Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991.
21
iann-
ingu
;fni ónafngreindar myndir meö akríl á
án- striga. Kristín útskrifaðist úr Mynd-
íún lista- og handíðaskóla íslands 1987.
Lesið úr þýðingum
Næstkomandi sunnudag, 10. febrú-
ar, verður bókmenntadagskrá í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
Laugarnesi. Dagskrá þessi átti að
vera síðastliðinn sunnudag en var
frestað vegna fárviðrisins sem gekk
yfir landið.
Lesið verður úr íslenskum þýöing-
um á nokkrum öndvegisverkum sem
gefin voru út fyrir síðustu jól. Að
þessu sinm' verða kynnt skáldverk
eftir höfunda sem ekki hafa verið
þýddir áður á íslensku.
Árni Bergmann les úr þýðingu
sinni á Undirleikaranum eftir Nínu
Berberovu. Viðar Eggertsson les úr
bókinni Utz eftir Bruce Chatwin, sem
Unnur Jökulsdóttir og Þorvaldur
Magnússon þýddu. Ólöf Eldjárn les
úr eigin þýðingu á bókinni Heimur
feigrar stéttar eftir suður-afrísku
skáldkonuna Nadine Gordimer.
Margrét Ákadóttir les úr Blóðbrúð-
kaupi eftir Yann Queffélac í þýðingu
Guðrúnar Finnbogadóttur, en saga
þessi hlaut hin virtu Concourt-verð-
laun. Þá les Sigurður A. Magnússon
úr þýðingu sinni á skáldsögunni
Dreggjar dagsins eftir Kazuo Ishig-
uro, en bókin hlaut hin eftirsóttu
bókmenntaverðlaun Breta, Booker-
verðlaunin árið 1989 og hefur síðan
farið sigurför um heiminn.
Dagskráin hefst klukkan 15 og
stendur í um það bil klukkustund.
Elínrós í Gallerí Borg
Elínrós Eyjólfsdóttir heldur sýn-
ingu á verkum sínum í Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9, og stendur sýningin
til 19. febrúar.
Elínrós er fædd 1941 og stundaði
nám við Myndhstaskóla Reykjavíkur
1982-195, við Myndlista- og handíða-
skóla íslands, málaradeild, 1983-197.
Einnig nam hún við Skidmore Col-
lege Saratoga Springs í Bandaríkjun-
um árin 1986, 1987 og 1989.
Þetta er önnur einkasýning Elín-
rósar en hún hefur tekið þátt í sam-
sýningum hér á landi og erlendis,
meðal annars í Roger Fine Arts Cent
er Gallery, Salsbury Pennsylvania. Á
þessari sýningu Elínrósar eru nýjar
vatnshta- og ohumyndir af blómum.
Sýningin er opin virka daga frá
klukkan 10-18 og frá klukkan 14-18
um helgar. Aðgangur er ókeypis.
Ferðalög
Elínrós Eyjólfsdóttir sýnir vatnslita- og oliumyndir af blómum í Gallerí Borg.
Torfan:
Sýning
á verkum
Bjargar
Á veitingahúsinu Torfunni stendur
nú yfir málverkasýning á verkum
eftir Björgu Atladóttur. Mun sýning-
in standa þar í tvo mánuði.
Útivist um helgina
Sunnudagur 10. febr.
Póstgangan, 3. áfangi
kl. 10.30: Stóra-Vatnsleysa - Brekka *
undir Vogastapa.
"Gangan hefst við Stóru-Vatnsleysu og
verður gengið þaðan að Kálfatjörn og
Kálfatjarnarkirkja skoðuð. Þaðan verður
gengið að Brunnarstöðum og áfram að
Stóru-Vogum meö viðkomu á Bierings-
tanga þar sem skoðaðar verða gamlar
verbúðarústir. í Vogum verður pósthúsið
opnað og göngukortin stimpluð.
Göngunni lýkur við Brekku undir Voga-
stapa.
KI. 13 Brunnastaðir - Brekka undir""ST'
Vogastapa.
Hópurinn sameinast morgungöngunni
við Brunnastaði og gengur þaðan að
Brekku. Brottfór í ferðirnar frá BSl-
bensínsölu. Sjansað á Kópavogshálsi, í r
Garðabæ við Ásgarð og við Sjóminjasafn-
ið í Hafnaríirði.
Ferðafélag Islands
Sunnudagur 10. febrúar kl. 13
Reykjavík að vetri, 2. ferð.
Reynisvatnsheiði
Gönguferð við allra hæfi frá Grafarholti
um falleg heiðalönd og ása Reynisvatns-
heiðar. Góðir útsýnisstaðir og sérstæð
nátrúrufyrirbæri á leiðinni. Takið þátt í
hringgöngu í fimm ferðum um útivistar-
svæði innan borgarmarka Reykjavíkur.
Viðurkenning veitt fyrir þátttöku að lok-
inni hringgöngunni þann 17. mars. Verð
600 kr, frítt f. börn með fullorðnum.
Brottfbr frá umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. Þorrablóts- og vættaferðinni er
frestað um viku. Hún verður helgina
16.-17. febrúar. Farið um vættaslóðir
undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Mynda-
kvöld á miðvikudagskvöldið 13. febrúar
kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a.
Allir velkomnir.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur um Genfar-
sáttmálana
Genfarsáttmálarnir og mannúðarlög eru
viðfangsefni fyrirlestrar sem haldinn
verður á vegum Rauða kross íslands í
Lögbergi, stofu 101, í dag, 8. febrúar, kl.
