Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 6
22 ÍÖSTÚDAGUR 8! FÉBRÚAR 1991. Laugarásbíó: Leikskólalöggan Christopher Lambert og Sean Connery leika tímaflakkara í Hálendingin- um II. Háskólabíó: Arnold Schwarzenegger sýndi í Twins að ef handritiö passar fyrir hann getur hann gert ágæta hluti í gamanmyndum. Nýjasta kvik- mynd hans, Leikskólalöggan (Kindergarten Cop), sem Laugarás- bíó frumsýnir í dag, er blanda af gamansemi og spennu. Schwarzen- egger leikur lögguna Kimble sem er aö safna gögnum gegn fikniefna- sala einum sem er í haldi lögregl- unnar. Til að það sé hægt þarf hann að finna eiginkonu hans sem hefur stungið af með mikla fjárfúlgu og sex ára gamlan son þeirra. Kimble fær upplýsingar um að mæðginin hafi sést í smábænum Astoríu. Til að dyljast gerist Kimble barnakennari á leikskóla. Þar sem hartn hefur enga reynslu af starfinu tekur hann það öðrum tökum en krakkarnir eiga að venj- ast. Eins og vænta má lendir hann í vanuræðum með börnin og ekki síst með mæður þeirra - mun meiri vandræðum en við að hafa uppi á mæðginunum. Leiksrjóri Leikskólalöggunnar er Ivan Reidman en hann leikstýrði einnig Twins. Reidman er í dag einn allra eftirsóttasti leiksrjóri í Hollywood. Fyrir utan að hafa leik- stýrt Twins og Kindergarten Cop leikstýrði hann Ghostbusters 1 og 2. Reidman er tékkneskur að upp- Þaö er ekki nema von að krökkunum finnist nýi kennarinn skrýtinn. Betur virðist liggja fyrir Schwarzenegger að leika eitthvað annaö en, barnakennara. runa en flutti aðeins fjögurra ára gamall til Kanada. Hann átti að baki langan og farsælan leikstjóra- feril í sjónvarpi og á leiksviði áður en hann tók tilvið að leikstýra kvikmyndum. Má geta þess að Reidman fékk Tony-verðlaunin, sem eru æðstu leiklistarverðlaun í Bandarikjunum, fyrir leikstjórn sína á söngleiknum Merlin sem sýndur var á Broadway. -HK Hálendingurinn II Eins og þeir muna sem sáu fyrstu myndina um Hálendinginn Connor McLeod þá eru aðalpersónurnar tímafiakkarar sem berjast hver viö annan á hinum ýmsu tímaskeið- um. Þegar við komum til sögunnar í Highlander n - The Quickening er árið 2074 gengið í garð. Ósonlag- ið er horfið og jörðin er vernduð með heharmikium skildi sem stærsta fyrirtæki jarðarinnar rek- ur en það var einmitt Macleod sem smíðaði skjöldinn og heldur vernd- arhendi yfir honum. Eitt kvöld, þegar MacLeod situr í stúku sinni í óperunni, heyrir hann rödd úr fortíðinni og er þar kominn vinur hans Raimarez. Þetta verður til þess að löngu liðnar minningar skjóta upp koilinum og hann flnnur á sér að á næstunni verður gerð úrshtatilraun til að eyðileggja skjöldinn stóra. Þetta er byrjunin á Highlander 2 - The Quickening sem frumsýnd er í dág í Háskólabíói og er hér um heimsfrumsýningu að ræða. Það eru þeir Christopher Lambert og Sean Connery sem endurtaka hlut- verk tímaflakkaranna. Auk þess leika í myndinni Virginia Madsen og Michael Ironside. Leikstjóri er Russell Mulcahy en hann leikstýrði einnig fyrri mynd- inni. 'Hann er ástralskur að upp- runa. Mulcahy gerði sína fyrstu kvikmynd í Astralíu 1985 og hét hún Razorback. Ekki þótti hún merkileg þá og er ekki enn. Sama árið leikstýrði hann fyrri. Hig- hlander myndinni sem var geysivel tekið í Evrópu en féll ekki í kramið vestanhafs. Mulcahy fékk síðan það verkefni að leikstýra Rambo ni en eftir 14 mánaöa vinnu við mynd- ina var hann búinn að fá nóg af samvinnunni við Sylvester Stall- one og yfirgaf myndina. Áður en hann tók að sér að leikstýra Hig- hlander II leikstýrði hann sjón- varpsmynd einni sem heitir Cyber- force. -HK Stjörnubíó: Flugnahöfðinginn Tveir strákanna bera saman ráð sín. Árið 1963 gerði breski leikstjór- inn kunni, Peter Brook, eftirminni- lega kvikmynd eftir hinni þekktu skáldsögu nóbelsskáldsins Wiil- iams Golding, Flugnahöfðingjan- um (Lord of the Fhes). Þar notaði hann óreynda breska stráka i flest hlutverkm með góðum árangri. Nú hafa Bandaríkjamenn endur- tekið leikinn og nú eru drengirnir með amerískan framburð í stað bresks. Myndin gerist á eyðieyju þar sem hópur af skólastrákum verður strandaglópar. í fyrtsu er ævintýrablær yfir öllu enda finnst mörgum drengjanna spennanadi að vera einir á eyj u en áður en langt um líður er barist upp á líf og dauða fyrir tilveru