Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1991, Síða 5
20
Messur
Árbæjarkirkja: Bamaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudagur:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16.30.
Fimmtudagur: Föstumessa kl. 20. Sr.
Guömundur Þorsteinsson.
Áskirkja: Kirkjudagur Safnaðarfélags
Ásprestakalls. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Bjömsson
syngur einsöng. VeislukafFi eftir messu.
Kirkjubíllinn ekur. Miövikudagur:
Föstumessa kl. 20.30. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
Brei ðhol t skirkj a: Barnaguðsþj ónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Daníel Jónasson. Kaffisala kirkjukórsins
að guðsþjónustu lokinni. Þriöjudagur:
Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Altaris-
ganga. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi
Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Ein-
söngurÉiríkur Hreinn Helgason. Messu-
kaffi Dýrfirðinga. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson.
Digranesprestakall: Barnasamkoma í
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Kl. 11. Fjölskylduguðs-
þjónusta. Prestur sr. Ingólfur Guð-
mundsson. Organleikari Kjartan Sigur-
jónsson. Barnasamkoma í safnaðarheim-
ilinu á sama tíma. Kl. 14. Messa vegna
Leikmannastefnu. Predikun flytur Guð-
mundur Magnússon prófessor. Altaris-
þjónustu annast sr. Ingólfur Guðmunds-
son. Miövikudagur: Hádegisbænir í
kirkjunni kl. 12.15.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Erlendur Sigmundsson. Organisti
Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi
sóknarpresta. Miðvikudagur: Föstuguðs-
þjónusta kl. 18.30. Kristín Pálsdóttir guð-
fræðinemi.
Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjóns-
dóttir. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur
sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organ-
isti Guðný M. Magnúsdóttir. Þriðjudag-
ur: Fyrirbænir í Fella- og HólakirKju kl.
14. Fimmtudagur: Helgistund fyrir aldr-
aða í Gerðubergi kl. 10. f.h. Sóknarprest-
ur.
Fríkirkjan í Reykjavík: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Að
guðsþjónustu lokinni verður „opið hús"
í safnaðarheimilisbyggingunni. Húsið er
nú fokhelt. Boðið verður upp á hress-
ingu, gerö verður grein fyrir byggingunni
og nýtingarmöguleikum hennar. Af-
mælishátíð kvenfélagsins í tilefni 85 ára
afmælisins verður kl. 19.30 í Templara-
höllinni. Allir velunnarar safnaðar og
kvenfélags velkomnir allan daginn.
Þriðjudagurkl. 20.30: Föstuguösþjónusta.
Grgelleikari Violeta Smid. Cecil Haralds-
son.
Grí-farvogssókn: Messuheimili Grafar-
vogssóknar, Félagsmiðstöðinni Fjörgyn.
Barnamessa kl. 11. Skólabíllinn fer frá
Húsahverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í
Hamrahverfi. Guðsþjónusta kl. 14. Sig-
urður Jóhannesson predikar og kynnir
Gídeonfélagið. Organisti Sigríður Jóns-
dóttir. Sóknarprestur. ' .
Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.
Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börn-
in niðri. Messa kl. 14. Altarisganga. Sr.
Halldór S. Gröndal. Organisti Arni Arin-
bjarnar. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 14.
Miðvikudagur: Helgistund fyrir aldraða
kl. 11. Prestarnir.
Hallgrímskirkja: Sunnudagur: Messa og
barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigur-
bjömsson. Kvöldmessa með altarisgöngu
kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðju-
dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur:
Föstumessa kl. 20.30. Eftir messu talar
dr. Sigurbjöm Einarsson biskup um trú
og trúarlíf. Umræöur og kaífi. Kvöld-
bænir með lestri Passíusálma mánudag,
þriðjudag, fimmtudagogfostudagkl. 18.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar
Fjalar Lámsson.
Háteigskirja: Kl. 10. Morgunmessa, sr.
Amgrímur Jónsson. Kl. 11. Barnaguðs-
þjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suður-
hlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjón-
ustuna. Kl. 14. Messa, sr. Tómas Sveins-
son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í
kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sókn-
amefndin.