14. Fyrirlesturinn er í tengslum við „Sól
úr sorta", alheimsátak Rauða krossins til
hjálpar stríðshrjáðum. Fyrirlesari er dr.
Hans - Peter Gasser, aðalráðgjafi stjórn-
arnefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins
um lögfræðileg málefni. Dr. Gasser hefur
meira en tuttugu ára reynslu af störfum
fyrir Rauða krossinn jafnt í höfuðstöðv-
um í Genf sem á átakasvæðum um allan
heim. í fyrirlestrinum verður sérstaklega
fjallað um málefni barna og óbreyttra
borgara sem sífellt verða verr úti í stríði,
málefhi stríðsfanga og helstu hindranir
sem verða á vegi Alþjóðaráðs Rauða
krossins þar sem styrjaldir geisa. Að fyr-
irlestrinum loknum mun Dr. Gasser
svara spurningum fundarmanna. Fyrir-
lesturinn fer fram á ensku.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Ennþá hækkar
sólin og birtan eykst á norðurhvelinu.
Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í
laugardagsgöngunni og koma á Digra-
nesveginn upp úr hálftíu til að hitta
skemmtilegt fólk og drekka molakaffi.
Námskeið
Frítt helgarnámskeið í
Yoga og hugleiðslu
Þessa helgi mun Sri Chinmoy setrið
halda námskeið í yoga og hugleiðslu. Á
námskeiðinu verða kenndar margs kon-
ar slökunar- og einbeitíngaræfingar jafn-
framt því sem hugleiðsla er kynnt sem
áhrifamikil aðferð til meiri og betri ár-
angurs í starfi og aukinnar fullnægju í
daglegu lífi. Komið verður inn á sam-
hengi andlegrar iðkunar og sköpunar,
farið í hlutverk íþrótta í andlegri þjálfun
og sýnd kvikmynd í því samhengi. Nám-
skeiðið verður haldið í Árnagarði, það
er ókeypis og öllum opið. Það er í sex
hlutum og byrjar fyrsti hlutinn í kvöld,
fóstudagskvöld, kl. 20. Frekari upplýsing-
ar má fá í síma 25676.
Námskeið Endurmenntunar-
nefndar Háskólans
Endurmenntunarnefnd Háskóla íslands
mun á vormisseri bjóða áhugafólki og
sérfræðingum upp á nær eitt hundrað
námskeiö og námstefnur. Endurmennt-
unarnefnd Háskóla íslands hefur starfað
frá árinu 1983. Að henni standa auk Há-
skóla íslands, Tækniskóli íslands,
Bandalag háskólamanna, Verkfræðinga-
félag íslands, Tæknifræðingafélag Is-
lands og Hið íslenska kennarafélag. Hef-
ur nefndin frá upphafi staðið fyrir tæp-
lega sex hundruð námskeiðum og nám-
stefhum og hafa þátttakendur samtals
verið rúmlega tólf þúsund. Þau námskeið
sem boðiö er upp á nú tengjast bæði
áhugamálum fólks og störfum þeirra.
Flest eru námskeiðin 15-20 klst. að lengd
en einnig er boðið upp á þriggja missera
nám með staríi í viðskipta- og rekstrar-
greinum. Námskeið Endurmenntunar-
nefhdar eru rekin þannig að þátttöku-
gjöld standa undir kennslukostnaði.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu
Endurmenntunarnefhdar í síma 694923-
24.
Tórúeikar
Vínartónleikar Kammer-
hljómsveitar Akureyrar
Fyrirhugaðir vinartónleikar Kammer-
híjómsveitar Akureyrar, sem féOu niður
vegna óveðurs um síðustu helgi, verða
haldnir í íþróttaskemmunni nk. íaugar-
dag 9. febrúar kl. 17. Páll Pampichler
stjórnar hljómsveitinni sem skipuð verð-
ur 50 hh'óðfæraleikurum. Hhómsveitin
hélt sína fyrstu Vínartónleika á síðasta
ári. Einsöngvarar á tónleikunum verða
þau Signý Sæmundsdóttir sópran og
Óskar Pétursson tenór. Á tónleikunum
verða fluttir fjörugir vínardansar og auk
þess létt og sígild lög úr óperettum þeirra
Lehár, Strauss og Stolz. Aðgöngumiða-
sala er við innganginn og hefst hálftíma
fyrir tónleika.
Fundir
Umhverfismennt
í kennslumiðstöð
Námsgagnastofnunar
í dag kl. 15-18. Fundurinn hefst á hug-
vekju sem Tryggvi Jakobsson námsefnis-
ritstjóri flytur og nefnist Sameiginleg
framtið okkar. Síðan mun Kristborg Har-
aldsdóttir, kennari í Stykkishólmi, kynna
í máli og myndum þróunarverkefni um
umhverfi Breiðafjarðar þar sem flestar
námsgreinar koma við sögu en mest
áhersla er lögð á líffræði og sögu. Verkef-
niö gæti nýst 1 heimabyggð hvers og eins.
Þetta er síöasti dagur af 5 sem helgaðir
eru umhverfiskennslu í skólum.
AUKABLAÐ
VETRARFERÐIR
Miðvikudaginn 13. febrúar nk. mun aukablað um
vetrarferðir innanlands og utan fylgja DV.
Meðal efnis verður umfjöllun um skíði, skiðabún-
að, skauta og vélsleðaferðir. Einnig verður fjallað
um skíðaferðir innanlands og utan o.fl. o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði, hafí samband við auglýsinga-
deild DV hið fyrsta í síma 27022.
iT^
- auglýsingar. Sími 27022.