sinni. Það kemur sem sagt fljótt í hós meðal hinna tuttugu og fjögurra stráka að það hafa ekki allir sömu hugmyndir um hvernig eigi að framkvæma hlutina og fljót skiptist hópurinn í tvo flokka sem berjast um yfirráðin. Drengirnir í öðrum flokknum vflja lifa samkvæmt því uppeldi sem þeir hafa fengið, með- an hinir temja sér villt líferni þeirra sem lifa fyrir utan lög og reglur. Flugnahöfðinginn var kvik- myndaður á Jamaica. Framleið- andi myndarinnar, Irwing Allen, framleiddi einnig fyrri myndina. Leikstjóri er Harry Hook sem hefur leikstýrt einni mynd í fullri lengd áður, The Kitchen Toto, sem hann skrifaði einnig handrit að. Sú mynd gerist í Afríku og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hefur hún verið margverðlaunuð. Hook ólst upp í Afríku en býr nú í London. Aður en hann gerði The Kitchen Toto gerði hann nokkrar stuttmyndir sem vöktu mikla athygli. Þess má geta að Balthazar Getty, sem leikur eitt stærsta hlutverkið í Flugnahöfðingjanum, er barna- barnabarn J. Paul Getty sem á sín- um tíma var talinn ríkasti maður í heimi. -HK Hvað finnst gagnrýnendum DV um myndir í bíóhúsum? BÍÓBORGIN Uas sekt er sönnuð *** Athyglisveröar persónur í flóknum þríBer þar sem gátah er óleyst fram á siðustu stundu. Harrison Ford er frábær. -HK Þrir rat'im og lítil dama **'/• Létt, skernratíleg og hæfllega væm- jn iðnaoarkómedía. Talsvert betri en forverian. Einnig sýnd í Bióhöli- inni. -GE Góðir gæjar Mjög vel leikin og spennandi maf- íumynd, hrottafengin en um leið raunsæ. Besta mynd Martins Scor- sese fra þvi hann gefði Raging Bull -HK BÍÖHÖLLIN RockyS ** Óþarft en vel meint framhald sem er mun skárra en síðustu þrenn siagsmil. Stallone er skammlaus. -GE Ameríska flugfélagið * Langdregnar Sugæfingar sem eru iítíð spennandi. Ekki heil brú í handröinu. -PÁ Aleinn heíma **'/i Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að taka á möti innbrotsþjófum. Mjðg fynd- in í bestu atriðunum. MacCaulay Cuikin er stjarna framtíðarinnar. Einnig sýnd í Bfóborginni. -HK Sagan omlalausa * Einstaklega stirðbusale^t ævintýri, laust yið alla þá kosti er fylgja oft- astslíkummyndum. -GE Tveir í stuði ** Þrátt fyrir goðan ásetning tekst Steve og Rich ekki að kreista mikið útúrþurruhandritL -GE Stórkostleg stúlka **'A Létt og skemmtöeg mynd þrátt fyr- ir ófrurnlegt handrit. Julia Roberts vinnurhugoghjörtuallra. -HK HÁSKÓLABÍÖ Úrvalssveitin **% Dýrðaróður til hermennsku, hug- prýði og karlmennsku. Ágæt ai- þreying. -PÁ Nikita •** Sterkt myndmál er aðal Lucs Bes- son nú sem fyrr. Hnökrar í per- sónusköþuh köma ekki í veg fyrir góðaskemmtun. -HK Hinrik V. ***'/s Margir kvikmyndagerðarmenn háfa glímt viö Shakespeare með misjöfnum árangri Hinn ungi Kenneth Brannagh sýnir og sannar aö það er hægt að koma sniildar- leikhústexta til skila i góðri kvik- mynd. -HK Skjuldbökumar **'/z Shilldarlega útbúnar tánings- skjaldbðkur og fjörug saga gera þetta að hinni bestu skemmtun fyr- irbreiðanaldurshóp. -GE líryBtást *** Lynch gengur of langt í furðuleg- heitunum en að öðru leyti sterki og sérsíakt verk. -GE Draugar *** Mjögfrumlegogsérstök meðhöncfl- un á hinu yfirnáttúrlega. Derai og Swayze eru góð en Whoopi og Gold- wynfrábær. -GE Paradisarbíóid ***'/j Það Jíður öllum vel eftir að hafa séð þessa einlægu og skemmtilegu mynd. -HK LAUGARÁSBÍÓ Skuggi **'/t Dúndurkeyrsla og hraði en upp- . bygginguna vahtár. Néeson er goð- ur og stendur af sér gallana í sög- unni. ^E SkólabylRjan **H Skemmtileg tílrauh til að gera ann- að og meira en „týpíska" unglinga- mynd. »GE Henry & Juae ** Misheppnuð, mjútf og tmeðailagi djðrf. Því miður er Kaufman á vflli- götum. -PÁ REGNBOGINN Mtökuheimíld * Van Damme er ekki vandjnn held- ur einstaklega ófrumlegur og óspennandi söguþráður. -GE Ryð ***'/j Sterkt drama. Ö!2 vinna mjög vönd- uðogfagraannleg. -PÁ Skúrkar irk'A Háðskt og meinfyndið löggugrín fráFransmönnum. -GE STJÖR'NUBÍÓ Flugnahöfðinginn ** Endurgerð klassískrar sögu upp á nútímahn én hún er kraftlaus og aldrei meira en forvitmieg. -GE. Á morkuin líl's og dauða ** Góð hugmynd er klúöursiega unn- in og ekki alltaf sjáUri sér sam- kvæm. Myndræna hliðin er of keyrð í von um að auka áhrifin. ...-¦ -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.