Hjallaprestakall: Messusalur Hjalla-
sóknar, Digranesskóla. Barnamessur kl.
11. Foreldrar em hvattir til að fylgia
bömunum til messu. Sóknarnefndin.
Kársnesprestakall: Barnastarf í safnað-
arheimilinu Borgum sunnudag kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Organisti Guömundur Gilsson. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og aðstandenda
þeirra. Fundur með aðstandendum ferm-
ingarbarna í Borgum að lokinni guðs-
þjónustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Óskastund barnanna, söngur,
sögur leikir. Þór Hauksson guðfræðingur
og Jón Stefánsson annast stundina.
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991.
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1991.
Iistasafn íslands:
Fiðrildi og furðudýr
Á morgun, laugardaginn 16. mars,
klukkan 14.00 veröur opnuð í Lista-
safni íslands sýning sem ber heitið
Fiörildi og furðudýr. Hér er um aö
ræða sýningu sem á eru verk, bæði
myndir og skúlptúrar, sem nemend-
ur Bústaðaskóla hafa gert.
Bústaöaskóli er sérskóli og hann
sækja börn sem af ýmsum ástæðum
hafa átt erfitt uppdráttar í heima-
skóla. Nemendur eiga mislanga dvöl
í skólanum, allt frá hálfu skólaári
upp í þijú ár.
í Bústaðaskóla er lögð mikil
áhersla á skapandi starf og síðastlið-
ið haust var ákveöið að efna til verk-
efnis meðal nemenda sem væri fólgiö
í því að nemendur byggju til dýr sem
þeir hefðu sjálfir þróað. Hið innra
var markmiöiö að nemendur lærðu
að vinna saman, taka tillit hver til
hugmynda annars og aö þeir fengju
þá tilfmningu að dýrið væri sameig-
inleg afurð þeirra en ekki séreign
einhvers eins. Lögð var áhersla á
tjáningu nemendanna við dýragerð-
ina. Með því að teikna, mála og smíða
dýr fengju nemendurnir tækifæri til
að tjá sjálfa sig. Úr þessari vinnu
nemendanna komu út annars vegar
fiðrildi og hins vegar furðudýr ýmiss
konar.
Jafnframt því að búa til dýrin tjáðu
nemendurnir sig í orðum um vinnu
sína og hugmyndir. Þá urðu til text-
arnir eða ljóðin sem fylgja mynd-
verkunum. Sýningin stendur til 5.
apríl.
Áhugaleikfélagið Hugleikur:
Sveinn sálugi Sveinsson
Hugleikur sýnir rammíslenskt leikrit
í Brautarholti 8.
Ahugaleikfélagið Hugleikur frum-
sýnir á morgun, 16. mars, nýtt ís-
lenskt leikhúsverk í nýju leikhús-
næði að Brautarholti 8. Leikritið,
sem heitir Sagan um Svein sáluga
Sveinsson í Spjör og samsveitunga
hans, gerist í íslenskri sveit fyrir all-
löngu og er eftir Unni Guttorms-
dóttur og Önnu Kristínu Kristjáns-
dóttur.
Aðdáendur Hugleiks eru hvorki
sviknir um fortíðina né sveitaróm-
antíkina aö þessu sinni. Leikritið
gerist á þeim tíma þegar enn var
reimt í sveitum landsins og skyggnar
konur krossuðu sig og blessuðu bæj-
ardyrnar. Galdrar voru þá heldur
ekki með öllu aflagðir og holdið var
stundum veikt þá sem nú. Eða
kannski var það þvert á móti sterk-
ara en andinn.
Hugleikur hefur nú flutt sig um set
og leikritið verður sýnt í sal Kvik-
myndaverksmiðjunnar hf. að Braut-
arholti 8. Næsta sýning verður 19.
mars.
