Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 6
32
MÁNUDAGUR 8. APRÍL 1991.
Iþróttir
• Sigmar Þröstur Óskarsson ásamt hálfsystrum sinum tveimur, þeim Þórunni Jörgensdóttur, til hægri, og Laufeyju Jörgensdóttur. Þær systur leika sömu stöðu á vellinum og bróðir-
inn, Þórunn með meistaraflokki ÍBV og Laufey með 3. flokki. Sigmar Þröstur ætti því að geta kennt systrum sínum hvernig á að verja. DV-mynd Ómar Garðarsson
Ég lærði mikið af
Óla Ben í markinu
- segir Sigmar Þröstur Óskarsson, markvöröur og fyrirliöi ÍBV1 handknattleik, 1 yiötali við DV
Það er ekki ofsögum sagt aö Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður
1. deildar liðs ÍBV í hanöknattleik, hafi slegið í gegn á keppnistímabilinu.
Þessi 29 ára gamli markvörður og fyrirliði ÍBV hefur varið mark Eyjalið-
ins af stakri snilldf vetur. Flestir minnast frábærrar markvörslu Sigmars
í úrslitaleik ÍBV og Víkings í bikarkeppninni í vetur þegar Eyjamenn
unnu óvæntan en verðskuldaðan sigur og á dögunum var hann valinn í
landsliðshópinn sem lék gegn Litháen en nokkur ár eru síðan hann lék
í landsliðstreyjunni síðast. DV langaði aö forvitnast meira um fyrirliöa
Eyjaliðsins.
Hvenær byrjaðir þú í handboltan-
um:
„Ég byijaði að æfa þegar ég var
í 4. flokki og þá með Þór í Vest-
mannaeyjum. Ég spreytti mig í
stööu markvarðar ásamt því að
spila úti en ég var fljótur að átta
mig á þvi að markmannsstaðan
hentaði mér og þar hef ég leikið
síðan og sé ekki eftir þvi. Ég lét
mér ekki nægja handboltann því
ég var á fullu í knattspyrnunni og
státa meira að segja af íslands-
meistaratitli í 2. flokki með ÍBV.
Ég var 15 ára þegar ég lék minn
fyrsta meistaraflokksleik méð Þór.
Það voru lengi tvö lið í handboltan-
um hér í Eyjum, Þór og Týr, en
fyrir nokkrum árum var ákveðið
að sameina liðin undir merki ÍBV.“
Áriö 1986 ákvað Sigmar að skipta
um félag og hélt norður til Akur-
eyrar og spilaöi með KA eitt tíma-
bil. Næstu tvö keppnistímabil lék
Sigmar 1 marki Stjörnunnar úr
Garðabæ \nð góðan orðstír og varð
meðal annars bikarmeistari með
félaginu árið 1987.
Hvernig hefur þér handboltinn
fundist vera í vetur?
„í heildina hefur mér fundist
hann vera góður. Ég er ánægður
með hið nýja fyrirkomulag á ís-
landsmótinu. Liöin leika fleiri leiki
og menn eru ánægðari að spila
heldur en að þurfa aö æfa, breyt-
ingin er fleiri leikir og færri æfmg-
ar og ég held að allir geti veriö sátt-
ir viö það. Þetta fyrirkomulag hef-
ur líka hættur í for með sér þvi að
ef lið hefur misst af lestinni kemur
losarabragur á leik þess.“
Þegar við breyttum vörninni
fór allt að ganga betur
Lið ÍBV hefur komið allra liöa
mest á óvart í vetur. Liðið varð
bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu
félagsins og er sem stendur í 3.
sæti í úrslitakeppninni um íslands-
meistaratitilinn. ÍBV gekk þó ekki
vel framan af og þegar nokkar
umferðir voru eftir að sjálfri deild-
arkeppninni blasti við aö liðiö
þyrfti að leika í keppni sex neðstu
liða um að forðast fall í 2. deild.
Hvaðgerði þaðað verkum aðallt
fór að ganga betur og liðið vann
hvern sigurinn á fætur öðrum?
„Framan af deildakeppninni var
óheppnin allsráöandi hjá okkur og
við vorum að tapa leikjum eftir að
hafa náð góðu forskoti. í desember
settumst við niður og ræddum
málin og ákváðum að leggja allt í
sölurnar. Viö breyttum varnarleik
okkar, Gylfi Birgisson var þá látinn
leika í stöðu senters og vörnin
small saman. Þá fengu ungu strák-
arnir í liðinu fleiri tækifæri og má
þar nefna menn eins og Guðfinn
Kristmannson og Helga Bragason.
