Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Page 14
5 14 .EIMMTtmQUR. 2h FCTRÚ,AíUR?l. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Skammtíma-raunsæi Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins hafa ákveð- ið að frysta ekki lengur fjárhagsaðstoð bandalagsins við Gorbatsjov Sovétforseta. Fyrir hönd Vestur-Evrópu hafa þeir fetað í fótspor Bush Bandaríkjaforseta, sem einnig hefur veðjað á, að framtíð sé falin í Gorbatsjov. Pólitísk framganga Bandaríkjastjórnar og flestra stjórna í Vestur-Evrópu gagnvart Sovétríkjunum segir lýðræðisöflum og sjálfstæðisöflum Sovétríkjanna að hafa sig hæg. Um leið segir hún afturhaldsöflum Sovét- ríkjanna, að þau hafi frjálsar hendur til kúgunar. Viðhorf af þessu tagi eru mótuð af svokölluðum „raunsæismönnum“ í utanríkisráðuneytum vestrænna ríkja. Eðlilegast væri að kalla þau „skammtímavið- horf‘, því að þau fela nánast undantekningarlaust í sér stuðning við ríkjandi ástand og valdhafa hvers tíma. Reagan Bandaríkjaforseti og Kissinger utanrikisráð- gjafi voru á sínum tíma helztu talsmenn svokallaðrar „raunsæisstefnu“ gagnvart harðstjórum úti í heimi. Þeir voru til dæmis sá Drakúla greifi, sem bjó til Fran- kenstein þann, sem við þekkjum sem Saddam Hussein. Eftir innreið klerkaveldis í Persíu ákvað Bandaríkja- stjórn að setja hald sitt og traust á Saddam Hussein í írak til jafnvægis við klerkana í Persíu. Ekkert var hlustað á þá, sem sögðu, að það væri að fara úr öskunni í eldinn að halla sér að enn verri harðstjóra. í kjölfar Reagans og Kissingers sigldu svo vopnasalar Vesturlanda. Saddam Hussein átti olíupeninga eins og skít og keypti hvað sem var, einnig búnað til undirbún- ings efna- og eiturhernaðar, svo og kj arnorkustyrj aldar. Þannig var vakinn upp sá draugur, sem nú er barizt við. Reagan og Kissinger studdu einnig Suharto í Indónes- íu, einn versta harðstjóra tuttugustu aldar. Bush hefur erft þá raunsæisstefnu, sem á eftir að verða Vesturlönd- um dýr, þegar reikningar Indónesa við Suharto-gengið verða gerðir upp um síðir, líklega á þessum áratug. Raunsæisstefnan stuðlaði einnig að stuðningi við helztu fúlmenni Suður- og Mið-Ameríku. Afleiðingin er auðvitað sú, að almenningur í þessum heimshluta lítur á Bandaríkin sem hið illa afl. Tjónið, sem Kissinger hefur valdið, verður seint mildað og hvað þá bætt upp. Bush Bandaríkjaforseti er með fjölda uppvakninga á bakinu. Hann hefur persónulega lagt áherzlu á, að halda góðu sambandi við stjórnvöld í Kína og efla samskiptin við þau á nýjan leik eftir andartaks hlé, sem varð við blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Meðan leikin var heimsveldaskák Bandaríkjanna og Sovétríkjanna höfðu hinir svokölluðu „raunsæis- menn“, það er að segja „skammtímamenn“ sér lélega afsökun í, að harðstjórarnir mundu halla sér að Sovét- ríkjunum, ef Bandaríkin veittu þeim ekki stuðning. Þessi afsökun gildir ekki lengur, því að Sovétstjórnin er horfm frá taflborði heimsveldastefnu og einbeitir sér að kúgun innan eigin landamæra. Það er því liðin tíð að meiri og minni háttar Frankensteinar eigi sér öruggt skjól sem eins konar peð í alþjóðlegu