Gallerí Sævars Karls:
Þórunn S. Þor-
grímsdóttir sýnir
Þórunn S. Þorgrímsdóttir opnar í
dag, fóstudaginn 15. mars, málverka-
sýningu í Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti 9. Verkin á sýningunni
eru unnin 1988-1991 og eru tempera-
og olíuiitir á léreft.
Eftir stúdentspróf stundaði Þórunn
nám í myndlist og leikmyndateiknun
við Hochschule fúr Angewandte
Kunst, Wien 1971-1972, Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1972-1973 og
Hochschule der Kúnste, Berlín 1973-
1979.
Þórunn hefur haldið einkasýning-
ar og tekiö þátt í samsýningum og
starfað við leikmyndateiknun hjá
Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykja-
víkur og við kvikmyndir.
Sýningin stendur til 12. apríl og er
opin á verslunartíma frá klukkan
9-18 og 10-12 á laugardögum.
Þórunn S. Þorgrimsdóttir sýnir i Gallerí Sævars Karls.
Þórdís Alda ásamt einu verka sinna.
Forleikur í dýr-
umogvírum
Þórdís Alda Sigurðardóttir opnar
sunnudaginn 17. mars sýningu í Ás-
mundarsal við Freyjugötu. Á sýning-
unni, sem nefnist Forleikur í dýrum
og vírum, verða myndir unnar á
pappír með olíukrít, vatnslitum, kol-
um, prentsvertu, sparsli og pressuð-
um vír. Auk þess skúlptúr unninn í
vír, járn og pappa.
Þetta er önnur einkasýning Þórdis-
ar Öldu en sú fyrsta var 1987 í
Reykjavík. Síðan þá hefur hún mikið
notað vír tfl myndmótunar og nú
einnig yfirfært hann með þrykki á
tvívíðan flöt.
Þórdís er fædd 1950 og býr í Mos-
felisbæ. Hún nam í 3 vetur við Mynd-
listarkóla Reykjavíkur, 4 ár við
Myndlista- og handíðaskóla Islands
og útskrifaðist þaðan úr myndmót-
unardeild 19884. Eftir það var hún
einn vetur við nám í Ákademie der
Bildeneden Kúnste í Múnchen.
Sýningin verður opin daglega frá
klukkan 14-18 en henni lýkur 24.
mars. Þetta er sýning bæði fyrir börn
og fullorðna.
Litla svið Borgarleikhússins:
Skýin eftir Aristofanes
Á morgun, laugardaginn 16. mars
klukkan 15.00, verður leiklestur á
litla sviði Borgarleikhússins á þeim
fjörlega skopleik Skýjunum eftir Ari-
stofanes í þýðingu Karis Guðmunds-
sonar leikara.
Þetta leikrit var skrifað fyrir 2400
árum. Hópur leikara flytur þetta
verk og er miðaverö 500 krónur. Fyr-
ir jólin var þetta leiklesið að ósk Soff-
íu, félags heimspekinema við HI, og
flutt í Odda. Allir bókmenntaunn-
endur eru hvattir til að líta inn í
Borgarleikhúsið á morgun.'
Daníel í Slunkaríki
Daníel Magnússon opnar sýningu
í Slunkaríki á ísafirði á morgun,
laugardaginn 16. mars. Á sýningunni
verða lágmyndir unnar með bland-
aðri tækni í tré og eldhúsfílabein.
Þetta er fimmta einkasýning Daní-
els en auk þeirra hefur hann tekið
þátt í samsýningum hér heima og
erlendis. Sýningin er öllum opin.
Blessað bamalán
Finnur Baldursson, DV, Mývatnssveit:
Undanfarið hefur UMF Mývetning-
ur æft gamanleikinn Blessað barna-
lán eftir Kjartan Ragnarsson. Leik-
stjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir
og formaður leiknefndar er Kári Þor-
grímsson. Leikendur og starfsfólk
eru um 20.
Æfingar hafa gengið vel, enda
áhugi nægur eins og vera ber hjá
áhugamannaleikhúsi. Frumsýning
verður í kvöld, 15. mars, í Skjól-
brekku og önnur sýning verður
sunnudaginn 17. mars. Þá er fyrir-
hugað að fara með sýningar í ná-
grannabyggðir eftir því sem aðstæð-
ur leyfa.
