Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 8. APRÍL 1991. 33 Iþróttir I Þátttakendur á þjálfaranámskeiðinu að Jaðarsbökkum. DV-mynd Árni S. Árnason Sundþjálfarar á ís- landi stofna samtök Siguiðuj Sverrisson, DV, Akranesi: Sundþjálfarar á íslandi stofnuðu sín eigin samtök á námskeiði sem fram fór hér á Akranesi í lok mars. Markmiðið með stofnun samtakanna er að efla menntun þjálfara og íjölga menntuöum sundþjálfurum hérlend- is. Skortur á hæfum þjálfurum stendur íþróttinni fyrir þrifum. „Aðalmarkmiðið með þessu nám- skeiði var að ná fram skoðanaskipt- um á milli starfandi þjálfara á ís- landi. Það tókst og miklu meira,“ sagði Steve Cryer, aðalþjálfari Sund- félags Akraness, sem stóð fyrir nám- skeiðinu. Námskeiðið sóttu yfir 20 þjálfarar, alls staðar af landinu. Fyrirlesarar voru auk Cryers þeir Martin Reich- enbach og Richard Kirsch. Gestafyrirlestari var Guðjón Guð- mundsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Akraness. Að sögn Cryers var fyrir- lestur hans að öllum öðrum ólöstuð- um sá fróðlegasti. „Hann flutti frá- bæran fyrirlestur með litlum sem engum fyrirvara og sýndi okkur öll- um fram á víðtæka þekkingu sína á þjálfun íþróttafólks," sagði Cryer. Elsa komst í 4. umf erð í Búdapest - á Evrópumeistaramóti unglinga í badminton Elsa Nielsen komst í 4. umferð í einliðaleik stúlkna á Evrópumeist- aramóti unglinga í badminton sem lauk í Búdapest um helgina. Elsa sigraði Boert frá Belgiu, 11-4, 11- 4, í 1. umferð, Phippo frá Wales, 12- 10,11-3, í 2. umferð og Rathgeber frá Þýskalandi, 9-11, 11-6, 12-9, í 3. umferð. í 4. umferð tapaði hún síðan fyrir Lotte Thomsen frá Danmörku, 6-11, 6-11. Gunnar Petersen og Anna Steinsen komust í 3. umferð í tvenndarleik. Þau unnu austurrískt par, 15-12, 15-6, í 1. umferð og írskt par, 15-7, 18-17, í 2. umferð. í 3. umferð töpuðu þau fyrir frönsku pari, 10-15, 15-11, 14-18. Anna komst í 2. umferð í einliða- leik og Áslaug Jónsdóttir komst í 2. umferð í tvíliðaleik ásamt ensku stúlkunni Karen Wilson en að öðru leyti féllu íslensku keppendurnir út í 1. umferð. -VS I______ Stúfar frá Englandi r* Ronnie Moran, stióri Liverpool, var ekki ánægður með sína menn eftir leikina um páska- helgina enda tapaði liðið báðum leikjum sínum. Moran vildi ekki nafngreina neina sérstaka söku- dólga en sagði að ákveðnir leik- menn vissu upp á sig sökina og gerðu sér grein fyrir að frammi- staða þeirra væri síður en svo til að hrópa húrra fyrir. Lausn á málum hjáTottenham? Einhver lausn virðist vera í sjón- máli hvað varðar nýja eigendur að Tottenham Hotspur, ef marka má ummæli Nats Solomon, stjórnar- formanns félagsins, eftir leikinn gegn Luton annan dag páska. Solomon sagði fréttamönnum að lítið vantaöi upp á að samkomulag tækist við hóp sem er leiddur af Terry Venables en tilboð þessara manna upp á yfirtöku félagsins hljóöar upp á 20 milljónir punda. United vel stutt Aðdáendur Manchester United hafa stutt vel við bakið á sínum mönnum í vetur og í ein 17 skipti hafa yfir 40 þúsund manns komið á Old Trafford. Fyrir leikinn við Wimbledon um helgina vantaði aðeins 21.500 til að fara yfir einnar milljónar markið á tímabilinu. Dalglish landsliðseinvaldur? Kenny Dalglish er nú allur að koma til eftir að hafa sagt starfi sínu lausu hjá Liverpool. Dalglish var gestur í íþróttaþætti hjá BBC fyrir skömmu og þar útilokaði hann ekki að hann starfaði að knattspyrnu- málum á nýjan leik. Þess má g'eta að Billy Bingham, landsliðsein- valdur Norður-íra, hefur skoraö á Dalglish að hella sér út í slaginn á nýjan leik og sagði jafnframt að honum myndi henta mjög vel að sinna starfi landsliðseinvalds. Barnes skrifaði undir John Barnes hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool og gildir hann næstu 12 mánuðina. Þar með eru kveðnar í kútinn allar sögusagnir um að leikmaðurinn sé á leið á meginlandið þar sem hann var orðaður við annað hvert stór- liðið og nú síðast Marseille og Monaco í Frakklandi. Gunrar Sveiiibjömssorv, DV, Englandi: i .....1 Úrslitin í leik Englend- I íc I ingaogíraádögunum, | /?«I 1-1, voru mikil von- ^......