Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991.
5
- Ég hefviljaö stefna að því aö annað
foreldrið hafi þennan valkost. Þannig
lagði Reykjavíkurborg til hliðar 50
milljónir á þessu ári til undirbúnings
slíkmn styrk. Ég er mjög fylgjandi
þessu en það þarf auðvitað að vera í
samvinnu við ríkisvaldið því þetta
er viðkvæmt fyrir sköttum.
ÁVSÍaðráða?
Jóhann Páll Símonarson, Reykjavík:
Þú hefur sagt að Vinnuveitenda-
sambandið ætti ekki að stjórna þér.
Ætlar þú að standa við það?
- Égsagðiaðhagsmunasamtökættu
að fá að skýra sín mál og á þau skal
hlusta eins og aðra en það á ekki að
láta þau stjórna sér. Ég stend við það.
Matthías sjávarút-
vegsráðherra?
Jóhann Rúnar, Keflavík:
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ein-
hveija stefnu í sjávarútvegsmálum
og verður Matthías Bjarnason sjáv-
arútvegsráðherra í næstu ríkisstjórn
ef þiö komist að?
- Sjálfstæðisflokkurinn hefur, einn
flokka, lagt áherslu á að móta þurfi
sjávarútvegsstefnu. Við teljum að
móta þurfi heildarstefnu sem taki til
allra geira sjávarútvegsins, heild-
stæða mynd sem taki til veiða,
vinnslu og sölu á erlendum mörkuð-
um.
Varðandi spurninguna um Matthí-
as þá ráðstöfum viö ekki ráðherra-
embættum fyrir kosningar.
Landbúnaðar-
stefnan
Hannes Hilmarsson, Akureyri:
Hver er landbúnaðarstefna Sjálf-
stæðisflokksins og hvað hyggist þið
gera í þeim málum ef þið komist í
ríkisstjóm?
- Áokkarlandsfundivarmótuð
stefna. Framleiðendur hafa mikinn
skilning á því að framleiðsluna þurfi
að laga að neyslunni. Sumt af þeim
tillögum, sem komið hafa fram að
undanfórnu, líst okkur sjálfstæðis-
mönnum ekki illa á. Annað gengur
í þveröfuga átt og t.d. líst okkur afar
illa á tillögur um flatan niðurskurð.
Hvað varðar búvömsamninginn þá
á eftir að ganga frá honum á þinginu
og hann á eftir að taka breytingum.
Við höfum tahð að það væri ekki nóg
að taka á framleiðslunni heldur hefði
átt að framlengja samninginn sem
var um eitt ár svo hægt væri að taka
á sölumálunum hka.
Þori alveg í
Jón Baldvin
Þráinn Stefánsson, Reykjavík:
Jón Baldvin bauð þér th kapp-
ræöna en þú neitaðir. Þorðir þú ekki
í hann?
- Meðfuhrivirðingufyrir JóniBald-
vin þá er ég ekkert hræddur við
hann. Alþýðuflokkurinn finnur sig
afskiptan í kosningabaráttunni og
sér ofsjónum yfir góðri fundarsókn
hjá okkur og vill fá hjálp hjá okkur
við að fá fólk á fundi til sín sem hef-
ur gengið illa. Við erum ekki í neinu
sérstöku kapphlaupi við Alþýðu-
flokkinn. Við viljum láta kjósa milli
okkar og alls vinstra liðsins. Við
skipuleggjum okkar kosningabar-
áttusjálfir.
Stef nan í um-
hverfismálum
Ursula Junemann, Mosfellsbæ:
Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins
í umhverfismálum? Er það einhver
lausn að dæla skolpinu bara lengra
útísjóinn?
- OkkarframtakhéríReykjavíker
einhver mesta bylting sem gerð hef-
ur verið í umhverfismálum á íslandi
hvað þennan þátt varðar. Það er eftir
að vinna frekar að hreinsistöðvum
og fleiru. Þarna tala verkin meðan
aðrir geta bara státað af einum j eppa
og umhverfisráðuneyti.
Stjómmál
AðildaðEB?
Einar Sigurbergsson, Reykjavík:
Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins
í sambandi við aðÚd að EB?
- InngangaíEvrópubandalagiðer
ekki á dagskrá og verður ekki næsta
áratuginn þó Framsóknarflokkurinn
hafi ekki áttað sig á því. Við höfum
sagt varðandi tvíhhða samninga við
EB að aldrei verði gengið inn á okkar
lögsögu né yfirráðum yfir henni
fómað á nokkra lund.