Art-Hún:
Míneatúrar
Um þessar mundir eru tvö ár liðin
frá því að Art-Hún hópurinn tók upp
á því að hafa vinnustofur og sýning-
arsal á einum og sama staðnum, að
Stangarhyl 7. Af því tilefni hafa
myndlistarmennirnir í Art-Hún
brugðið á leik og unnið myndverk
út frá stærðinni 25x25 sem hámarks-
stærð. Sýning á þessum „míneatúr“-
verkum verður opnuð á morgun,
laugardaginn 16. mars, klukkan 14
og verður opin daglega frá 12-18 en
14-18 um helgar. Sýningin stendur
til 24. mars.
Art-Hún hópurinn meö sýningu á míneatúrum.
Ásgeir Smári sýnir í Gallerí Borg.
Gallerí Borg:
Borgar-
landslag
Nú stendur yfir í Gallerí Borg sýn-
ing Ásgeirs Smára Einarssonar. Ás-
geir Smári sýnir olíuverk og sýning-
una nefnir hann Borgarlandslag en
viðfangsefni hans eru húsin og fólkið
í borginni.
Ásgeir Smári er fæddur 1955 og
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1974-1979 og er
þetta 9. einkasýning hans. Fyrir réttu
ári sýndi Ásgeir Smári vatnshta- og
olíumyndir í Gallerí Borg og seldust
allar myndirnar þá.
Sýningin stendur til 26. mars og
virka daga er opið frá klukkan 10-18
og frá klukkan 14-18 um helgar.
Haukur Guðjónsson. Þóra Einarsdóttir
syngur einsöng. Organisti Jón Stefáns-
son. Merkjasöludagur kvenfélagsins og
kafFisala eftir messu. Sóknarnefndin.
Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Barnastarf á sama tíma. Heitt á
könnunni eftir messu. Guðsþjónusta kl.
14. Kaffisala kvenfélagsins í safnaðar-
heimilinu eftir guðsþjónustuna.
Strengjasveit spilar. Fimmtudagur:
Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur,
fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Um-
sjón Sigríður Óladóttir. Guðsþjónusta kl.
14. Samkirkjulegri bænaviku lýkur. Erl-
ingur Nielsson, kafteinn í Hjálpræðis-
hemum, predikar. Ritningarlestra ann-
ast Jóna Bjarnadóttir, fulltrúi aðventista,
Daniel Glad trúboði, fulltrúi hvítasunnu-
manna, og Jóhann Hauksson, fulltrúi
Rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Her-
söngsveitin syngur ásamt kór Neskirkju.
Sr. Heimir Steinsson, formaður Sam-
starfsnefndar kristinna trúfélaga, flytur
lokaorð. Sr. Frank M. Halldórsson. Mið-
vikudagur: Föstuguðsþjónusta kl. 20.
Fimmtudagur: Biblíuleshópur kl. 18.
Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Molasopi eftir guðsþjón-
ustuna. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Fjölskyldumessa
kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir.
Prestur. sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir. Bamastarf á sama tíma í umsjón
Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og
Eirnýjar Ásgeirsdóttur. Aðalsafnaðar-
fundur eftir messu þar sem borinn verð-
ur fram léttur hádegisverður.
Fríkirkjan, Hafnarfirði: Guðsþjónusta
kl. 11. (Ath. breyttan tíma.) Barnasam-
koma í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Einar Eyjólfsson.
Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Helgi Bragason. Gunnþór Ingason.
Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl.
11. Barnakórinn syngur og böm úr Tón-
listarskóla Grindavíkur leika á ýmis
hljóðfæri. Messa kl. 14. Egill Hallgríms-
son guðfræðingur predikar. Kór Grinda-
víkurkirkju syngur. Organisti Siguróli
Geirsson. Kaffisala eftir messu til ágóða
fyrir ferðasjóð fermingarbarna. Tónleik-
ar í kirkjunni mánudag kl. 20.30. Sóknar-
prestur.
