Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1991, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991. 25 LífsstOI Sala áfengis hjá ÁTVR: Samdráttur í sölu sterkr a ví na -19 tegundir af rúmlega 400 með rúmlega 34% heildarsölunnar Mesta nýjabrumið virðist nú af bjórnum en neysla landsmanna dróst verulega saman á milli áranna 1989-90. Magntölur um sölu áfengis á síð- asta ári liggja nú fyrir. Sala á sterk- um vínum dróst saman um 3,29% frá árinu 1989 en samdráttur í sölu sterkra vína nam tæpum 20% á milli áranna 1988-89. Sá samdráttur var útskýrður iheð tilkomu bjórsins. Nú bregður svo við að sala á bjór dregst saman um 10 af hundraði miðað við söluna árið 1989, sé miðað við alkó- hóllítra. Á árinu 1989 var reiknað meðaltal alkóhóllítra á mann, 15 ára og eldri, 4,13 lítrar. Þessi tala lækk- aði niður í 3,93 á árinu 1990. Það sam- svarar því að heildarsamdráttur í áfengisneyslu landsmanna sé 4,85%. Verðhækkanir á áfengi síðustu 16 mánuði virðast haldast nokkurn veg- inn í hendur við verðbólguna. Landsmenn eyddu 7.464 milljónum króna í áfengiskaup hjá ÁTVR á ár- inu 1990. Það eru 8.995 þúsundir htra eða 1.001.816 alkóhóllítrar. Áfengis- sala í Fríhöfninni og neysla á bruggi og smygluðu áfengi er ekki talið með. Ljóst er þó að ef hægt væri að henda reiður á því hvað sú neysla er mikil myndi heildartalan hækka töluvert. Einstakar tegundir vinsælar Innan ákveðinna vöruílokka virð- ast einstakar tegundir njóta vin- sælda. Sala á einni tegund innan vöruflokks áfengis getur jafnvel numið meira en helmingi heildarsöl- unnar. Til dæmis er salan á ljósu rommi frá Bacardi 61,3% heildarsölu á rommi. Hér á eftir eru taldar upp helstu tegundir áfengis sem njóta mestra vinsælda innan vöruflokka. Af rauðvínum eru tvær tegundir vinsælastar. Vin Du Pays De L’He- rault Red er í þriggja lítra plastum- búðum. Af þeirri tegund seldust 8539 alkóhóllítrar (ahl). Piat de Beaujolais kemur næst með 6822 ahl. Hlutdeild þessara tveggja tegunda af heildar- sölu rauðvína var 28,3%. Til eru 82 rauðvínstegundir á lista ÁTVR en þessar tvær tegundir ejga meira en ijórðung sölunnar. Vinsælustu hvítvinstegundir eru þýska hvítvínið Hochheimer Daub- haus og kaliforníska hvítvínið Chablis. Þau seldust samtals í 6867 ahl. Daubhaus seldist heldur betur, eða samtals 3948 ahl, en af Chablis 2919 ahl. Hlutdeild þeirra pf heildar- hvítvínssölu var 20,1%. Áf rósavín- um nýtur Mateus langmestra vin- sælda með 71,5% heildarsölu. Af Mateus seldust 2814 ahl á árinu. Af kampa- og freyðivínum er Asti Spumante Gancia vinsælast. Sala í ahl var 2385 og heildarhlutdeild 22% á móti öðrum tegundum kampa- og freyðivíns. Hunts Exquisite Old White seldist mest portvínstegunda. Sala á portvíni er ekki sérlega mikil hér á landi. Heildarmagn var 2717 ahl, þar af seldust 852 ahl af Hunts E.O.W. sem er 31% af heildarsölu portvína. Hið gamalkunna Bristol Cream selst best af sérrítegundum en af því seldust 5429 ahl. Það samsvarar 39,4% af heild. Af vermúti er tegund- imar Martini Bianco og Martini Sweet álíka vinsælar þó að Bianco hafi heldur vinninginn. Heildarsalan á þeim tveimur tegundum var 5677 ahl sem skiptist í 3008 og 2669 ahl. Tvær koníakstegundir voru áber- Neytendur andi vinsælastar. Það eru Camus Celebration, sem seldist í 5553 ahl, og Remy Martin VSOP en sala þeirra tegundar nam 4235 ahl. Heildarhlut- deild þeirra tveggja nam 42,9 af hundraði. Hinar ýmsu tegundir viskís eru fjölmargar. íslendingar virðast þó halda sérstaklega upp á eina tegund. Það er skoska viskíið Ballantine’s en sala þess var mikil, bæði á 6 ára gömlu og 12 ára. Heildarsala á 6 ára gömlu Ballantine’s var 9279 ahl en 6583 á 12 ára. Markaðshlutdeildin er 27,1%. Það er há tala ef tekið er mið af því að viskítegundir á hsta ÁTVR eru 26 talsins. Af brennivíni kemur fáum á óvart að íslenskt brennivín hefur 77,4% hlutdeild af heildarsölu. Alkóhóllítr- ar eru 63.362 sem er þó umtalsverð minnkun frá árinu 1989. Samdráttur í sölu brennivíns frá 1989-1990 nam tæpum 14%. Hjá ÁTVR eru 13 teg- undir af vodka eru til sölu