Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Blaðsíða 28
36
FÖSTUÐAGUK 15: FEBRÚAR 1991.
Afmæli
Jakob Sigurðsson
Jakob Sigurösson framkvæmda-
stjóri, Hraunteigi 28, Reykjavík, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Jakob fæddist að Veðramóti í
Skagafirði og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófl frá MR1936,
BA-prófi í efnafræði frá University
of Toronto í Kanada 1940, MS-prófi
í lífefnafræði frá Dalhousie Univers-
ity í Kanada 1941 og doktorsprófl í
matvælaiðnaði frá MIT, Cambridge
í Massachusetts í Bandaríkjunum
1944.
Jakob starfaði að rannsóknum hjá
Atlantic Fisheries Experimental
Station í Halifax 1940-42, var tækni-
legur ráöunautur hjá Underwood
Canning Co í Boston 1943-44 og
verkfræðingur hjá Fiskimálanefnd
1944-46 við skipulagningu verk-
smiðja og flskiðjuvera.
Eitt af þessum fyrirtækjum var
Fiskiðjuver ríkisins á Grandagarði
í Reykjavík sem stofnað var árið
1947 og var Jakob framkvæmda-
stjóri þess þar til það var selt Bæjar-
útgerð Reykjavíkur árið 1959 (nú
eign Granda hf.).
Jakob hóf byggingu eigin flsk-
vinnslustöðvar í Reykjavik 1960 og
starfrækslu hennar 1962. Hann
stofnaði fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtækið Sjófang hf. 1959 og hefur
verið framkvæmdastjóri þess síöan.
Jakob sat í stjórn Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar hf. í Reykja-
vík 1953-59, sat í stjórnskipaðri
nefnd árið 1945 til að gera áætlun
um þarfir atvinnuveganna fyrir vís-
inda- og tæknimenntaða menn, var
formaður nefndar til að gera tillögu
um fullkomna niðursuðu á sjávaraf-
urðum til útflutnings 1955-56, sat í
undirbúningsnefnd að verkfræði-
ráðstefnu 1967, var formaður Út-
vegsmannafélags Reykjavíkur
1977-88 og í stjórn LÍU á sama tíma.
Jakob hefur skrifað fjölda ritgerða
og greina í íslensk og erlend tímarit
um fiskiðnað og fiskvinnslu.
Fjölskylda
Jakobkvæntist5.11.1948 Katrínu
Sigríði Jónsdóttur, f. 15.10.1927,
dóttur Jóns Þorvaldssonar, skóla-
stjóra í Reykjavík, og konu hans,
Hildar Helgadóttur.
Böm Jakobs og Katrínar eru Hild-
ur, f. 17.12.1949, þjóðfélagsfræðing-
ur, gift dr. J.F.W. Deakin, prófessor
í geðlækningum við háskólann í
Manchester, og eiga þau þijú böm;
Björg, f. 6.1.1953, sem nú er að ljúka
M A-prófi í Miðausturlandamálum
og menningu við Columbia Univer-
sity í New York; Jón Örn, f. 5.10.
1957, vélaverkfræðingur sem nú er
að taka við framkvæmdastjórastöðu
hjá Sjófangi hf. en hann á tvær
dætur.
Systkini Jakobseru dr. Björn Sig-
urðsson, f. 3.3.1913, d. 16.10.1959,
læknir ogforstöðumaöur tilrauna-
stöðvar HÍ í meinafræði að Keldum,
var kvæntur Unu Jóhannesdóttur
og eignuðust þau þrjú böm, Sigurð
lækni, Jóhannes meinafræðing og
Eddu augnlækni, sem nú er látin;
Jakob Sigurðsson.
dr. Magnús Z. Sigurösson, f. 3.1.
1918, hagfræðingur, kvæntur Nadi-
ezdu Rusiskovu frá Tékkóslóvakíu
en börn þeirra em Kristín sendi-
herrafrú og Patrick, hagfræðingur í
París; Björgvin Sigurðsson, f. 6.8.
1919, lögfræðingur og lengi fram-
kvæmdastjóri VSÍ, var kvæntur
Steinu Vilhjálmsdóttur Snædal sem
er látin en börn þeirra eru Sigurður
tannlæknir og Ehn Bergljót meina-
tæknir; Guðrún Björg, f. 7.11.1921,
var gift Sigurði Benediktssyni, for-
stjóra Osta- og smjörsölunnar en
börn þeirra eru Sigurbjörg húsmóð-
ir, Benedikt hdl. og Sigurður Árni
framkvæmdastjóri.
