Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1991, Blaðsíða 32
Vissulega verið
rætt við mig
„Menn hafa víssulega rætt þetta
við mig,“ sagði Davíð Oddsson að-
spurður hvort nefnt hefði verið við
hann að bjóða sig fram í formanns-
embætti á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í byrjun mars.
- Hver hafa þín viðbrögð verið?
„Ég hef talaö svona út og suður
eins og ég geri við þig. Það er ekk-
ert að hafa sem hönd á festir."
DV hefur öruggar heimildir fyrir
því að ötulir stuöningsmenn Dav-
íðs Oddssonar innan flokksins
vinni markvisst að því að Davíð
verði kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins á komandi landsfundi,
7.-10. mars, og að hann leiði flokk-
inn til kosnínga í vor.
Telja menn Davíð njóta mikils
meðbyrs eftir stórsigur úr borgar-
stjórnarkosningum síðastliðið vor.
Þótt útíit sé fyrir kosningasigur og
stjórnarmyndun með Sjálfstæðis-
flokkinn við stýrið verði möguleg-
ur kosningasigur enn glæsilegri
með Davíð í forsæti.
Heimildir blaðsins úr röðum
sjálfstæðismanna eru sammála um
að Ðavíð fái ekki jafngott tækifæri
tíl að leiöa flokkinn fyrr en löngu
síöar, jafnvel ekki fyrr en eftir 6-7
ár. Hins vegar benda menn á hætt-
una sem felst í að menn stríði um
forystusætið rúmum mánuði fyrir
kosningar. Segja þeir að tími Dav-
íðs komi en nú sé ekki rétta augna-
blikið. Haldi stuðningsmenn Dav-
íðs sínu til streitu setji það um 1.400
landsfundarmenn i mikinn vanda.
Davíð sagði fátt um þetta. Hann
sagöi það nánast tilheyra að umtal
og vangaveltur eins og þessar færu
í gang fyrir landsfund.
„Ég forðast aö gera spár langt
fram í tímann þar sem ég er lélegur
spámaður um pólitíska vinda nema
frá degi til dags,“ sagði Davíð.
„Ég hef ekkert heyrt um þetta,“
sagði Þorsteinn Pálsson þegar DV
bar undir hann aö unnið væri að
formannskjöri Davíðs fyrir lands-
fundinn. Þorsteinn sagðist ekkert
meira hafa um máliö að segja og
vildi ekkert gefa út á þá möguleika
sem eru í stöðunni.
-hlh
Veðrið á morgun:
Rigning
sunnan-
lands
Á morgun verður breytileg átt,
nokkur strekkingur á Vestíjörð-
um en annars hægur vindur.
Skýjaö og lítils háttar rigning
sunnan- og suðvestanlands en
annars skýjað með köflum. Svált
áfram norðaustanlands en ann-
ars 3-7 stiga hiti.
LOKI
Það er greinilega
ekki nóg að hafa
sofið saman í vöggu.
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
FOSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1991.
Jón og Óskar í nótt:
Maðurvopnaður
hamrí sást
hlaupa í burtu
- sexrúðurbrotnar
Sex rúður voru brotnar í úra- og
skartgripaversluninni Jón og Óskar
við Laugaveg 70 i nótt. Maður, vopn-
aður hamri, sást hlaupa á brott.
íbúi í húsinu sagðist hafa vaknað
upp við „ógurlegan hávaða“ laust
fyrir klukkan fjögur í nótt. Þegar
hann leit út sá hann mann í brúnum
jakka hlaupa í burtu og var sá vopn-
aður hamri. Lögregla var kölluð
strax á vettvang en maðurinn náðist
ekki. Þegar farið var aö kanna verks-
ummerki kom í ljós að sex rúður
höfðu verið eyðilagðar með þeim
hætti að slegið var í þær og komu
brestir í rúðurnar. Maðurinn virtist
því ekki hafa ætlað að komast inn í
verslunina heldur hefur aðeins vak-
að fyrir honum að valda skemmdum.
Eigendur húsnæðisins hafa ákveð-
inn mann grunaðan um skemmdar-
verkin vegna ósættis sem upp hafði
komið við hann nokkru áður.
-ÓTT
Salmonella í hrossum?