en af þeim er Smirnoff greinilega vinsælast. Sala á Smirnoff vodka nam hvorki meira né minna en 83.372 ahl, en það er 32,1% af heildarsölu vodkateg- unda. Gintegundir eru ekki margar til sölu hjá ÁTVR, aðeins 5. Beefeater er áberandi vinsælast með nær helmings hlutdeild, eða 47,27%. Sal- an á Beefeatér var’ 19.318 ahl. Romm virðist hafa verið tískudrykkurinn á árinu 1990 en aukning í sölu romms frá árinu 1989 nam 11,52% ef miðað er við ahl. Af rommtegundum hefur Bacardi alltaf verið ráðandi á mark- aðnum en ljósa tegundin af því nam 61,3% heildarsölu rommtegunda. í ahl var það 15.868. Bjórneyslan dróst saman Bjórneysla landsmanna dróst sam- an frá árinu 1989 og þykir það eðlileg þróun. Mesta nýjabrumið er nú af bjórnum og ætla má að breytingar á sölu verði héðan í frá hægari milli ára. Löwenbráu hefur alla tíð verið bjóra vinsælastur hér á landi en hann hafði 28,1% markaðshlutdeild á síðasta ári. Heildarmagn ahl af Löwenbráu var 94.890. í upptalningunni hér á undan voru aðeins taldar upp 19 tegundir áfeng- is. Þær seldust á árinu 1990 í 341.845 alkóhóllítrum. Heildarsala á öllum tegundum áfengis hjá ÁTVR á síð- asta ári var 1.001.816 alkóhóllítrar. Salan á þessum 19 tegundum nemur því 34,12% af heildarsölu allra áfengistegunda. í ÁTVR eru seldar p yfir 400 tegundir áfengistegunda ef bjór er meðtalinn. Fróðlegt er að bera saman verð- hækkanir á áfengistegundum. Sú verðskrá, sem nú er í gildi, er frá 27. nóvember 1990. Ef veröskráin frá 19. júlí á árinu 1989 er höfð til saman- burðar kemur í ljós að alflestar teg- undir hafa hækkað. Hækkunin er oftast á bilinu 10-20% á þessu tima- bih. Af þeim tegundum, sem taldar voru upp hér á undan, hefur rauðvínið Le Piat De Beaujolais hækkað mest, eða um 25%. Flaskan af því hækkaði úr 790 í 990 krónur. Fast á eftir kemur Remy Martin VSOP koníak en það hefur hækkað sem nemur 24 pró- sentum, úr 3070 krónum upp í 3810 * krónur. Ballantine’s viskí hækkaði um 16,7%, Smirnoff vodka um 12,9% og brennivín um 13,6%. Sumar tegundir hafa nær ekkert hækkað. Mateus rósavín hækkaði úr 610 krónum í 630 á þessum 16 mánuðum sem er aðein 3,3% hækk- un. Einstaka tegundir eru á sama verði nú og í júli 1989. Þar má tiltaká . hvítvinið Liebfráumilch Nahe sem kostar 590 krónur. Almennt séð virð- ist áfengi ekki hafa hækkað umfram verðbólguna í landinu á þessu tíma- bili. ÍS Grænmeti geymist misjafnlega - sumar tegundir fara illa saman í geymslu Ýmsar grænmetistegundir fara illa saman í geymslu. Sumar gefa frá sér etýlen sem rýrir geymsluþol ann- arra. Má til dæmis nefná tómata og gúrkur í þessu sambandi. Epli, perur og plómur eru örlátast- ar á etýlen, ásamt tómötunum. Má því ekki geyma það með gúrkum, salati, blómkáli, dilli og steinselju sem þola illa etýlen. Að öðrum kosti visna þær tegundir eða spillast. Þarf því að búa um hverja tegund fyrir sig í plastpoka eða öðrum loftþéttum umbúðum áður en þær eru látnar í kæhskáp. Rannsóknir sýna að rótarávextir, kál og blaðjurtir geymast best við + 5° C en 8-12° henta til dæmis tóm- ötum best. Kaldur kjallari eða svala- skápur henta því þessu graenmeti betur en kæliskápur. Gefið hitanum líka gaum. Gúrkur geymast oft illa og vilja linast. Auðvelt er þó að komast hjá því. Annar endinn er skorinn af gúrkunni og henni stungið niður í vatn. Verður hún þá stinn og ásjáleg áður en langt um Uður. Laukur geymist oft iUa eftir að skorið hefur verið af honum. Óþarfi er að henda lauk sem skorið hefur verið af. Setjið hann einfaldlega á disk sem strokinn hefur verið með ediki. Til er húsráð til aö koma í veg fyr- ir að flysjaðir ávextir skipti um lit. Flysjuð epli og perur veröa fljótt brún. Gamalt húsráð er að nota edik en askorbínsýrutöflur (C-vítamín) Flysjaðir ávextir breyta oft um lit en til er húsráð gegn því. eru þó enn betri. Tíu litlar eða 2 stór- köldu vatni. Flysjaðir ávextimir eru ar C-vítamíntöflur eru leystar upp í settir í vatnið. Þessi aðferð hentar volgu vatni og síðan heUt í skál með einnig ávöxtum sem á að frysta. ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.