Þegar við sáum að raunhæfur
möguleiki var að ná einu af sex
efstu sætunum fengu menn trú á
að þeir gætu þetta og ég held aö
vendipunkturinn í framgöngu okk-
ar í bikarkeppninni hafi veriö sig-
urinn á Val í Reykjavík í deildinni.
Eftir þann sigur var okkur ljóst aö
við gátum unnið þessi lið á úti-
velli. Á þessu keppnistímabili höf-
um við náð að sigra öll liðin í deild-
inni, að KR og ÍR undanskildum.
Stefnum á verðlaunasæti
Toppurinn á þessu keppnistímabili
hingað til var sigurinn á Víkingum
í úrslitaleik bikarsins en við ætlum
okkur sannarlega að vera með í
baráttunni um Islandsmeistaratit-
ilinn. Eins og staðan er í dag eru
Valsmenn með sterkasta liðið en
það er nóg eftir og stefnan hjá okk-
ur er að vinna til verðlauna á mót-
inu.“
Ætlar Sigmar að halda stöðu sinni
i landsliðinu?
„Ég vona aö ég fái fleiri tækifæri
með landsliðinu. Það var gaman
að koma inn í hópinn og ég hef
mikinn metnað til að standa mig
vel meö landsliðinu verði ég fyrir
valinu. Það eru geysiiega mikii við-
brigöi að spila með landsliöinu og
félagsliði og stærsta stökkið held
ég að það sé fyrir markvörð. í
hverju deildarliði eru þetta
kannski ein til tvær skyttur sem
geta skotið virkilega fast en þegar
í landsleiki er komið geta allir leik-
mennirnir neglt á markið. Það sem
ég hef séð til Þorbergs Aðalsteins-
sonar landsliösþjálfara er gott og
ég held að hann sé á réttri leið. Það
verður að nota sumariö vel til æf-
inga og þá ekki síst að þjálfa mark-
verðina vel.“
Valdimar og Jakob í Val
eru þeir erfiðustu
Hverjir eru erflðustu andstæðing-
arnir sem þú hefur átt við að glíma
i deildinni í vetur?
„Hornamenn Vals, þeir Jakob
Sigurðsson og Valdimar Grímsson,
eru þeir erfiðustu sem ég hef glímt
við í vetur. Þeir eru mjög fjölhæfir
hornamenn sem erfitt er að kort-
leggja og eru snöggir fram í hrað-
aupphlaupin. Brynjar Harðarson
er alltaf mjög erfiður þegar hann
nær sér á strik og þá er Sigurður
Bjarnason í Stjörnunni óútreikn-
anlegur. Ekki má gleyma Birgi Sig-
urössyni, línumanni úr Víkingi, en
hann er mjög lunkinn leikmaður."
Átt þú einhverja fyrirmynd í hand-
boltanum?
„Ég held að ég hafi mest lært af
Ólafi Benedikssyni sem lék með
Val og landsliðinu. Ég fylgdist injög
náiö með honum og skrifaði hjá
mér allar staðsetningar hans. Ég
hef einnig orðið mér úti um þýskar
og júgóslavneskar bækur um
markverði og markvörslu og ég
held að allir markverðir reyni að
kortleggja andstæðingana. Þá hef
ég lært heilmikiö af því að safna
saman myndum af markvörðum
sem hafa birst í dagblööunum. Þar
sé ég staðsetningar þeirra og
hvernig þeir loka marki sínu. Ég á
orðið dágott safn af myndum og
þegar ég hef góðan tíma þá renni
ég oft yflr þær.“
„Var kominn með 5 í
forgjöf í golfinu“
Átt þú önnur áhugamál?
„Ég hef mjög gaman af golfíþrótt-
inni og fyrir 4 árum var ég kominn
í meistaraflokk með 5 í forgjöf. Það
fór alltof mikill tími í golfiö og nú
leik ég mér bara um helgar og er
dottinn niöur í 9 í forgjöf. Þá er fjöl-
skyldan áhugamál mitt. Ég er í
sambúð með Vilborgu Friðriks-
dóttur og saman eigum við 17 mán-
aða gamlan strák, Friðrik Þór að
nafni. Hann er ekki farinn að mæta
á leiki enda hávaðinn og gaura-
gangurinn þvílíkur þegar við spil-
um á heimavelli, þeim besta hcr á
landi og þó víöar væri leitað," sagöi
Sigmar Þröstur Óskarsson. -GH