Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Ás skrift - Dreifing: Sími 27022
Eg er ábyrgur fyr-
ir þessu fyrirtæki
- sagði ÓIi Kr. Sigurðsson 1 morgun
Rannsóknarlögreglan og rann-
sóknadeild ríkistollstjóraembætt-
isins hafa til meðferðar umfangs-
mikiö mál sem snýr að meintum
ólöglegum innflutningi heildversl-
unarinnar Sunds hf. á nokkrum
síðustu árum. Þetta mál snýst að
miklu leyti um faktúrusvik eða
svokallað „gámasvindl".
Samkvæmt heimildum DV er hér
um að ræða innflutning á ýmsum
vörum fyrír tugi milljóna króna.
Grunur hefur leikið á aö vörur
hafi ekki verið rétt flokkaðar þegar
staðið var að innflutningi þeirra.
„Ég er eigandi og ábyrgur fyrir
þessu fyrirtæki. Hins vegar eru all-
ir þeir sem áttu þátt í þessu máli
hættir í fyrirtækinu. Eg hætti í
sjálfu fyrirtækinu árið 1986. En ef
menn hafa haft rangt við í þessu
er ég ábyrgur. Ég hef sjálfur látiö
fara i allt bókhald í fyrirtækinu.
Það sem kom upp á borðið borgaði
ég strax, um tvær milljcmir króna
ásamt sektum," sagði Óli Kr. Sig-
urðsson i samtali við DV.
Að sögn Amars Guðmundssonar,
deildarfulltrúa hjá RLR, snýst mál-
ið fyrst og síðast um rannsókn á
því hvort fyrirtækið hafi borgað
lægri aðflutningsgöld en því hefur
borið. Amar sagði að málið teygöi
anga sína nokkur ár aftur í tímann
en þó væm engin mörk dregin í
því sambandi.
Við rannsóknina þarf því mikla
gagnaöflun erlendis frá, svo sem
vegna vörureikninga eða faktúra.
Rannsóknarlögreglu ríkisins barst
gögn frá tollgæslustjóra á seinni
hluta síðasta árs vegna Sunds hf.
Málið var þá tekið fyrir hjá RLR,
Gagnaöflun er ekki lokið ennþá.
Menn frá Sundi hf. hafa verið
teknir fyrir hjá RLR. Arnar vildi
ekki tjá sig um hvort menn hafa
gengist við brotum sínum en sagði
að ágætt samstarf hefði tekist við
þá grunuðu. Hann sagði að í raun
hefði málið þó hvílt mun meira á
tollgæslunni en RLR.
DV haföi samband við Sund hf.
vegna málsins. Þar var bent á Óla
Kr. Sigurðsson, stjórnarformann
fyrirtækisins. Ekki tókst að ná tah
af Óla í morgun.
Kristinn Ólafsson toligæslustjóri
sagði í samtali við DV í gær að
embættið hefði haft fleiri fyrirtæki
til skoðunar. Hann tengdi það þó
ekki beint við Sund hf.
Samkvæmt upplýsingum DV hef-
ur talsvert borið á því á undanfórn-
um misseram að vörar hafi verið
boðnar til kaups i heildsölu á grun-
samlega lágu verði. í þessu sam-
bandi hafa „toppsöluvörur" verið
nefndar. -ÓTT
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL-1991.
Veldi Ólafs Laufdals er endanlega fallið:
Búist við hundr-
aða milljóna kröf-
um í þrotabúin
- miklar skuldir vegna Sjallans á Akureyri
Fjögur fyrirtækja veitingakóngs-
ins í Reykjavík síðustu tíu árin, Ól-
afs Laufdals, sóttu i fyrradag um að
verða tekin til gjaldþrotaskipta hjá
borgarfógetanum í Reykjavík og
voru úrskurðuð gjaldþrota samdæg-
urs.
Ekki er langt síðan Búnaðarbanki
íslands, helsti lánardrottinn Ólafs,
yfirtók Hótel ísland. Veldi Ólafs
Laufdals er því endanlega fallið. Bú-
ast má við hundraða milljóna króna
kröfum.
Fyrirtækin fjögur sem hafa verið
úrskurðuð gjaldþrota eru Veitinga-
húsið Álfabakka 8, Veitingahúsið
Ármúla 5, Veitingahúsið Pósthús-
stræti 11 og Ólafur Laufdal hf.
Veitingahúsið Álfabakka 8 átti
meðal annars Hótel ísland og Sjall-
ann á Akureyri. Hin þrjú fyrirtækin
voru í ábyrgðum fyrir Álfabakka 8
og dragast þannig inn í gjaldþrotið.
