Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
Útlönd
Albanía:
Kröf ur náms-
manna uppfylltar
- en þolinmæði yfirvalda á þrotum
Albanskir kommúnistaleiðtogar
hafa látið undan kröfum náms-
manna í annað sinn á þremur mán-
uðum en hafa samtímis varað við að
þeir þoli ekki öUu meira. í desember
síðastliðnum var starfsemi stjórnar-
andstöðuflokka heimiluð.
í yfirlýsingu, sem útvarpað var í
albanska ríkisútvarpinu í gær, sagði
að yfirvöld hefðu samþykkt að stroka
nafn Envers Hoxha, fyrrum leiðtoga
landsins og tákni stalínismans, út úr
nafni háskólans í höfuðborginni Tir-
ana.
Litið er á þetta sem mikinn sigur
fyrir þá tugi þúsunda mótmælenda
sem nokkrum klukkustundum áður
höfðu fellt styttu Hoxha af stalli, velt
höfði styttunnar að háskólanum og
migið á það. Fréttir hafa borist af
svipuðum aðgerðum í hafnarborg-
inni Durres.
Að sögn albanskra fréttamanna
söfnuðust þúsundir manna saman á
götum Tirana í gærkvöldi til að fagna
sigrinum. Þriggja daga hungurverk-
fall sjö hundruö námsmanna var
stöðvað.
Ramiz Alia forseti, eftirmaður
Hoxha einræðisherra, kom fram í
sjónvarpi í gærkvöldi og lýsti því
yfir að hann tæki alla stjórn landsins
í sínar hendur og að hann ætlaði
stofnsetja forsetaráö.
Fréttamennirnir sögðu að Alia
hefði ekki getið um það hvort stjórn-
arandstöðuflokkarnir fengju sæti í
ráöinu né hvernig starfsemi þess
yrði háttað.
Gramoz Pashko, einn stofnenda
Lýðræðisflokksins, sagði að mögu-
legt væri að Alia hygðist mynda
bráðabirgðastjórn. Pashko sagði að
Alia hefði hvatt landsmenn til að
sýna stillingu og halda aftur til vinnu
sinnar. Alia hefði jafnframt tekið
fram að ef ekki kæmist á ró myndi
hann ef til vill þurfa aö lýsa yfir
neyðarástandi eftir þrjá daga.
Utvarpsfréttamenn í höfuðborg-
inni sögðu að eftirlit hefði verið hert
og skriðdrekar væru fyrir utan höf-
uðstöðvar kommúnistaflokksins,
helstu stjórnarbygginguna og ríkis-
útvarpið.
Að sögn Pashkos meiddust nokkrir
í átökum við lögregluna í gær, þar
af einn alvarlega.
í útvarpsyfirlýsingu yfirvalda í gær
voru Lýðræðisflokkurinn, óháð
verkalýðsfélög og leiðtogar náms-
manna sökuð um að hafa kynt undir
óeirðunum. Pashko vísaöi þessum
ásökunum á bug. Hann bætti því við
að hann útilokaði ekki þann mögu-
leika að reynt yrði að þagga niður í
honum og öðrum stjórnarandstöðu-
leiðtogum og aö hann yrði handtek-
inn. Reuter
Tugir þúsunda albanskra mótmælenda felldu í gær af stalli risastóra brons-
styttu af fyrrum einræöisherra landsins, Enver Hoxha. Yfirvöld uröu viö
kröfum háskólanema og samþykktu að fella nafn Hoxha úr heiti háskólans
í Tirana, höfuðborg Albaníu en vöruðu við að lýst yrði yfir neyðarástandi
ef ekki kæmist á ró í landinu fljótlega. Simamynd Reuter
Eldsvoði í skemmtiferða-
í Karíbahaf inu
skipi
Flytja varð 3800 menn frá borði
skemmtiferðaskipsins Sovereign of
the Seas eftir aö eldur kom upp í því
á siglingu um Karíbahafið í gær. Sov-
ereign of the Seas er eitt stærsta og
glæsilegasta skemmtiferðaskip
heims og öryggiskröfur um borð
miklar. Enginn slasaðist, hvorki úr
hópi farþega né áhöfn skipsins.
Eldurinn kom upp i geymslurými
á fimmta þilfari skipsins sem er um
74 þúsund lestir að stærð. Skipið lá
í höfn í San Juan á Puerto Rico.
Slökkviliösmenn fóru um borö og
réðu niðurlögum eldsins á skömm-
um tíma.
Skipið átti að leggja úr höfn
skömmu eftir að eldurinn kom upp.
För þess tafðist um nokkrar klukku-
stundir en von er á því til Miami á
laugardaginn á áætluðum tíma. Ekki
er vitað hvað olli því að eldurinn
kviknaði. Reuter
Flest er nú bannað:
Má kóngurinn ekki f lytja?
Dómsmálaráðuneyti Grikklands
hefur krafist þess aö rannsakað verði
hvort Konstantín, fyrrum konungi,
hafi verið heimilt aö flytja vaming í
níu gámum frá sumarhúsi sínu,
nærri Aþenu, til Bretlands.
Mál þetta hefur valdið miklu upp-
námi í Grikklandi og hefur stjórnin
setið undir ámæli fyrir að láta óátal-
ið þótt konungurinn flytti úr landi
eignir sem með réttu ættu aö tilheyra
þjóðinni.
