Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Menning Myndgátan DV Menn, menn og menn Það var mikil mæða að Stúdentaleikhúsið skyldi leggja upp laupana eftir blómlegt starf á árunum 1981-65. Sýningarnar frá þeim árum eru margar hverj- ar mjög eftirminnilegar og árið 1983 hlaut Stúdenta- leikhúsið Menningarverðlaun DV, og segir það meira en mörg orð um af hve miklum þrótti og listrænum metnaði var starfað þessi ár. En svo lognaðist starfsemin út af og hefur ekki farið sögum af leikstarfsemi háskólaborgara fyrr en nú að frumsýndir eru þrír nýir einþáttungar eftir unga höf- unda úr röðum þeirra. Frumraun þessa endurreista Stúdentaleikhúss er þó fremur í ætt viö metnaðarfullar sýningar framhaíd- skólanna heldur en starfið í byrjun áratugarins, sem var að ýmsu leyti á mörkum fijálsu leikhópanna. Að einhveiju leyti kann þetta að stafa af því að höfundar einþáttunganna eru líka að feta sín fyrstu spor og verk þeirra bera þess merki. Með tveimur hléum og nauðsynlegum tilfæringum á milli verkanna varð sýningin óþarflega langdregin og guldu þættirnir þannig fyrir sambýlið, þó að þeir væru athygUsverðir hver á sinn hátt. Ásgeir Sigurvaldason er leikstjóri og leikaramir eru áhugafólk úr Háskólanum. Tveir fyrri þættirnir fjalla báðir um samskipti karls og konu. Ungt fólk fer að vera saman og sambýlinu fylgja kröfur, jafnt andlegar sem líkamlegar. Taflið er grimmt. Melkorka Tekla Ólafsdóttir er höfundur fyrsta verksins á dagskránni, Á meðan við snertumst. Már og Arna eru elskendur en ákaflega ólík eins og geng- ur. Hann er veraldlega þenkjandi og afbrýðisamur úr hófi, vegna þess að hún á sér athvarf í skáldskapnum, og í ljóðum hennar skynjar hann heim, sem hann hefur ekki aögang að. Barátta þeirra'er upp á líf og dauða og þátturinn ansi þéttur í sér, aðeins brotinn upp af innkomu Rósar, sem talar til Más úr öðrum heimi og reynir að opna augu hans fyrir því, að hann er á góðri leið með að eyðileggja líf Ömu. Höfundi tókst bærilega að sýna einhta manngerð Más, en Arna náði engan veginn að lifna við eða verða sannfærandi persóna. Það er heilmikið kjöt á beini í textanum, sem er víða skáldlegur og vel saminn. En það vantar í hann meira líf, fleiri fleti, og leikstjórnin gerði lítið fyrir verkið. Þetta setti mark sitt á frammi- stöðu leikaranna, Daníels Ágústs Haraldssonar og Eddu Jónsdóttur, sem fundu ekki alltaf snertifleti sín í milli 1 textanum. Sindri Freysson er að fiska á sömu miðum í leik- þætti sínum, Hungurdansaranum, en hann fer ólíka leið. Nútímamaöurinn, Finnur, stekkur fram á sviðið, borubrattur og ánægður með sig. í kvennamálum tjaldar hann helst til einnar nætur, en svo kemur óvenjuleg stúlka til sögunnar. Hún heitir Dögg og sam- skiptin við hana fara á annan veg en Finnur ætlaði sér. Hungurdansarinn er skemmtilega saminn leikþátt- ur, mannlegur og hnyttinn. Sindri spilar sniðuglega úr þeirri hugmynd, að skipta persónu Finns í tvennt, ytri og innri mann. Þetta er svo sem ekkert nýtt, en hér skiptir sköpum að textinn er bráðvel skrifaður og Valur F. Einarsson fer á kostum í hlutverki innri manns Finns bæði í framsögn og látæði. Samskipti þeirra félaga Finns ytri og innri eru líka frumlega samin og Atli Rafn