Lánasjóður
íslenskra
námsmanna
Gunnar Ingi Valgeirsson, Reykjavík:
Telur þú að 75% tekjutenging lána
Lánasjóðs íslenskra námsmanna sé
vinnuletjandi og auki hkur á því að
stúdentar fái greitt undir borðið?
- Éghefmiklaráhyggjurafaðferð-
um sem eru vinnuletjandi. Ég vann
Davíð Oddsson svarar spurningum
fuha vinnu með öllu mínu háskóla-
námi. Ég hef áhyggjur af lánasjóðn-
um sem heild og þeim ógöngum sem
hann er kominn í. Ég tel að núver-
andi fyrirkomulag hvetji til þess að
fólk sé lengur í námi en það þarf.
Sjóðinn þarf því að endurskoða í
góðri sátt og samvinnu við náms-
menn.
Áaðskerða
ellilvfeyri?
Sveinbjörn Axelsson, Reykjavík:
Við hvaða tekjumörk telur þú að
eigi að miða skerðingu ellilífeyris?
- Viðhöfumþástefnuaðellhífeyrir
eigi ekki að skerðast neitt. Alhr aldr-
aðir hafa lagt grunn að honum og
eiga að fá hann óskertan.
Borgin sjái um
löggæsluna
Hafliði Helgason, Reykjavík:
Ofbeldi hefur aukist í Reykjavík,
af hveiju er ekkert gert th að fyrir-
byggjaþað?
- Þaðhefurmargtveriðgertthþess.
Sumir tala um að borgin sé stór, hins
vegar las ég nýlega um mann sem
var lúbarinn og krúnurakaður í litlu
sveitarfélagi út á landi svo ofbeldi
er ekki bara bundið við Reykjavík.
Löggæslan hefur sagt að hún sé of
fáhðuð, að hún hafi ekki mannskap
til að sinna því sem henni ber. Lög-
gæslan var á sjnum tíma undir stjórn
borgarinnar og þá var vel fyrir séð.
Mér finnst ekkert óeöhlegt að borgin
sjálf reki löggæsluna og sjái um
stjórn á henni. Það er betra fyrir-
komulag en að fjarlægt ríkisvald
stjórni lögreglunni.
Stöðvumskatta-
hækkanir
Þórarinn Einarsson, Neskaupstað:
Hvemig á að lækka skatta og draga
úr ríkisútgjöldum?
- Þaöberaðstöðvaskattahækkun-
arskriðuna. Fjármálaráðherrann er •
að undirbúa miklar skattahækkanir,
hann hefur sagt að skattarnir séu of
lágir. Formaður Framsóknarflokks-
ins hefur sagt á opnum fundi að
skattar séu hér allt of lágir, það þurfi
að hækka þá. Svavar Gestsson hefur
sagt að það þurfi að hækka skatta
um 10 mihjarða. Þetta vhjum við
byija á að stoppa. Þegar það er búið
og stöðva útgjaldaaukningu ríkisins
er hægt að byrja á að snúa sér að því
að lækka skatta á nýjan leik. Hugar-
farið skiptir mestu máh, Skattar eru
th að mæta útgjöldum. Ef þú stöðvar
útgjaldahækkun annars vegar, síðan
aukast sameiginlegar tekjur lands-
manna hins vegar um 2 til 3 prósent
á ári þá ertu þegar búinn að skapa
þér aðstæður th að lækka skatta.
Öflugtríkisvald
Björgvin Kristbergsson, Reykjavik:
Mega þroskaheftir kj ósa?
- Já. Sjálfstæðisflokkurinnsegirað
við þurfum að hafa öflugt ríkisvald
hér og við þurfum að hafa þjóðfélag-
ið með þeim hætti að það geti gert
öryggisnet fyrir þá sem eiga undir
högg að sækja og það beri að rétta
þeimhjálparhönd.
Minna umfang
ríkisvaldsins
Björn Guðmundsson, Hafnarfirði:
Hvemig er hugsanlegt að draga úr
ríkisbúskapnum og vill Sjálfstæðis-
flokkurinn gera það?