valdatafli. Stríðið við Persaflóa er alvarleg áminnig um gjald- þrot hinnar svokölluðu „raunsæisstefnu“ í alþjóðamál- um. Miklu nær væri að haga samskiptum Vesturlanda við stjórnir í öðrum heimshlutum í samræmi við stöðu þeirra á kvarða mannréttinda og lýðræðis. Ef Vesturlönd hætta að moka peningum og vopnum í hvers konar harðstjóra, mun það fljótt leiða til stórkost- legrar sveiflu í átt til lýðræðis og mannréttinda. Jónas Kristjánsson ,Þótt byggingartimi hér hafi ef til vill styst er hann enn mjög langur,“ segir m.a. i grein Stefáns. Byggingarkostnað verður að lækka Byggingarkostnaður er alltof hár. Hann verður að lækka sem fyrst um 15% til 20% eða meira. Margar leiðir finnast til úrbóta. Stytta má byggingartíma, bæta hönnun, nýta betur tæki og mann- afla og bæta lóðarúthlutun. Margt bendir til að framleiðni í bygginga- riðnaði fari minnkandi. Byggingarkostnaður hefur frá 1955 hækkað 60% umfram almennt verðlag. Húsnæðislánakerfið er ekki lengur hagstætt byggingarfyr- irtækjum. Byggingariðnaðarins bíður erfitt en mikilvægt verkefni. Byggingarkostnaður er hár Smám saman er að renna upp fyrir mönnum aö byggingarkostn- aður íbúðarhúsnæðis hér á landi er of hár. Byggingarkostnaðurinn hefur í áratugi hækkað árlega um 1,3% umfram almennar verð- hækkanir. Það bendir til að fram- leiðni hafi stöðugt minnkað og kostnaði vegna tæknivæðingar veriö velt út í verðlagið. í staö þess að auka hagkvæmni hafi aukin tæknivæöing hækkað byggingar- kostnað. Hann hefur frá 1955 hækkað um 60% umfram almennt verðlag. Jafnhliða hafa vaxtahækkanir síð- ustu ára þyngt greiðslubyrði hús- næðislána stórlega. Fjölskyldur þurfa nú að greiða stærri hluta af launatekjum sínum í húsnæöis- kostnað en þekkst hefur í áratugi. Fólk hefur ekki ráð á að greiða af jafn dýru húsnæði og áður. Lækka verður kostnaðinn Byggingariðnaðinn hefur skort hvata til að lækka byggingarkostn- að. Orsakanna er að leita í húsnæð- islánakerfum síöustu áratuga. Mun auðveldara var að fá lán til að byggja en kaupa notaö húsnæði. Af þeim sökum gátu byggingaraðil- ar krafist meira en 15% hærra verðs fyrir nýbyggingar en fullgerð hús. Vegna auðveldrar íjármögnunar tóku kaupendur íbúðir í byggingu fram yfir notaðar eignir. Af því leiddi að byggingaraðilar gátu selt framleiðslu sína án tillits til þess hvað hún kostaði. Enginn hvati var til að lækka byggingarkostnað. Það hefur hins vegar verið að breytast undanfarin ár. Tvær síöustu breyt- ingar á húsnæðislánakerfinu, 1986 og 1990, hafa jafnaö þann mun sem áður var nýbyggingum í hag. í húsbréfakerfnu er til dæmis enginn munur á fjármögnun ný- bygginga og notaðs húsnæðis. Það mun fljótlega valda verðlækkun á nýbyggingum. Byggingariðnaðin- um er nauðsyn að mæta breyttum aðstæðum með lækkun kostnaðar. Til þess eru ýmsar leiðir færar. Stytta þarf byggingartíma Byggingartími er mun lengri en Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur gerist í nágrannalöndunum. Árið 1968 hafði hagfræðingurinn Ota Sik háðuleg orð um tékkneskan bygg- ingariðnað. Eitt af því, sem hann fann að, var langur byggingartími. Sik benti á að heila 6 mánuði tæk.i að byggja hverja