Kirkjuvogskirkja: Kirkjuskóli laugar-
dag kl. 13 í umsjón Sigurðar Lúthers og
Hrafnhildar. Sóknarprestur.
Eyrarbakkakirkja Bamaguösþjónusta
kl. 10.30. Sóknarprestur.
Tillcyimingar
Finnsk bókakynning í
Norræna húsinu
Laugardaginn 16. mars kl. 16 verður
kynning á bókum frá Finnlandi í fundar-
sal Norræna hússins. Timo Karlsson
sendikennari kynnir bækur sem komu
út í Finnlandi 1990 og gestur á bókakynn-
ingunni verður Kjell Westö rithöfundur.
Með þessari bókakynningu hefst finnsk
menningarvika og verða ftnnskar kvik-
myndir sýndar í Háskólabíói frá laugar-
degi 16. mars til fóstudagsins 22. mars.
Auk þess veröur dagskrá í Norræna hús-
inu, Hótel Borg, á Akranesi og Akureyri.
KökubasarSöngskólans
í Reykjavík
Laugardaginn 16. febrúar munu nemend-
ur Söngskólans í Reykjavík standa fyrir
kökubasar í Blómavali, Sigtúni. Þetta er
gert í fjáröflunarskyni til kaupa á mynd-
bandstökuvél og skjá fyrir skólann en
þessi kennslutæki hefur sárlega vantaö
hingað til. Basarinn stendur frá kl. 13-16
og á því tímabili verður boðið upp á söng-
atriði sem nemendur og undirleikarar
þeirra ílytja.
Mælsku- og rökræðukeppni
l-ráðs ITC
Síðari umferð mælsku- og rökræöu-
keppni I-ráðs ITC verður haldin sunnu-
daginn 17. mars kl. 13.30 í Kornhlöðunni
í Bankastræti. ITC-deildirnar Björkin og
Ýr keppa. ITC deildin Ýr leggur til að
miöbær Reykjavíkur veröi riftnn og
byggöur upp í nútímastíl. ITC Björkin
andmælir. Fundurinn er öllum opinn.
Kaffiveitingar.
Úrslit í „freestyle“
Úrslit í íslandsmeistarkeppni unglinga í
„freestyle“-dansi verða í kvöld, 15. mars,
kl. 20 og kostar kr. 300 inn. Sl. fóstudag
voru undanútslit í Tónabæ og var keppt
um titilinn Reykjavíkur- og Reykjanes-
meistarar í „freestyle". Mikil stemming
var í húsinu og fylgdust u.þ.b. 400 manns
með keppninni. Úrslit urðu eftirfarandi.
í hópdansi: Hópurinn ímynd en hann
skipa: Tinna Hrafnsdóttir, María Heba
Þorkelsdóttir, Nanna Kristin Magnús-
dóttir og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. í
einstaklingsdansi: Unnur Pálmarsdóttir.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur afmælisfagnað sunnudaginn 17.
mars í Templarahöllinni v/Eiríksgötu.
Hefst hann með borðhaldi kl. 19.30.
Skemmtiatriði. Frekari upplýsingar gef-
ur Sigurbjörg, s. 685573, eða Málfríður,
s. 19111.
Taflfélag Kópavogs
Hraðskákmót Kópavogs verður haldið
sunnudaginn 17. mars kl. 14. Teflt verður
að Hamraborg 5 í sal Taflfélags Kópa-
vogs.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt verður
af staö frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú hitt-
umst við í rúmgóöum sal á Digranesvegi
12. Veriö meö í skemmtilegu laugardagst-
rimmi í góðum félagskap. Nýlagað mola-
kaffi.
Kynningardagur Stýrimanna-
skólans í Reykjavík
Árlegur kynningardagur Stýrimanna-
skólans í Reykjavík hefst í dag kl. 14 með
svonefndu flotgallasundi við Faxagarð í
austurhluta gömlu hafnarinnar í Reykja-
vík þar sem togarabryggjan var áður.