- Okkar vhji stendur til þess. Það
samræmist okkar póhtísku lífsskoð-
unum að því minna umfang sem er
á ríkisvaldinu því betra. Því meira
sem hver einstaklingur ráðstafar
sínu fé, því betra. Við viljum koma
th móts við þessi sjónarmið með því
að auka útboð, auka aðstööu einka-
rekstursins til þess að hafa þjónustu
með höndum. Við viljum selja ríkis-
fyrirtæki og nota peningana til að
styrkja okkur á öðrum sviðum.
Skapa okkur skhyrði til þess að
lækka skatta og svo framvegis. Við
viljum í fáum orðum sagt minnka
yfirbyggingu ríkisvaldsins.
Litlar þjóðir
og málfrelsi
Sigurður Grétarsson, Reykjavík:
Finnst þér að htlar þjóðir eins og
ísland eigi að fá minni tíma til að
fjalla um sín málefni hjá alþjóðasam-
tökum á borð við Sameinuðu þjóð-
irnar heldur en fjölmennar þjóðir?
- Nei, ekki í sjálfu sér. Þar gilda
ákveðnar reglur. Hins vegar hefur
það nú sýnt sig að í ákveðnum lykil-
ráðum alþjóðlegra stofnana eins og
th að mynda hjá Öryggisráöi Sam-
einuðu þjóðanna eigum við íslend-
ingar ekki sæti.
Efnumekki
tilóspekta
Soffla Bjarnadóttir, Reykjavík:
Mun Sjálfstæðisflokkur fylgja eftir
læknadeilunni sem Ólafur Ragnar
hóf ef Sj álfstæðisfloKkurinn fær fjár-
málaráðuneytið?
- Nei, Sjálfstæðisflokkurinn efnir
ekki til óspekta gagnvart einni th-
tekinni stétt í þeim thgangi að slá
sjálfan sig til riddara rétt fyrir kosn-
’ingar.
Opinberrannsókn
áGranda
Kristján Jakobsson, Reykjavík:
Þolir borgarstjóri opinbera rann-
sókn á því hvernig staðið var að
stofnun Granda?
- Já.
Kynferðislegt
ofbeldi
Ásgerður Sigurðardóttir, Seltjarnar-
nesi:
Hvað hefur þú gert sem borgar-
stjóri th að taka á kynferðislegu of-
beldi gagnvart konum og börnum og
hvað þú hyggist gera í þessum mál-
um þegar þú verður kominn á þing?
- Borginermeðumfangsmiklaþjón-
ustu í þessum málaflokki sem fellur
undir okkar félagslegu þjónustu.
Jafnfram hefur borgin stutt peninga-
lega samtök sem hafa látið þessi mál
th sín taka. Svona mál, sem eru í
eðh sínu afskaplega viðkvæm, hljóta
að fá meðferð hjá barnaverndar-
nefndum og hjá félagsráðgjöfum.
Þetta á að vera að verulegu leyti mál
sveitarfélaga, ekki ríkis, nema þau
mál sem varða lögreglu.
Takatil innan
ráðuneytanna
Bjarni Kjartansson, Tálknafirði:
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að
minnka ríkisumsvif, fækka ráðu-
neytum og taka til í kerfinu?
- Viðhöfumfyrstogfremsttalaðum
að fækka þingmönnum en það gerir
maður ekki fyrr en um næstu kosn-
ingar. Hins vegar höfum við talað
um að sameina ráðuneyti en ég skal
ekki segja hvernig til tekst með það.
Um þetta þarf að semja ef við förum
í ríkisstjórn væntanlega við aðra
flokka. En síðan er hægt að taka til
innan ráðuneytanna og í stofnunum
ráðuneytanna. Ráðuneytin sjálf eru
flest hver ekki mjög mannmörg og
það er miklu meiri fjöldi á ríkisins
vegum í stofnunum. Engu að síður
þarf að taka á þessum málum.
Beinirskattar
ekkistórtekjulind
Hrafnkell Jónsson, Vestmannaeyj-
um:
Er það ekki góð kjarabót fyrir laun-
þega að afnema tekjuskatt á nokkr-
um árum og hætta að mismuna fólki?
Taka upp til dæmis lúxusskatt?
- Égbýstviðaðþaöyrðimikilkjara-
bót en það hefur ekki gengið þótt
margir flokkar hafi rætt þetta. Menn
hafa oftast endað þannig að hafa ekki
tekj uskatt af lægri launum þótt það
hafi gengið í öfuga átt að undan-
fórnu. En beinir skattar í sjálfu sér
er ekki stór tekjulind fyrir ríkið, það
er staðreynd og þeir eru til þess fahn-
ir aö draga úr áhuga manna á að
afla sér tekna. Fyrir mitt leyti get ég
ekki lofað að þetta yrði gert.
