Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 1
Myrkir músíkdagar í skammdeginu clí m Edda Erlendsdóttir leikur á Myrkum músíkdögum á sunnudag Listasalurinn Nýhöfn: Daði með sýningu Daði Guðbjömsson opnar mál- verkasýningu í Listasalnum Nýhöfn á morgun kl. 14.00. Á sýningunni eru olíumálverk og myndastyttur unnar með blandaðri tækni á síðastliðnum tveimur árum. Þetta er nítjánda einkasýning Daða en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Daði er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann stundaði nám við Mynd- listaskólann í Reykjavík frá 1969-’76 og við MHÍ frá ’76 til ’80. Hann fór síðan í framhaldsnám við Rijksaka- demi van Beldende Kunsten í Amst- erdam 1983-’84. Daði kenndi við Myndlista- og handíðaskóla íslands á áranum 1984- 90. Hann var formaður Félags íslenskra myndhstarmanna frá 1986-’90 og í safnráði Listasafns ís- lands frá 1987-90. Sýningin er sölusýning og er opin virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 og frá kl. 14.00 til 18.00 um helgar. Lokað er á mánudögum. Sýningin stendur til 27. febrúar. Daði Guðbjörnsson opnar sýningu á laugardag í Listasalnum Nýhöfn. Myrkir músíkdagar era eins konar tónhstarveisla í svartasta skamm- deginu. Hátíðin hefur verið haldin síðan 1980 og unnið sér sess í músík- lífi landsins. Áhugasömum tónlistar- unnendum býðst að hlýða á tónsmíð- ar íslenskra tónskáld jafnframt því að kynnast sumu því nýjasta úr smiðju erlendra höfunda. Það stóð til að heiðursgestur hátíðarinnar yrði tónskáldið Iannis Xenakis en af því getur ekki orðið og mun Ath Heimir Sveinsson hlaupa í skarðið. Atli Heimir flytur þá fyrirlestur í Norræna húsinu á sama tíma og áætlað var. Á Myrkum músíkdögum að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á flutning nýrrar, franskrar tónhstarl Hópur franskra hljóðfæraleikara mun koma til landsins, þau Ehsaheth Chojnacha semballeikari og strengjasextettinn Le sextour a cor- des de Lihe. Þá mun ýmsir aðrir frá- bærir listamenn leika á hátíðinni, m.a. Manuela Wiesler flautuleikari, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Ro- ger Carlssson slagverksleikari, Kammersveit Reykjavíkur, Caput hópurinn, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og hinn nýstofnaði Reykjavík- urkvartett sem heldur sína fyrstu tónleika á hátíðinni. Um helgina opnar Reykjavíkur- kvartettinn hátíðina með tónleikum í Áskirkju á laugardag kl. 17.00. Þar verður leikin tónhst eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Þorkel Sigur- björnsson og Karólínu Eiríksdóttur. Á sunnudag klukkan 17.00 mun Edda Erlendsdóttir píanóleikari leika verk eftir Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Miklos Maros, Franz Liszt, Atla Ingólfsson, Pierre Boulez og Alban Berg. Tónlistarveislan heldur svo áfram fram að næsta laugardegi. Til sölu eru afsláttarkort sem gilda á alla tón- leikana, nema á tónleika Sinfóníunn- ar og tónleika Kammersveitar Reykjavíkur. Kortin eru seld í ís- lensku óperunni og íslenskri tón- verkamiðstöð, Freyjugötu, og kosta þau 4.000 krónur. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir heldur sýningu i Hafnarborg. Þema sýningarinnar er maðurinn og tónlistin. Rut Rebekka í Hafnarborg Rut Rebekka Sigurjónsdóttir opnar sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, á morgun, laugardag, klukkan 14.00. Þessi sýning Rutar er hennar áttunda einkasýning en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Fyrsta einkasýning Rutar Rebekku var í Bókasafni Mosfehs- bæjar árið 1984 og síðan sýndi hún á Kjarvalsstöðum 1985 og aftur 1988. Hún hefur haldið tvær einka- sýnignar í Danmörku, eina í Sví- þjóð og eina í Noregi. Rut Rebekka útskrifaðist úr mál- aradeild Myndhsta- og handíða- skóla íslands árið 1982. Áður hafði hún stundað nám við Myndlista- skólann í Reykjavík 1975 til 1979, lokið prófi í kennslu- og uppeldis- fræðum frá Kennaraháskóla ís- lands og prófi frá Hjúkranarskóla íslands. Á sýningunni í Hafnarborg eru ohumálverk, vatnshtamyndir og grafíkverk. Þema sýningarinnar er tengsl mannsins og tónhstarinnar og til áréttingar því verður flutt tónhst við opnunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.