Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1991, Blaðsíða 3
FÖSTUDÁGUR 8. FEBRÚAR 1991. 19 Pálmi Gunnarsson er einn þeirra sem heiðra látinn félaga í Breiðvangi með söngdagskrá. Dagskráin er tileinkuð Vilhjálmi Vilhjálmssyni söngvara og ásamt Pálma syngja þau Ellý Vilhjálms, Rut Reginalds, Þorvaldur Halldórsson, Hemmi Gunn og Ómar Ragnarsson öll Ijúflingslög Vilhjálms, bæði þau sem hann samdi sjálfur og eins þau sem hann söng. Dagskránni verður fram haldið næstu vikur i Breiðvangi og á eftir leikur hljómsveit undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar. Síðasta ballið á Borginni Glatt á hjalla áSögu Trió Saludo spilar á' Púlsinum í kvöld og á Kjarvalsstöðum á morgun. Unnendur spánskrar tónlistar ættu ekki að láta tónleika triósins fram hjá sér fara. UMOog Tríó Saludo i tengslum við Helsinkidagana, sem nú standa yfir í Reykjavík og munu gera til 24. febrúar, spila tvær finnskar hljómsveitir fyrir íslendinga. Það er djasshljómsveit- in UMO sem skipuö er nokkrum bestu djassleikurum Finnlands og Tríó Saludo sem spilar spánska tónhst og þjóðlagatóniist ýmiss konar. UMO var stofnuð árið 1975 og er viðurkennd sem ein helst djass- hijómsveit Evrópu og kemur fram, 100-130 sinnum á ári víðsvegar um heiminn. Síðustu tónleikar UMO hér á landi verða haldnir í FÍH- salnum í kvöld, fóstudaginn 8. fe- brúar klukkan 22.00 og þeim verð- ur útvarpað í beinni útsendingu. Tríó Saludo hefur lengi verið með vinsælustu söngsveitum í Finn- landi og hefur starfað í 17 ár. Unn- endur spánskrar tónlistar eru aðal- aðdáendur tríósins, en samnefnar- inn á tónlistarferli Tríó Saludo er spánskt hijómfall. Tríóið leikur þó ekki aðeins tónlist af spænskum toga heldur einnig norræna þjóðla- gatónlist og margt fleira. Tríó Saludo kemur fram á Púlsinum í kvöld, 8. febrúar, og á morgun, 9. febrúar, á Kjarvalsstöðum. Á morgun, laugardaginn 9. fe- brúar, mun Bandalag íslenskra sérskólanema, BÍSN, standa fyrir síðasta dansleikniun sem haldinn verður á Hótel Borg áður en rekstr- arfyrirkomulagi staðarins verður breytt. BÍSN hélt afmælishátíð sína á Borginni í nóvember síðasthðnum og tókst sá dansleikur svo vel að ákveðið var að gefa sérskólanem- um tækifæri á að kveðja Borgina, efna til lokadansleiks og upplifa stemningima í síðasta sinn. Staðurinn verður opnaður klukk- an 22.00 og stendur dansleikurinn fram til 03.00. Miðaverð verður 500 krónur fyrir handhafa stúdenta- skírteinis en 1000 krónur fyrir aðra og er aldurstakmark 18 ár. skemmtidagskrá með Halla, Ladda og Bessa ásamt dönsurunum Guð- mundu og Ingibjörgu. Skemmtidagskráin kallast Næturvaktin og snýst hún um það mannlíf sem fer á kreik þegar heiðvirðir borgarar fara að sofa. Á myndinni eru þeir bræður Halli og Laddi i syngjandi kúrekaleik en þetta er eitt atriði af mörgum sem spaugað er með. DV-mynd GVA Dans- staðir Bjórhöllin Gerðubergi 1, sími 74420 Lifandi tónhst öll kvöld vikunn- ar. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld. Breiðvangur í Mjódd, sími 77500 Söng- og skemmtidagskráin Við eigum samleið sýnd á laugar- dagskvöld. Dagskráin er byggð á söngferli Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar. Danshöllin Fjölbreytt skemmtun með fyr- irtaksskemmtikröftum fostu- dags- og laugardagskvöld. Casablanca Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Hljómsveitin Mannakorn ásamt Ellen Kristjánsdóttur leika fóstudags- og laugardags- kvöld. Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu Eyjólfsdóttur skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Fjörðurinn, Strandgötu, Hafnarfirði, Hljómsveitin Sjöund frá Vest- mannaeyjum leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Á Nillabar verður Klan og kompani föstudags- og laugar- dagskvöld. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Opið öll kvöld vikumiar. Lídó Lækjargötu 2 Ball fóstudags- og laugardagskvöld. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið föstudags- og laugardags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Hótel Borg Síðasti unglingadansleikurinn að sinni verður í kvöld, fostudags- kvöld. Aldurstakmark 16 ár. Á laugardagskvöld mun Bandalag is- lenskra séskólanema (BÍSN) standa fyrir síðasta dansleiknum sem haldin verður á Hótel Borg i bili. Staðurinn opnar kl. 22 og stendur dansleikurinn til kl. 03.18 ára ald- urstakmark. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Rokkað á himnum, glettin saga um sáhna hans Jóns og Guhna hðið á föstudags- og laugardags- kvöld. Anna og flækingarnir í Ásbyrgi, Blúsmenn Andreu í Café ísland og diskótek í Norð- ursal. Hótel Saga sýning á „Næturvaktinni", nýrri skemmtun, á laugardags- kvöld. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Keisarinn Laugavegi 116 Ball fóstudags- og laugardagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Galíleó skemmtir í kvöld og Snigla- bandiö á laugardagskvöld. Ölver Álflieimum 74, s. 686220 Karaoke-nýjungar í tónhstar.- flutningi. Opið um helgina. Veitingahúsið Ártún Vagnhöfða 11, s. 685090 Nýju og gömlu dansarnir fóstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi ásamt söng- konunni Hjördisi Geirsdóttur. Ströndin, Akranesi, Sniglabandið leikur á fóstudags- kvöld og á laugardagskvöld koma Tíglar í heimsókn og halda uppi fjörinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.