Sigurðsson túlkaði ytri Finn f]ör- lega og af þrótti. Telma L. Tómasson vakti athygh fyrir öruggan leik og góða framsögn í hlutverki Daggar og bæði innkoma hennar í upphafi og reyndar allt dansleiksatriðið voru skemmthega unnin. Gahinn við Hungurdansarann var brotakennd fram- Ur einum einþáttungnum af þremur sem Stúdenta- leikhúsið sýnir. DV-mynd GVA Leiklist Auður Eydal vinda og allt of margar skiptingar, sem auðveldlega hefði mátt komast hjá með smá breytingum. Síðasti þátturinn Ein, tvær, þrjár, jafnvel fjórar, var á öðrum nótum. Þar teflir Bergljót Arnalds saman „sekum" konum frá ýmsum tímum og veltir upp stórum spumingum um siðferðismat og refsingar. Þrjár konur bíða aftöku í ótilgreindu fangelsi og það sem er óvenjulegt, en þó svo ofur eðlhegt í verkinu, er að ein þeirra er frá 5. öld, önnur frá 16. öld og hin þriðja frá 19. öld og þær eru allar dæmdar til dauða fyrir það, sem þykir glæpsamlegt atferli á þeirra tíma. Þær eru engu að síður samtíðarkonur og þjáningar- systur í fangelsinu. Sviðsetningin í þessu verki er mjög vel unnin og bæði búningar og leikmynd njóta sín th fulls. í þættin- um kemur sjálfstæð úrvinnsla meira inn í myndina en í hinum verkunum, og þetta verður því hehdstæð- asta og jafnframt myndrænasta leiksýningin. En á hinn bóginn eru efnisleg tengsl í verkinu á mhli kvennanna þriggja og nútímakonunnar, sem bíð- ur eftir fóstureyðingu fremur veikburða og verkið dettur þess vegna í tvo parta. í þessum þætti léku þær Sigríður Kristinsdóttir og Brynhhdur Björnsdóttir mjög vel og Mats Jonsson gerði vel í óvæntum mhliköflum. Hann leikur m.a. teljara, sem dregur hlaðinn líkvagn fram og aftur og spyr hvort það skipti meginmáli hversu margir hafi verið drepnir. Gerir það Hitler og Stalín skárri, ef tala fórnalamba er eitthvað lægri en álitið var? Eyþór Arnalds samdi tónhst við verkin. Hún féh vel að inntaki þeirra og dýpkaði og skerpti það sem viö átti. Stúdentaleikhúsið sýnir þrjá einþáttunga i Tjarnarbæ undir samheitinu: MENN, MENN, MENN Leikstjórn: Ásgeir Sigurvaldason Lýsing: Jóhann Pálmason Tónlist og leikhljóð: Eyþór Arnalds Leikmynd og búningar: Nemendur úr Myndlista- og handiða- skóla íslands. Andlát Árni Halldór Árnason, Suðurgötu 16, Akranesi, lést 11. apríl. Katrín Kristleifsdóttir frá Stóra- Kroppi andaðist miðvikudaginn 10. aprh að Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi. Gísli Ólafsson, fyrrv. bakarameist- ari, Bergstaðastræti 48, lést í Borgar- spítalanum 11. aprh. Lilja Oddsdóttir, Hrafnistu, Hafnar- firöi, lést í St. Jósefsspítala, Hafnar- firði, 10. apríl. Jardarfarir Jónas Eggertsson lést 1. apríl. Hann fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1925, sonur hjónanna Sigurrósar Jónas- dóttur og Eggerts Guömundssonar. Jónas starfaði í bókabúð Lárusar Blöndal í 10 ár. Áriö 1954 gerðist hann verslunarstjóri í Bókabúð Máls og Menningar og sinnti því starfi í 8 ár en geröist þá fulltrúi hjá Inn- kaupasambandi bóksala og veitti jafnframt forstöðu árlegum Bóka- markaði bókaútgefenda. Árið 1967 stofnaði hann eigin bókabúð. Eftirlif- andi eiginkona hans er Ólöf Magnús- ©003 -£y(?OR- Tilkyimingar íslandsmeistarakeppnin í samkvæmisdönsum 1991 Helgina 13. og 14. apríl verður haldin ís- landsmeistarakeppni í samkvæmisdöns- unum. Keppnin fer fram í Ásgarði, íþróttahúsinu í Garðabæ. Setningarat- höfn verður kl. 14 á laugardeginum en keppt verður báöa dagana frá kl. 11-22. Keppendur eru 700 (350 pör) í 9 aldurs- hópum frá flokki 7 ára og yngri til 50 ára og eldri. Plötusnúður ársins 1991 Vikuna 15.-19. apríi verður haldin diskó- tekarakeppni í félagsmiðstöðinni Frosta- skjóli. Þar munu keppa unglingar frá fé- lagsmiðstöðum víðs vegar af landinu og hlýtur sá er sigrar titilinn plötusnúður •ársins 1991. Auk þessa titils fær sá er sigr- ar Polk Audio 100 sínusvatta hátalara sem tækniverslun Faco, Laugavegi 89, gefur til keppninnar. Þeir sem lenda í sætum 2-4 fá hljómplötuútekt að verð- mæti 5.000 kr. Allar nánari upplýsingar um keppnina eru veittar í félagsmiðstöð- inni Frostaskjóli í síma 622120. Félag eldri borgara Opið hús í dag frá kl. 13, frjáls spila- mennska. Kl. 15 verður Alþýðuflokkur- inn með framboösfund í Risinu. Göngu- Hrólfar fara af stað frá Risinu kl. 10 á morgun, laugardag. Farin verður vorferð að Básum í Ölfusi 20. apríl nk. kl. 18. Nánari upplýsingar á skiifstofunni. Samtök gegn astma og ofnæmi Aðalfundur Samtaka gegn astma og of- næmi verður haldinn í Múlabæ, Armúla 34, 3. hæð, laugardaginn 13. apríl kl. 14. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar eru kvattir til að fjölmenna. Gite Neutral ofnæmisprófað- ar hreinlætisvörur frá a/s Blumöller í Danmörku verða kynntar á fundinum. Maður og kona í Hveragerði Leikfélagið í Hveragerði sýnir um þessar mundir hið sígilda leikverk Jóns Thor- oddsen „Maður og kona“ undir leikstjórn Emils Gunnars Guðmundssonar. Leikar- ar eru 15 talsins en 30 40 manna hópur stendur að sýningunni sem frumsýnd var við húsfylli og frábærar undirtektir í Grunnskólanum í Hveragerði 24. mars sl. Séra Sigvalda, prest á Staö, leikur Jóhann Sigurðsson. Með önnur veiga- mikil hlutverk fara þau Ásta Sóley Sölva- dóttir og Gunnþór Guðfinnsson. dóttir. Eignuðust þau hjónin fjögur börn. Útför Jónasar veröur gerð frá Árbæjarkirkju í dag kl. 13.30. Safnaðarstarf Grensóskirkja: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í dag. Laugarneskirkja: Mæðra- Og feðra- morgnar föstudaga kl. 10 í safnaðar- heimilinu í umsjón Báru Friðriksdóttur. Myndgátan hér að ofan lýsir kvenkynsorði. Lausn gátu nr. 2: Mælir sér mót. Leikhús Lil-ill d íillitl It) tklMúll ÍulEIIil IjTiitltnlCT ffilSll 17! 'UBSriS 5 ThlT Ti tL’hFiI Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG, KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjór.i: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frimann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson Föstud. 12. apríl kl. 20.30. Laugard. 13. april kl. 15.00. Laugard. 13. april kl. 20.30, upp- selt. Sunnud. 14. april kl. 20.30. Föstud. 19. apríl kl. 20.30. Sunnud. 21. apríl kl. 20.30. Laugard. 27. april kl. 20.30. Sunnud. 28. apríl kl. 20.30. Þriðjud. 30. apríl kl. 20.30. Skrúðs- bóndinn Sýningar í Akur- eyrarkirkju Miðvikud. 24. apríl kl. 21, frumsýn- ing. 2. sýn. fimmtud. 25. apríl kl. 21. 3. sýn. föstud. 26. apríl kl. 21. Aðeins þessar þrjár sýningar Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.