Eins og sl. ár eru áformaðar ýmsar uppá-
komur við höfnina. Aðalkynning Stýri-
mannaskólans hefst síðan laugardaginn
16. mars kl. 13 með ávarpi skólameistara
Stýrimannaskólans á Sal Sjómannaskól-
ans. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir, sem
-vjengjast sjávarútveginum, siglinga- og
öryggistækjum, kynna starfsemi sína.
Kvenfélagið Hrönn verður með kafflveit-
ingar í matsal Sjómannaskólans kl. 13.30.
Auk kynningar á tækjum skólans og fyr-
irtækja, tengdum sjávarútvegi, verður
ýmislegt á boðstólum. Lok kynningar-
dagsins eru áætluð kl. 18. Nemendur Stý-
rimannaskólans sjá alfarið um kynningu
skólans og allan undirbúning fyrri dag-
inn. Þetta er 100. skólaár frá stofnun Stý-
rimannaskólans árið 1891 og er kjörorð
dagsins „Siglingar og sjósókn er nauðsyn
- Stýrimannaskóli í 100 ár“.
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar-
mannaflokkur íslands - 75 ára
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna-
flokkur íslands - varð 75 ára 12. mars.
Af því tilefni verður haldin vegleg af-
mælishátíð í Súlnasal Hótel Sögu sunnu-
daginn 17. mars. Hátíðin hefst kl. 14.30.
Þá mun Lúðrasveit. verkalýðsins taka á
móti gestum við innganginn. Þegar inn
er komið taka við ljúfir tónar Hljómsveit-
ar Hauks Morthens. Kynntir verða fram-
boöslistar á Reykjanesi, Suðurlandi,
Norðurlandi vestra og Austurlandi. Þá
fer fram leiklestur. Flutt verður
skemmtidagskráin Blái hatturinn. Jón
Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð-
herra og formaður Alþýöuleikhússins
flytur hátíðarræðu. Kynnir á hátíðinni
verður Össur Skarphéðinsson. Ljúífeng-
ar veitingar verða fram bornar í veisl-
unni. Miðaverð á hátíðina er kr. 500. All-
ir velkomnir.
Ráðstefnur
„Islenskt tónlist í vaskinn“
Samtök höfunda, flytjenda og hljóm-
plötuframleiðenda munu nk. sunnudag,
17. mars, kl. 14 halda ráðstefnu í húsa-
kynnum FÍH aö Rauðagerði 27, Reykja-
vík, undir yfirskriftinni „íslenskt tónlist
í vaskinn". Á fundinum munu mennta-
málaráðherra, Svavar Gestsson, og fíár-
málaráöherra, Ólafur Ragnar Grimsson,
halda erindi. Ennfremur mun Jakob
Magnússon ávarpa fundinn. Panelum-
ræður verða að loknum framangreindum
erindum með þátttöku ráðherranna, auk
Eiríks Tómassonar, framkvæmdastjóra
STEFS, Steinars B. ísleifssonar, fram-
kvæmdastjóra Steina hf. og formanns
Sambands hljómplötuframleiðenda,
Magnúsar Kjartanssonar, formanns Fé-
lags tónskálda og textahöfunda, og Gunn-
ars Guömundssonar héraösdómslög-
manns. Á milli erinda verður flutt íslensk
tónlist með íslenskum tónlistarmönnum.
Tórúeikar
Stórtónleikar í Háskólabíó
Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúörasveit
Akureyrar halda sameiginlega tónleika
laugardaginn 16. mars í sal 2 kl. 16. Fjöl-
breytt efnisskrá er á tónleikunum. Sveit-
irnar spila hvor í sínu lagi og síðan sam-
an. Fjöldi spilara þegar sveitirnar spila
saman er 70 og er því um stórhljómsveit
að ræða. Lúðrasveit LR heimsótti Lúðra-
sveit LA á Akureyri fyrir um ári. Þar
héldu sveitirnar svipaöa tónleika. Þessi
samskipti sveitanna hafa gert mikla
lukku. Stjórnandi LR er Eiríkur G. Ste-
fensen, form. Kristján Á. Ingólfsson.
