Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Á skrift <- Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991. Loðnuskipstjórar: Mætum hverri loðnutorf unni á fætur annam' „Maöur mætir hér hverri loönu- torfunni á fætur annarri. Þetta eru stórar torfur, allt aö 50 til 60 faðma þykkar, 200 til 300 metra breiðar og mörg hundruö metra langar. Það hefur greinilega bæst mikið viö á sið- asta sólarhring," sagöi Sævar Þórar- insson, skipstjóri á Alberti GK, í sam- tali viö DV í gær. Hann sagöi aö skipin hefðu verið að veiða upp undir landsteinum viö Ingólfshöföa daginn áöur en nú væru göngurnar allt aö 6 mílum utar. Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Berki NK, sagðist vera á heimleið með fullfermi. Hann fékk aflann út af Reykjanesi. ^ „En svo þegar maður kom að Ing- ólfshöfða mætti maður hverri loðnu- torfunni á fætur annarri. Það er meiri loðna á ferðinni nú en í fyrra. Þessar mælingar fiskifræðinganna hafa sannað sig sem alger fjar- stæða," sagði Helgi. „Ég vildi óska þess að nýjar göngur væru að koma. En þetta sem þeir eru að finna við Ingólfshöfða er sama loðnan og síðast var mæld. Það var mælt vestan við Vestmannaeyjar í byrjun vikunnar. Þar mældust vera 400 þúsund lestir, eins og við höfðum æ áður bent á. Þessi loðna, sem þeir rekast á við Ingólfshöfða, eru þessar 75 þúsund lestir sem við mældum að hefðu bæst við á dögunum," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar í samtali við DV í gær. Hann sagði að þegar mest gekk á í loðnuveiðunum áður fyrr hefði hver gangan á fætur annarri komið á mið- in. Nú væri það ekki þannig, en hann sagðist vona að þarna væri um meira magn að ræða en áður hefði verið mælt. „Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son fer til mælinga á laugardaginn. Það kemur þá væntanlega í ljós hvort hér er um viðbót að ræða eða ekki," sagðiJakob. -S.dór Árni stefnir í borgarstjórann Árni Sigfússon boréarfulltrúi mun ætla sér borgarsijórastólinn að Davíö Oddssyni förnum, að því er heimild- armenn DV sögðu í morgun. Árni er sagður hafa verið frumkvöðull að undirskriftasöfnuninni um aö Davíð færi I formannsslaginn í Sjálfstæðis- flokknum gegn Þorsteini Pálssyni. Þannig kæmi fyrr að því að Davíð léti eftir borgarstjóratitilinn. í morg- un var enn ekki vitað hvort af for- mannsslag yrði í Sjálfstæðisflokkn- um og þá hugsanlega í framhaldinu baráttu um titil borgarstjóra í Reykjavík. -HH LOKI Þá erfundinn Golíat! Launhækki vegna viðskipta- kjarabata „Ég tel rétt að launþegar njóti un. bæja og kennarasamböndin hafa þess viðskiptakjarabata sem orðið Hluti þess viðskiptakjarabata, gert kröfu til þess að fá launabætur hefúr og mun því leggja til að laun sem orðið hefur umfram það sem vegna viðskiptakjarabatans. Aftur ríkisstarfsmanna hækki sem hon- gert var ráð fyrir, rennur í verð- á móti munu Alþýðusambandið og um nemur. Ég tel hins vegar nauö- jöötunarsjóð. Samtstendur eftirað Vinnuveitendasambandið ekki synlegt að aðrir vinnuveitendur launafólk á rétt á launahækkun hafagertneittíþessumáliennsem verði samstiga ríkinu í því að bæta sem myndi auka kaupmátt launa komiö er. En ef ríkið hækkar laun launafólki viðskiptakjarabatann. um 1 prósent. Þetta stafar fyrst og sinna starfsmanna hljóta aðrir Þar með er launafólk fariö að njóta fremst af því að verðbólgan er launþegar aö gera kröfu til þess árangurs þjóðarsáttarinnar," sagðí minniengertvarráðfyriríþjóðar- sama. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- sáttarsamningunum. -S.dór ráðherra í samtali við DV í morg- Bandalag starfsmanna ríkis og VÁ; .?Í.V .. . V V. . • ’ Steingrimur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson tóku á móti Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands (t.h.), og Lennart Meri utanríkisráðherra (t.v.) i Stjórnarráðinu í morgun. Áformað er að gestirnir fari i útsýnisflug yfir Heklu í dag ef veður leyfir. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Élfyrir norðan og austan Á morgun verður noröaustan- og austanátt, allhvöss eða hvöss við suðurströndina en hægari í öðrum landshlutum. Norðan- og austanlands verður él en slydda suð- austanlands. Úrkomulítið suð- vestanlands. Hiti verður á bilinu 1 til -3 stig. Ferðaskrifstofuslagur: Úrval/Útsýn kærirSamvinnu- ferðir-Landsýn Ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn hef- ur kært Samvinnuferðir-Landsýn fyrir auglýsingu sem birst hefur í dagblöðum að undanförnu. Forráða- menn Úrvals/Útsýnar segja að þar sé geröur villandi verðsamanburður milli þess sem Samvinnuferðir bjóða upp á á Mallorca og þess sem Úr- val/Útsýn býður upp á. Hörður Gunnarsson, forstjóri Úr- vals/Útsýnar, staðfesti í samtali við DV að hann hefði kært þessi vinnu- brögð •Samvinnuferðamanna til Fé- lags íslenska ferðaskrifstofa og Verð- lagsstofnunar. Þá hefur íslenska auglýsingastofan kært þessa sömu auglýsingu til siða- nefndar Sambands íslenskra auglýs- ingastofa. Kæran verður tekin fyrir á stjórn- arfundi Félags íslenskra ferðaskrif- stofa í dag. -S.dór Stúlka skarst í andliti Allharöur árekstur varð um klukk- an níu í gærkvöldi á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Við áreksturinn kast- aðist önnur bifreiðin á ljósastaur og skarst ökumaðurinn, ung stúlka, mikið í andliti þegar hún skall í framrúðuna. -kaa Edgar Savisaar: Stuðningur ís- lands mikil hjálp Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, kom til landsins í gær frá Svíþjóð ásamt Lennart Meri, utan- ríkisráðherra Eistlands. Þeir ræða í dag við íslenska ráðamenn en halda utan á morgun. Savisaar sagði við fréttamenn að ísland hefði hjálpað mikið í baráttu Eystrasaltsþjóðanna og greitt fyrir stuðningi frá öðrum Evrópuríkjum. Hann sagði jafnframt að erindi þeirra til íslands væri að samræma sjónarmið landanna en stuðningur íslands hefði verið ómetanlegur og átt sinn þátt í að stöðva valdbeitingu hers Sovétmanna í Eystrasaltsríkj- unum. Þá sagði Savisaar að viðurkenning íslands á sjálfstæði Litháens heföi haft mjög jákvæð áhrif á baráttu Eistlands og teldi hann nú að önnur ríki fylgdu í fótspor íslendinga. Þeir Edgar Savisaar og Lennart Meri ræða í dag við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra. -JGH > C72177 V SMIÐJUKAFFI ^ StHDOM FRÍTT H£/M OPNUM KL. 18VIRKA DAGA OG KL. 12 UM HELGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.