Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Side 9
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
9
Boris Jeltsin, forseti Rússlands.
Símamynd Reuter
Jeltsin sakaður um brot
gegn stjórnarskránni
Boris Jeltsin, forseti Rússlands,
hefur veriö sakaður af Æðsta ráði
Sovétríkjanna um að hafa brotið
gegn stjórnarskrá Sovétríkjanna
meö því að krefjast afsagnar Gor-
batsjovs Sovétforseta í sjónvarpsá-
varpi.
Ummæh Jeltsins voru sögð jafn-
gilda hvatningu til borgarastyrjaldar
og sagði einn hægri mannanna í
Æðsta ráðinu að tími væri kominn
til að íhuga hvort lýsa þyrfti yfir
neyðarástandi um öll Sovétríkin.
Fulltrúar í borgarráði Leningrads
ákváðu að samþykkja yfirlýsingu
Jeltsins þar sem sagði að Gorbatsjov
væri með einræðistilburði og væri
að blekkja þjóðina.
Ágreiningurinn miUi Rússlands og
miðstjórnarinnar í Kreml hefur vax-
ið að undanfómu vegna tillagna Val-
entins Pavlov forsætisráðherra um
verðbætur. Rússland, Úkraína og
Hvíta-Rússland vUja sjálf hafa yfir-
ráð yfir bótagreiðslum fyrir verð-
hækkanir, meðal annars í formi
launahækkana og fría. Pavlov segir
að sovésk yfirvöld þuríi að tryggja
að önnur lýðveldi fái réttbætar bæt-
ur. Reuter
Georgia:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um
úrsögn úr Sovétrikjunum
Yfirvöld í sovéska lýðveldinu Ge-
orgíu ætla að láta fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu um úrsögn úr Sovét-
ríkjunum 31. mars næstkomandi.
Georgía ætlar ekki að taka þátt í
þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja
sambandsríkjasamninginn sem fara
á fram 17. mars.
í frétt frá upplýsingaskrifstofu Ge-
orgíu í Helsingfors í Finnlandi segir
að yflrvöld í Georgíu vonist til að
þjóðir heims fylgist með úrslitum
þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hafa
yfirvöld áhyggjur af því að athyglin
beinist eingöngu að atburðum í
Eystrasaltsríkjunum.
Sovéska þingið hótaði í gær að lýsa
yfir neyðarástandi í Georgíu þar sem
yfir þrjátíu manns hafa látið lífið í
þjóðernisróstum á þessu ári. Var
yfirvöldum í Georgíu veittur þriggja
daga frestur til að lýsa sjálf yfir neyð-
arástandi um alla Suður-Ossetíu og
stöðva blóðbaðið. Þegar ríkir neyðar-
ástand í vissum hlutum Suður-Osse-
tíu. Yfirvöld í Georgíu lýstu ógilt full-
veldi héraðsins í desember síðast-
liðnum eftir að leiðtogar þess kváð:
ust heldur vilja vera áfram í Sovét-
ríkjunum en tilheyra sjálfstæðu ríki
Georgíu.
Reuter
Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Quincy Jones er eftir afhendingu
Grammy-verðlaunanna ótvíræður konungur dægurmenningar í Bandarikj-
unum. Símamynd Reuter
Quincy Jones sópaði
að sér verðlaunum
Tónskáldið og hljómsveitarstjór-
inn Quincy Jones er ótviræður kon-
ungur dægurmenningar í Bandaríkj-
unum eftir að Grammy-verðlaunun-
um var úthlutað í 33. sinn í gær.
Hann vann til sex verðlauna fyrir
verk sín á síðasta ári.
Verðlaunin voru afhent í Radio
Music Hall í New York. Öryggis-
gæsla var með fádæmum mikil af
ótta við að hryðjuverkamenn létu til
sín taka nú þegar spennan er hvað
mest í Persaflóastríðinu. Verðlauna-
afhendingunni var útvarpað beint til
hermanna Bandaríkjanna í Saudi-
Arabíu.
írska söngkonan Sinead O’Connor
vann til verðlauna eins og búist var
við. Hún stóð þó við fyrri orð sín og
kom ekki til athafnarinnar. Hún seg-
ir að Grammy-verðlaunin snúist um
sölumennskuna eina en ekki list-
ræna verðleika.
Útlönd
Viðurkenning Litháens veldur misskilningi í Sovétríkjunum:
Vigdís forseti ætti
að fara sér hægt
- segir Gennadi Janajev, varaforseti Sovétríkjanna
„Það er í lagi að Vigdís Finn-
bogadóttir spretti úr spori í mara-
þoni en hún ætti að fara sér hægar
í stjórnmálunum en hún hefur
gert,“ sagöi Gennadi Janajev, vara-
forseti Sovétríkjanna, þegar frétta-
maður sænsku fréttastofunnar TT
spurði hann hvort viðurkenning
íslendinga á Litháen væri íhlutun
í sovésk innanríkismál.
Varaforsetinn virðist hafa mis-
skihð íslenska stjórnskipan því að
hann kennir forsetanum um að
ákveðiö var að viðurkenna Litháen
svo fljótt sem auðið væri.
Janajve gagnrýnir einnig Ingvar
Carlsson, forsætisráðherra Svía,
harkalega fyrir að gera málefni
Eystrasaltsríkjanna að sænsku
innanríkismáli þegar það sé með
réttu sovéskt innanríkismál.
Eftir þeim fréttum sem er að fá á
æðstu stöðum í sovéska stjórnkerf-
inu kemur ekki til greina að
Eystrasaltsríkin fái sjálfstæði frek-
ar en önnur lýðveldi Sovétríkj-
anna. Þó taka yfirvöld enn fram að
ekki standi til að beita hervaldi í
lýðveldunum.
TT
Varaforseti Sovétrikjanna virðist kenna Vigdísi Finnbogadóttur forseta
um að íslendingar hafa gengið fram fyrir skjöldu í að viðurkenna Lithá-
en. Hér er Vigdís við opnun íslenskrar listsýningar i Moskvu á siðasta ári.
Símamynd Reuter
MENNINGARÞING
ÍSLENSK MENNING - ALÞJÓÐLEG ÞRÓUN
Svavar
Gestsson
Guðbergur
Bergsson
Hjálmar H.
Ragnarsson
Sigurður
Pálsson
Stefán Jón
Hafstein
Gísli
Sigurðsson
Helga
Hjörvar
Hjörleifur
Stefánsson
Steinunn
Sigurðardóttir
Halldór
Guðmundsson
Laugardaginn 23. febrúar efnir menntamála-
ráðuneytið til menningarþings í Borgartúni 6.
Þingið stendur frá kl. 10 -17.
Dagskrá:
Ávarp forseta íslands.
Ræða menntamálaráðherra.
Ræða framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.
Aðrir fyrirlesarar verða:
Gísli Sigurðsson bókmenntafræðingur
Guðbergur Bergsson rithöfundur
Helga Hjörvar skólastjóri
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld
Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Sigurður Pálsson rithöfundur
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.
Að fyrirlestrum loknum hefjast pallborðsumræður.
Umræðustjóri verður Stefán Jón Hafstein
dagskrárstjóri.
Ráðstefnunni stjórnar
Halldór Guðmundsson útgáfustjóri.
Þeir aðilar sem fengið hafa boð um þátttöku eru hvattir
til að skrá sig. Aðrir sem áhuga kunna að hafa geta látið
skrá sig í síma 609592 nú þegar en þátttaka verður
takmörkuð við 150 manns.
MENNT AMÁL ARÁÐUNE YTIÐ
Reuter