Stjórnandi LA er Atli Guðlaugsson.
Form. er Einar Jónsson. Allir eru vel-
komnir á þessa tónleika.
Píanótónleikar í
Garðabæ
Sunnudaginn 17. mars nk. mun Guðríður
St. Sigurðardóttir píanóleikari halda ein-
leikstónleika í Safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli í Garðabæ. HeQast þeir kl.
20.30. Hér er um að ræða endurtekna tón-
leika sem haldnir voru við góða aðsókn
í íslensku óperunni sl. mánudagskvöld.
Á efnisskránni eru verk eftir C.P.E. Bach,
J. Haydn, A. Skrjabin og C. Debussy.
Tónleikarnir eru haldnir á vegum EPTA
- Evrópusambands píanókennara.
Ferðalög
Útivist um helgina
Laugardagur 16. mars
Hellisheiði á skíðum
Tveggja daga upphitunarferð fyrir lengri
og erflðari skíðagönguferðir. Gengið um
HengOssvæðið. M.a. verður gengið' á
Skeggja, gist í húsi og tjöldum. Brottfór
á laugardagsmorgun kl. 9 frá BSÍ. Farar-
stjóri Óli Þór Hilmarsson.
Sunnud. 17. mars
Kl. 10.30: Með Hengladalaá
Gangan hefst á Kambabrún. Þaðan verð-
ur gengið upp með Hengladalaá og komið
til baka um Sleggjubeinsskarð.
Kl. 13 Skarðsmýrarfjall - Sleggjubeins-
skarð.
Gengið upp á Skarðsmýrarflall og niöur
viö Sleggjubeinsskarð.
Útivist um páskana
28.3- 1.4: Landmannalaugar - Básar.
Skíðaganga í erfiðari kantinum fyrir vant
fólk. Gist í skálum.
30.3- 1.4: Þingvellir - Skjaldbreiður -
Geysir. Skíðaganga frá Þingvöllum upp
á Hlöðuvelli og niður í Haukadal. Gist
í tjöldum.
28.3- 31.3: Snæfellsnes - Snæfellsjökull:
Gist aö Lýsuhóli. Gengið á Snæfellsjökul
- mælt með gönguskíðum, þó ekki skil-
yrði. Síðari daginn verður farið í strand-
göngu á nesinu.
30.3- 1.4: Þórsmörk - Básar: Ekið inn í
Bása og gist í Útivistarskálunum. Göngu-
ferðir um Goðaland og Þórsmörk við
allra hæfi.
Ferðafélag íslands
Sunnudagur 17. mars kl. 13
Reykjavik að vetri: Lokaáfangi
Elliðarárdalur - Mörkin 6
Nú er komið að fimmtu og síðustu
göngunni í hringferð Ferðafélagsins um
útivistarsvæði Reykvíkinga. Að því til-
efni er öllum boðið í ókeypis ferð með
Ferðafélaginu. Farið með rútu frá Mörk-
21
inni 6 að hólnum Skyggni við Elliðavatn
og gengið þaðan um Elliðarárdalinn, El-
hðaárhólma og Sogamýri að framtíðarað-
seturstað Ferðafélagsins að Mörkinni 6.
Tilvalin ganga fyrir flölskylduna. Brott-
fór frá Mörkinni 6 kl. 13 (í Sogamýrinni
á mótum Skeiðarvogs og Suðurlands-
brautar).
Sunnudagur 17. mars - skiðaferðir
Kl. 10.30 Hellisheiði - Innstidalur.
Ekið austur á Hellisheiði og gengið þaðan
á skíðum í Innstadal. Nægur snjór.
Kl. 13 Bláfiöll - skiðakennsla og skíða-
ganga.
Ekið að Þjónustumiðstöðinni í Bláflöllum
og gengið þaðan. Finnur Torfi Hjörleifs-
son mun veita þátttakendum tilsögn í
skíðagöngu. í Bláflöllum eru þægilegar
gönguleiðir fyrir skíðafólk. Allir vel-
komnir, félagar og aðrir. Verð í skíða-
gönguna er kr. 1.100. Brottför frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far-
miðar við bíl.
