Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
>
Djúpbáturinn
Fagranes og ríkis-
forsjárhyggjan
Rekstur Djúpbátsins Fagraness
hefur nokkuö veriö til umræöu í
fjölmiðlym vegna þess að til hefur
staöiö aö kaupa skip í staö gamla
Fagranessins sem þjónað hefur
íbúum Ísaíjarðarsýslna síöan 1962
að það koma hingað nýbyggt. Er
nú svo komið aö gamla skipið
stenst ekki þær kröfur sem geröar
eru til farþegaskipa og því ljóst að
ákveöa þarf hvort endurnýja á
skipið eöa leggja niður rekstur
Djúpbátsins h/f.
Ljóst er að eyjunum Æðey og
Vigur má þjóna t.d. með minni bát-
um, eins og reynslan hefur sýnt að
hagkvæmt hefur þótt í Breiðafirði.
Þannig er sinnt póstflutningum t.d.
til Skáleyja en þangað hefur nýja
Breiðafjarðarferjan Baldur aldrei
komið þegar þetta er ritað.
Fleiri kröfur um ríkisstyrki
Er ekki rétt að huga að þvi á þess-
um tímamótum hvernig við viljum
haga okkar samgöngumálum í
framtíðinni hér á norðanveröum
Vestfjörðum?
Nýverið var sett á stofn nefnd til
að .kanna hagkvæmni opinberra
fjárfestinga vegna jarðgangá'gerðar
um Breiðadals- og Botnsheiðar.
Væri ekki eðlilegt aö nefndin
kannaði þörfina fyrir ferju á Djúpið
og hagkvæmni eöa óhagræði þess
að reka margfalt samgöngunet?
Rökrétt væri að spyija hvort ekki
væri jafneölilegt eöa jafnvel eðli-
legra að styrkja kaup á flugvélum
sem sinna sjúkra- og póstflugi. Ef
talið er rétt að ríkisreka samgöngu-
tæki í samkeppni við sjálfstæðan
einkarekstur veröur þá ekki að
endurskoða skattheimtuna á
einkareksturinn? Er eðlilegt að á
meðan ríkissjóður greiðir 70%
rekstrarkostnaðar Djúpbátsins
verði aðrir að greiða vegaskatta og
aðra skatta vegna sömu þjónustu
við sömu neitendur?
Verður ekki að reikna meö að
fljótlega komi fram kröfur um
styrki til þeirra sem eru í vöru-
flutningum á sama svæði og Djúp-
báturinn eða verða settar hömlur
á starfsemi þeirra til að tryggja af-
komu nýju feijunnar? ffve lengi
má treysta Stóra bróður (ríkinu) til
að standa undir sífellt auknum
kröfum um styrki til þjónustu sem
jafnvel er ekki óskað af neytend-
um? Ríkisforsjárhyggja hamlar
allri rökrænni umræðu og gagn-
rýnendum er brigslað um óvild
þegar þeir setja fram aðrar skoðan-
ir en þær sem forsjárhyggjunni
hentar.
Þörf fyrir ríkisstyrktan bát?
Ég hef búið hér við ísafjarðardjúp
í 19 ár, lengst af í Súðavik en i työ
ár var ég búsettur í Reykjanesi. Ég
hef tekið fullan þátt í umræðum
um samgöngumál, auk þess hef ég
unnið við vegagerð og við snjó-
mokstur á veginum um Djúp. Tel
ég mig þekkja alfvel til samgöngu-
mála hvað svo sem þeim kann að
finnast sem óska Ármanni Leifs-
syni þess að sitja fastur i snjósköfl-
um meö bílaflota sinn í stað þess
að þyggja ráð skömmtunarsjóra
samgöngukerfisins.
Þegar ég fluttist hingaö að Djúpi
7Þ3 náði vegurinn héöan að norðan-
ver.ðu aðeins í Seyðisfjörð í Súða-
KjaHarinn
Valsteinn Heiðar
Guðbrandsson
hreppsnefndarmaður
Arnesi, Súðavík
víkurhreppi.
Þá var vegasamband við Inn-
Djúpið aðeins nokkra sumarmán-
uði á ári, um Þorskafjarðarheiði.
Þá var Fagranesið nauðsynfegt
samgöngutæki og mestöll fram-
leiösla bænda flutt meö bátnum til
neytenda.
Það er rétt að það komi fram aÓ
til stendur að kaupa notaöa bíla-
feiju frá Noregi smíðaða árið ’75 til
að leysa gamla skipið af hólmi.
Nýja skipið er talið vera í góðu lagi,
það er 40,46 m langt.
En er þörf fyrir ríkisstyrktan bát
af þessari stærð til að annast sam-
göngur í ísafjarðardjúpi, eru sam-
göngur þannig í Djúpið að bílfeiju
sé þörf? Djúpbáturinn fær rúmlega
17 milljónir króna i styrk af fjárlög-
um ríkisins á ári sem er nokkru
meira en kostaði aö halda vega-
kerfinu opnu síðastliöinn vetur, þó
þar sé um að ræða einn allra versta
snjóavetur sem hér gerir.