Eittdauttog
fleiri veik
Eitt hross hefur drepist og fleiri
veikst á höfuðborgarsvæðinu að
undanfornu. Líklegt er talið að um
salmonellusýkingu sé að ræða en
ekki hafa fengist óyggjandi niður-
stöður úr rannsókn á skrokkunum.
Björn Steinbjörnsson, dýralæknir
á Dýraspítalanum, segir að hrossin
hafi fengið fúkkalyf og lifað af.
„Salmonellutegundir eru mismun-
andi og dýrin fá misskæða sótt. En
það er enn ekki vitað hvað olli því
að hrossin veiktust." -ns
Eistland:
Savisaar
til íslands
Forsætisráðherra Eistlands, Edgar
Savisaar, kemur til íslands á mið-
vikudaginn í boði Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra. í för
með Savisaar verður utanríkisráð-
herra Eistlands, Lennart Meri.
Guðmundur Benediktsson, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
segir að þeir Savisaar og Meri, séu
væntanlegir seinni partinn á mið-
vikudag en fari aftur til Eistlands á
fóstudagsmorgun.
Guðmundur segir að nokkuð sé um
liðið síðan Steingrímur bauð þeim til
íslands. Þetta hafl því lengi legið í
loftinu en tiltölulega stutt sé síöan
aö þeir ákváðu að koma og þiggja
boðið. -JGH
hefur leikið við landsmenn undanfarna daga og í gær var það svo gott að sjá mátti sundlaugargesti í sólbaði.
Myndina tók Ijósmyndari blaðsins í Sundlaug vesturbæjar. DV-mynd GVA
Sendiherra
Sovélríkjanna
kallaðurheim
„Um leið og sendiherra okkar í
Moskvu tók við mótmælum sovéska
utanríkisráðuneytisins óskaði hann
eftir fundi með fulltrúum utanríkis-
ráðuneytis Sovétríkjanna þar sem
báðir aðilar gætu útskýrt sjónarmið
sín. Viðbrögð þeirra voru vinsamleg
en jafnframt sagt að óvíst væri hve-
nær unnt væri að koma slíkum fundi
á,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra um mótmæh Sov-
étmanna við samþykkt Alþingis í
Litháensmálinu.
Fram kemur í mótmælum sovéska
utanrikisráðuneytisins að samþykkt
Alþingis sé óeðlileg afskipti af innan-
ríkismálum Sovétríkjanna, hún sé
marklaus og gangi í berhögg við fyrri |
alþjóðlegar skuldbindingar íslands
um viðurkenningu á Sovétríkjunum.
Þá hefur sovéska utanríkisráðuneyt-
ið kallað sendiherra sinn á íslandi j
heim til skrafs og ráðagerðar, eins
og það er orðað.
-kaa
t
i
i
i
i
i
i
i
i
Karvel í 1. sæti
Heimastjórnar- ;
samtakanna
Karvel Pálmason alþingismaður
segir að það hafl verið nefnt við sig
að hann tæki 1. sætið á lista Heima-
stjórnarsamtakanna á Vestfjörðum
Hann vill hins vegar ekki segja hvað
hann muni gera. „Ég hef enga
ákvörðun tekiö um það, þetta kemur
í ljós. Maður er alltaf að hugsa, fram
á síðustu stundu,“ segir Karvel.
i
i
7000 tonnaf
loðnukominá |
land í Eyjum
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum:
I gær komu átta bátar til Vest-
mannaeyja með samtals um 5000
tonn af loðnu og er bræðsla þegar
hafín í Fiskimjölsverksmiðju Einars
Sigurðssonar.
Áður hafði Guðmundur VE landað
samtals 1800 tonnum þannig að i
heild er afli á land í Vestmannaeyjum
orðinn um 7000 tonn.
Grímur Jón Grímsson, skipstjóri á
Guðmundi, var að koma á miðin út
af Hjörleifshöfða kl. átta í morgun
þegar blaðið ræddi við hann. Leið
indaveður var-á miðunum en þó vissi
hann að Hiímir SU hafði fengið gott
kast. Hann spáir lygnandi þegar líð
ur á daginn og ætti veiði þá að
glæðast.
/SM\
> C 7ZI77 \
^ SMIÐJUKAFFI
i
4
i
i
smm fritt Hem
OPNUM KL. 18VIRKA DAGA
0G KL. 12 UM HELGAR
4
4
TVOFALDUR1. vinnmgur