Sýningar
Art-Hún
Stangarhyl7
Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk,
grafík og myndir, unnar í kol, pastel og
olíu, í sýningarsal sínum aö Stangarhyl
7. Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar
kl. 14-18.
Árbæjarsafn
sími 84412
Safnið er opið eftir samkomulagi fyrir
hópa frá því í október og fram í maí.
Safnkennari tekur á móti skólabörnum.
Upplýsingar í síma 84412.
Ásgrímssafn
Bergstaðastræti 74
í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd
26 verk. Mörg verkanna, sem bæði eru
unnin í olíu og með vatnslitum, eru frá
árunum 1905-1930 og eru þau einkum frá
Suðurlandi.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Á sunnudaginn kl. 14 opnar Þórdís Alda
Sigurðardóttir sýningu á myndum. unn-
um á pappír meö olíukrít, vatnslitum,
kolum, prentsvertu, sparsli og pressuð-
um vír, auk þess skúlptúr unninn i vír,
járn og pappa. Sýningin ber yfirskriftina
„Forleikur í dýrum og vírum". Opið verð-
ur daglega kl. 14-18 meðan á sýningunni
stendur. Síðasti sýningardagur er pálma-
sunnudagur 24. mars.
FÍM-salurinn
Garðastræti 6
Guörún Matthíasdóttir sýnir málverk.
Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga og
stendur til 18. mars.
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
Þar er nú dýning á olíumálverkum eftir
Ásgeir Smára Einarsson. Sýninguna
nefnir hann Borgarlandslag en viöfangs-
efni Ásgeirs er húsið og fólkiö í borg-
inni. Sýningin stendur til 26. mars og er
opin virka daga kl. 10-18 og um helgar
kl. 14-18.
Gallerí einn einn
Skólavörðustíg 4
John Hopkins sýnir verk, unnin meö ljós-
myndatækni. Sýningin er opin daglega
kl. 14-18 til 21. mars.
Gallerí B12
Baldursgötu 12
Kristján Kristjánsson sýnir nokkur eldri
verk sína. Sýningin ber nafnið Bak við
tjöldin og spannar 10 ára hugleiðingar
og leit listamannsins um lönd dulhyggj-
unnar að tíöarbera tilveru og tilgangs.
Sýningin stendur til 24. mars og er opin
virka daga kl. 12-16 og um helgar kl.
14-18.
Gallerí List
Skipholti
í Gallerí List er komið nýtt, skemmtilegt
og nýstárlegt úrval af listaverkum: hand-
unnið keramik, rakúkeramik, postulín
og gler í glugga, skartgripir, grafik, ein-
þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska
listamenn. Opið kl. 10.30-18.
Gallerí Samskipti
Síðumúla 4
Nýtt arkitektagallerí til kynningar á ís-
lenskum arkitektúr, arkitektum og hug-
smíðum þeirra. Guðjón Bjarnason, arki-
tekt og myndlistarmaður, sýnir þennan
mánuð. A sýningunni eru flöldamörg
verk, teikningar, likön og samstarfsverk-
efni í íslensku og erlendu umhverfi, en
mörg hver hafa hlotið viðurkenningar á
undartfórnum árum. Sýningin er opin á
virkum dögum kl. 8-18 og kl. 10-14 á laug-
ardögum og lýkur 1. apríl.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
í dag opnar Þórunn S. Þorgrímsdóttir
málverkasýningu. Þórunn hefur haldið
einkasýningar og tekiö þátt í samsýning-
um síðan 1979 og starfað við leikmynda-
teiknun hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi
Reyhjavíkur og við kvikmyndir. Verkin
á sýningunni eru unnin 1988-91, tempera-
og olíulitir á léreft. Sýningin stendur til
12. apríl og er opin á verslunartíma frá
kl. 9-18 og 10-14 á laugardögum.