Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Preifing: Simi 27022 Frjálst, óháð dagblaö MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. Þinglok: Lánsfjárlög og vegaáætlun ganga fyrir „Við reynum að koma því frá sem hægt er að koma frá. Við höfum tvo daga og verðum að sjá til. Það verður fyrst og fremst að afgreiða mál sem alls ekki mega bíða eins og lánsfjár- lög og vegaáætlun. Síðan eru mál sem komin eru á síðasta snúning eins og félagsmálin og leikskólinn," sagði Guðrún Helgadóttir, forseti Samein- aðs Alþingis, í samtali við DV. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur sagt að hann muni ijúfa þing á morgun, hvernig sem málin standa. Óvíst er um afdrif ýmissa mála sem liggja fyrir þinginu og útlit fyrir að ringulreiðin verði ekki minni í dag og á morgun en hún var fyrir helgina. Má búast við næt- urfundifyrirþinglok. -hlh fannst látinn 19 ára Reykvíkingur fannst látinn ^ skammt frá Miðdal í ísafjarðardjúpi síðdegis á laugardag. Leit var þá ný- hafin að honum og 18 ára félaga hans sem lögðu upp á Steingrímsfjarðar- heiði aðfaranótt 9. mars. Piltarnir spurðust til vegar í Reykjanesi í ísafjarðardjúpi föstu- dagskvöldið 8. mars. Vegagerðar- menn fundu bíl piltanna mann- lausan á þriðjudag en á þeim tíma hafði ekkert komið fram um að þeirra væri saknað. Á fimmtudag og fostudag var farið að spyijast fyrir um þá. Björgunarsveit frá Hólmavík hóf leit á svæðinu á laugardag og fann annan piltanna um tvo kíló- metra frá bíínum. Hann hét Jón Gísli Sigurðsson til heimilis að Sólvalla- götu 72 í Reykjavík. Leit verður hald- ið áfram að hinum piltinum. -ÓTT LOKI „Hann átti þennan undra hatt.. Kúrekahattur Stein- grims fór á 32 þúsund „Það var mikil barátta milli Reykjaness og Vestgarða um hatt- inn en Vestfirðirnir höfðu betur og hatturinn var sleginn þeim á 32 þúsund krónur,“ segir Siv Frið- leífsdóttir, formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Uppboð var haldið á þeirra vegum síðastlið- inn laugardag eftir miðstjómar- fund flokksins. Það var ekki beint venjulegt upp- boð sem haldið var heldur voru það flíkur af ráðherrum Framsóknar- flokksins sem slegnar voru hæst- bjóðendum og meðal annars kú- rekahattur Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra. ; Siv segir að ástæða uppboðsins hafi verið sú að fjárhagur SUF hafi ekki verið mjög beysinn undanfaríð. „Við höfum verið með happ- drætti, styrktarmeðlimi og alls- kyns fláraflanir í gangi en svo datt mér í hug að fá flíkur frá ráðherr- um flokksins til að selja á uppboöi. Ég bað þá um að leita vel í fataskáp- unum sínum og ýmislegt kom í leit- imar, þar á meðal hatturinn góöi. Steingrímur vildi endilega styrkja okkur með hattinum sem hann fékk á ólympíuleikunum i Los Angeles 1984,“ segir Siv. Meðai þess sem SUF fékk á upp- boðið voru jakkaföt, derhúfa og heilsubolur frá Guðmundi Bjarna- syni heilbrigðisráðherra, jakki, sjó- vettlingar, þverslaufa _og eldrautt bindi frá Halidóri Ásgrímssyni Steingrimur Hermannsson, eða „Big Red“, með hattinn góða sem sleginn var á 32 þúsund krónur. sjávarútvegsráðherra og svo hatt- urinn góði. „Það var nú mesta stemmningin i kringum þennan hatt og mikill spenningur í salnum þegar hann var boðinn upp. Við fengum ungan og myndarlegan mann til að sýna hattinn. Það voru svo kjördæmin hans Steingríms sem bitust um hattinn en Vestflrðirnir hötðu bet- ur. Þeir voru að tala um það fyrir vestan að kjördæmið hreinlega yröi að eignaSf'þennan hatt,“ segir Siv. Samband ungra framsóknar- manna græddi nokkuð vel á upp- boðinu og það er ljóst að flíkur ráð- herra flokksins þykja verðmætar. -ns Afgangar af leikmyndum og fleira dóti, sem notað var við upptökur á mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hvita víkingn- um, liggur hingað og þangað við Búrfellsgjá í Heiðmörk. Langt er um liðið frá því myndatökum þarna lauk en ábendingar vegna þessa hafa verið fjölmargar. Mun hafa verið gerður samningur við íþróttafélag um að taka til eftir upptökurnar en ekkert gerst í þeim málum ennþá. DV-mynd GVA Ráðherrar ráðast hver á annan Ráðherrar skamma hver annan og reyna að fella mál hver fyrir öðrum nú undir þinglok. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra hefur gert harða árás á Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og sakað hann um að hafa haldið illa á álmálinu. Fyrir þinginu liggur þings- ályktunartillaga iðnaðarráðherra um áframhaldandi viðræður um byggingu álversins. Tillagan gæti dottið upp fyrir vegna ágreinings stjórnarliða. Þá liggja fyrir þinginu breytingartillögur við lánsfjárlög þar sem gert er ráð fyrir mikilli aukn- ingu framkvæmda. Máhð er á vegum Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra en verður að líkindum stöðvað að mestu vegna andstöðu sumra annarra ráðherra. Af frekari ágreiningi stjórnarliða þessa síðustu daga má nefna árás Páls Pétursson- ar, formanns þingflokks Framsókn- ar, á Steingrím J. Sigfússon land- búnaðarráðherra vegna landbúnað- armála. Páll telur búvörusamning- inn ganga of mikið á rétt sauöfjár- bænda og gefa þeim alltof stuttan aðlögunartíma. -HH Veðrið á morgun: Bjartviðri sunnan- lands Á morgun verður norðanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Hvassast verður vestanlands, víðast bjartviðri sunnan- eða austanlands en él í öðrum lands- hlutum. Frost verður á bihnu 1-6 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.