Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991. Fréttir_______________________________________________________________________________dv Formannsslagurinn 1 Sjálfstæðisflokknum: Davíð Oddsson virðist haf a misreiknað sig illa Sú ákvöröun Davíðs Oddssonar borgarstjóra aö hefja undirbúning aö formannsslag við Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæðisflokksins, á landsfundinum, sem hefst 7. mars næstkomandi, hefur komiö mönnum á óvart. Og ekki bara á óvart, heldur virðist þetta hafa komið flestum þingmönnum flokksins í opna skjöldu. Þeir viðurkenna alhr að Davíð sé framtíðarformannsefni flokksins, en formannsskipti áttu ekki að eiga sér stað fyrir þessar kosningar. Samkvæmt heimildum DV var til um þaö óformlegt sam- komulag að Davíð tæki við af Þor- steini á síðari hluta næsta kjörtíma- bils. Þorsteinn myndi þá hverfa til einhvers þægilegs embættis og Davíð taka við formennskunni. En hvað veldur því að Davíð Odds- son undirbýr formannsslag svona snemma? spyija menn. Þeir alþing- menn, sem og aðrir frammámenn flokksins, sem DV hefur rætt við um málið, segja ástæðumar þrjár. í fyrsta lagi nefna þeir metnað Davíðs, sem sé mikill. í öðru lagi misvitra ráðgjafa, sem ekki hafi biðlund. Síð- ast en ekki síst er nefndur til ótti viö harðan keppinaut sem er Einar Odd- ur Kristjánsson, formaður VSÍ. Álit manna á Einari Oddi hefur vaxið jafnt og þétt siðustu misserin. Margir sjálfstæðismenn, einkum úr at- vinnulífinu, þykjast sjá í honum framtíðarformann flokksins. Sumir halda því fram aö Davíö Oddsson og hans menn hafl líka reiknað dæmið skakkt. „Þeir bjuggust við að mótstaða Þor- steins yrði ekki mikil. Þeir reiknuðu með að hann myndi gefa eftir eins og Friðrik Sophusson þegar hann vék baráttulaust fyrir Davíð úr vara- formannssætinu á síðasta lands- fundi,“ sagði einn af þingmönnum flokksins við DV. Hörð viðbrögð og stuðningur Svo virðist sem frétt DV um aö - mótstaða Þorsteins Pálssonar og stuðningur við hann meiri en Davíð bjóst við Formaður og varaformaður á síðasta landsfundi. Nú er öldin önnur og ekkert vögguhjal fer á milli þeirra Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddsson- ar þessa dagana. Davíð ætlaði að gefa á kost á sér til formanns á landsfundinum 7. mars hafi komið Þorsteini Pálssyni og hans mönnum á óvart. Þeir Þor- steinn og Davið héldu með sér fundi skömmu eftir þetta og þar kom fram mun harðari afstaða hjá Þorsteini en Davíð og hans menn bjuggust viö. Þorsteinn lýsti því þar yfir aö hann gæfi hvergi eftir. Hann gæfi kost á sér áfram sem formaður. Svona af- dráttarlausu svari bjuggust Davíð og hans menn ekki við. Og mjög fljót- lega fóru að berast stuðningsyfirlýs- ingar við Þorstein Pálsson hvaðan- æva aö. Sjálfstæðismenn segja, jafn- vel stuðningsmenn Davíðs, að það Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson hafl aldrei gerst aö sitjandi formaður flokksins sé felldur gefi hann á annað borð kost á sér. Menn vilji ekki breyta þessári hefð, jafnvel þótt þeir hafi álit á Davíð Oddssyni. Margir héldu því fram í gær að þetta yrði til þess að Davíð hætti við allt saman. Hann hefur notað það sem skjöld í málinu að á hann hafi verið skorað að gefa kost á sér. Hann hefur enn ekki gefið afdráttarlaust svar opinberlega hvort hann gefur kost á sér. Hann hefur heldur ekki neitað því en svarað „út og suður“, eins og hann orðaði það í DV. Vegna þessa á hann þá útgönguleið að segja áfram að á hann hafi verið skorað en hann ætli ekki að verða við þeirri áskorun og lýsa yfir stuðningi við Þorstein. Þeir þingmenn flokksins, sem DV ræddi við, héldu því fram að þannig gæti Davíð bjargað eigin skinni. Skaðinn væri aftur á móti skeður. Upp væri kominn klofningur í flokknum. Og þeir fullyrða að sá klofningur og þær deilur, sem hon- um muni fylgja, geti orðið mun hat- ramari en uppi voru í Sjálfstæðis- flokknum milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar fyrir nokkr- um árum. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, seg- ir í viðtali við DV að undir forystu Þorsteins Pálssonar hafi tekist að setja niöur gamlar erjur í flokknum. Og undir hans forystu hafi flokkur- inn fengið betri útkomu í skoðana- könnunum síðustu misserin en nokkru sinni fyrr fyrir alþingiskosn- ingar. Hann spyr því: „Hvers vegna þá að skipta um formann þótt mætir menn séu í boði?“ Langur aðdragandi Því er haldiö fram af þeim sem best þekkja til í flokknum að undir- búningur Davíðs og hans manna að þessari uppákomu sé langur. Dygg- ustu stuðningsmenn Davíðs hafi um langt skeið unnið gegn Þorsteini inn- an flokksins. Þeir halda því fram að Davíðsmenn hafi haldið uppi áróðri gegn Þorsteini. Hann sé sviplaus og veikur formaður. Hann geti ekki myndað ríkisstjórn eftir næstu al- þingiskosningar og margt annað i þessum dúr. Því er einnig haldið fram að hin einkennilega skoðana- könnum Stöðvar 2, um hvor þeirra, Þorsteinn eða Davíð, væri líklegri til að leiða flokkinn til sigurs í kosning- unum, væri pöntuð. Hvort sem það er rétt eða ekki þá er skoðanakönnun sem þessi algert einsdæmi hér á landi. Niðurstaöan í henni hafi ráðið úrslitum um að Davíð fór af stað og hóf undirbúning að formannsslag á landsfundi. Vitað er að þessa dagana leggjast þungavigtarmenn í flokknum, sem ekki eru bundnir í arma Þorsteins eöa Davíös, á eitt um að koma í veg fyrir að til kosninga komi milli þeirra á landsfundi. Gerist það skipti engu máli um úrslit. Klofningur sé kom- inn upp og sár hafi myndast sem erfitt verði að græða. Einnig er bent á að Davíð leggi mikið undir fari hann í slaginn. Ef hann 'tapi fyrir Þorsteini veikist pólitísk framtíð hans verulega. Enginn þorir að spá um hvernig fara muni komi til kosninga milli þeirra. Menn benda á að Þorsteinn eigi stuðning landsbyggðarmanna og forystumanna úr atvinnulífinu. Þá er því haldið fram að stuðningur við hann á höfuöborgarsvæðinu fari vaxandi eins og fyrr hefur verið sagt. Svokallaðir fijálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum eru helstu stuðningsmenn Davíðs. Hann á sterka menn að eins og Hannes Hólmstein, Jón Steinar Gunnlaugs- son, formann fulltrúaráösins í Reykjavík, Baldur Guðlaugsson hrl„ Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, og Svein Andra Sveinsson borgarfulltrúa. Sá síöast- nefndi stýrir yfirstandandi undir- skriftasöfnun um að skora á Davíð að gefa kost á sér. Búist er viö að það skýrist fyrir helgina hvort Davíð lætur sverfa til stáls eöa ekki. Athygli hefur vakið að hvorugur þeirra, Davíð eða Þor- steinn, hefur viljað ræða þetta mál opinberlega í íjölmiðlum í þessari viku. -S.dór í dag mælir Dagfari_______________ íslenskt stjórnmálasamband Allar líkur eru á því að Litháar slíti stjómmálasambandi við ís- lendinga eöa mundu gera það ef stjórnmálasamband væri komið á. Þeir eru ævareiðir íslenska utan- ríkisráðherranum og ríkisstjórn- inni sem dregur ennþá lappirnar í viðurkenningu á sjálfstæði Lithá- en. íslendingar þóttust vera vinir þeirra en eru hinir verstu fjand- menn Litháa þegar á reynir. íslend- ingar em að svíkja gefin loforö og Landsbergis hefur aldrei kynnst