Hagsmunamál neytenda
í dag sjá sex stórir tíu hjóla flutn-
ingabílar, bílar af nýjustu gerð, um
landflutninga á leiðinni ísafjörð-
ur - Reykjavík og fara þeir fram og
til baka í hverri viku eða samtals
tólf sinnum í viku. Þá fer einnig
póstbíll tvisvar í viku frá ísafirði
svo langt sem hann kemst inn í
Djúp, út Strönd og upp í dali, helst
á alla bæi, og sömu daga fer mjólk-
urbíllinn á þá bæi sem framleiða
mjólk. Á sumrin fer hann veginn á
enda en á veturna aðeins á svæðið
vestanvert í Skálavík.
Þegar hefur verið fjárfest í því
sem þarf til að bændur geti notið
þess hagræðis að mjólkurbíllinn
sæki til þeirra mjólkina allt árið.
Þetta er líka hagsmunamál neyt-
enda ekki síður en bænda.
Frést hefur að ráðuneytið hafi
gefið grænt ljós á að skipið verði
keypt og verður að vona að fyrir
því verði séð að rekstur ferjunnar
hamli hvorki uppbyggingu vega
um Djúp né dragi úr snjómokstri.
Ég harma það að ekki skuli betu'r
takast til en raun ber vitni að hag-
ræða í samgöngumálum Vestfjarða
þrátt fyrir langþráð jarðgöng og
stórbætt vegakerfi, sem þó á von-
andi eftir að batna mikið í framtíð-
inni. Vonandi verða þingmenn
fljótir að tryggja fjármuni í Mjóa-
fjarðarbrú því að þar er á feröinni
framkvæmd sem er forsenda nán-
ari félagslegra samskipta við Djúp.
En svo vikið sé að feijunni þá er
hún byggð þannig að aka má beint
um borö en til þess þurfa að koma
til sérstakar feijubryggjur. Slíkar
bryggjur kosta tugi ef ekki hundrað
milljónir, tvær slíkar, önnur á
ísafirði eða Súðavík en þaðan er
nokkuð styttra inn í Djúp en frá
ísafirði.
Þessi nýja ferja veröur að lesta
bæði bíla og aðra fragt með krana,
það veröur tafasamara en ef hægt
væri að aka um borð. Líkur eru því
á aö fljótlegra sé aö aka inn í Djúp
á bíl en að fara með ferjunni.
Valsteinn Heiðar Guðbrandsson
„Rökrétt væri að spyrja hvort ekki
væri jafneðlilegt eða jafnvel eðlilegra
að styrkja kaup á flugvélum sem sinna
sjúkra- og póstflugi.“
Er þörf fyrir ríkisstyrktan bát af þessari stærð til að annast samgöngur
i ísafjarðardjúpi?
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Andlát
Ragnheiður Bjarnadóttir, Furu-
grund 70, Kópavogi, andaðist mánu-
daginn 18. febrúar.
Guðmundur Betúelsson, Kaldá, Ön-
undarfirði, andaðist á Flateyri 20.
febrúar.
Kjartan G. Jónsson, fyrrverandi
kaupmaður, Sóleyjargötu 23, Reykja-
vík, er látinn.
Jaröarfarir
Ragnar Jósep Jónsson, Hátúni lOa,
lést 16. febrúar á Landakotsspítala.
Útforin fer fram frá Fossvogskirkju
27. febrúar kl. 13.30.
Hilmar Jensson, Kleppsvegi 72,
Reykjavík, er lést 16. febrúar, verður
jarðsunginn frá Áskirkju fóstudag-
inn 22. febrúar kl. 15.
Hjörtur Hákonarson frá Stardal, áð-
ur starfsmaður Vegagerðar ríkisins,
verður jarðsunginn frá Langholts-
kirkju fóstudaginn 22. febrúar 1991
kl. 13.30.
Sigríður Kristjánsdóttir, Njálsgötu
92, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fóstudaginn 22. febrúar kl.
13.30.
Sigfríður Jónsdóttir, Háeyrarvöllum
10, Eyrarbakka, verður jarðsungin
frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn
23. febrúar kl. 14.
Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir frá
Syðra-Langholti, Kjartansgötu 10,
Reykjavík, sem lést 14. þ.m., verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 22. febrúar kl.
i5.
Runólfur Ólafsson, Vcdlarbraut 13,
Akranesi, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju fóstudaginn 22. fe-
brúar kl. 14.
Jóhann Sigfússon, útgerðarmaöur
frá Vestmannaeyjum, Gnoöarvogi
66, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 22! febrúar kl.
16.30.