íbúð og kvaðst engin dæmi hafa um lengri bygg- ingartíma í öörum löndum. Hann þekkti ekki til íslenskra aðstæðna. Á þessum árum tók 30 mánuöi að byggja blokkaríbúð í Reykjavík og 42 mánuði að byggja einbýlishús. Þótt byggingartími hér hafi ef til vill styst er hann enn mjög langur. Byggingartíma má enn stytta mik- ið. Fyrir hálfri öld var algengt að menn byggðu hús á nokkrum mán- uðum og unnu þó allt í höndunum. Á meðan eign er í byggingu hlaðast upp vextir af lánum. Með því einu að hraða framkvæmdum má minnka byggingarkostnað um 5% til 10%. Bætt hönnun - hagkvæm innrétting Til þess að hús verði ódýr þarf að leggja áherslu á hagkvæmni strax við hönnun. Arkitektar og aðrir hönnuðir bygginga leggja ekki áherslu á að hanna ódýr hús. Einstaklingar, sem fá hönnuð hús fyrir sig, reyna að kosta sem minnstu til hönnunarinnar. Svo- nefndir „harkarar" lifa margir góðu lífi á að „teikna" fyrir lítið fé. Það er ekki vænleg leið til að lækka byggingarkostnað að velja hönnuð sem kastar höndum til verksins. Nokkrir aðilar hafa þó með góðum árangri sett verktökum sínum og hönnuðum ákveðin markmið til að byggja ódýrar íbúðir. Auk þess, sem áður er nefnt, nýt- ist gólfflötur illa í húsum, sem byggð hafa verið síöustu áratugi. Húsbyggjendur leggja meira upp úr stórum gólfíleti en hvemig hann nýtist. Með því að skipuleggja vel það rými, sem er til ráðstöfunar, má spara byggingarkostnað. Þess eru dæmi aö 150 m- hús nýtist bet- ur en 200 m2. Skipuleg lóðaúthlutun Sveitarfélög miða ekki lóðaút- hlutanir við þarfir byggingarfyrir- tækja. Fyrirtækjum hentar að fá tiltölulega stór samfelld bygging- arlönd. Þegar byggt er lengi á sama svæði nýtast aðföng betur og bygg- ingarkostnaður lækkar. Til dæmis má byggja margar áþekkar íbúðir og minnka hönnunarkostnað. Einnig nýtist mannafli og tæki bet- ur þegar ekki þarf stöðugt að flytj- ast á milli staða. Meira og minna tilviljanakennd lóðaúthlutun til fyrirtækja víðs vegar um sveitarfélögin veldur slæmri nýtingu á aðföngum. Tals- verð ofijárfesting er í byggingar- iðnaði. Mun fleiri tæki, vélar, fast- eignir og annaö hefur verið keypt en þörf er fyrir. Það má til dæmis merkja af því að flest byggingarfyr- irtæki geta bætt við sig mikium verkefnum án þess að auka við sig tækjum. Skipuleg lóðaúthlutun er líkleg til að stuöla að betri nýtingu fjárfestinga. Stöðlun í byggingariðnaði okkar er stöðl- un skammt á veg komin. Með notk- un staðla má lækka framkvæmda- kostnaö; í flestum grannlöndum okkar eru þúsundir staðlaðra ein- inga fáanlegar til húsbygginga. Hér á landi heyrir til undantekninga að hönnuðir og byggingaraðilar noti staðlaðar einingar. Mikið skortir á að staðlar, sem þó eru til, séu notaðir. Til dæmis um skilningsleysi á gildi stöðlunar má nefna að stærðir útihúsa í sveit- um eru reiknaðar af sex aöilum, sem allir nota sínar eigin reglur. Þó hefur verið í gildi í tvo áratugi staðall um stærðarreikninga bygg- inga, sem nefnist ÍST 50. Stefán Ingólfsson „Byggingariðnaðinum er nauðsyn að mæta breyttum aðstæðum með lækkun kostnaðar. Til þess eru ýmsar leiðir færar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.