Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Síða 15
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991.
15
Þannig verða
góðmál
að veruleika
Vorið 1988 flutti undirritaður til-
lögu til þingsályktunar um löggjöf
um forskólastig og áætlun um upp-
byggingu dagvistarstofnana. Til-
lagan hlaut góðar undirtektir, ekki
síst meðal fóstra.
Samkvæmt tillögunni var gert
ráð fyrir að Alþingi kysi milli-
þinganefnd til að undirbúa frum-
varp til laga um forskólastig og
framkvæmdaáætlun til 10 ára um
uppbyggingu dagvistarstofnana
með það að markmiði að öll börn
á aldrinum 1-6 ára öðluðust rétt á
góðri dagvistun með uppeldi og
menntun við hæfi.
Börnin mikil-
vægasta auðlindin
Það er löngu úrelt sjónarmið að
dagvistarheimili séu einhvers kon-
ar neyðarbrauð fyrir börnin. Upp-
eldislegt gildi góðra dagvistarstofn-
ana er löngu viðurkennt og því eiga
þær ekki aðeins að vera opnar fyr-
ir börn þeirra sem stunda nám eða
vinna utan heimilis, heldur einnig
fyrir börn heimavinnandi foreldra.
Börnin eru sú auðlind sem mestu
máli skiptir fyrir hveija þjóð að vel
sé að hlúð. Því á það að vera réttur
KjaHariim
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður
hvers barns og forráðamanns þess
að eiga kost á forskóla fyrir barnið
með vel menntuðu starfsliði og sá
réttur ætti að vera jafnsjálfsagður
og skóh frá 6 ára aldri. Eðlilegt er
að líta svo á að forskólastig barna
hefjist þegar fæðingarorlofi lýkur,
en væntanlega verður það tljótlega
lengt í eitt ár.
Með löggjöf um forskólastigið átti
samkvæmt tillögunni að stefna að
því að skapa ramma um þessa
starfsemi að svo miklu leyti sem
rétt væri talið að binda ákvæði um
hana í lögum.
Málið komst í
stjórnarsáttmála
I aödraganda stjórnarmyndunar
haustið 1988 lagði undirritaður til
að í stjórnarsáttmála kæmi ákvæði
„Eðlilegt er að líta svo á að forskólastig
barna hefjist þegar fæðingarorlofi lýk-
ur, en væntanlega verður það fljótlega
lengt 1 eitt ár.“
1987-88. - 1057 ár frá stofnun Alþingis.
110. löggjafarþing. - 437. mál.
Sþ. 787. Tillaga til þingsályktunar
um löggjöf um forskólastig og áætlun um uppbyggingu dagvistarstofnana.
Flm.: Hjörleifur Guttormsson.
Alþingi ályktar aö kjósa milliþinganefnd til aö undirbúa frumvarp til laga um
forskólastig og framkvæmdaáætlun til 10 ára um uppbvggingu dagvistarstofnana meö þaö aö
markmiði að öll börn á aldrinum 1-6 ára öðlist rétt á góðri dagvistun með uppeldi og
menntun viö hæfi. í nefndinni verö>' fulltrúar frá öllum þingflokkum, en einnig verði leitað
eftir tilnefningu á fulltrúum í nefndina frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Fóstrufélagi
íslands.
Allur kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
Greinargerð.
Samstillt átak nauðsynlegt.
Örar þjóðfélagsbreytingar valda því að aðstaða barna er nú öll önnur en áður var.
Stórfjölskyldan er að heita má úr sögunni og við hafa tekið kjarnafjölskyldur þar sem
börnum fer fækkandi. Fjöldi barna elst upp hjá einstæðu foreldri. oftast mæðrum. Konum
hefur fjölgað óðfluga á vinnumarkaði og þær eru ómissandi fyrir atvinnulífið. Þjóðfélagið
hefur hins vcgar ekki brugðist við þessum breytingum með viðunandi hætti þar sem börnin
Tillagan um löggjöf og forskólastig hlaut góðar undirtektir, ekki sist
meðal fóstra.
um aö sett skuli löggjöf um for-
skólastig. Var á þaö fallist.
Síðan gerðist þaö að mennta-
málaráöuneytiö kom í hlut Al-
þýöubandalagsins í ríkisstjórn.
Svavar Gestsson varð mennta-
málaráöherra og 25. janúar 1989
skipaöi hann 12-manna nefnd til að
endurskoða lög nr. 112/1976 um
byggingu og rekstur dagvistar-
heimila fyrir börn í þeim tilgangi
aö skapa ramma um nýtt skólastig,
forskólastig, fyrir börn undir
skólaskyldualdri. Formaður nefnd-
arinnar var skipaöur Svandís
Skúladóttir, deildarstjóri, sem
lengi hefur unnið aö málefnum
dagvistarstofnana af miklum
áhuga. Auk þess að semja laga-
frumvarp var nefndinni faliö aö
gera áætlun um uppbyggingu og
rekstur dagheimila og leikskóla
næstu 10 ár og um æskilegt fyrir-
komulag á stofn- og rekstrarkostn-
aöi.
Lög um leikskóla í höfn
Nefndin varö sammála um að
nota heitið leikskóli fyrir allar upp-
eldisstofnanir á þessu nýja skóla-
stigi. Samkvæmt því verða m.a.
dagvistarheimili nefnd leikskólar,
burtséð frá lengd dvalartíma barn-
anna þar.
Nefndin samdi tvö frumvörp,
annað um leikskóla, hitt um ríkis-
framlag til sveitarfélaga vegna
leikskóla. Fyrra frumvarpið var
lögfest fáum dögum fyrir þinglok í
mars 1991, hið síðara hefur aðeins
verið kynnt en bíður þess að unnt
verði að fylgja því eftir á þingi að
loknum kosningum.
í upphafi laganna uin leikskóla
er kveðið á um að hann annist „að
ósk foreldra uppeldi barna fram að
skólaskyldualdri undir hand-
leiðslu sérmenntaðs fólks í uppeld-
ismálum. Leikskóli er samkvæmt
lögum þessum fyrir börn frá þeim
tíma að fæðingarorlofi lýkur til 6
ára aldurs“.
Ástæða er til að óska börnum,
foreldrum og fóstrum, sem og þjóð-
inni allri til hamingju með þessa
nýju löggjöf í uppeldis- og mennta-
málum. Ég á von á að til hennar
verði litið sem fyrirmyndar af öðr-
um þjóðum, m.a. á Norðurlöndum.
Hjörleifur Guttormsson
Kviksögur úr ráðuneyti:
Vindhögg eða
kosningagrýla?
Karl Steinar Guónason alþm. og vormaður Verkalýðsfélags Suóurnesja.
- Staðhæfingar þingmannsins skutu verkafólkinu skelk í bringu.
I Morgunblaðinu h. 7. mars sl.
er haft eftir Jóni Baldvin Hannib-
alssyni að orðrómur um yfirvof-
andi fækkun hjá varnarliðinu sé
kviksögur raktar til kosningabar-
áttu sjálfstæðismanna. Síðan er
haft orðrétt eftir honum: „Til mín
hafa komið sveitarstjórnarmenn og
aðrir af Suðurnesjum, nefnt ýmsar
furðusögur um samdrátt og yfir-
vofandi fjöldauppsagnir og ekki
dregið dul á að þær séu ættaðar
úr herbúðum sjálfstæðismanna
enda gangi þessar sögur í hvísling-
um og fylgi með að utanríkisráð-
herra hafi ekkert aðhafst í mál-
inu.“
- Ráðherrann fór með ósannindi.
Hræðsluáróður við
verkafólk
Á fyrstu vikum þessa árs hafa
starfsmenn varnarliðsins í stétt
verkafólks látið í ljós áhyggjur af
atvinnuöryggi sínu. Ekki aðeins
lausráðnir heldur og fastráðnir
verkamenn og ófaglærðir aðstoðar-
menn við iönaðarstörf. Þeir töldu
sig hafa ástæðu til vegna ummæla
formanns stéttarfélags þeirra sem
reynst hafa hræðsluáróður.
Verkafólkið er nær allt fulltíða
menn og konur sem eiga óhægt um
vik á vinnumarkaði. Þeim er
áhyggjuefni að hverfa til lausa-
mennsku nú þegar samdráttar hef-
ur gætt um langa hríð í atvinnulífi
landsmanna og ríkisstjórn and-
vara- og aðgerðalaus í málum þess.
Kaldar vatnsgusur
Formaður félags þess, jafnframt
þingmaður fyrir Reykjaneskjör-
dæmi af lista Alþýðuflokksins,
KjaUariim
Árni Ragnar Árnason
formaður Atvinnumálanefndar
Keflavíkur. Skipar 4. sæti
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
Karl Steinar Guðnason, sagði á
fundi með því á einum af vinnu-
stöðum varnarliðsins að nú fengi
það kalda vatnsgusu í andlitiö:
Varnarliðið hefði ákveðiö að fækka
starfsmönnum og segja upp um 250
manns.