Konungurinn má halda eigum sín-
um í Grikklandi þótt hann hafi verið
hrakinn frá völdum. Stjórnarand-
staðan segir að þessar eigur eigi að
falla undir ríkið. Konungurinn lét
flytja frá sumarhúsinu bækur, lista-
verk, góðmálma og gimsteina. Konst-
antín hefur búið í Bretlandi frá því
hann var hrakinn frá völdum árin
1967. «
Reuter
Tveir eiturlyflasmyglarar plataðir
Bandaríska alrfkislögreglan segist hafa handtekið tvo áhrifamikla menn
úr Medelin-eiturlyfjahringnum í Colombíu. Mennirnir sáu um að koma
illa fengnu fé í umferð. Lögreglan segir að þeir hafi verið plataðir til að
eiga viðskípti á skútu úti fyrir strönd Venesuela, utan lögsögu landsins.
Þar með þurfa Bandaríkjamenn ekki að gefa yfirvöldum í Colombíu skýr-
ingar á handtökunni.
Mennirnir heita Jorge Ignacio Restrepo Lopez og Julio Robolledo. Lög-
reglan segir aö þeir hafi gegnt lykilhlutverki í að koma fjármunum eitur-
lyljahringsins undan eftirliti lögreglunnar. Þeir voru handteknir þann
11. febrúar og verða dregnir fyrir dóm i Los Angeles. Lögreglan segir að
hún hafi fylgst með mönnunum í sex mánuði áður en látið var til skarar
skríða.
Margrét II. Danadrottning tók vió þökkum Bush til handa Dönum. Með
þeim á myndinni eru Hinrik prins og Barbara forsetafrú. Símamynd Reuter
George Bush Bandaríkjaforseti bauð Margréti II. Danadrottningu og
Hinrik mann hennar sérstaklega velkomin til Bandaríkjanna og fór fógr-
um orðum um þau og Dani. Talaðí hann um „bandamenn og vini“ þegar
hann ávarpaði drottninguna og nefhdi sérstaklega þátt korvettunnar 01-
ferts Ficher í að halda uppi viöskiptabanni á írak.
Bush sagðí að Danir hefðu alltaf lagt mikilvægan skerf til að viðhalda
friöi og frelsi í heiminum. Hann þakkaði þeim sérstaklega fyrir snögg
viðbrögð þegar írakar réðust inn í Kúvæt og sagði aö Danir hefðu verði
fremstir í flokki þjóða til að rísa upp gegn ofbeldi íraka.
Maf íuskelf ir af vígvellinum
Ákveðið hefur verið að flytja Giovanni Falcone, lögreglustjóra á Sikil-
ey, til í starfi og fá honum eftirleiðis sæti bak við skrifborð í Róm. Fal-
cone átti mikinn þátt í að margir af frammámönnum mafíunnar á Sikiley
voru dregnir fyrir dóm og dæmdir til fangavistar árið 1987. Mennirnir
voru sekir fundnir um morð en hefur nú mörgum veriö sleppt vegna
fonngalla á réttarhöldunum.
Á Sikiley er því spáð að mafían færí sig nú mjög upp á skaftið þegar
hópur af skæðustu morðingjum hennar er aftur kominn á vettvang en
harðasti baráttumaöurinn gegn mafíunni fær það verkefni að naga blý-
anta. Falcone hefur ekkert viljað segja um þetta mál og í dómsmálaráðu-
neytinu er engar fréttir heldur að hafa.
Falcone sá til þess í réttarhöldunum miklu árið 1987 að 338 glæpamenn
voru ákærðir og dæmdir í samtals 2.700 ár. Eftir þetta reyndi mafian einu
sinni að myrða Falcone en mistókst.
ísraelsmenn hlæja að gasinu
Isaac Stern leikur á fiðluna með gasgrímu fyrir andlitinu. Símamynd Reuter
ísrelsmenn reyna allt sem þeir geta til að láta hótanir íraka um aö gera
efnavopnaárásir á landiö ekki fara í taugarnar á sér. Við flestar skemmt-
anir í landinu þykir nú ástæða til að hafa gasgrímur á lofti. Á myndinni
má sjá hinn kunna fiðluleikara, Isaac Stem, leynast á bak við grímuna
á æfingu með fílharmóníuhljómsveit ísraels. Stern fór sérstaka för til
ísraels í von um að geta stytt landsmönnum stundir á meðan þess er
beðið að Persaflóastríðinu ljúki. Við komuna til landsins lagði hann til
að eftirleiöis yrði ekki leyft aö selja önnur vopn til Mið-Austurlanda en
og örvar.
Dauðaref sins fyrir hryðju verk
í öldungadeild Bandarikjaþings er nú verið að ræða frumvarp sem heim-
ilar dómsyfirvöldum aö refsa hryðjuverkamönnum með lífláti verði þeir
sekir fundnir um aö myrða Bandaríkjamenn heima eða erlendis. Amd-
stæðingar dauðarefsingar reyndu að stöðva frumvarpið en írávísunar-
krafa þeirra var felld með lifium mun.
Eins og lögin eru nú má aðeins dæma menn í lífstíöarfangelsi ef þeir
gerast sekir um að myröa Bandaríkjamenn utanlands ef tii þeirra næst.
I Bandaríkjunum eru í gildi lög sem heimila yfirvöldum aö handtaka
menn utan lögsögu landsins gerist þeir sekir um brot gegn bandarískum
þegnum. Routor