Sigríðui J. Kjerúlf-sjúkraliði lést 8.
febrúar. Hún fæddist 2. september
1909 í Brekkugerði í Fljótsdal, dóttir
hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og
Jörgens Kjerúlf. Tveggja ára gömul
fór hún í fóstur að Arnheiðarstöðum
í Fljótsdal til föðurömmu sinnar, Sig-
ríðar Sigfúsdóttur, og seinni manns
hennar, Sölva Vigfússonar. Sigríður
starfaði lengst af á Kleppsspítala.
Hún giftist Ásbirni Guðmundssyni
en hann lést árið 1988. Þau hjónin
eignuðust eina dóttur en hún lést
árið 1983. Útför Sigríðar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Messur
Árbæjarkirkja: Föstumessa í kvöld kl.
20.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja: Kvöldbænir meö lestri
Passíusálma kl. 18.
Kársnessókn: Starf meö öldruðum í
Borgum í dag kl. 14 í umsjón frú Hildar
Þorbjamardóttur. Æskulýðsstarf -10-12
ára bama í Borgum í dag kl. 17.15.
Laugarneskirkjá: Kyrrðarstund í hádeg-
inu i dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altaris-
ganga. Léttur hádegisverður eftir stund-
ina. Barnastarf 10-12 ára í dag kl. 17.
Æskulýðsfundur 10-12 í kvöld kl. 20.
Neskirkja: Opið hús fyrir aldraðg i dag
kl. 13-17. Biblíuleshópur í dag kl. 18 í
umsjón sr. Guðmundar Óskars Ólafsson-
ar Ljósmyndaklúbburinn kl. 20. Áhuga-
fólk velkomið.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur í Ásmundarsal
Út er komið annað tölublað myndasögu-
blaðsins Gisp. Likt og fyrsta blaðið er það
68 síður, prentað á endurunninn pappír
og fáanlegt á öllum helstu útsölustöðum.
Efni blaðsins eiga Helgi Þorgils Friðjóns-
son, Freydís Kristjánsdóttir, Helena
Guttormsdóttir, Sigurður Ingólfsson,
Þorri Hringsson, Þórarinn Leifsson,
Halldór Baldursson, Ólafur Engilberts-
son, Jóhann L. Torfason og Bjarni Hin-
riksson. Samhliða útkomu blaðsins
stendur nú yfir sýningin „Arkitektúr í
myndasögum" í Ásmundarsai við
Freyjugötu. í kvöld, 21. febrúar, kl. 20.30
mun Bjarni Hinriksson halda fyrirlestur
í tengslum við sýninguna. Ókeypis að-
gangur.
Tilkyimingar
Bókamarkaður í Kringlunni
í dag 21. febrúar kl. 14 opnar bókamark-
aður Félags íslenskra bókaútgefanda
bókamarkaö undir kjörorðinu „Gamla
krónan í fullu gildi“ á þriðju hæð í
Kringlunni. Ódýrasta bókin kostar 35 kr.
og meðalverð bóka er 240 krónur. Mikiö
er af bókum sem ekki hafa komið á bóka-
markaði áður. Eins og í fyrra er boðið
upp á sérstaka bókapakka. Bækurriar eru
þá flokkaðar eftir efni og aldurshópum
og seldar nokkrar saman í pakka á enn
hagstæðara verði. Ódýrustu pakkarnir
eru á kr. 495. Vaka-Helgafell verður með
sérstaka tilboðspakka í tilefni afmælis
Vöku-Helgafells. Allar fáaniegar Árbæk-
ur Ferðafélagsins eru seldar á markaðin-
um. Auk þess eru þúsundir annarra bóka
á raunverulegu afsláttarverði. Afsláttur-
inn er alltaf mikill, oft ótrúlegur og mest-
ur 95 prósent. Markaðurinn stendur til
sunnudagsins 3. mars og er opið frá kl.
10-19 mánudaga, þriðjudaga, miðviku-
daga og fimmtudaga, kl. 10-20 föstudaga,
kl. 10-18 laugardaga og kl. 12-18 sunnu-
daga.
Árshátíð Bolvíkinga-
félagsins
veröur haldin í Vetrarbrautinni (Þórs-
kaffi) Brautarholti 20, laugardaginn 23.
febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Aðgöngumiðar verða afgreiddir í Braut-
arholti 20,3. hæð á laugardag kl. 13.30-16.
Fundir
Digranesprestakall
Aðalfundur kirkjufélagsins verður í safn-
aöarheimilinu við Bjarnhólastíg i kvöld
kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar-
starfa verður myndbandssýning. Kaffi
verður borið fram og endað á helgistund.
Tapað fundið
Seðlaveski tapaðist
Svart seðlaveski með skilríkjum tapaðist
á bílaplani við Jörfabakka föstudaginn
sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma
670073.
Gleraugu töpuðust
íLídó
Gleraugu í brúnleitri jámumgjörð töp-
uðst á tónleikum með Todmobile í Lídó,
Lækjargötu á föstudagskvöldið sl.
Finnandi vinsamlegst skili þeim í Lídó.