Foreldrar Jakobs voru Sigurður
Árni Björnsson, f. 22.5.1884, d. 1.5.
1964, b. að Veðramóti og síðar fram-
færslufulltrúi í Reykjavík, og kona
hans, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
f. 23.12.1884, d. 30.4.1973.
Kristinn Sveinsson
Kristinn Sveinsson, bóndi og síðar
verkamaður, Hafnarbraut 22,
Hólmavík, er níræður í dag.
Starfsferill
Kristinn fæddist á Kirkjubóli í
Staðardal í Strandasýsiu og ólst þar
upp. Hann var fimmtán ára er hann
byrjaði til sjós og þrítugur hóf hann
búskap á Kirkjubóli, auk þess sem
hann var póstur og vann við lagnir
og viðgerðir á síma. Kristinn var í
stjórn Búnaðarfélags Hrófbergs-
hrepps og í hreppsnefnd þar.
Hann flutti til Hólmavíkur 1954 og
starfaði við frystihúsið þar uns
hann hætti vegna aldurs.
Fjölskylda
Kristinn kvæntist 10.2.1934 Gunn-
laugu Helgu Sigurðardóttur, f. 3.9.
1901 en hún er dóttir hjónanna Sig-
urðar Gunnlaugssonar, b. á Geir-
mundarstöðum og síðar í Stakka-
nesi, og konu hans, Guðbjargar Ás-
geirsdóttur húsfreyju.
Börn Kristins og Helgu eru Lilja,
f. 10.11.1930, húsmóöirá Akureyri,
var gift Guöfinni Sveinssyni, f. 24.4.
1930, d. 17.3.1971 og er sonur þeirra
Sveinn en áður átti Lilja tvær dæt-
ur, Olgu ogÁsgerði; Sveinn, f. 12.4.
1933, vélvirkjameistari í Hafnar-
firði, kvæntur Páhnu Guðlaugs-
dóttur húsmóður og eru dætur
þeirra Guðbjörg, Helga, Ragnheið-
ur, Kristín, Lilja og Ásdís; Sigurður,
f. 21.12.1940, vélvirkjameistari í
Reykjavík, kvæntur Sigríði Krist-
insdóttur og eiga þau eina dóttur,
Kristjönu Bjarklind, en áður var
Sigurður kvæntur Helgu Bjöms-
dóttúr og eiga þau Helgu Björk,
Kristin Svein og Jóhannes Björn,
auk þess sem Sigurður á dótturina
Erlu Lind; Guðbjörg, f. 17.2.1937,
bóndi, gift Sverri Björnssyni bú-
fræðingi og em böm þeirra Björn
Ingi, Anna Kristín, Ásgeir og Alda;
Guðmundur Trausti, f. 30.4.1945, d.
4.6.1990, var kvæntur Gerði Páls-
dóttur og eru böm þeirra Guðfinna
Lind, Gunnlaug Rut og Garðar.
Systkini Kristins urðu níu og eru
þau öll látin. Þau voru Annas, Lýð-
ur, Anna, Magnús, Ólöf, Svanborg,
Borgar, Trausti og Bjami.
Foreldrar Kristins vom Sveinn
Sveinsson, f. 19.10.1850, d. 9.7.1904,
b. að Kirkjubóh, og Guðlaug Magn-
Kristinn Sveinsson.
úsdóttir, f. um 1850, d. 24.10.1921,
húsfreyja.
Ætt
Foreldrar Sveins vora Sveinn
Kristjánsson, b. í Sunndal og síðar
á Kirkjubóli, og María Jónsdóttir.
Foreldrar Guðlaugar vora Magn-
ús Magnússpn frá Reykjarfirði og
kona hans, Ólöf Andrésdóttir.
Kristinn dvelur nú á sjúkrahúsinu
á Hvammstanga.
Merming
DV
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Andlát
Guðríður Guðlaugsdóttir, Hátúni
10B, lést á Landspítalanum 13. febrú-
ar.
Hörtur Hákonarson, frá Stardal, áð-
ur starfsmaður Vegagerðar ríkisins,
andaöist á Hrafnistu í Reykjavík 13.
febrúar.
Árni Guðmundsson, Drápuhlíð 47,
Reykjavík, lést á Landakotsspítala
13. febrúar.
