Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991.
41
Lífsstm
Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Viking-Brugg hafa sett á markað páska-
bjór sem er til sölu í ÁTVR. DV-mynd Hanna
Páskabjór á markaðinn
-frá Agli Skallagrímssyni ogViking-Brugg
Verð á nauðsynjavörum í Danmörku og á Islandi:
Hærra verð hér
Tvær gerðir páskabjórs hafa ver-
ið settar í sölu hjá ÁTVR. Viking-
Brugg er nú að setja páskabjór
annað árið í röð á markað. Hann
seldist mjög vel í fyrra og er hann
bruggaður á sama hátt og þá. Yfir-
umsjón með bruggun bjórsins hef-
ur þýski bruggmeistarimi Alfred
Taufel. Bjórinn frá Viking-Brugg
er í einnota flöskum. Nú þegar eru
Lövenbráu, Viking bjór og Viking
pilsner í einnota flöskum frá Vik-
ing-Brugg.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
setur nú í fyrsta sinn páskabjór á
markaðinn sem sennilega kemur
til með að keppa við páskabjórinn
frá Viking-Brugg. Yfirumsjón með
bruggun páskabjórsins frá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar hefur þýski
bruggmeistarinn Klaus Schmieder.
Hann er tappaður á dökkar marg-
nota glerflöskur og geta notendur
fengið 10 króna skilagjald af hverri
flösku.
Kippan af páskabjór frá Viking-
Brugg kostar 830 og kassinn þaraf-
leiðandi 3.320 krónur. Hann er 5,6%
að styrkleika. Kippan af páskabjór
frá Agli Skallagrímssyni er seld á
740 krónur og kassinn á 2.960 krón-
ur. Hann er 5,1% að styrkleika.
I nýjasta hefti Neytendablaðsins
gefur að líta athyglisverða verðkönn-
un á nauðsynjavörum þar sem sam-
anburður er fenginn á verði í Kaup-
mannahöfn og Reykjavík. Meginnið-
urstöður könnunarinnar eru á þann
veg að almennt sé ódýrara að kaupa
nauðsynjavörur í Kaupmannahöfn
heldur en í Reykjavík.
Verðkönnunin var gerð í hverfa-
verslun í miðborg Kaupmannahafn-
ar af algengri stærð og síðan á sömu
vörum í hverfaverslun og stórmark-
aði í Reykjavík. Munurinn er tals-
verður, neytendum í Kaupmanna-
höfn í hag. Áthygh vekur að verðlag-
Neytendur
ið í hverfaverslun í Kaupmannahöfn
er töluvert lægra en stórmarkaðs-
verð í Reykjavík.
Verðkönnunin var gerð á 60 vöru-
tegundum og var verð ýmist lægra
eða hærra í Kaupmannahöfn. Miklu
oftar bar þó á því að verð væri hærra
í Reykjavík. Blaðamaður Neytenda-
síðu valdi úr 12 algengar nauðsynja-
vörur úr könnuninni og reiknaði út
verð á innkaupakörfu. Verðmunur-
inn á innkaupakörfunni úr hverfa-
verslun í Kaupmannahöfn og hverfa-
verslun í Reykjavík er 42%. Munur-
inn á verði í stórmarkaði í Reykjavík
og hverfaverslun í Kaupmannahöfn
er 33%. Niðurstöðuna má sjá hér til
hliðar.
í innkaupakörfurnar voru valdar
eftirtaldar vörur til samanburðar:
mjólk 11, smjör 250 g, nautainnan-
lærisvöðvi 1 kg, svínakótilettur 1 kg,
egg 1 kg, rækjur 1 kg, Coca-Cola 25
cl, bjór 33 cl, Rynkeby eplasafi 1 1,
Gevalia mehemristet 'A kg, Mokka-
molasykur 'A kg og Ajax skúringa-
duft 'A kg.
Verð innkaupakörfunnar í Kaup-
mannahöfn er 3.872,62 íslenskar
krónur. Samsvarandi verð fyrir
hverfaverslun í Reykjavík er 5.515,40
og innkaupakarfan kostar 5.161,07
krónur í stórmarkaði í Reykjavík.
Mestu munar í verði á kjötvörum.
Nautainnanlærisvöðvi hvert kg í
Khöfn kostar 860 krónur kílóið en
1695 og 1850 í Rvk. Svínakótilettur
eru á 745 í Kaupmannahöfn en 1129
og 1250 í Rvk. íslenskt lambalæri
kostaði 655 og 752 krónur kílóið í Rvk
en lambalæri frá Nýja-Sjálandi kost-.
aði 593 krónur í Kaupmannahöfn.
Ennfremur vekur athygli að innflutt-
ar vörur í könnuninni frá Danmörku
voru yfirieitt ódýrari hér en í Kaup-
mannahöfn.
Meginniðurstöður verðkönnunar
Neytendasamtakanna voru eftirfar-
andi: Landbúnaðarvörur voru ódýr-
ari í 16 tilvikum af 17 í Kaupmanna-
höfn. Innlendar framleiðsluvörur
voru í 10 tilvikum af 11 dýrari í
Reykjavík. Innfluttar matvörur voru
í 15 tilvikum dýrari í Rvk en sjö til-
vikum dýrari í Kaupmannahöfn.
Innfluttar hreinlætisvörur voru oft-
ar ódýrari hér, eða í fimm tilvikum
afsjö. ÍS
„Bankakostnaður
í Landsbanka“
Nýlega geröi Verðlagsstofnun könnun þar sem bornar voru
saman veröskrár banka og sparisjóöa frá 1. janúar síöastliðnum.
Samkvæmt könnuninni reyndust heildarútgjöld einstaklinga
vegna bankaviðskipta vera lægst í Landsbankanum.
Niöurstaöan kom okkur ekki á óvart. Aö þessari hagkvæmu
þjónustu geta viöskiptavinir okkar gengiö á afgreiöslustöðum
Landsbankans og Samvinnubankans um land allt.
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna