Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 8
34 MÁNUDAGUR 8. APRÍL 1991. íþróttir Sterk staða hjá ÍBK - eftir sigur, 78-82, í þriöja úrslitaleiknum Ægir Máx Kárason, DV, Suðumesjuin: „Það hefur verið sagt um okkur að viö gæfumst alltaf upp ef á móti blési en nú sýndum við mikla bar- áttu og unnum upp forskot Njarö- víkinga. Við erum óneitanlega með góða stöðu eftir þessi úrsbt. Það yrði mjög gaman að vinna íslands- meistaratitilinn á okkar heimavelli á þriðjudagskvöldið en það verður erfitt,“ sagði Falur Harðarson, leik- maður ÍBK, en hann átti stærstan þáttinn í frábærum sigri ÍBK gegn UMFN í þriðja úrslitaleik liðanna um íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik á laugardag í Njarðvík. Lokatölur urðu 78-82 eftir 48^3 UMFN í vil í leikhléi. Staðan er nú 2-1 ÍBK í vil og liðið þarf aðeins að innbyrða einn sigur til viðbótar til að vinna titilinn. Leikur liðanna á laugardag var mjög góður og gífurlega spennandi undir lokin, Njarðvíkingar höfðu töluverða forystu mestallan leik- inn og það var ekki fyrr en í blálok- in að Keflvíkingar komust yfir. Ótrúlegur klaufaskapur Njarðvík- inga á síðustu tveimur mínútum leiksins gerði útslagið. Þá skoraði ÍBK 10 stig gegn engu og staðan breyttist úr 78-72 í 78-82. Falur skoraði þriggja stiga körfu þegar 13 sekúndur voru eftir og kom ÍBK yfir, 78-80, og Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK, innsiglaði sigurinn með tveimur vítaskotum. „Fyrir mér er þetta óskiljanlegt. Við vor- um með unninn leik í höndunum. En þetta er alls ekki búið. Við get- um líka unnið á þeirra heima- velb,“ sagöi Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn í samtab við DV. Og hann bætti við: „Við þurfum að ná upp góðri stemningu fyrir næsta leik.“ % Falur varfrábær Falur Harðarson var besti leikmað- ur vallarins í þessum leik, skoraði sex þriggja stiga körfur, þar af fimm í síðari hálfleik. Var oft hrein unun að horfa á þennan skemmti- lega leikmann. Jón Kr. átti einnig mjög góðan leik og vert er að geta ungs leikmanns, Hjartar Harðar- sonar, sem kom fyrst inn á í leikn- um undir lokin og stýrði þá tveim- ur mikilvægum vításkotum rétta leið. „Þetta var glæsilegur sigur. Við unnum síðast árið 1983 hér í Njarðvík og það var gaman að vinna þá á þeirra heimavelb. Nú, verður allt vitlaust á þriðjudaginn og það verður einn hörkuleikurinn enn,“ sagði Jón Kr. Gíslason eftir leikinn. Hjá Njarðvikingum var Friðrik Ragnarsson bestur en Teitur Ör- lygsson lék vel í fyrri hálfleik. Gunnar Örlygsson komst einnig vel frá leiknum en Rondey Robin- son hefur oftast verið sterkari. „Þetta eru mikil vonbrigði en það þýðir ekkert að velta þessu meira fyrir sér. Þessu verður ekki breytt. Keflvíkingar eru nú með pálmann í höndunum en þeir skulu þurfa að hafa fyrir hlutunum á þriðju- daginn," sagði Teitur Örlygsson er úrsbtin voru ráðin. • Stig Njarðvíkur: Rondey Rob- inson 20, Friðrik 18, Teitur 18, Kristinn 10, Gunnar 8, Hreiðar 2 og ísak 2 en hann lék meiddur. • Stig ÍBK: Falur 26, Jón Kr. 21, Sigurður 10, Tayron Thornton 10, Guðjón 9, Albert 4 og Hjörtur 2. • Mjög slakir dómarar voru Helgi Bragason og Leifur S. Garð- arsson. Rondey Rob- inson reynir hér körfuskot gegn ÍBK en tii varnar er Faiur Harðarson, besti maður vallarins á iaugardag gegn UMFN. DV-mynd GS • Vigdís Þórisdóttir, fyrirliði IS, hampar hér Islandsbikarnum en bikar- Inn fengu ÍS-stúlkur afhentan á laugardag. DV-mynd Ægir Már Kárason ÍSmeistari -1 kvennakörfu eflir sigur ÍBK gegn Haukum íþróttafélag Stúdenta er íslands- meistari í körfuknattleik kvenna árið 1991. Þetta varð ljóst í gær eft- ir siðasta leik mótsins. Keppnin í 1. deild kvennakörfunnar í vetur hefur verið mjög jöfn ogspennandi og lengst af einvígi milb ÍS og Hauka en undir lokin fór ÍBK að blanda sér hressilega í toppbarátt- una. Keflavíkurstúlkur unnu öruggan sigur á Haúkum í Keflavík á laug- ardag, lokatölur 55-44. Haukar hefðu orðið íslandsmeistarar með sigri en í stað þess hafnaði hðið í þriðja sæti deildarinnar. Lið ÍS, Keflavíkur og Hauka urðu í þrem- ur efstu sætunum með jafnmörg stig en innbyrðis viöureignir réðu sætaskipan. ÍBK haíði forystuna allan tímann gegn Haukum í gær, átta stiga for- skot í leikhléi, 26-18, og lokatölur urðu 55-44. Anna María Sveins- dóttir skoraði 24 stig fyrir ÍBK og Björg Hafsteinsdóttir 23 en hjá Haukum var Hafdis Hafberg stiga- hæst meö 10 stig. „Það var mjög erfitt að horfa á þennan leik,“ sagði Jóhann H. Bjarnason, þjálfari ÍS, en ÍS-höið tók við verðlaunum sínum í Kefla- vík í leikslok. „Við áttum að vera búnar að gera út um þetta mót fyr- ir nokkru en meiðsli og annað komu í veg fýrir það,“ sagði Jóhann ennfremur. Og Vigdís Þórisdóttir, fyrirliði ÍS, sagði við DV eftir leik Í3K og Hauka er titillinn var í höfn: „Sigurinn þakka ég fyrst og fremst stefkri liðsheild og mikibi baráttu. Það var mj ög erfitt að horfa á þenn- an leik en þetta fór þó á besta veg,“ sagði Vigdís. • Staðan er þannig þegar aðeins einum leik er ólokið í 1. deild kvenna: Keflavík-Haukar .............55-44 Grindavík-KR..............38-44 ÍS..........15 11 4 805-664 22 Keflavík....15 11 4 1018-675 22 Haukar.......15 11 4 814-621 22 ÍR...........14 8 6 722-691 16 KR...........14 3 11 607-741 6 Grindavík....15 0 15 477-1051 0 -SK/ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.