öðru eins. Og er þó ýmsu vanur. Vinargreiðinn, sem íslendingar ætluðu að sýna Litháum, er óðum aö breytast í martröð. Jón Baldvin lofaði vissulega að taka upp stjómmálasamband við Litháa. Hann lét þess hins vegar aldrei getið hvenær af því yrði og það er misskilningur hjá Litháum að halda að Jón Baldvin geti ákveð- ið stjórnmálasamband meðan ekki er hægt að koma á stjórnmálasam- bandi við Litháen. Þetta verða menn aö skilja. Það getur enginn ætlast til þess aö íslendingar táki upp stjómmálasambandi við þjóðir sem ekki er hægt að taka upp stjór- málasamband við. Þess vegna var þaö að ríkisstjóm- in samþykkti að undirbúa stjórn- málasamband. Á þessu er regin- munur og það hefur tekið tíma að útskýra þennan mun fyrir Sjálf- stæðisflokknum, Landsbergis og öðram þeim sem vilja taka upp stjórnmálasamband áður en stjórnmálasamband er komiö á. Sjálfstæðismenn vilja sýna Sovét- mönnum í tvo heimana. Það vilja Litháar líka. Sjálfstæðismenn eru herskáir og þeim hefur alltaf verið illa viö Sovétríkin og þeir eru Sov- étríkjunum ævareiðir þegar Sovét- menn stálu glæpnum frá Sjálfstæð- isflokknum og hættu aö vera vondu karlamir og hættu að vera hættu- legir. Síðan þá hafa sjálfstæðis- menn ekkert viljað við Sovétmenn tala og vilja helst segja þeim stríö á hendur. Að þessu leyti eru þeir sammála Landsbergis og Litháum sem era einmitt að heimta stjóm- málasamband við ísland svo Sovét- menn einangri ísland eins og Lithá- en. Landsbergis vill ekki standa einn. Hann vill að fleiri verði vond- ir við Sovétríkin og»hann vill að íslendingar taki í lurginn á Sovét- mönnum. Hann reiknar með þvi eins og sjálfstæðismenn aö Gor- batsjov sjái sitt óvænna og gefist upp þegar íslendingar eru gengnir í lið með Litháum. En ríkisstjórnin hikar. Hún er aö undirbúa málið. Hún veröur að taka eitt skref í einu. Hún vill vita hvað Yeltsin ætlar að gera. Ríkis- stjórnin sækir stefnu sína í utan- ríkismálum til Moskvu þar sem Yeltsin ræður ríkjum og Yeltsin þarf sinn undirbúningstíma og meðan hann er að undirbúa sig þurfa íslendingar að undirbúa sig og þannig verða Litháar að und- irbúa sig ujn að undirbúningur standi meðan menn eru að und- irbúa sig fyrir undirbúninginn. Stjómmálasamband við Litháa mundi endanlega rofna eftir að stjórnmálasambandi er komið á. Þá fær enginn vegabréfsáritun úr landi né inn í landið. Sendiherrar geta ekki komið og ekki farið og það eina sem menn vinna viö stjórnmálasamband við Litháa er að stjórnmálasamband viö Sovét- ríkin slitnar og þá getur ísTenski sendiherrann í Moskvu ekki komið því á framfæri að íslendingar styðji Litháa. Litháar geta að sama skapi ekki haft stjórnmálasamband við íslendinga meðan ekki er við neinn sendiherra að tala sem getur tekið við orðsendingum um að stjórn- málasamband sé komið á. Enn og aftur verður því íslenski utanríkisráðherrann að vænta þess að Litháar skilji að það þarf að undirbúa stjórnmálasamband áður en stjórnmálasamband er formlega tilkynnt. Þaö þarf að liggja fyrir að Sovétmenn telji þetta mál svo ómerkilegt að það taki því ekki að slíta stjórnmálasambandi viö ísland, þótt íslendingar leiki stórveldi gagnvart Landsbergis. Gorbatsjov skilur það vonandi að það kemur krötum og kommum illa en íhaldinu vel ef hann tekur mark á vinstri stjórninni hér á ís- landi. íslenska ríkisstjórnin verður að setja allt sitt traust á að hún sé ekki tekin alvarlega og það er þá og þá fyrst sem við getum tekið sjálfa okkur alvarlega og lýst yfir stjórnmálasambandi við Litháa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.