvöllurinn á Gjögri er sannköU- uð lífæð íbúa Ámeshrepps á Strönd- um. Landleiðin frá Hólmavík er ófær langtímum saman ár hvert og strandferðir skipa strjálar. Með þeim fara aðallega þungaflutningar en all- ir fólksflutningar og póstur fer með fluginu. Þannig kemur mjólkin einn- ig og ýmsar aðrar nauðsynjavömr. Að sögn Adólfs Thorarensen flug- vaUarstjóra er Arnarflug með áætl- un tU Gjögurs tvisvar í viku og stund- um koma flugvélar þangað oftar. T.d. kemur læknir fljúgandi frá Hólma- vík á þriggja vikna fresti. Flugbraut- in var lengd í sumar og er nú 970 metrar. Ljós eru á brautinni. Kaup Akureyringa á Viking Brugg: Hundruð milljóna ber enn á milli Sigurður Sverrisson, DV, Atamesi; Verndaður vinnustaður hér á Akranesi festi fyrir stuttu kaup á lítilli plastverksmiðju frá Reykja- vík. Tækjabúnaður hefur þegar verið settur upp og er framleiðsla að hefjast. Að sögn Einars Guö- mundssonar, framkvæmdastjóra Vemdaös vinnustaöar, þarf aö bæta við 2-3 starfsmönnum vegna plastframleiðslunnar. Plastverksmiðjan, sem hér um ræðir, hefur einkum framleitt plasthluti í tengslum við raí- magnsiðnaöinn en að sögn Einars er ætlunin að nýta tækjabúnað- inn til þess að framleiða meðal annars einnota plastglös undir lyfjaskammm. Þauglöshafa fram til þessa verið framleidd erlendis en þeim hefur verið pakkað á Akranesi. - höfum ekkert 1 þetta aö gera á meðan svo er segir bæjarstjórinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Á meðan svona mikiö ber á milli varðandi verð þá gerist ekkert í mál- inu. Meginmálið er að ef annar aðil- inn vill selja á miklu hærra verði en hinn aðilinn er tilbúinn til aö borga, þá gerist ekkert," segir Halldór Jóns- son bæjarstjóri á Akureyri um hugs- anleg kaup Akureyrarbæjar og fleiri aðila á Akureyri á verksmiðju Viking Brugg. Samkvæmt heimildum DV er það ekki lítið sem ber á milli aðila varð- andi hugsanlegt verð á verksmiðj- unni, eða um 400 milljónir króna. Halldór Jónsson sagði að sér virtist einnig að þar sem rekstur fyrirtækis- ins væri í fullum gangi sæi hann ekki að neitt ýtti á um sölu fyrirtæk- isins af hálfu eigenda þess. „Ég sé ekki að við höfum neitt inn í þetta mál að gera eins og staðan er núna. Áhugi okkar á þessu máli hef- ur stjómast af því að við viljum að þessi rekstur verði hér til staðar, það sig inn í rekstur fyrirtækja, en ef þaö upp koma þá væri það þess virði að er ekki márkmlð 'bséjarins að kaupa yrði til aö leysá úr erfiðleikum sem skoða það,“ .sagði Halldór. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3-3,5 Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6mán. uppsögn 4-4,5 Sp 12mán. uppsögn 5 Lb.ib 18mán. uppsögn 10 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp Sértékkareikningar 3-3,5 Lb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 * Allir 6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Allirnema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 ib Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12-12,6 Sp Vestur-þýskmörk 7,75-8 Bb.Sp Danskar krónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv-) 13,75 Allir -*'Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf ♦13,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5 Allir Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-8,75 Lb ÚtlántilframleLslu Isl.krónur 13,25-14 Lb SDR 10,5-11,0 Lb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema Sp Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Lb.ib Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Óverðtr. jan. 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8,2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2969 stig Lánskjaravisitala des. 2952 stig Byggingavísitala jan. 565 stig Byggingavísitala jan. 176,5 stig Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,322 Einingabréf 2 2,880 Einingabréf 3 3,497 Skammtímabréf 1,785 Kjarabréf 5,234 Markbréf 2,780 Tekjubréf 2,036 Skyndibréf 1,551 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,548 Sjóðsbréf 2 1,809 Sjóðsbréf 3 1,772 Sjóðsbréf 4 1,526 Sjóðsbréf 5 1,066 Vaxtarbréf 1,7953 Valbréf 1,6828 Islandsbréf 1,104 Fjórðungsbréf 1,058 Þingbréf 1,104 Öndvegisbréf 1,093 Sýslubréf 1,111 Reiðubréf 1,084 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88 Eimskip 5,57 5,85 Flugleiðir 2,43 2,55 Hampiðjan 1,72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1,76 1,84 Eignfél. Iðnaðarb. 1,89 1,98 Eignfél. Alþýðub. 1,38 1,45 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 Islandsbanki hf. 1,38 1,45 Eignfél. Verslb. 1,36 1,43 Dliufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,20 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1.07 1,12 Skeljungur hf. 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,68 Olís 2,12 2,25 Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1,01 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.