^ brígöi fyrir heima- menn og er nú búist við allnokkr- um breytingum á enska liöinu í nánustu íramtið. Dagar Bryans Robsons eru senn taldir og sömu sögu er að segja um Gary Lineker sem á skammt í markamet Bobby Charlton. Graham Taylor var ekki beint ánægður með sína menn eftír leikinn en hann kom nokkuð á óvart fyrir að láta sér nægja að gagnrýna markvörsl- una hjá David Seaman. Taylor sagði að Shilton hefði aldrei leyft vörninni að spila eins djúpt og hún gerði gegn írum en bætti því við að Chris Woods væri ekki undanþeginn þessari gagnrýiú fyrir frammistöðu sina í fyrri leiknum sem háður var í 0111- inni. Ardiles ráðinn til Newcastle Ossie Ardiles hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Newcastle. Ardiles var ráðinn skömmu eftir að lið hans, Swindon Town, hafði borið sigurorð af Newcastle, 3-2. Ráðning Ardiles, sem er til þriggja ára, mun kosta Newcastle um hálfa milljón sterlingspundá en tæplega 2/5 hlutar af þeirri upphæð- fara sem skaðabóta- greiðslur til Swindon. Smith ekki lengi atvinnulaus Jim Smith, sem sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Newcastle, var ekki lengi at- vinnulaus. Smith, sem sagði að pressan í starfinu væri of mikil, réö sig fáeinum klukkustundum síðar til erkióvinanna í Middles- borugh. Iiann verður þó ekki framkvæmdastjóri hjá Boro held- ur aðeins þjálfari og aðstoðar- maður Colin Todd sem stjórnar hlutunum hjá félaginu. Regis má yfirgefa Coventry eftir tímabilið Cyrille Regis, framherji Co- ventry, hefur fengið þau skilaboð frá Terry Butcher, stjóra liðsins, aö hann megi yfirgefa félagið þeg- ar þessu keppnistímabili er lokið. Regis hefur leikið í 1. deiidinni í 14 ár, fyrst með WBA en undan- farin ár með Coventry'. 5 milljónir tii Hampden Park Knattspyrnuyfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að Hampden Park í Skotlandi skuli fá 5 milij ón punda tjárveitingu til að vinna að gagn- gerum endurbótum á vellinum. Hampden Park, sem er heima- völlur skoska landsliðsins, fær þessa fjárveitingu í kjölfar at- hugasemda frá FIFA og UEFA um núverandi vallarástand. Ogrizovic semur til þriggja ára Steve Ogrizovic, markvörður Co- ventry, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Ogrizovic, sem er 33 ára og hefur aðeins misst úr 3 leiki á síðustu sjö árum, skrifaði undir til næstu þriggja ára. Sonur Gemmill kominn í lið Forest Scot Gemmill lék sinn fyrsta leik með Nottingham Forest um pásk- ana þegar félagið sótti Wimble- don heim. Scot, sem er tvítugur að aldri, er sonur Archie Gemm- ill sem lék með Forest á árum áður og er þjálfari hðsins. Scot er miðvaharleikmaður líkt og faðir hans og sýndi ágætis takta í leiknum sem tapaðist, 3-1. Hártap? Nýjasta tækni í meðferð gegn hártapi 1. Hársrætur, óvirkar og dauðar. Hártap. 2. Lokaaðgerð. Nýja hárið hefur náð festu og mun endurnýjast og endast ævilangt. * Ókeypis ráðgjöf. * Skrifleg lífstíðar- ábyrgð. * Framkvæmt af færustu læknum hjá elstu og einni virtustu einkastofnun í Evrópu. Hringið eða skrifið til: Harley Dean Clinic, Skúlatúni 6, box 7102, 127 Reykjavík. Sími 91-27080 milli kl. 9 og 17 og simi 91-17160 milli kl. 19 og 21. FRA GRUNNSKOLUM REYKJAVIKUR Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1985) fer fram í skólum borgarinnar þriðjudag- inn 9. og miðvikudaginn 10. aprík nk. kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar skipu- lagningar og undirbúningsvinnu í skólunum. UTBOÐ Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í mal- bikun gatna sumarið 1991. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 9. apríl nk., á skrifstofu bæjarverkfræðings í Hafnar- firði, Strandgötu 6, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. apríl kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði FJÖLBRAUTASKÖU SUÐURLANDS Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi iýsir eftir kenn- urum til starfa á komandi haustönn í þessum grein- um: íslensku, dönsku (hlutastarf), þýsku, stærðfræði, efnafræði (hlutastarf), félagsfræði, sáifræði, við- skiptagreinum (hlutastarf), tréiðnagreinum (hluta- starf), sérkennslu. Nánari upplýsingar veitir skólameistari (sími 98-22111). Umsóknir berist honum fyrir 30. apríl nk. Gólfparket: Harðviður: Austurlensk 14 mm eik úrvals gæðafl. handofin gólfteppi beyki fullþurrkað Brazil og mottur I hæsta merbau Mahogany Utila gæðafl., ull og silki. nordik white Belg. Congo Tidaholm flaggstangir. og fl. askur Handöl arinofnar. 10 mm Parket bón og Koparhlutir. merbau, eik og kirsuberjaviður. húsgagnaáburður. Ath., takmarkað magn. BYGGIR HF. Grensásvegi 16, Rvík. Sími. 37090. DREGIÐ VAR 11 HAPPDRÆTTI ÍÞRÓTTAFÉLAGS HEYRNARLAUSRA 27. mars 1991. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 3481 8. 4571 2. 2639 9. 1946 3. 1393 10. 1374 4. 5400 11. 2123 5. 5401 12. 1937 6. 6478 13. 768 7. 2009 14. 2058 Vinninga ber að vitja innan árs. Vinningshafar hafi samband við íþróttafélag heyrnar- lausra, Klapparstíg 28 í Reykjavík. Sími 91-13560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.