Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 4
26 MÁNUDAGUR 8. APRÍL 1991. Iþróttir Maradona mun áfrýja Diego Maradona var um helg- ina dæmdur í 15 mánaða bann frá knattspymu eftir að hann varð uppvís að því aö neyta kókaíns fyrir deildarleik í ítölsku knatt- spyrnunni. Maradona hyggst áfrýja þess- um dómi en flest bendir nú til þess að hann hafi þegar leikið sinn síðasta alvöraleik á knatt- spymuvellinum. Maradona, sem er þrítugur, er staddur í Argent- ínu og mun að öllum líkindum ekki láta sjá sig á Ítalíu í bráð. -SK Júgóslavar ætla að lyfjaprófa Þaö að Maradona skulí hafa fallið á lyfjaprófi virðist þegar hafa ýtt hressilega við mönnum. Um helgina tilkynntu forráða- menn jugóslavneska knatt- spymusambandsins að þar í landi yrði farið að lyíjaprófa leik- menn í júgóslavnesku knatt- spymunni nú þegar. Að sögn forráðamanna júgó- slavneska knattspyrnusam- bandsins munu tveir leikmenn verða valdir af handahófi og teknir í lyijapróf eftir hvern leik í 1. deildinni í Júgóslavíu. -SK Úrslitin í NBA-deildinni Úrsiit í NBA-deildinni í körfu- bolta um helgina: Cleveland-Charlotte....104-101 Orlando-Portland........98-115 Chicago-SASpurs........107-110 Detroit-Minnesota.......101-82 Dallas-Utah Jazz.........87-93 Indiana-Washíngton ........117-103 Denver-Houston.........120-126 Golden State-Phoenix...118-101 LA Clippers-Seattle.....109-90 LA Lakers-Miami Heat....108-87 Orlando-Boston..........102-98 Atlanta-Indiana........137-110 Houston-Utah Jazz........97-88 NY Knicks-Detroit.......101-88 Milwaukee-NJ Nets......133-114 Sacramento-Golden State 119-108 • Haukur Valtýsson, fyrirliði KA, með sigurlaun íslandsmeistaranna í blaki 1991. Þau voru afhent eftir síðasta leik liðsins. KA-menn voru þó búnir að tryggja sér meistaratitilinn þremur leikjum áður. Þeir mæta HK í bikarúrslitunum og fá þar færi á að krækja í annan meistaratitil. DV-mynd GS Miðnæturblak - HK-ingar létu í minni pokann fyrir KA og eftirlétu Stúdentum þar með bronsið Áhorfendur og leikmenn voru ansi hreint framlágir, er þeir gengu út eftir leik karlaliða HK og KA í Digra- nesi á föstudag. Flestir voru búnir að fá sig fullsadda af blaki enda var klukkan orðin 00:45! KA-menn sáu þó ekki fram á að geta hvílt sig eins og þeir hefðu viljað því þeim var ætlað að hefja leik í Hagaskóla klukkan tíu um morguninn! Af leik liðanna mátti sjá að menn voru þreyttir. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik en þó mátti oft á tíðum sjá skemmtileg tilþrif og þá einkum í varnarleiknum. Sóknir HK-manna voru allt of ein- hæfar og veittist andstæðingunum því auðvelt að stilla upp hávörn. Uppspil var fremur ónákvæmt og máttu kantsmassarar hvaö eftir ann- að sækja boltann út fyrir spírur. Stef- án Þór Sigurðsson fékk alltof fá sókn- artækifæri og má liðið hreint ekki við því að nýta sér ekki styrk hans. KA-menn hafa það helst fram yfir HK-inga að lið þeirra er skipað há- vaxnari leikmönnum. Sóknir þeirra voru yfirleitt nokkuð sterkar og reyndist þeim auðvelt að smassa framhjá eða hreinlega yflr gloppótta hávörn mótherjanna. • KA-menn stóðu uppi sem sigur- vegarar eftir ijögurra hrinu leik. Hrinurnar fóru svo: 15-9, 10-15, 12-15,14-16. Jón Ólafur Bergþórsson, uppspilari, kom nokkuð við sögu hjá HK og stóð sig ágætlega. Nokkur klaufaleg mistök HK-manna í lokin gerðu þó út um leikinn og draumur- inn um verðlaunasæti varð að engu. • Það eru þessi tvö lið, sem koma til með mætast í bikarúrslitunum og gefur þessi leikur nokkuð góðar væntingar. Og mismunandi leikstíll liðanna getur orðið til þess að viður- eignin verði Qölbreytt og skemmti- leg. -gje • íslandsmeistarar í blaki kvenna 1991. Kampakátar Víkingsstúlkur hópast hér um bikarinn eftirsótta sem þær fengu loks afhentan eftir síðasta leik sinn. Þær munu keppa til úrslita i bikarkeppninni og eiga þvi möguleika á að sigra tvöfalt. DV-mynd GS Vörpulegir Völsungar - lögðuUBKíhörkuMk Staða Völsunga var góð fyrir leik- inn, þeim nægði að vinna í einni hrinu til að tryggja sér annað sætið. Drifnar áfram af mikilli baráttugleði gerðu þær það og gott betur. Breiðabliksstúlkur léku mjög vel í byrjun enda þurftu þær að vinna, 3-0, til að krækja í silfriö. En allt kom fyrir ekki. Völsungar léku við hvurn sinn flngur og voru einfaldlega sterk- ari (15-12,15-13,1-15!, 15-9). Og þrátt fyrir háðulega útreið í þriðju hrinu tókst Völsungum að „rífa sig upp“ og gera út um leikinn. Jóhanna Guðjónsdóttir og Kristj- ana Skúladóttir voru bestar í annars jöfnu liði Húsvíkinga. Völsungar og landsliðið Fyrstu fréttir af vali í sextán manna æflngahóp kvennalandsliðsins komu á óvart. Eiilúngis einn leikmanna silfurhafanna er í hópnum. -gje ?l \ Blak 1. deild karla HK-KA....................3-0 Þróttur R. - Þróttur N...3-0 Fram - KA................0-3 HK - Þróttur N..........3-1 KA..........20 18 2 57-20 36 Þróttur R...20 14 6 50-24 28 ÍS..........20 12 8 39-38 24 HK..........20 11 9 45-35 22 Þróttur N...20 4 16 23-45 8 Fram........20 1 19 9-59 2 1. deild kvenna Breiðablik - Þróttur N....3-0 HK-KA.....................2-3 ÍS - Völsungur............0-3 Víkingur - KA.............3-0 Breiðablik - Völsungur....1-3 HK - Þróttur N............3-1 Víkingur...24 21 3 67-16 42 Völsungur...24 18 6 57-33 36 Breiðablik ...24 16 8 55-37 32 ÍS...........24 12 12 49-47 24 KA...........24 9 15 39-51 18 Þróttur N...24 7 17 35-59 14 HK...........24 1 23 14-70 2 -gje

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.