Þegar veldi Ólafs Laufdals reis
hæst rak hann skemmtistaðina Bro-
adway, Hótel ísland, Hollywood,
Sjallann á Akureyri, Hótel Borg og
Hótel Akureyri, auk þess að vera
aðaleigandi í Ferðaskrifstofu Reykja-
víkur og útvarpsstöðinni Stjörnunni.
Ljóst er að gjaldþrot Álfabakka 8
skiptir hundruðum milljóna króna.
Auk skulda vegna byggingar Hótel
íslands við aðra en Búnaðarbankann
hvíla miklar skuldir á Sjallanum á
Akureyri en á móti kemur húsnæðið
sem Sjallinn er í.
Búast má við að mun minna fáist
fyrir Sjallann en þær skuldir sem
hvíla á honum nema. Það var undir
árslok 1986 sem Iðnaðarbanki ís-
lands bað Ólaf um aö kaupa Sjallann
eftir gjaldþrot fyrirtækisins Akurs
sem rak hann áður. Ólafur keypti
staðinn með því að yfirtaka skuldir.
-JGH
Arekstrar
vegna hálku
Snjó kyngdi niður víðast hvar á
Suöurlandi og suðvesturhorni lands-
ins í morgun og gerði nokkra hálku
af þeim sökum. Eitthvað var um
árekstra af völdum hálkunnar, enda
margir ökumenn búnir að skipta yfir
á sumardekk. í Reykjavík voru tveir
árekstrar sem rekja má til hálkunn-
ar, tveir árekstrar sömuleiðis í Hafn-
arfirði og einn í Kópavogi.
Á mánudaginn, 15. þessa mánaðar,
eiga menn að vera búnir að skipta
yfir á sumardekkin. Hjá lögreglunni
í Reykjavík fengust þær upplýsingar
að ef færðin gæfi tilefni til þess máetti
aka nokkuð lengur um á vetrar-
dekkjum en reglur segðu til um.
Ingi Ú. Magnússon, gatnamála-
stjóri í Reykjavík, sagðist hvetja fólk
til þess að fara að skipta yfir á sumar-
dekk. „Uppákomur sem þessar verða
mjög líklega ekki fleiri og auk þess
er það góö hálkuvörn innan borgar-
markanna 'að engin vandræði ættu
að skapast. Snjóinn, sem kyngdi nið-
ur í dag, tekur jafnóðan upp og það
er lítil hætta þó menn séu á sumar-
dekkjum. Það er ekki of snemmt að
miða við 15. apríl í þessu sam-
bandi," sagði Ingi. ís
LOKI
Þetta ereins konar
tollsund!
Veðrið á morgun:
Rigning
eða slydda
Á morgun verður suðaustlæg
átt, víða allhvasst eða hvasst.
Rigning eða slydda um mestallt
land. Hiti verður á bilinu 2-7 stig.
Fururnar við Búnaðarbankann á Egilsstöðum skiptu úr grænu yfir í hvítt á einni nóttu á dögunum. Það byrjaði
að snjóa á Héraði 3. apríl, bleytusnjór í fyrstu, svo breytingin varð mikil. Siðan hefur heldur bætt á og viða tals-
verður snjór eins og glöggt má greina á snjónum á furum bankans þar sem starfsmaður er að hreinsa af stéttinni
rétt fyrir opnun. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöðum.
Kæran á Sigrúnu:
Líklega vísað frá
- segir Davíð Oddsson
„Ég get auðvitað ekki fullyrt neitt
um málið fyrr en það hefur verið
tekið fyrir. Ég á þó frekar von á því
að kærunni verði hafnað í borgar-
ráði. Hitt er svo annað mál að þeir
sem kæra geta haldið áfram meö
málið fyrir dómstólum," sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri, aðspurður um
kjörskrárkæruna á Sigrúnu Magn-
úsdóttur borgarfulltrúa, sem borist
hefur til borgarráðs.
Sigrún Magnúsdóttir og Páll Pét-
ursson munu vera einu hjónin á ís-
landi sem eiga lögheimili sitt í hvoru
kjördæminu. Þau fengu leyfi Hag-
stofu íslands til að hafa þetta svona.
Það leikur aftur á móti vafi á að
Hagstofan hafi, samkvæmt lögum,
máttleyfaþeimþetta. -S.dór
Skutufriðaðafugla
Lögregla á ísafirði haíði afskipti af
þremur piltum um tvítugt sem voru
að skjóta friðaða fugla í ísafjaröar-
djúpi. Piltarnir, sem allir höfðu
byssuréttindi, skutu fugla í landi
Ögurs og í Hestfirði í landi Þernuvík-
ur - skarfa, tjald, blika og kollur.
NEYÐARHNAPPUR
frA vara
fyrir heimabúandl sjúklinga
og aldraöa
Í® 91-29399
tff Alhliða
öryggisþjónusta
VARI síðan 1 969