Fyrirtæki í sam-
keppniverðiseld
Steindór Steindórsson, Reykjavík:
Eiga það að verða kveðjur þínar th
Reykvíkinga, þegar þú lætur af störf-
um sem borgarstjóri, að ljá því máls
að fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborg-
ar, sem bæði eru mjög stöndug og
vel rekin, verði seld th einkaaðha?
Þá á ég við Rafmagnsveitu Reykja-
víkur, Hitaveitu Reykjavíkur og
SVR.
- Éghefsvaraðþessuþannigaðég
er almennt hlynntur því að fyrir-
tækjum í samkeppni sé komið í hend-
ur einkaaðila eins og hægt er, eins
og ég beitti mér fyrir varöandi Bæj-
arútgerðina. En það gegnir ööru
máli með einokunarfyrirtæki, þar er
vandinn miklu meiri og miklu fleiri
sjónarmið sem þarf að athuga. Ég sé
ekki í fljótu bragði hvernig einkaaðil-
ar ættu að reka Strætisvagna
Reykjavíkur því að Reykjavíkurborg
greiðir 360 milljónir á ári í það fyrir-
tæki.
Skattalækkanir
í áföngum
Hilmar Gudmundsson, Dalvík:
Sjálfstæðismenn vhja lækka skatta
um að minnsta kosti 17,6 mhljarða.
Hvar ætlar þú aö ná í þessa peninga
og hvar ætlar þú að skera niður?
- Þettaerumarkmiðsemmennvilja
setja sér og við höfum skýrt frá þvi
hvernig viö vhjum bera okkur að.
Ég hef margsagt aö þetta yröi gert í
áföngum og tæki langan tíma eins
og alltaf að stöðva skriðþunga skatta-
hjóls sem hefur verið komið af stað
af núverandi ríkisstjórn sem ætlar
sér að hækka skatta.
Skattahækkanir eru til að mæta
auknum útgjöldum. Við ætlum ekki
að auka útgjöldin. Þvert á móti ætl-
um við að nota þann hagvöxt sem
kemur og þær auknu tekjur sem rík-
ið fær með auknum hagvexti th að
borga niður skuldir og byrja að
lækka skatta. Síðan ætlum við að
losa okkur viö fyrirtæki eins og
banka og fá tekjur af því. Þetta auð-
veldar okkur leið að því markmiði
að lækka skatta.
Verðáfram
maðurallra
Magnús Magnússon, Reykjavík:
Þú hefur sýnt það sem borgarstjóri
að þú ert allra maður. Ef þú verður
forsætisráðherra ætlar þú þá að
halda áfram að vera allra maður?
- Þaðviléggera.Égheftekiðá
móti 30-40 manns í viðtalstímum í
hverri viku og það hefur verið af-
skaplega gagnlegt fyrir mig því ég
hef fengið að fylgjast með því sem
er að gerast í þjóðhfinu og ekki lok-
ast af og einangrast. Ég vildi ekki
missa af þessum þætti.
Áróðursbæklingur
fjármálaráðherra
Andrés Andrésson, Reykjavík:
Hvað finnst þér um útgáfu ráð-
herra Alþýðubandalagsins og for-
sætisráðherra á allskonar áróðurs-
ritum á kostnað ríkissjóðs nú síðustu
daga fyrir kosningar?
- Mérfinnsthúnhafagengiðalveg
afskaplega langt og með mikilli
ósvífni. Fjármálaráðherra dreifir
bæklingi sem kostar milljónir á
mihjónir ofan og það sem verst er
að þetta eru ekki hlutlausar upplýs-
ingar heldur áróður. Þegar Þorsteinn
Pálsson var íjármálaráðherra var
gefinn út samskonar bæklingur með
samskonar ávarpi fjármálaráðherr-
ans en ekki með röngum upplýsing-
um og hann var gefinn út af Sj álf-
stæðisflokknum og greiddur af hon-
um á sama tíma og þessi bækhngur
er gefinn út á kostnað ríkissjóðs.
Bæklingurinn heitir „í hvað fara
skattpeningarnir þínir?“ og bækhng-
urinn svarar því sjálfur, hann fer í
áróður fyrir Alþýðubandalagið.
á beinni línu. Blaðamenn DV fylgjast með.