Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Side 9
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991.
9
Utlönd
Stöðugt fleiri Kúrdar láta lífið vegna hungurs og vosbúðar á flóttanum frá
írak til Tyrklands og írans. Hér má sjá kúrdísk hjón jarða barn sitt.
Símamynd Reuter
Griðland Kúrda
ekki á dagskrá
- Bush gerir lítið úr ósætti um málið
George Bush Bandaríkjaforseti
leggur nú áherslu á að fullt sam-
komulag sé meðal fyrrum banda-
manna í Persaflóastríðinu um hvað
gera skuli til að tryggja öryggi
Kúrda. Bretar hafa lagt mikla
áherslu á að fá alþjóðlegan stuðning
við hugmynd um griðland fyrir
Kúrda og hafa hugsað sér að Samein-
uðu þjóðirnar gæti fólksins þar.
Bush vill þó ekki taka undir hug-
myndir um griðland heldur vill hann
að þess verði gætt að ekki verði geng-
ið á rétt Kúrda í héruðum þeirra.
Munurinn á hugmyndum Bush og
Johns Major, forsætisráðherra
Breta, kann að virðast formsatriði
eitt. Sá er þó munurinn að sam-
kvæmt hugmyndum Bush taka sam-
einuðu þjóðirnar ekki að sér gæslu á
svæðinu og þjóðir heims eru ekki
skuldbundnar tii að beita íraka her-
valdi gangi þeir á rétt Kúrda.
Bush vill þannig treysta á að írakar
fari að tilmælum og ályktunum um
að ráðast ekki á Kúrda. Átök hafa
legið niðri í Norður-írak síðustu daga
og segja Bandaríkjamenn það sanna
að írakar virði ályktanir sameinuðu
þjóðanna.
í yfirlýsingu í gær sagði Bush að
enginn munur væri á stefnu banda-
ríkjastjórnar í málefnum Kúrda og
stefnu Evrópuþjóða. Hann vildi þó
ekki ræða framtíð Kúrda í smáatrið-
um en Bandaríkjamenn hafa aldrei
ljáð máls á að Kúrdar fái sjálfstjórn
í héruðum sínum, hvað þá sjálfstæði.
Reuter
Sýrlensk yfirvöld:
Vilja þátttöku SÞ
í friðarráðstefnu
Sýrlensk yfirvöld tilkynntu í morg-
un að loknum viðræðum við James
Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, að þau stæðu fast við kröfu
sína um þáttöku Sameinuðu þjóð-
anna í ráðstefnu um frið í Miðaust-
urlöndum. Lýstu yfirvöld yflr and-
stöðu sinni við hugmyndir Banda-
ríkjamanna um svæðisbundna ráð-
stefnu. Farouq al-Shara, utanríkis-
ráðherra Sýrlands, talaði á fundi
með fréttamönnum í morgun um
friðarráðstefnu en ekki alþjóðlega
friðarráðstefnu og túlkuðu menn það
fyrst sem um stefnubreytingu væri
að ræða.
Baker tjáði fréttamönnum að viö-
ræðurnar í gærkvöldi við Hafez al-
Assad forseta hefðu verið gagnlegar
og kvaðst hann ánægður með árang-
urinn af ferö sinni til Miðaustur-
landa.
Bæði Shara og Baker sögðu að við-
ræðum yrði haldið áfram til að reyna
að komast að samkomulagi um frið-
arráðstefnu. Reuter
við fyrri kröfur sinar. Teikning Lurie.
OM-BUM
Him
OPM
Einstakt tækifærí
Á laugardag, frá kl. 14 til 16, veitir Ólafur Már Ásgeirsson dúklagningameist-
ari persónulága rádgjöf um lagningar á teppum, dúkum og flísum.
Árni Svavarsson verður á sama tima og sýnir
hreínsun og viðhald á teppum.
FILTTEPPI
4 LITIfí, Kfí.
375,.
BILATEPPI
MARGIfí
LITIR, KR.
LYKKJU-
TEPPI
FfíÁ KR.
KERA MIKFLÍSA R 10x20. kr. 1560 20x20. kr. 1647 30x30. kr. 1979 BÓMULLARMOTTURI 75x125. kr. 2950 110x170. kr. 4995 VIEÐ BLÓMAMYIISTRI 170x230, kr. 10.800 190x290. kr. 15 .650
Vorum áður í
Byggingamarkaði
Vesturbæjar,
Hringbraut 120
Opið laugardag
kl. 10-16
mmu MARLEY GÓLFDÚKURl OQC ensk gæðavara, kr. # Jvv m2 3ja metra breiður - þarf ekki að iíma
Fallegar parket- mottur 67x115 1995 100x140 2850 160x230 8470
OM-BUÐIM
Grensásvegi 14, sími 68-11-90
Beint á móti Sölunefndinni. Næg bilastæði á baklóð.
i f
WRHATIÐ KVENNAUSTANS
í menningaraiiðstöðmni Gerðubergi
laugardaginn 13. apríl kl. 14-17
bæði fyrir böm og fullorðna.
Kökubasar, leikjasmiðja, ílóamarkaður,
blómasala, pólitískir minjagripir, spákona
sem einnig ræður drauma. . .
Frambjóðendur flytja ávörp og sitja fyrir svörum.
Verið öll velkomin