Sigríður J. Kjerúlf sjúkrahði, lést á
heimili sínu, Samtúni 18, Reykjavík,
fóstudaginn 8. febrúar.
Jón Nordal
Tónlistarhátíð Tónskáldafélags íslands, Myrkum músíkdögum, var fram
haldið í gærkvöldi. Kammersveit Reykjavíkur lék á tónleikum í Lang-
holtskirkju undir stjórn Paul Zukofsky verk eftir Jón Nordal.
Flutt voru fjögur verk, það elsta samið 1965 en það yngsta 1979. Þótt
skýrt komi fram í verkum þessum að höfundurinn er vel meðvitaður um
þá ýmsu alþjóðlegu strauma sem uppi era í tónlist samtímans er hitt
meira áberandi hversu íslensk þau eru. Ef til vill má segja að þau endur-
spegli íslendingseðlið, að minnsta kosti hina betri hlið þess. Þetta er fög-
ur tónhst, einlæg og hlý og svolítið íhaldssöm. Víða kennir myrkurs og
drunga, en aldrei þó nema örstutt í einu því allt slíkt er jafnóðum látið
víkja fyrir vorinu og voninni. Birta og gleði eru í raun mun meira áber-
andi en hinir dökku htir en yfir hvorutveggja hvílir þó varfærni þess sem
veit að á skammri stund skipast veður í lofti.
Verkin fjögur eru öll óhk að formi og inntaki enda rituö af ólíku tilefni
þótt hér hafi meir verið dvalið við þau einkenni sem eru þeim sameigin-
leg. í tónamáh Jóns er áberandi smástíg hljómfræði, stefræn úrvinnsla
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
og fjölbreyttar og smekklegar útsetningar. Víöa bregður fyrir einleiks-
köflum eða samleik fárra hljóðfæra. Er það mest áberandi í Concerto
hrico, sem er í tilbreyttu concerto grosso formi, og fengu þar leiðandi
menn töluvert að spreyta sig auk þess sem Ehzabet Waage lék einleik á
hörpu. í Tvísöng léku einleik eða réttara sagt tvíleik Einar G. Svein-
björnsson á fiðlu og Ingvar Jónasson á lágfiölu.
Flutningur einleikaranna var yfirleitt með miklum ágætum og sama
gildir um leik Kammersveitarinnar i heild sem var mjög góður undir
stjórn Pauls Zukofskys.
Lára Veturliðadóttir, Fjarðarstræti
6, ísafirði, andaðist á Borgarspítalan-
um fimmtudaginn44. febrúar.
Jarðarfarir
Séra Þorsteinn Björnsson, fyrrver-
andi fríkirkjuprestur, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
í dag, föstudaginn 15. febrúar, kl.
15.00. Hann fæddist 1. júlí í Mið-
húsum í Garði, sonur Björns Þor-
steinssonar og Pálínu Þórðardóttur.
Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla
íslands 1936 og gerðist þá prestur í
Árnesprestakalli í Strandasýslu og
var þar um sjö ára skeiö. Þá var hann
prestur í Vestur-ísafjarðarsýslu um
tíma og árið 1950 var hann kosinn í
embætti fríkirkjuprests í Reykjavík.
Þorsteinn kvæntist Sigurrósu Torfa-
dóttur og eignuöust þau átta börn.
Runólfur Jónsson, Gerði, Mosfells-
bæ, er látinn. Útför hans verður gerð
frá Lágafellskirkju í dag, föstudaginn
15. febrúar, kl. 13.30. Hann var fædd-
ur á Vopnafiröi 28. janúar 1927, sonur
Láru Runólfsdóttur og Jóns Eiríks-
sonar. Runólfur fór í búnaðarskól-
ann á Hólum í Hjaltadal. Hann starf-
aði um 37 ára skeið á Reykjalundi í
Mosfehsbæ. Runólfur kvæntist
Steinunni Júlíusdóttur árið 1958 og
gekk syni hennar í föðurstað en fyrir
átti hann eina dóttur sem nú býr á
Vopnafirði.
Kristín Halldórsdóttir, Hrafnistu,
Hafnarfirði, verður jarðsett frá
Keflavikurkirkju laugardaginn 16.
febrúar kl. 14.00.
Sveinbjörg Hallvarðsdóttir frá Reyn-
isholti í Mýrdal verðúr jarðsungin
frá Reyniskirkju laugardaginn 16.
febrúar kl. 14.
