Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. Sviðsljós Karólína prinsessa: Leggur á borð fyrir látinn mann sinn > ■»* m eins og hann hafi aðeins brugðið sér frá Við höfum áður sagt frá því að Karólína Mónakóprinsessa hafi átt í erfiðleikum með að skýra börnum þeirra Stefano frá dauða hans. Nú er svo komið að furstafjölskyldan er farin að hafa verulegar áhyggjur af málunum. Ekki er nóg með að Karólína veigri sér við því að segja börnum að faðir þeirra sé látinn heldur lætur hún eins og hann hafl rétt aðeins brugðið sér af bæ og sé væntanlegur innan tíöar. Við mál- tíðir á heimili þeirra lætur hún leggja á borð fyrir Stefano. Hún hefur sagt börnunum að faðir þeirra hafi farið í ferðalag og krakkamir, sem eru þriggja, fjög- urra og sex ára, standa enn í þeirri trú að faðir þeirra snúi fljótlega heim. Þegar börnin fá óþekktarköst, sem jafnvel tiginborin börn fá víst rétt eins og önnur börn, segir Karó- lína þeim að hafa sig hæg og spyr þau hvað þau haldi að faðir þeirra segi þegar hann komi heim og frétti af þessu. Karólína hefur að mestu haldið síg inni við eftir að maður hannar fórst. Einu skiptin sem hún fer út úr húsi er þegar hún fylgir elsta syninum í skólann ásamt tveimur lífvörðum. Vegalengdin frá heimili þeirra að skólanum er aðeins um 200 metrar en Karólína tekur á sig krók til að þurfa ekki að ganga framhjá kirkjugarðinum þar sem maður hennar liggur grafinn. Um allt hús heima hjá henni hanga myndir af Stefano, skrifstof- an hans er eins og daginn sem hann gekk þaðan út og ekki hefur verið hróflað við fatnaði hans sem enn hangir í fataskápum hans. Fjöl- skyldan hefur miklar áhyggjur af andlegu heilsufari þrinsessunnar og hefur jafnvel lagt til að hún leiti sér aðstoðar hjá doktor Sála. H.Guð. Karólína prinsessa neitar að horfast í augu við að maður hennar 'sé látinn^^ Aukablað Bílar 1991 Á morgun mun aukablað um bíla fylaja DV. í þessu aukablaði verður Qallað um nýja bíla af árgerð 1991 sem bílaumboðin koma til með að bjóða upp á, auk þess sem ýmsu öðru efni varð- andi bíla verða gerð skil í blaðinu. Bílar 1991 20 síður - á morgun Sunddeildarkrakkarnir á Selfossi fóru i bíó til Reykjavíkur að iokinni dósa- söfnun. DV-mynd Kristján 14 þúsund tómar flöskur Kristján Einaisscm, DV, Seifossi: Eftir hver áramót ganga félagar Sunddeildar Selfoss í öll hús bæjar- ins og biðja húsráðendur að styrkja deildina með því að láta af hendi tóm- ar öl- og gosdrykkjaflöskur. Mikil vinna liggur að baki þessari fjáröfl- un, foreldrar aka um á bílum sínum með kerrur í eftirdragi og ungling- arnir safna umbúðunum í svarta plastpoka. Sunddeildarfólki er ávallt vel tekiö og afraksturinn síðastliðin áramót varð 14 þúsund umbúðir sem flokka verður og koma í sölu. Söfnun þessi er orðin fastur liður í lífi bæjarbúa um áramót og eru margir búnir að flokka umbúðirnar og hafa þær til- búnar í pokum þegar krakkarnir beija á dymar. Ánægt starfsfólk sýslumannsembættisins í nýju húsnæði: Sýslumanns- hjónin Aðalheiður B. Ormsdóttir og Haildór Jónsson, Fanney Maríasdóttir, Ásta Ragnarsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Sigriður Aradóttir, Hildur Haf- steinsdóttir, Elsa Sveinsdóttir, Sigríður Friðjónsdóttir, Sigurgeir Þórarinsson og Rögnvaldur Gíslason. Á myndina vantar Sísí Steindórsdóttur. DV-mynd Þórhallur Sysluskrifstofumar flytja Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Það vom ánægjuleg tímamót hjá starfsfólki sýslumannsembættisins á Sauðárkróki á mánudag þegar skrif- stofurnar fluttu í nýtt og glæsilegt húsnæði á efri hæð Suðurgötu 1. „Jú, það er gleðilegt að vera komin hing- að. Það vom allir orðnir yfir sig þreyttir á þrengslunum á Grundar- stígnum," sagði Halldór Þ. Jónsson sýslumaður. Reyndar var húsnæðið tilbúið um miðjan september í haust en ekki varð af flutningum fyrr sökum þess að fjármuni vantaði fyrir húsgögn- um og búnaði. Húsnæði sýslumanns- embættisins stækkar nú úr 100 fer- metrum í tæpa 450 fermetra. Sigurður Björnsson afhendir Svani Geirdal bílinn. Lengst t.v. er Gisli Björns- son. DV-mynd Árni S. Árnason Akranes: Ný, fullkomin sjúkrabifreið Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Akranesdeild Rauða kross íslands tók fyrir stuttu í notkun nýjan sjúkrabíl, fjórhjóladrifinn Ford Ec- onoline. Bíllinn er einn fullkomnasti sjúkrabíll á landinu, búinn öllum nýjustu tækjum, m.a. fyrir hjarta- sjúklinga. Gísli Björnsson, formaður Akra- nesdeildarinnar, afhenti Sigurði Ól- afssyni, forstjóra Sjúkrahúss Akra- ness, bílinn fyrir hönd deildarinnar. Samkvæmt lögum á heilsugæslu- stöðin að sjá um sjúkraflutninga en samningur við lögregluna þar að lút- andi hefur verið framlengdur. Sig- urður afhenti því Svani Geirdal yfir- lögregluþjóni bílinn til varðveislu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.