Fólkið varð felmtri slegið og
spurði hvort rétt gætu verið svo
váleg tíðindi. - Þingmaður Al-
þýðuflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi og formaður stéttarfélags
fundarmanna staðhæfði að hann
færi með rétt mál og ítrekaði þessa
köldu vatnsgusu sem hann rétti
fólkinu.
Staðhæfmgar þingmannsins
skutu verkafólkinu, umbjóðendum
hans, skelk í bringu. Fastráðnir
starfsmenn varnarliðsins hafa ver-
ið taldir öruggir í starfi og laus-
ráðnir jafnan álitnir eiga vísa fast-
ráðningu. Það hefur hins vegar
ekki gerst allt frá því bann við
ráðningum („ráðningafrost") var
sett á síðla árs 1989. Það hefur skap-
að jarðveg fyrir hræðsluáróður af
þessu tagi.
Fulltrúi varnarliðsins upplýsti
síðar aðspurður aö hann hefði eng-
ar upplýsingar um slík fyrirmæli
né ráðagerðir varnarliðsins á ís-
landi.
Krataþingmaðurinn, formaður
verkalýðsfélagsins, hélt hinu sama
fram einnig aðspurður af félags-
mönnum. Skömmu síöar var frá
þessu sagt í fjölmiðlum. DV hafði
h. 11. febrúar sl. eftif honum sömu
fullyrðingar. Þá fylgdi með að hann
biði spenntur eftir niðurstöðum
viðræðna sem þá færu fram við
æðstu menn hersins.
Ljóst er af ummælum krataþing-
mannsins og verkalýðsleiðtogans
að honum var það mikið keppikefli
að slá óhug og ótta í brjóst umbjóð-
enda sinna, áheyrenda og lesenda.
- í hvaða tilgangi?
Ráðherrann heyrir!
Ekki sáu önnur stéttarfélög
ástæðu til slíkra ræðuhalda. En
með þessu virðist krataþingmann-
inum hafa tekist að ná eyrum ráð-
herrans og formanns Alþýðu-
flokksins sem fer með öll viðskipti
og samskipti okkar við varnarliðið.
(Hann var raunar ráðherra líka
þegar „ráðningafrostið“ var sett á
fyrir um hálfu öðru ári og hefur
engu um þokað - hann hefur
kannski ekki enn heyrt um þaö
talað nógu stórum orðum.) Var til-
gangurinn sá að vekja ráðherrann
og formann flokksins af Þyrni-
rósarsvefni?
Það er ömurlegt fyrir verkafólk
að þess eigin trúnaðar- og forystu-
menn skuli hafa notað það sem
áróðursbrúður. Tilefnið er ein-
göngu pólitískar hvatir áróðurs-
meistaranna, þeirra sömu sem
rekja má aðgerðaleysið í atvinnu-
málum til. Já, kviksögurnar voru
ættaðar frá krötum, meira að segja
frá foringjum í þeim herbúðum.
Formaðurinn gengur
til verks
Allt var þetta ljóst, en ráðherrann
lét sem ekkert væri fyrr en þing-
maðurinn var búinn að margþylja
hræðsluáróðurinn við það fólkið
sem síst skyldi. Þá loks þóttist ráð-
herrann heyra! Ekki lét hann þó
taka til meðferðar „ráðningafrost-
ið" sem bitnar harðast á íslenskum
starfsmönnum varnarliðsins.
Hann lét sendiherra fara vestur um
haf til yflrboðara stöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli til að ræða
hvort ekki hefði nú örugglega verið
rétt skilið áöur, að 25% samdrátt-
urinn skyldi ekki ganga yfir varn-
arliðið á íslandi.
Auðvitað fékk hann þau svör að
svo væri. Það lá alltaf fyrir - engin
spenna um þessar viðræður, allt
tilbúningur!
Bandaríkin stefna að um 25%
samdrætti í útgjölduni til varnar-
mála fyrir ársbyrjun 1996. Allt hef-
ur þetta komið fram í fjölmiðlum.
Einnig að ekki er fyrirhugað að sá
samdráttur bitni á varnarliðinu á
íslandi. Það er vegna mikilvægs
eftirlits þess með siglinga- og flug-
leiðum um og yflr Atlantshafið og
með tilliti til hins stóra hlutverks
sem það gegnir í björgunar- og ör-
yggisstarfl frá íslandi um stór og
erfið hafsvæði.
Árni Ragnar Árnason
„Ljóst er af ummælum krataþing-
mannsins og verkalýðsleiðtogans að
honum var það mikið keppikefli að slá
óhug og ótta í brjóst umbjóðenda
sinna...“