Sigurður Heiðar Valdimarsson,
Heiðmörk 74, Hveragerði, sem lést
af slysförum 9. febrúar, verður jarð-
settur frá Hveragerðiskirkju laugar-
daginn 16. febrúar kl. 14.
Tilkyimingar
Nýjar lesarkir frá
Námsgagnastofnun
Hjá Námsgagnastofnun eru komnar út
bækumar Brauðstrit og Hlýddu og
vertu góð(ur). Bækur þessar eru þær
síðustu sem koma út í flokki svokallaðra
lesarka. Brauðstrit fjallar um brauðstrit
karla og kvenna, yngri og eldri, fyrr og
nú. Fjölbreytilegt efni í bundnu og
óbundnu máli er valið saman til að koma
þessu efni til skila. Bókin hentar einkum
til umfjöllunar með nemendum í 7.-10.
bekk grunnskóla. Sigurborg Hilmars-
dóttir safnaði efni bókarinnar en Anna
Cynthia Leplar er höfundur myndefnis.
Bókin er alls 134 blaðsíður. í Hlýddu og
vertu góð(ur) er fjallað um samskipti
kynslóða á ólikum tímum. Brugðið er upp
myndum sem sýna samskipti með ýms-
um hætti og eru til þess einkum notaðir
bókmenntatextar og Ijóð. Lesörkin hent-
ar einkum í 8.-10. bekk. Hjálmar Ámason
og Magnús Jón Ámason völdu efnið.
Margrét Friðbergsdóttir gerði myndir.
Bókin er samtals 80 síður. Báðar þessar
bækur em settar og brotnar um á vegum
Námsgagnastofnunar. Repró annaðist
filmuvinnu og Steinholt hf. prentun en
bókband var unnið hjá Félagsbókband-
inu Bókfelli hf.
Nýaldarhreyfingin og sann
leiksgildi biblíunnar
Nýaldarhreyfingin og sannleiksgildi
Biblíunnar er yfirskrift heimsóknar
Norðmannsins Jens Olaf Mæland til
nokkurra hreyfinga innan kirkjunnar,
þ.e. KFUM og KFUK, Kristilegu skóla-
hreyfingarinnar, Kristniboössambands-
ins og Ungs fólks með hlutverk dagana
14.-17. febrúar. Jen Olaf Mæland er fædd-
ur árið 1942, guðfræðingur að mennt og
kennir viö Fjellhaug biblíuskólann í Osló.
Hann hefur ritað nokkrar bækur og
fjölda greina. Hann er viðurkenndur
fræðimaöur á sviði trúvamar. Samkom-
ur verða í Bústaðakirkju hvert kvöld
dagana 14.-17. febrúar kl. 20.30 og em þær
opnar öllum. - Laugardaginn 16. febrúar
verður námskeið í Bústaðakirkju. Það
hefst kl. 10 og stendur til kl. 16. Skráning
og upplýsingar um námskeiðið fást í sím-
um 678899 og 27460. Námskeiðsgjald er
kr. 800 og er bæði hádegisverður og síð-
degissopi innifaUnn. Þess má geta að mál
Jen Olav Mæland verður þýtt bæði á
námskeiðinu og á samkomunum.
Höfum opnaö að nýju flísaverslun
Nýborgar hf. að Skútuvogi 4. Vandáðar
vörur á betra verði. Frá Spáni, Ítalíu og
Þýskalandi. Fúgi og lím frá Kerakoll-
verksmiðjunum á italíu. Leiðandi fyr\r-
tæki á sínu sviði.
Leggjum áherslu á betra verð og gæði. .
Nýborg c§d
Skútuvogi 4, sími 82470.
Leiðrétting:
Eiríkurer
morgunhani
rásar2
í dagskrárblaði DV í gær var
heldur betur ruglað með nafn
annars morgunmannsins á rás
2. I tvígang var hann nefndur
Steingrimur Ólafsson en annar
tveggja morgunhana á þeim bæ
heitir Eiríkur Hjálmarsson. Með
honum á morgunvakt rásar 2 er
Leifur Hauksson eins og réttilega
kom fram í greininni. Steingrim-
ur Ólafsson starfar hins vegar á
FM 957.
Steingrímur Ólafsson á FM 957
og Eiríkur Hjálmarsson á rás 2
era hér með beðnir afsökunar á
þessum ruglingi. -JJ